Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 27
séu einvörðungu til afnota á sal safnsins, undir eftirliti, en
að ljósritun gagna sé þó líka heimil, svo framarlega sem
slíkt sé ekki talið skaða gögnin. „Það gilda sömu reglur hjá
okkur og yfirleitt í skjalasöfnum úti í heimi. Fólk getur
tekið ljósrit og tekið með með sér heim ef það vill.“ Sigrún
Klara tekur þó undir með Ögmundi um mikilvægi höfund-
arréttarins, og að hann beri ætíð að virða.
Gögn ekki fullskráð fyrir útlán
Aðspurð segir Sigrún Klara að aldrei hafi komið til tals
að fullskrá þurfi gögn áður en þau eru lánuð út. „Það held
ég að sé yfirleitt ekki gert. Handritadeild greinir ekki efn-
ið, hún á bara að gera það aðgengilegt fyrir vísindamenn. Í
grunnskráningunni eru sendibréf til dæmis flokkuð í
ákveðinn fjölda bréfa frá ákveðnu tímabili, án þess að sagt
sé frá hverjum þau eru og án dagsetninga. Eins er þegar
um mikið magn af dagbókum og veðurfarslýsingum og
þess háttar efni er að ræða. Yfirleitt erum við eingöngu að
vinna þessa grunnskráningu til þess að efnið sé sæmilega
aðgengilegt. Okkur þykir dýrmætt að fá þessi gögn, og
viljum fyrir alla muni að þau skemmist ekki. Ef fólk er við-
kvæmt fyrir því að þau séu skoðuð, þá eru þau ekki opnuð
fyrr en leyfi er veitt. Þetta er dýrmætt efni og mikilvægur
hluti af íslenskum menningararfi.“
Takmarkanir á aðgangi ofnotaðar
Fræðimenn hafa augljósan hag af því að einkaskjalasöfn
séu þeim aðgengileg til hvers konar rannsókna. Á síðustu
árum hafa einsögurannsóknir færst mjög í vöxt, en þær
byggjast að miklu leyti á aðgangi að einkaskjalasöfnum,
sendibréfum, dagbókum og slíku efni og rannsóknum á lífi
einstaklinga.
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur segir þýðingu einka-
skjalasafna geta verið mjög mikla fyrir fræðimenn og
nefnir almennt dæmi um stærra samhengi: „Í samfélögum
þar sem opinber skjalasöfn eru lokaðri en þau þyrftu að
vera, þá skiptir máli fyrir fræðimenn að geta leitað í einka-
skjalasöfn.“ Hann segir það enga spurningu að rétthafar
einkaskjalasafna sem vistuð eru á opinberum söfnum hafi
rétt til að takmarka aðgang að þeim. „Hins vegar er það oft
óráðlegt og að mínu mati ofnotað. Hvers vegna er fólk að
gefa skjöl sem eru svo viðkvæm að enginn má lesa þau?
Það má auðvitað hugsa sér að ákveðin mál geti verið við-
kvæm í dag, en ekki síðarmeir. Almennt finnst mér þetta
þó ofnotað og fólk of taugaveiklað um að einhverjir sjái
þessi gögn. Opinber söfn eiga ekki að vera geymslustaður
fyrir gögn sem eiga best heima heima hjá fólki.“
Það þekkist vel erlendis, að sögn Sverris, að fræðimenn
séu fengnir til að ganga frá einkasöfnum frægra einstak-
linga, og að þeir skrifi þá um leið ævisögu viðkomandi. „En
hvaða faglega aðhald hefur slíkur fræðimaður, þegar eng-
inn getur staðfest skrif hans? Fyrir fræðilega umræðu er
best að hún sé grundvölluð á gögnum sem eru aðgengileg
öllum. Það er kjarni málsins út frá sjónarhóli sagnfræð-
ings. Ég held að misnotkun á einkaskjalasöfnum sé ekki al-
geng, en augljóst að ef lokað safn er misnotað er engin leið
að ganga úr skugga um það. Það er gallinn við lokuð söfn.
Almennt held ég að fræðimenn sækist ekki eftir því að hafa
einkarétt á lokuðum söfnum og það er sjaldan þeim í hag.“
Höfundarlög banna ekki aðgang
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem vinnur
að ritun ævisögu Halldórs Laxness, segist ósammála því
að aðstandendur einkaskjalasafna sem vistuð eru á op-
inberum söfnum geti heft aðgang að þeim. „Það er mis-
skilningur að hægt sé að beita höfundarréttarlögunum til
að takmarka aðgang að slíkum söfnum. Ég hef rætt þetta
við lögfræðinga og spurt hvaða heimild sé í lögum til að
takmarka aðgang að skjölum í opinberum stofnunum. Það
er ekki hægt að benda á höfundarréttarlögin vegna þess að
þau kveða einungis á um það hvernig nýta megi efni sem er
undirorpið höfundarrétti. Það er ekki hægt að sækja neina
heimild í þau til að takmarka aðganginn. Það þarf líka að
taka það fram að gögn Halldórs Laxness voru gefin þjóð-
inni við hátíðlega athöfn kvaðalaust, og sérstaklega tekið
fram að í þeim væru engin leyndarmál. Ég tel að Lands-
bókasafnið megi ekki meina mér að lesa þau og að það
skorti lagaheimild til að takmarka aðgang að skjölum sem
hafa verið afhent kvaðalaust.“
Hannes Hólmsteinn segir lokun á einkaskjalasafni Lax-
ness sáralítil ef nokkur áhrif hafa á sína vinnu, enda hafi
hann verið búinn að rannsaka bréfasafn skáldsins vel und-
anfarin tvö ár. „Þetta er eitt af mörgum bréfasöfnum sem
ég hef kannað og það var mjög fróðlegt. Lestur þess auð-
veldaði mér skilning á höfundinum og hjálpaði mér við
bókarskrifin. Bókin verður betri fyrir vikið. Ef einhver
spyr hvort ég megi vitna í það, þá segi ég: Það er eitthvað
undarlegt ef ekki má vitna í Halldór Laxness, hann er
þjóðskáldið okkar.“
Oft mjög girnilegar heimildir
Guðmundur Hálfdánarson prófessor segir mikilvægt að
eigendur höfundarréttar að einkaskjalasöfnum hafi rétt til
að takmarka að þeim aðgang, þótt ákjósanlegast sé að að-
gangur að þeim sé opinn. „Í slíkum söfnum eru oft heim-
ildir um persónulega hagi fólks og skoðanir, – efni sem
ekki er að finna annars staðar. Það er gríðarlega mik-
ilvægt að fræðimenn geti skyggnst þannig bak við tjöldin,
– þetta eru oft mjög girnilegar heimildir. Það er auðvitað
alltaf best að hafa óheftan aðgang að öllu slíku og að menn
standi og falli með eigin skrifum. En um leið og komið er
að persónulegum gögnum um einstaklinga sem standa
nærri fólki sem er á lífi er eðlilegt að því sé ekki sama
hverjir skoða gögnin. Það getur maður skilið og haft sam-
úð með fólki undir slíkum kringumstæðum. Þótt um sé að
ræða þekkt fólk, þá á það rétt til síns einkalífs eins og aðr-
ir.
Ég held að það yrði mjög miður ef rétturinn til takmörk-
unar væri ekki fyrir hendi, það myndi þýða það að slík
gögn skiluðu sér síður í opinbera vörslu og þeim yrði frek-
ar hent. Þá er betra að takmarka aðgang um einhvern
tíma, – það kemur að því að gögnin verða aðgengileg.“
þeirra var ekki lokið. „Núna
er kvöðin um aðgang orðin
mjög mikil, og það verður
að segjast eins og er að það
hefur verið slakað á kröfun-
um. En auðvitað má segja
að allt efni sem ekki er frá-
gengið og skráð eigi að vera
lokað. Við höfum byrjað á
því að grófflokka efnið til að
gera það aðgengilegra, ein-
faldlega vegna þess að við
höfum engan frið. Ekki vilj-
um við tálma rannsóknir
fræðimanna.“
Um eftirtökur og ljósrit-
anir segir Ögmundur að
safnið vilji að viðkomandi
óski leyfis aðstandenda fyr-
ir slíku. „Við höfum verið
frekar opin fyrir þessu með
kvaðalaust efni, en bendum
alltaf á það að höfundarrétt-
urinn er bundinn í lög, og að
efnið má ekki nota án leyf-
is.“
Ögmundur segir að
Landsbókasafnið hafi fyrst
og fremst kappkostað að
virða þær reglur sem hver
og einn hefur sett, þegar
einkasöfn eru afhent. Mik-
ilsvert sé að slík gögn kom-
ist í opinbera varðveislu, og
hvað sem kvöðum líði muni
slík söfn á endanum opnast
fræðimönnum og almenn-
ingi. „Einkaskjalasöfn eru
okkur mikils virði, og eru
bókstaflega lykillinn að
mannlífinu. Þau vekja meiri
athygli ef þekktar persónur
eiga í hlut, en á síðari tímum
hafa einsögurannsóknir orð-
ið æ mikilvægari. Það hefði
líka orðið lítið úr Ljósvíkingnum hans Laxness ef hann
hefði ekki getað lagst í dagbækur Magnúsar Hj. Magn-
ússonar. Þannig eru þessi söfn mannlífið sjálft.“
Mannekla tefur skráningu gagna
Eins og fram kom í máli Ögmundar Helgasonar eru
samningar um varðveislu einkaskjalasafna á handritadeild
Landsbókasafns misjafnir, og ráðast af þeim skilyrðum
sem rétthafar setja. Sigrún Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður segir Landsbókasafnið þó alltaf mjög fúst að
taka við einkaskjalasöfnum. Í langflestum tilvikum séu
frjáls afnot leyfð, með það fyrir augum að gögnin nýtist
fræðimönnum til rannsókna. Ef fólk vilji að aðgangur að
slíkum söfnum sé lokaður komi það yfirleitt fram strax, um
leið og gögnin eru afhent. „Við reynum að búa eins vel um
efnið og við getum. Bréfasöfn eru flokkuð, raðað upp í
tímaröð og skráð frá hverjum bréfið er, og dagsetning, en
ekki innihald. Ef engar hömlur eru á þessu efni er aðgang-
ur að því heimill strax, um leið og efnið er komið til okkar,
en við reynum eins og við höfum mannafla til að raða því
upp áður. Við erum á eftir með skráningu vegna þess hve
mikið efni okkur hefur borist, og vegna þess að við höfum
ekki nógan mannafla til að skrá. Ef sagnfræðingur vill
skoða ákveðin gögn getur hann fengið að gera það, svo
framarlega sem búið er að raða þeim upp, þótt ekki sé búið
að skrá þau.“ Sigrún Klara segir þó að gögn af þessu tagi
um tíma, en einn-
að farga, en ekki
erið lokaður, þótt
einkasöfn eru lok-
um að veita ein-
söfnum sem áður
þess verið ýmsar.
ku safni hafi verið
og höfundar hafi
höfundar safnins
m sem sæktu um
rit lifandi skálda
kasafns, og þau
sem þau kjósa.
gangs
rmikið að vöxtum
adeildin ekki haft
áningu þess. „Við
gera það aðgengi-
komlega raðað og
i verið léð máls á
meðan skráningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
gir einkaskjalasöfn mikils virði fyrir safnið, þau séu lykillinn að mannlífinu.
étturinn til
é fyrir hendi
Sverrir Jakobsson
sagnfræðingur.
ólmsteinn
on prófessor.
Morgunblaðið/Ásdís
ndritadeildar, og Sigrún Klara Hannesdóttir
kasafni Siguringa E. Hjörleifssonar tónskálds
agnfræði við Háskóla Íslands
hent Landsbókasafni án kvaða
begga@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ leitaði upplýsinga hjá dr.
Chris Fletcher, safnverði í handritadeild British
Library, eða bresku þjóðarbókhlöðunnar, um
hvaða reglur væru í gildi þar um varðveislu og að-
gang að persónulegum skjalasöfnum sem safninu
áskotnast til varðveislu. Fletcher sagði ljóst að
safnið veldi mjög vel það sem það tæki við en
varðveitti til að mynda bréfa- og skjalasöfn ein-
staklinga sem hefðu þýðingu í samfélaginu, svo
sem skálda, vísindamanna, stjórnmálamanna og
fleiri. Hann segir jafnframt ljóst að breska þjóðar-
bókhlaðan taki aldrei við neinu bréfa- eða skjala-
safni án þess að vera búin að kynna sér til hlítar
hvað er í safninu. „Við tökum ekki við hlutum sem
við þekkjum ekki af eigin raun. Áður en söfn af
þessu tagi eru tekin inn í stofnunina förum við í
gegnum þau skjal fyrir skjal og kynnum okkur
efni þeirra. Það er grundvallarskilyrði í okkar
augum að vita við hverju við erum að taka. Auð-
vitað nýtum við okkur það ef einhver skráning
hefur verið framkvæmd áður en leitað er til okk-
ar, en að öðrum kosti leggjum við í þá vinnu sjálf.
Almenna reglan er því sú að aðgengi er leyft að
þeim söfnum sem við höfum lokið við að fara
vandlega yfir og skrá. Það kemur fyrir að við veit-
um aðgang að skjölum sem ekki hafa verið skráð,
en sú vinna sem þannig er unnin af hendi er þá
hluti þess rannsóknarferlis sem nauðsynlegt er til
að koma gögnunum inn á safnið og við myndum
þá vita fyrirfram hvert efni þeirra væri.“
Þegar hann er spurður hversu langur tími geti
liðið frá því farið er fram á að safnið taki skjöl til
varðveislu þangað til safnið veitir aðgang að þeim
segir hann það mjög misjafnt. „Það fer allt eftir
ástandi skjalanna, því hvort þau hafa verið skráð
áður – eðli safnsins í rauninni. En það er ljóst að
það tekur alltaf tíma að koma söfnum í það form
að þau séu nothæf inni á bókasafninu.“
Skilyrði og kvaðir í lágmarki
Fletcher segir að þegar tekið hefur verið við
slíkum söfnum inn á safnið á annað borð þá vilji
forsvarsmenn þess gefa öllum sem sinna rann-
sóknum og geta sannað tilgang sinn á því sviði að-
gang að því sem þar er að finna og reyni að hafa
það sem minnstum skilyrðum háð. „Sú fram-
kvæmd getur þó verið með margvíslegum hætti
allt eftir efnum og ástæðum. Það kemur t.d. fyrir
að við föllumst á að varðveita skjöl án þess að
veittur sé aðgangur að þeim í ákveðinn tíma. Í
slíkum tilfellum myndum við þó vilja neita öllum
um aðgang, frekar en að mismuna þeim hópi
fræðimanna sem telja sig þurfa að rannsaka skjöl-
in. Þetta fer þó eftir eðli efnisins hverju sinni og
þeim skilmálum sem við teljum okkur þurfa að
fara eftir. En það er alveg ljóst að ef við drögum
eitthvað ákveðið efni út úr slíkum söfnum þá verð-
um við sjálf að vita hvað það er sem við erum að
draga út úr þeim.“
Dr. Chris Fletcher segir öllum skjölum sem
varðveitt eru á bresku þjóðarbókhlöðunni vera
fylgt mjög vandlega eftir. „Þeir sem fá aðgang að
þeim þurfa að útskýra og réttlæta rannsókn sína,
síðan er eftirlit í lesherbergjum þar sem fólk fær
að skoða skjölin. Við kíkjum auðvitað ekki yfir á
öxlina á fólki þegar það er að vinna,“ segir Fletch-
er, „en við getum rakið lán hvers einasta skjals
sem skoðað er og skilin á þeim eru skoðuð í lok
hvers einasta vinnudags. Stundum eru þó t.d.
mörg bréf bundin saman í eitt bindi og þá er auð-
vitað bindið sem heild lánað en ekki einstök bréf.
Eftirlitskerfi okkar er mjög skilvirkt og við fylgj-
um því mjög vel eftir, en það er auðvitað fyrst og
fremst til að tryggja öryggi og varðveislu skjal-
anna. Það er eingöngu þess vegna sem við förum
fram á það að fólk útskýri forsendur sínar fyrir
því að fá að skoða gögnin.“
Fletcher segir safnið iðulega fara fram á með-
mæli með þeim sem vilja nota gögn sem þar eru
geymd, og jafnframt að sum frumrit sé ekki hægt
að fá að skoða. Í þeim tilfellum er fólki gert kleift
að sinna rannsóknum sínum með því að skoða
míkrófilmur, ljósmyndir, eftirprent, ljósrit eða
eitthvað þess háttar.
„Við erum rannsóknarbókasafn og er því mikið
í mun að veita fólki aðgang að því sem við höfum í
okkar fórum. Okkur er þó ekki síður mikið í mun
að varðveita til frambúðar það sem við eigum.
Okkar hlutverk hér á safninu er að vega þarfir
fræðimanna til rannsókna á móti þeirri skyldu
okkar að varðveita skjölin til frambúðar,“ segir
Chris Fletcher.
Tekur tíma
að koma
skjalasöfn-
um í not-
hæft form