Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.10.2003, Qupperneq 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 43 FÓLK  JAIME Pacheco hefur verið sagt upp þjálfarastarfi Real Mallocra og er hann fyrsti þjálfarinn á Spáni sem er látinn taka pokann sinn á þessari leiktíð. Pacheco tók við þjálfun Mallorca í sumar eftir að hafa þjálfað portúgalska liðið Boa- vista með athyglisverðum árangri um nokkurra ára skeið.  SUNDSAMBAND Íslands hefur óskað eftir því við Sundfélag Akra- ness, SA, að Eyleifur Jóhannesson, yfirþjálfari félagsins, taki að sér umsjón með unglingalandsliðinu í sundi starfsárið 2003–2004. Stjórn SA hefur samþykkt beiðni Sund- sambandsins en Eyleifur hefur ver- ið aðstoðarþjálfari Steindórs Gunn- arssonar, yfirþjálfara landsliðsins í sundi.  Á árinu verða haldnar æfinga- búðir fyrir sundfólk sem valið er í unglingalandsliðið ásamt því að landsliðið fer á Norðurlandameist- aramót unglinga í Noregi, CIJ í Lúxemborg og Evrópumeistaramót unglinga í Lissabon.  FORRÁÐAMENN norska lands- liðsins í knattspyrnu hafa ekki í hyggju að fá John Carew, leik- mann ítalska liðsins Roma, í næstu verkefni liðsins en Carew ákvað á dögunum að gefa ekki kost á sér í leik gegn Lúxemborg í undan- keppni EM. Carew var settur út úr landsliðshópnum fyrir vináttulands- leik gegn Portúgal hinn 6. sept- ember sl. eftir að hann lenti í slags- málum við John Arne Riise, leikmann Liverpool, á landsliðsæf- ingu daginn fyrir leikinn gegn Portúgal.  CAREW er ekki sáttur við með- ferðina sem hann fékk hjá norska knattspyrnusambandinu og hefur ekki svarað símtölum frá landsliðs- þjálfaranum, Nils Johan Semb, og aðstoðarmönnum hans, en þeir hafa reynt látlaust að ná tali af Carew. LOGI Geirsson, hand- knattleiksmaður úr FH, braut lítið bein í hægri úlnlið í tapleik FH-inga á móti ÍR- ingum í Austurbergi á sunnudagskvöldið. Logi fékk þungt högg á höndina í fyrri hálfleik þegar hann skaut und- irhandarskoti að marki ÍR-inga með fyrr- greindum afleiðingum. Brotið kom í ljós við röntgenmyndatöku í gær en engu að síður ætlar Logi að spila með FH á móti Gróttu/KR í bik- arkeppninni í kvöld. „Ég er kominn með sérsmíðaða spelku og ætla því ekki að láta brotið stoppa mig frá því að spila. Ég ætla að harka af mér enda mikilvægir leikir framundan, fyrst leik- urinn við Gróttu/KR í bikarnum og svo deildarleikur við Hauka um næstu helgi. Eftir þessa leiki kemur ágætt frí og þá get ég jafn- að mig,“ sagði Logi við Morg- unblaðið í gær. Logi spilar þrátt fyrir handarbrot ROBERT O’Kelley, sem lék með liði Hamars í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á síðustu leiktíð, hefur samið við NBA- liðið Memphis Grizzlies. O’Kell- ey skoraði að meðaltali 31,4 stig í leik og gaf um 3 stoðsend- ingar í leik en hann lék 11 leiki með Hamarsmönnum á síðustu leiktíð en var sagt upp störfum um mitt keppnistímabil. For- ráðamönnum Hamars þótti O’Kelley ekki vera nógu mikill liðsmaður og var Keith Vassell fenginn í hans stað. Fyrrverandi Hamars- maður í NBA Arsene Wenger knattspyrnu-stjóri Arsenal var sáttur við framlag sinna manna en ekki við úr- slit leiksins þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að sigra á útivelli í Meistaradeildinni í síðustu sjö leikj- um liðsins. „Vissulega erum við von- sviknir að hafa ekki nýtt færin sem við fengum í þessum leik enda erum við vanir því að skora úr slíkum fær- um. En liðið lék þrátt fyrir það vel og menn voru að leggja sinn fram.“ Í lið Arsenal vantaði marga lykil- menn og má þar nefna Patrick Viera og Freddie Ljungberg sem eru meiddir, Sol Campbell gat ekki leikið vegna andláts föður hans og Dennis Bergkamp fór ekki með lið- inu þar sem hann ferðast ekki í flug- vél. Í lið Lokomotiv vantaði tvo lyk- illeikmenn; Maxim Buznikin og landsliðsmanninn frá Kosta Ríku Winston Parks. Yuri Syomin þjálf- ari Lokomotiv var ánægður með vörn liðsins gegn Arsenal. „Við komum í veg fyrir að Arsenal næði að skapa sér mörg marktækifæri líkt og þeir eru vanir að gera,“ sagði Syomin. Hinn umdeildi varnarmað- ur Arsenal, Martin Keown, sagði eftir leikinn að Arsenal hefði átt það skilið að ná þremur stigum úr þess- um leik. „Við fengum færin til þess að skora en markvörður Lokomotiv varði vel í leiknum,“ sagði Keown en hann þótti leika afar vel í leiknum. „Að mínu mati lékum við agað og höfum náð þeim stöðugleika sem hefur skort í leik okkar í undanförn- um leikjum,“ bætti Keown við. Christian Vieri sá til þess að Int- er er með fullt hús stiga í B-riðli en Inter „rétt marði“ sigur gegn Dyn- amo frá Kænugarði. Daniele Adani kom ítalska liðinu yfir á San Síró-leikvanginum á 22. mínútu en Fedorov jafnaði metin á 34. mínútu og var útlitið dökkt allt þar til að ítalski landsliðsframherj- inn kom inná sem varamaður á 58. mínútu skoraði sigurmarkið á þeirri 90. „Eftir 20 daga fjarveru vegna meiðsla var ég svo sannarlega tilbú- inn að leika knattspyrnu á ný. Við erum á góðu róli eftir tvo góða leiki og nú þurfum við að halda okkar striki,“ sagði Vieri en hann meiddist á hné í landsleik Ítalíu og Serbíu/ Svartfjallalands 10. september sl. Seigla Bæjara einstök Anderlecht frá Belgíu kom nokk- uð á óvart í A-riðli er liðið gerði 1:1 jafntefli við þýska liðið Bayern München. Ivica Mornar skoraði fyr- ir Anderlecht á 53. mínútu en Roq- ue Santa Cruz jafnaði fyrir Bayern á 74. mínútu en Þjóðverjarnir léku einum færri frá 36. mínútu en Claudio Pizarro fékk gul spjöld á 35. og 36. mínútu og var vísað af leik- velli í kjölfarið. Celtic átti ekki í vandræðum með franska liðið Lyon á heimavelli sín- um í Glasgowborg í Skotlandi. Sænski landsliðsmaðurinn Henrik Larson lagði upp bæði mörk heima- manna í leiknum en það fyrra skor- aði Liam Mille á 70. mínútu en Chris Sutton skoraði það síðara á 78. mínútu með skalla líkt og Miller. Morientes í aðalhlutverki Báðir leikirnir í C-riðli unnust nokkuð sannfærandi á heimavelli en á Spáni skoraði Deportivo La Cor- una tvívegis gegn PSV frá Hollandi, en það var Sergio sem skoraði fyrra markið á 19. mínútu en Walter Pandiani bætti við marki úr víta- spyrnu á 51. mínútu. Í Mónakó skoruðu heimamenn 4 mörk gegn engu í viðureign sinni gegn gríska liðinu AEK frá Aþenu. Ludovic Giuly skoraði fyrsta markið á 23. mínútu, Fernando Morientes bætti við mörkum á 27. og 56. mínútu og loka- orðið átti Dado Prso á 86. mínútu. Nedved gulls ígildi Í D-riðli unnust báðir leikirnir á útivelli og fóru þeir báðir 1:2. Í Tyrklandi hafði Real Sociedad frá Spáni betur gegn Galatasaray í Istanbúl, 1:2. Darko Kovacevic skoraði fyrsta markið fyrir gest- ina á 3. mínútu, Hakan Sükür jafn- aði á 60. mínútu en Xabi Alonso skoraði sigurmarkið á 72. mínútu. Hasan Gökhan Sas fékk rautt spjald í liði Galatasaray á 86. mínútu. Pavel Nedved var hetja ítalska liðsins Juventus gegn Olympiakos í Grikklandi, en Stoltidis kom heima- mönnum yfir á 12. mínútu, Nedved jafnaði á 21. mínútu og skoraði sig- urmarkið á 79. mínútu. Reuters Sókn og vörn í takt í Glasgow! Liam Miller, leikmaður Celtic, skallar knöttinn í jörðina og skorar fyrra mark liðsins gegn franska liðinu Lyon í Meistaradeild Evrópu. Arsenal braut ekki ísinn í Moskvu ENSKA liðið Arsenal náði ekki að koma knettinum í mark Lokomotiv í Moskvu í gær er lið- in áttust við í B-riðli Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu. Ekkert mark var skorað í leikn- um og er Arsenal með eitt stig líkt og Lokomotiv, en liðin töp- uðu fyrsta leik sínum í B-riðli fyrir tveimur vikum. Inter frá Mílanó er efst í riðlinum en liðið hafði betur, 1:2, gegn Dynamo frá Kænugarði þar sem Christ- ian Vieri tryggði gestunum sigur á lokakafla leiksins. Logi Geirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.