Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 35 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslu- og sölustarf Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í fallegri sérverslun í Reykjavík nú þegar. Einnig óskast sjálfstæður og dugmikill söluaðili til starfa á landsbyggðinni. Við leitum að duglegum og samviskusöm- um einstaklingi með góða framkomu, sem getur talað góða ensku. Brosmild, reyklaus manneskja með mikla útgeislun og söluhæfileika gengur fyrir. Vinsamlegast sendið helstu upplýsingar ásamt ferilskrá til auglýsingadeildar Mbl. sem fyrst, merktar: „Stundvís með þjónustulund“, eða á netfang jjjj@simnet.is . Menntaskólinn í Kópavogi Ræsting Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmenn til dagræstingar. Um er að ræða 4 hálf störf 4 stundir á dag, þar af eitt síðdegis. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 595 4000 og þangað ber að skila umsóknum. Skólameistari. Sala íbúðarhúsnæðis Einn stærsti framleiðandi íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir starfsmanni til að annast markaðsmál, sölu og útleigu fasteigna. Æskilegar hæfniskröfur: Reynsla af sölu fasteigna, löggiltur fasteigna- sali, viðskiptafræðingur. Skilyrði er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, hafi góða framkomu og samstarfshæfni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Umsóknum skal skila á augldeild Mbl., eða á box@mbl.is, merktum: „Sala fasteigna“, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 3. október nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Félagsfundur Félag matreiðslumanna og MATVÍS boða til félagsfundar í dag, miðvikudaginn 1. október kl. 15.00, á Stórhöfða 31, 1. hæð, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá: 1. Námskrárvinna. 2. Kjarasamningar. 3. Önnur mál. LISTMUNAUPPBOÐ Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna- uppboð. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Aðalstræti 52, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Aðalstræti ehf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Patreksfirði, Vátryggingafélag Íslands hf. og Vesturbyggð, mánudaginn 6. október 2003 kl. 14:30. Aðalstræti 74, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Viðar Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 6. október 2003 kl. 14:00. Fiskeldisstöð á Gileyri, ásamt rekstrartækjum, lausafé, eldisfiski, afurðum og birgðum, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Eyrar ehf. - Fiskeldi, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sparisjóður Vestfirðinga, mánudaginn 6. október 2003 kl. 17:00. Fiskeldisstöð í landi Eysteinseyrar, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Eyrar ehf. - Fiskeldi, gerðarbeiðandi Tálknafjarðarhreppur, mánudaginn 6. október 2003 kl. 17:30. Langahlíð 29, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Sigurbjörn Halldórsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 6. októ- ber 2003 kl. 16:00. Móatún 1, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Þorbjörn tálkni ehf., gerðarbeið- endur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tálknafjarðarhreppur, mánu- daginn 6. október 2003 kl. 18:00. Starfsmannahús, 380 Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Friðrik Daníel Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði, mánudaginn 6. október 2003 kl. 9:00. Ysta Tunga, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Þorbjörn tálkni ehf., gerðar- beiðandi Tálknafjarðarhreppur, mánudaginn 6. október 2003 kl. 18:30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 21. september 2003. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, sem hér segir: Brekey BA 236, sknr. 1890, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Kolsvík ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði, mánudaginn 6. október 2003 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 21. september 2003. Björn Lárusson ftr. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Deiliskipulag Endurauglýst er tillaga að deili- skipulagi með Varmá frá Reykja- lundarvegi að Húsadal, Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 17. september 2003 var samþykkt til kynningar tillaga að deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalund- arvegi að Húsadal, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr 73/ 1997. Um er að ræða hluta af svæði sem auglýst var til kynningar í 31. maí—2. júlí 2002 og er nú endurauglýst eftir breyting- ar á fyrri tillögu sem ekki var samþykkt. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykja- lundarsvegi til vesturs, Reykjalundi og Reykjum til norðurs, Húsadal til austurs og Teigahverfi, Reykjahverf og Ökrum til suðurs. Tillagan gerir ráð fyrir þéttingu og styrkingu núverandi byggðar jafnframt því sem svæðið er gert aðgengilegra til út- ivistar. Endurnýja þarfa áður sendar at- hugasemdir. Tillaga að deiliskipulagi við Hraða- staði IV, Mosfellsdal, Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 17. september 2003 var samþykkt til kynningar tillaga að deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalund- arvegi að Húsadal, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997. Deiliskipulagsvæðið er hluti af landi Hraðastaða í Mosfellsdal og afmarkast til vesturs af gamla Helgadalsveginum en að öðru leiti af landi Hraðastaða. Tillögurnar ásamt greinagerðum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í afgreiðslunni á fyrstu hæð, frá 1. október til 31. nóvember 2003. Einnig er hægt að kynna sér þær á heima- síðu Mosfellsbæjar,www.mos.is. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 14. nóvember nk. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frest, teljast samþykkir tilögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ Mosfellsbæ 22.09.2003 SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. TILKYNNINGAR Hugleiðslu- og kyrrðarstund verður í Ljósheimum, miðstöð heilunar og jafnvægis, Brautar- holti 8, í kvöld kl. 20:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur kr. 500. Sólbjört. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  1841018  I.O.O.F. 7  184100171/2  RK. I.O.O.F. 9  1841018½  Í dag kl. 18.00. Barnakór. Öll börn hjartanlega velkomin.  GLITNIR 6003100119 I  HELGAFELL 6003100119 IV/V  Njörður 6003100119 I Fjhst. ATVINNA mbl.is NÝLEGA lauk mælingatímabili ársins hjá sjómælingasviði Land- helgisgæslunnar. Mælingar fóru fram á Austfjörðum og hafinu þar austur af og gengu vel en takmark- ið er að ljúka mælingum vegna endurnýjunar og nútímavæðingar korts 73, sem nær yfir stærstan hluta Austfjarða, fyrir næsta haust. Sjómælingabáturinn Baldur var við mælingar frá vorbyrjun fram í miðjan september en síðan tók við tíu daga verkefni á sama svæði á varðskipinu Ægi. Fjölgeislamælir, sem Landhelg- isgæslan hefur afnot af vegna samnings við Hafrannsóknastofnun bandaríska sjóhersins, kom að góð- um notum við mælingar á aðsigl- ingarsvæði nokkurra hafna á norð- anverðum Austfjörðum, en mælingabúnaðurinn var einnig not- aður um borð í Ægi vegna mælinga á ytri svæðum í korti 73. Þá var um 1.500 sjómílna svæði, alls um 1.350 ferkílómetra stórt svæði, mælt samkvæmt stöðlum Alþjóðasjó- mælingastofnunarinnar á tíu dög- um. Framundan er úrvinnsla gagna en um er að ræða dýptarmæligögn frá 6.500 sjómílna svæði, sem þarf að flokka eftir dýpi og yfirfara og leiðrétta með tilliti til truflana, sjávarfalla og hljóðhraða, áður en þau eru sett inn á sjókort. Vænta má nýrrar útgáfu af korti 73 árið 2005. Sjómælingar gengu vel í sumar KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en hann var ákærður fyrir tolla- lagabrot. Þá var honum gert að greiða 300 þúsund króna sekt til rík- issjóðs, allan sakarkostnað og að sæta upptöku á ýmsum munum sem tengjast vélsleðum. Maðurinn var ákærður fyrir rang- færslu skjala og tollalagabrot, með því að hafa í blekkingarskyni í des- ember árið 2001 fyllt úr þar til gerð skjöl um að hann væri að fara úr landi með tiltekinn vélsleða, en þess í stað flutt út til Bandaríkjanna flak af annars konar sleða. Það skildi hann eftir vestra, en smyglaði til landsins öðrum vélsleða ásamt fylgi- hlutum. Maðurinn viðurkenndi háttsemi sína. Flutti inn vélsleða í stað flaks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.