Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 01.10.2003, Síða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tundum skil ég ekki hvernig fólk komst af hér á árum áður. Þá á ég við hvernig hægt var að lifa án þess að hafa tæknina við hönd- ina. Hvernig var lífið án sjón- varps? Án útvarps? Án tölva? Án síma, hvað þá farsíma? Og án Netsins, svo fá dæmi séu nefnd, sem virðast nútímamann- inum nauðsynleg. Mér er það til dæmis nánast óskiljanlegt hvernig hægt var að vinna við blaðamennsku fyrir tölvubylt- inguna, þ.e. áður en seg- ulbandstækin komu, rafpóst- urinn (e-mailið), farsímarnir, tölvurnar og gagnabankarnir á Netinu með öllum sínum fróð- leik. Ég ímynda mér t.d. að það hljóti að hafa verið afskaplega „pirrandi“ að skrifa texta á gömlu ritvél- arnar; gerði maður t.d. smávægilega prentvillu þurfti maður að notast við leiðréttingaborð- ann (þ.e. eftir að hann kom til sögunnar) eða byrja hreinlega alveg upp á nýtt. Þegar ég hef verið að spyrj- ast fyrir um hvernig þetta hafi verið á sínum tíma finnst mér stundum eins og það sé verið að lýsa atburðum á miðöldum, svo mikið hefur tækninni fleygt fram á undanförnum tveimur áratugum eða svo. Blaðamennirnir þurftu t.d. ekki bara að pikka textann á stífum tökkum gömlu ritvél- arinnar heldur þurftu þeir einn- ig að fara með textann inn í prentsmiðju, þar sem blaðið var prentað með ógurlega „forn- eskjulegri“ aðferð, alltént frá sjónarhóli nútímamanneskj- unnar. Nú ýtir maður bara á einn takka og „úps“ – textinn er far- inn „á næsta stig“. Ég hef þó ekki alltaf verið svona „nútímaleg“. Til dæmis man ég vel eftir því þegar mér áskotnaðist minn fyrsti farsími. (Ég ætlaði upphaflega aldrei að láta glepjast af þeirri tækni.) Ef ég man rétt var það fyrir um það bil fimm eða sex árum. Það tók mig nefnilega nokkurn tíma að venjast því að vera með eitt- hvað „syngjandi“ og vel að merkja krefjandi tæki í tösk- unni minni. Kipptist ég við í hvert sinn sem ég heyrði síma hringja; hvort sem það var minn eigin sími eða sími ein- hvers annars. Óneitanlega fylgdi þessari tækni ákveðið álag og stress. Það átti ekki bara við um mig heldur einnig aðra. Til að mynda man ég vel eftir því að hafa verið á fundi, þar sem fimm manns eða svo sátu við háborðið. Þegar svo sími hringdi gripu þeir allir í brjóst- vasann eða stungu hendinni nið- ur tösku. Einn þeirra greip meira að segja segulbandstæki sem lá á borðinu og lagði það upp að eyranu! Alveg ósjálfrátt. Síminn hélt hins vegar áfram að hringja; það var minn sími, ég hafði gleymt að slökkva á hon- um! Það getur nefnilega á stund- um verið bagalegt ef maður gleymir að slökkva á símanum. Sérstaklega ef það gleymist á virðulegum samkomum, í leik- húsum eða við jarðarfarir. Ótal dæmi eru, því miður, til um slík tilfelli. En tæknin heldur áfram að þróast og nú hefur hver sína hringingu. Af þeim sökum heyr- ir maður ótal tóna og hring- ingar daginn út og daginn inn. (Sem getur verið ansi þreytandi ef út í það er farið.) Kosturinn er þó sá að maður getur auð- veldlega þekkt sína hringi- tóna … en smám saman lærir maður líka að þekkja hringitóna vina sinna og samstarfsmanna. Þegar ég heyri til dæmis lagið úr kvikmyndinni Indiana Jones veit ég í hvaða starfsfélaga minn verið er að hringja. (Það vill reyndar svo vel til að mér finnst Indiana Jones-lagið alveg ágætt. Það sama get ég þó ekki sagt um ýmsar aðrar „sinfóní- ur“ starfsfélaga minna.) Mér hefur því – og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um flesta – þótt nokkuð auðvelt að venjast tækninni og þeim þægindum sem henni fylgja. Þannig hafa komið dagar þar sem ég hef bara verið heimavið en samt haft samband við ótrú- lega marga, tekið þátt í um- ræðum, borgað reikninga, fylgst með fréttum víða um heim, dóttur minni í næsta nágrenni og jú pantað mat og jafnvel ferðir og hótelgistingu. Allt hef- ur það verið tölvutækninni að þakka. Tækninni fylgja því óneit- anlega miklir kostir, en líka ókostir, eins og ég hef aðeins tæpt á. T.d. geri ég ráð fyrir því að aukinni tækni og auknum hraða í samskiptum fylgi meira álag. Ég get t.d. varla farið út í búð án þess að hafa símann á mér, sem getur þó verið „stressandi“, sérstaklega ef síminn hringir við óhentugar aðstæður, t.d. þegar ég er „akk- úrat“ að borga vörurnar. Samt finnst mér jafnvel enn meira „stressandi“ að skilja símann eftir heima. Þannig er maður óvart orðinn þræll símans, ef svo má að orði komast; þræll þeirrar hugsunar að allir verði að ná í mann þegar þeir þurfa. Tækninni fylgir ennfremur, svo fleiri dæmi séu tekin, betri aðgangur að ýmsum upplýs- ingum en jafnframt fylgja henni kröfur um að vel sé fylgst með þeim. Það liggur t.d. við að ég fái samviskubit ef ég les ekki yfir á degi hverjum nýjustu greinarnar á uppáhalds- spjallsíðunum mínum á Netinu. Þannig eru til ótal dæmi um þægindin sem fylgja tölvu- tækninni en jafnframt fjölmörg dæmi um það hvernig við erum orðin háð henni. Hættan er nefnilega sú að tæknin taki völdin og fari að stjórna lífi okkar. Við þurfum því að vera á varðbergi, því upphaflegt mark- mið allra tækniframfara hlýtur að hafa verið það að gera líf nú- tímamannsins þægilegra. Við þurfum að vera meðvituð um hvenær við hættum að stjórna tækninni og hvenær tæknin er farin að stjórna okkur. Jæja, ég held ég láti hér stað- ar numið – enda er síminn far- inn að hringja! Þrælar tækninnar? „Einn þeirra greip meira að segja segulbandstæki sem lá á borðinu og lagði það upp að eyranu!“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist á Hnúki í Svarfaðar- dal 21. júní 1907. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 7. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhann Frímann Þórðarson og Anna Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Systk- ini Helgu voru Steindór, Jósefína, Guðmundur, Þórð- ur, Aðalbjörg, Fanney, Helen Marta og Helga. Helen Marta og Helga létust í barnæsku. Fanney er ein eft- irlifandi systkinanna og býr í hárri elli á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Eiginmaður Helgu var Sveinn Frímannsson, f. 17. júní 1898, d. 18. september 1953. Helga og Sveinn eignuðust eina dóttur, Hrönn, f. 31. maí 1936. Hálf- systkini Hrannar samfeðra eru Svava og Níels Frímann. Eiginmaður Hrann- ar var Bjarni Ólaf- ur Helgason, f. 7. maí 1930, d. 9. febr- úar 1983. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Helga, gift Eiríki Ellerts- syni og eiga þau þrjú börn. 2) Sveinn Frímann, var kvæntur Sigrúnu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn. 3) Berglind, gift Sigurði Blöndal og eiga þau saman sex börn. 4) Svava, gift Guðjóni Pétri Arn- arssyni og eiga þau tvö börn. Seinni maður Hrannar var Indr- iði G. Þorsteinsson, f. 18. apríl 1926, d. 3. sept. 2000. Helga starfaði lengst af hjá Lyfjaverslun ríkisins. Útför Helgu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku hjartans amma mín. Þá er þrautagöngu þinni loksins lokið, sem og þinni löngu ævi. Það er svo margs að minnast, margt sem mér var svo kært. Betri manneskju en þig er vart hægt að finna, sem gafst mér eins mikinn kærleik og vaktir yfir vel- ferð þinna nánustu. Við systkinin höfum eflaust haft meira af þér að segja en gengur og gerist með barnabörn, þar sem mamma var einbirni. Hér áður fyrr bjóstu á heimili mömmu og pabba og því áttum við mikil sam- skipti við þig. Þú tókst ríkulega þátt í uppeldi okkar og sást um ákveðinn þátt í því. Þann trúar- lega. Þú kenndir mér þær bænir sem ég kann. Þú kenndir mér æðruleysi. Þú sagðir mér frá gamla tímanum og hversu mikils virði það væri að geta sýnt kær- leika. Fyrir mér ert þú allt það góða. Minningar mínar um þig myndu fylla margar síður, en ég vil hér stikla á stóru. Ég og þú saman eft- ir miðnætti á gamlárskvöld, ég og þú saman um helgar að spila og spjalla saman, ég í baðinu og þú tvíþvoðir hárið á mér sem var nauðsynlegt til að það fengi gljáa, ég og þú að skoða myndaalbúmin, ég og þú að biðja bænirnar. Þú að baka og ég að njóta. Þú lést ekki þar við sitja, heldur hélst áfram starfi þínu við barna- uppeldi, þegar þú passaðir Söndru mína svo ég gæti menntað mig, þú þá orðin 80 ára. Þú taldir það ekki eftir þér, það var þitt líf og yndi að umgangast þá sem yngri voru. Ég man líka hvað þú varst stolt af því þegar ég eignaðist tví- burana. Þér fannst mikið til þess koma og minntir mig iðulega á að ég yrði að kenna þeim bænirnar og ekki var stolt þitt minna þegar ég kom fyrst með barnabarnið mitt til þín og teknar voru myndir af okkur fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Það veit guð að ég get ekki nógsamlega þakkað þér allar þær stundir sem þú gafst mér. En minning þín mun lifa með mér um ókomna framtíð. Berglind. Elsku amma Helga. Þú varst 96 ára þegar þinni löngu ævi lauk. Það eru nokkur ár síðan þú varst tilbúin að kveðja þessa jarðvist og þú óttaðist ekki að fara á nýjan stað. Við viljum þakka þér allar góðu samverustundirnar heima hjá þér í Furugerði þar sem ró og friður ríkti. Börnunum okkar þykir vænt um þig og þeim leið alltaf vel hjá þér. Þegar þau voru lítil var alltaf tilhlökkun hjá þeim að heimsækja þig, enda passaðir þú upp á hafa kaffibrauð og drykki, sem þeim líkaði og þau hlökkuðu til að kom- ast í dótið, sem þú hafðir safnað saman í pappakassann góða. Alla ævi þína sýndir þú okkur mikinn áhuga og vildir ræða líðan okkar og lífshlaup. Alveg fram á það síð- asta varst þú tilbúin að bregða þér í heimsókn til okkar og í huga okk- ar eru notalegar minningar um stundirnar sem við áttum saman á heimili okkar. Við söknum þín, elsku amma Helga, og munum halda minningu þinni á loft um ókomin ár. Helga, Eiríkur og börn. Ó minning þín er minning hreinna ljóða. Er minning þess er veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. (Höf. ók.) Elsku amma mín, minning þín er ljós í lífi mínu. Guð geymi þig. Svava. Elsku amma. Sárt er að þurfa að kveðja þig, en þó svo gott að vita að þér líður vel á öðrum stað. Þá er komið að þeirri stund, er þú lagðir af stað í þína hinstu ferð. Þú hafðir ótrúlegan lífsvilja og fram- undir það síðasta varst þú við góða heilsu. Ég veit ekki um neinn sem hugsaði eins vel um heilsuna og þú og því varstu svo hraust sem raun bar vitni. Í gegnum tíðina hefur þú reynst mér svo ótrúlega vel og það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa verið í pössun hjá lang- ömmu sinni eins og ég. Þú gættir mín svo mamma gæti stundað nám sitt sem skyldi. Þær eru svo ótal margar stundirnar sem við áttum í Furugerðinu spilandi á spil eða ég sitjandi á skammelinu þínu hlust- andi á spólur og syngjandi með. Þú hafðir mikinn metnað fyrir hönd þinna barna og vildir að þau gengju menntaveginn. Þér var mikið í mun að ég yrði eitthvað stórt og mikið og alltaf beiðstu þeirrar stundar með eftirvæntingu að ég kæmi með einkunnirnar mínar og sýndi þér. Ef þú hefðir mátt ráða hefði ég orðið veður- fræðingur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Sandra. Horfin úr þessum heimi. Horfin til þess heims, sem hún þráði. Horfin. Okkar sjónum, okkar nær- veru, okkar samverustunda. Þrá hennar til að hverfa hefur loksins verið uppfyllt. Hennar framtíðar- heimur hefur loks birst henni, eftir langa og stranga bið. Eftir miklar vonir og væntingar. Loksins. Full- södd lífdaga þessa heims, endur- fædd inn í framtíðarheim. Svarf- aðardal þess óræða. Með nýja lífsvon. Með nýja lífssýn. Þó full- komnuð í trú sinni og kærleik. Það var með óttablandinni virð- ingu og lotningu, sem ég hitti ömmu Helgu fyrst. Gekk á hennar fund. Ég kom síðla inn í ættina og sögurnar sem ég heyrði af ömmu Helgu voru stórfenglegar, raun- sannar og trúverðugar. Sagðar af einlægni. Þetta hlaut að vera mik- ilfengleg manneskja, kjarnorku- mikil kona, hugsaði ég þegar ég gekk í fyrsta sinn inn um dyrnar á Fururgerði l. Með feimnislegt bros á vörum og eftirvæntingarfullt, stóð ég við dyrnar og beið. Beið eftir að amma Helga opnaði. Ég þétti handtakið í lófa konu minnar, Berglindar sem hafði sagt mér flestar sögurnar af ömmu Helgu. Dyrnar opnuðust og þar fyrir innan birtist góðlátlegt, einlægt og brosmilt andlit. Hárið grátt og „strikin“ í andlitsfallinu orðin mörg. Árin orðin mörg, en hress- leiki lífskraftsins sagði annað. Svo kom mér á óvart. „Jæja, svo þú ert hann Sigurð- ur,“ sagði hún þegar hún heilsaði mér með hlýlegu handabandi og einlægum kossi á kinnina. „Komdu nú hérna inn í kytruna mína og gjörðu svo vel að setjast hér í besta stólinn minn.“ Ég uppgötvaði þá, að Berglind hafði hvíslað einhverju um mig að ömmu sinni og frá þessari fyrstu stundu vissi ég að ég væri „sam- þykktur“. Í þessari fyrstu heimsókn minni í Furugerði skynjaði ég að sög- urnar, sem ég hafði heyrt um ömmu Helgu, voru ekki skáldaðar. Ekki ímyndaðar í ættinni. Við nán- ari kynni komst ég að því, að í sög- unum um ömmu Helgu, þá stóð steinn yfir steini. Viðkynningin af henni styrkti þá trú. Og styrkti hana meira eftir því sem árin liðu. Ég hafði vart sest í stólinn hennar, þegar hún bauð mér að setjast við kaffiborðið sem hlaðið var tertum og rjúkandi kakói. Ég sagðist vera nokkuð saddur, en það var ekki í mál tekið. Kakó og kökur skyldi ég fá hjá henni. Ákveðni gestgjafans var mikil, en ég skynjaði að þar bjó að baki ein- lægni og gleði yfir því að fá að bjóða og veita. Hispurslaus og blátt áfram. Ég vissi að frá þessari stundu myndi það ekki þýða mikið að segjast vera saddur í heimsókn- um í hennar húsum. Gifta Helgu til að gefa var fölskvalaus og einlæg. Ekki bara kaffi og kökur heldur einnig og af sjálfri sér. Hún miðlaði, sagði frá og uppfræddi. Víðsýni, viska, vandvirkni og virðing einkenndu þessa konu, sem og gæfan til þess að láta manni líða vel í návist hennar. Hún veitti af hjartans lyst, hvort heldur það var súkku- laðimoli, fróðleiksmoli eða kær- leiksmoli. Helga var kjarnakona, einlægur einstaklingur og umfram allt móð- ir barns síns og barnabarna. Hún var gegnheil, hugljúf og heill ættar sinnar. Hún var mannkostakona sem gott var og vert að kynnast. Hún skildi eftir sig spor í minn- ingum okkar. Hún var kona sem hver einstaklingur gæti af heil- indum, hreinskilni og fullri ein- lægni sagt um: „Hún var ættmóðir mín!“ Sigurður Blöndal. HELGA JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.