Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 40
ÍÞRÓTTIR
40 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENSKU götublöðin Daily Express
og Daily Mirror sögðu frá því í gær
að Kevin Keegan, knattspyrnu-
stjóri Manchester City, hefði áhuga
á að kaupa íslenska landsliðsmann-
inn Eið Smára Guðjohnsen frá
Chelsea. Rætt er um að kaupverð sé
sjö millj. punda.
Þá er sagt að Middlesbrough hafi
einnig áhuga á Eiði Smára.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
ensku götublöðin segja frá áhuga
liða á Eiði Smára, en hann var orð-
aður við t.d. Manchester United sl.
keppnistímabil. Cheslea hefur ekki
hug á að láta Eið fara, en liðið er
með 40 leikmenn á launum og þá
eru sjö leikmenn í láni.
Eiður Smári
til Man. City
eða „Boro“? ÓLAFUR Þórðarson,
þjálfari landsliðs Íslands í
knattspyrnu, sem skipað
er leikmönnum 21 árs og
yngri, hefur valið 16
manna hóp Íslands fyrir
lokaleik liðsins í undan-
keppni EM, gegn Þýska-
landi í Lübeck 10. októ-
ber næstkomandi, daginn
áður en A-landsliðin eig-
ast við í Hamborg.
Markverðir eru, Ómar Jóhanns-
son, Keflavík, og Bjarni Þórður
Halldórsson, Fylki. Aðrir leik-
menn, Helgi Valur Daníelsson,
Fylki, Guðmundur Viðar Mete,
IFK Norrköping, Haraldur Guð-
mundsson, Keflavík, Gunnar Heið-
ar Þorvaldsson, ÍBV, Hannes Þ.
Sigurðsson, Viking Stav-
anger, Sigmundur Krist-
jánsson, FC Utrecht,
Viktor Bjarki Arnarsson,
TOP OSS, Hjálmur Dór
Hjálmsson, ÍA, Jökull
Elísabetarson, KR, Ólaf-
ur Ingi Skúlason, Arsen-
al, Atli Jóhannsson, ÍBV,
Tryggvi Bjarnason, ÍBV,
Örn Kató Hauksson, KA,
Jón Skaftason, Víkingi.
Íslenska landsliðið hefur tapað
öllum fimm leikjum sínum til
þessa í undankeppninni. Fyrri leik
þjóðanna sem fram fór í byrjun
september, daginn áður en A-
landsliðið áttust við, á Akranesi
lauk með öruggum sigri Þjóð-
verja, 3:1.
Ólafur Þórðarson hefur
valið ungmennaliðið
Ólafur Ingi
ALLNOKKUR umræða hefur átt
sér stað um sameiningu íþrótta-
félaga hér í Reykjavík, nú á seinni
tímum. Síðasta innlegg í þá umræðu
birtist í Morgunblaðinu 25. sept. sl.
ritað af Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni. Og daginn eftir er grein í sama
blaði, rituð af formanni ÍBR sem
fagnar umræðunni og hvernig hún
er sett fram.
Fyrir fáum árum var nokkur
hreyfing í þá átt, að sameina ÍR og
íþróttafélagið Leikni, en bæði þessi
félög eru í Breiðholti. Í fundarboði
til aðalfundar Leiknis var þess getið
að til stæði að sameina þessi félög.
Ég ákvað að mæta á fundinn, ein-
göngu fyrir forvitni sakir, til þess
eins að fá vitneskju um hvernig
þetta væri hugsað. Að fengnum
þeim upplýsingum var það ljóst í
mínum huga að ef af yrði væru dag-
ar íþróttafélagsins Leiknis taldir.
Og ég var ekki einn um þá skoðun.
Vaskir piltar, sem þá voru í mfl.
Leiknis í knattspyrnu, voru ómyrkir
í máli um þessa hugmynd. Þeir
bentu t.d. á að hjá ÍR væri það alveg
klárt að þar á bæ yrði ekki skipt um
nafn á félaginu. Og um hugmyndina,
sem kom fram í máli þess er talaði
fyrir sameiningu, að skipað yrði í
mfl. eftir einhverju kvótafyrirkomu-
lagi afgreiddu þeir sem hreina og
klára dellu. Hjá ÍR væri nefnilega
barist hart um hverja stöðu nú þeg-
ar, þess vegna væri það alveg út úr
korti að vera með svona málflutn-
ing.
Að sameina tvö eða fleiri félög í
eitt, að öllu leyti eða að hluta er ekki
einföld aðgerð, það er öllum ljóst.
Þessi umræða um sameiningu
íþróttafélaga í Reykjavík leiðir hug-
ann 30 ár aftur í tímann, þegar
Breiðholtið var að byggjast upp og
Árbærinn kominn vel af stað. Þá var
í ársbyrjun 1973 stofnað í efra
Breiðholti, eða Breiðholti 3 félag, er
hlaut nafnið Framfarafélag Breið-
holts 3, FFB3. Fyrsti formaður
þess, var Hjálmar Hannesson þá
menntaskólakennari, nú sendi-
herra. Eitt af því fyrsta sem Hjálm-
ar lagði fyrir stjórnina til umræðu
var íþrótta- og æskulýðsmál. Það
kom fram í þeirri umræðu að ÍR
væri komið í neðra Breiðholt, eða
Breiðholt 1. Stjórn FFB3 fannst
bæði rétt og eðlilegt að leita eftir
upplýsingum hjá stjórn ÍR um það,
hvað félagið hygðist fyrir í efra
Breiðholti. Einnig kom fram áhugi
hjá stjórninni að kanna hvort önnur
íþróttafélög í Reykjavík hefðu kann-
að möguleika á því að færa sig um
set. Innan stjórnarinnar var bent á
Glímufélagið Ármann og Fram í því
sambandi. Einn stjórnarmaður
FFB3 fékk það verkefni að afla
þessara upplýsinga. Árangurinn
varð þessi. Yngri aðilar í Ármanni
höfðu þegar viðrað þá hugmynd að
félagið flytti í Breiðholtið. Hug-
myndin hlaut ekki samþykki. Hjá
Fram var það ekki uppi á borðinu að
flytja í Breiðholtið. Þessum tveim
félögum mun ekki hafa verið sent
formleg erindi, aðeins reynt að hlera
hvort áhugi væri til staðar á að þau
færðu sig. Um ÍR gegnir allt öðru
máli. Haft var beint samband við
formann ÍR og sagt frá umræðu um
þessi mál innan stjórnar FFB3. Til
að gera langa sögu stutta þá kom
aldrei neitt frá ÍR. Stjórnarmönnum
FFB3 fannst þetta með ólíkindum.
Vildu stjórnarmenn, sumir að
minnsta kosti, reyna enn frekar og
var ákveðið að fulltrúi stjórnarinnar
fram að þessu óskaði eftir því við ÍR
að komið yrði á fundi sem allra fyrst.
Þegar það gekk ekki heldur þá sagði
formaður FFB3. Við stofnum
íþróttafélag. Því er það deginum
ljósara í mínum huga að þau íþrótta-
félög í Reykjavík sem á þessum tíma
voru farin að sjá fram á versnandi
aðstöðu, hefðu borið gæfu til þess að
horfa til þeirra svæða í Reykjavík
sem voru að byggjast upp, þá hefði
kannski aldrei komið til þess að
íþróttafélagið Leiknir í Breiðholti 3
og Fjölnir í Grafarvogi hefðu verið
stofnuð. Og þess vegna væri um-
ræðan um að sameina íþróttafélög í
Reykjavík, að hluta eða að öllu leyti,
sennilega ekki enn komin í gang.
Ragnar Magnússon
Að sameina
íþróttafélög
Höfundur er fyrrverandi formaður
Leiknis.
IONELA Loaies, bronsverð-
launahafi í fimleikum frá Ólymp-
íuleikunum í Atlanta, er komin
til starfa hjá fimleikadeild Kefla-
víkur. Loaies, sem er 24 ára göm-
ul, var í rúmenska landsliðinu
sem hafnaði í þriðja sæti í liða-
keppni á leikunum en tveimur
árum áður varð hún heimsmeist-
ari með sama liði. Robert Bentia,
unnusti hennar, var ráðinn til
Keflavíkur í haust en hann þjálf-
aði í Vestmannaeyjum síðasta
vetur. Í framhaldi af því kom
Loaies einnig til liðs við Keflvík-
inga en hún hætti keppni árið
1997 og hefur kennt fimleika í
borginni Glenwood í Illinois-fylki
í Bandaríkjunum frá árinu 1999.
Aðstaða fyrir fimleika er orðin
mjög góð í Reykjanesbæ, þar
sem nýverið vígt nýtt gryfjuhús.
Um 200 stunda æfingar hjá fim-
leikadeild Keflavíkur.
Rúmensk afrekskona
þjálfar í Keflavík
EGGERT Magnússon, formaður
KSÍ, var sérstakur sendifulltrúi for-
seta UEFA á leik Mónakó og AEK
Aþenu í Meistaradeild Evrópu í gær-
kvöld. Hann verður í sömu erinda-
gjörðum á leik Marseille og Partizan
Belgrad í kvöld.
CORNELIA Breté, rúmensk hand-
knattleikskona, er gengin til liðs við
1. deildarlið KA/Þórs. Hún spilaði
sinn fyrsta leik gegn Fylki/ÍR á
sunnudaginn og var markahæsti leik-
maður liðsins með 8 mörk.
PAUL Ince fyrirliði enska úrvals-
deildarliðsins Wolverhampton vand-
ar Mark Lawrenson knattspyrnu-
sérfræðingi breska ríkisútvarpsins
ekki kveðjurnar, en Ince lét „allt
flakka“ í viðtali við enska dagblaðið
The Sun. Jóhannes Karl Guðjónsson
er félagi Ince í liði Úlfanna sem hefur
gert tvö jafntefli í sjö leikjum, tapað
fimm, fengið á sig 18 mörk og skorað
2.
LAWRENSON var í hinu sigur-
sæla Liverpool liði á árum áður en
hann spyr þá sem skoða vefsvæði
BBC að því hvaða lið það sé sem taki
miðju á 10 mínútna fresti – og á þá
við Úlfana.
FABIEN Barthez kann að vera á
leið heim til Frakklands, en hann
hefur ekki verið í náðinni hjá Sir Alex
Ferguson, knattspyrnustjóra Man-
chester United, síðustu mánuði. For-
ráðamenn Paris St. Germain eru að
velta því fyrir sér að klófesta franska
landsliðsmarkvörðinn til að leysa
Lionel Letizi af en hann er meiddur.
FRANCIS Graille, forseti Paris St.
Germain, segir að félaginu hafi verið
boðið að fá Barthez í sumar sem
hluta af greiðslu fyrir Ronaldinho
þegar til stóð að Brasilíumaðurinn
gengi til liðs við ensku meistarana.
Graille segir að þá hafi ekki verið
áhugi á að fá Barthez til félagsins.
„Ef Lionel Letizi er alvarlega meidd-
ur þá kemur til greina að endurskoða
afstöðu okkar til Barthez,“ segir Gra-
ille í samtali við franska íþróttablaðið
L’Equipe.
DANNY Murphy er nýjasta nafnið
á löngum lista Liverpool yfir meidda
leikmenn. Hann meiddist á ökkla í
leik með varaliðinu gegn varaliði
Everton á mánudaginn. Ekki er enn
ljóst hversu lengi hann verður frá
keppni.
ÞÁ er talið fullvíst að Senegalinn
Salif Diau fái þriggja leikja bann eft-
ir að hafa fengið rautt spjald í fyrr-
greindum varaliðsleik fyrir gróft
brot.
ÞAð jákvæða í herbúðum Liver-
pool er hins vegar Stephane Henc-
hoz sem lék allan leikinn í fyrrakvöld
og virðist vera klár í slaginn með að-
alliðinu ef þurfa þykir um næstu
helgi. Henchoz hefur verið meiddur
um tíma.
FÓLK
Aron meiddist í hné í leik gegnBjerringbro fyrir rúmri viku og
í fyrstu var talið að hann jafnaði sig á
nokkrum dögum, en sú varð ekki
raunin. Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Aron að hann reiknaði
með að fara til læknis í nánari skoð-
un á næstu dögum ef ekki yrði breyt-
ing á til hins betra.
„Ég æfði ekkert í heila viku eftir
leikinn við Bjerringbro, vonast var
til að þetta væri álagsmeiðsli sem
myndu jafna sig. Ég æfði síðan síð-
asta sunnudag og þá fann ég strax að
ekkert hafði batnað og hnéð var
bólgið í gær [mánudaginn], daginn
eftir. Það er því ljóst að ég verð að
fara til læknis og fá á hreint hvort
þetta eru álagsmeiðsli eða þá eitt-
hvað í liðþófanum, verst í þessu er að
vita ekki hvað þarna er að. Óvissan
en alltaf verst í þessum málum,“
sagði Aron.
Aron sagði það hafa verið mikil
vonbrigði að geta ekki tekið þátt í
leiknum gegn Skjern á sínum gamla
heimavelli, en hann lék með Skjern
um þriggja ára skeið undir lok tí-
unda áratugs síðustu aldar. „Ég fór
með liðinu í leikinn þótt ég gæti ekki
tekið þátt í honum. Það var tekið af-
ar vel á móti mér í Skjern og leið-
inlegt að gera ekki verið með í leikn-
um, það gefst ekki annað tækifæri til
þess í vetur,“ sagði Aron.
Tvis/Holstebro hefur ekki vegnað
sem best í fyrstu leikjum sínum í
dönsku deildinni og þegar þrjár um-
ferðir eru að baki er það án stiga. Fé-
lagið lagið talsvert í sölurnar fyrir
þessa leiktíð og styrkti liðið með
nokkrum leikmönnum.
Tvis/Holstebro mætir Skjern á
nýjan leik á annað kvöld, þá heima-
velli, í undanúrslitum bikarkeppn-
innar.
Aron frá
vegna hné-
meiðsla
ARON Kristjánsson handknattleiksmaður gat ekki vegna meiðsla
leikið með samherjum sínum í Tvis/Holstebro gegn sínum fyrrver-
andi samherjum í Skjern í uppgjöri liðanna á suðvestur hluta Jót-
lands í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Skjern
vann leikinn, 24:20, á heimavelli.
ÓLAFUR Haukur Gíslason, markvörður ÍR-liðsins í handknattleik, sem
hefur ekki tapað leik á Íslandsmótinu, hefur leikið vel á milli stanganna hjá
ÍR – varði 19 skot þegar ÍR-ingar lögðu FH-inga að velli í Austurbergi á
sunnudaginn, 31:23. Hann varð að játa sig sigraðan, er hann náði ekki að
koma í veg fyrir að skot FH-inga, sem myndirnar sýna, hafnaði í markinu –
hann gerði heiðarlega tilraun til þess. Ólafur Haukur gekk til liðs við ÍR-
inga fyrir þetta keppnistímabil, eftir að hafa varið mark Aftureldingar í
Mosfellsbæ síðustu ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Haukur varð
að játa sig sigraðan