Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, svona, Emma mín, Gunnar í Krossinum er bara að hræða okkur. Svo erum við líka með Fplús-heimilistryggingu, elskan. Vatnarannsóknir og veðurfarsbreytingar Vatn og veður- far í brennidepli VatnamælingarOrkustofnunarvinna nú í sam- starfi við hin Norðurlöndin að rannsóknum á áhrifum veðurfarsbreytinga á end- urnýjanlega orkugjafa, en í tengslum við rannsóknar- verkefnið er efnt til vinnu- fundar á Nordica-hótelinu dagana 9.–10. október þar sem sérfræðingum í orku- og rannsóknargeiranum gefast tækifæri á að kynna sér málin. Vatnamælingar standa þá einnig að ráð- stefnu um rannsóknir á ís- lensku ferskvatni í sam- starfi við Íslensku vatna- fræðinefndina og fer hún fram á Grand Hótel 13. október nk. og er öllum op- in. Hver er sagan að baki norræna rannsóknarverkefninu? „Bakgrunnur vinnufundarins er að nú nýlega var hafin vinna í tengslum við fjögurra ára samnor- rænt rannsóknarverkefni á áhrif- um veðurfarsbreytinga á endur- nýjanlega orkugjafa. Verkefnið, sem unnið er með styrk frá Nor- ræna orkusjóðnum og orkufyrir- tækjum Norðurlanda, verður í vinnslu til ársins 2006 og eru Vatnamælingar Orkustofnunar í forsvari fyrir rannsóknarvinnunni. Um er að ræða viðamikið verkefni sem unnið er í allmörgum vinnu- hópum og forsvar þeirra milli land- anna. Þannig sér íslenski hópur- inn, undir forsvari Tómasar Jóhannessonar frá Veðurstofunni, til að mynda um annan hluta vatnsorku rannsóknanna, en sá hluti snýr að jöklum, ís og snjó. Auk rannsókna á vatnsorkunni, sem vegur þyngst, skoðum við svo líka vindorku, orkulífmassa og sól- arorku.“ Hvaðan kemur frumkvæðið að rannsóknarverkefninu? „Frumkvæðið er í raun fyrst og fremst íslenskt, og á það jafnt við um rannsóknarþáttinn, stjórnun og styrkjaframkvæmd. Hugmynd- in er til komin að mínu frumkvæði og norsks kollega í tengslum við eldra og umsvifaminna samstarf norrænu vatnafræðistofnananna. Við ákváðum að kanna möguleika á fjármögnun frá Norrænu ráð- herranefndinni og sá stuðningur leiddi síðan til þess að stofnanirnar lögðu fram umsókn um forverkefni sem þróast hefur yfir í þetta lang- tímaverkefni sem notið hefur stuðnings íslenska iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins, orkumála- stjóra, Orkusjóðs og Landsvirkj- unar.“ Hvaða viðfangsefni verða tekin fyrir á vinnufundinum? „Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða fyrir er kynning á for- verkefninu, tveggja ára verkefni, sem frekari rannsóknarvinna mun byggjast á. Þessi vinna snýr meira að vatnsorkuþættinum og það verður til að mynda spennandi að heyra hvað jöklamenn hafa að segja, en einnig eru komnar sviðs- myndir frá loftslags- mönnum sem verður gaman að skoða. Niður- stöður þessara rann- sókna kunna svo að hafa áhrif á hugmyndafræðina sem framhaldsvinnan verður byggð á.“ Nú er íslenskt ferskvatn í brennidepli á ráðstefnunni á Grand Hótel. Hverju sætir það? „Ráðstefnan beinist að rann- sóknum á ferskvatni og er hún annar viðburðurinn sem við skipu- leggjum á ári vatnsins. Á fyrri ráð- stefnunni, sem haldin var á Degi vatnsins í mars, var lagt upp með að miðla upplýsingum um vatn og vatnafar til almennings en nú bein- um við athyglinni að rannsókn- arsamfélaginu. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Íslensku vatna- fræðinefndarinnar og Vatnamæl- inga Orkustofnunar og verður fundarefnið þrískipt. Í fyrsta lagi verður ákvarðanataka og skipulag vatnsrannsókna tekið fyrir og mun Ingimar Sigurðsson, fulltrúi frá umhverfisráðuneytinu, m.a. fjalla um stjórn vatnsauðlindarinnar. Í öðru lagi verður athyglinni beint að ráðgjöf um vatnarannsóknir, en stór hópur í samfélaginu nýtir grunnrannsóknir okkar við ráð- gefandi vinnu. Þannig greinir Helgi Jóhannesson frá Vegagerð- inni t.d. frá því hvernig þeir nýta okkar upplýsingar varðandi flóð, hlaup o.fl. Grunnrannsóknir verða svo kynntar í lokahluta ráðstefn- unnar, m.a. jöklarannsóknir Tóm- asar Jóhannessonar og hans hóps. Gestafyrirlesari á vinnufundin- um og ráðstefnunni verður svo doktor Óli Grétar Blöndal Sveins- son, er stundar rannsóknir við Int- ernational Research Institute for Climate Prediction við Columbia- háskóla. Hann hefur verið að vinna að merkilegum hlutum sem tengj- ast veður- og vatnafari og mun hér fjalla um veðurfarsbreytingar, áhrif þeirra á vatnafar og tengsl við vatnarannsóknir.“ Nú hefur heyrst að sameinuð lúðrasveit grunnskóla Reykjavík- ur leiki á ráðstefnunni? „Það er rétt. Lúðrasveitin, sem kemur við þetta tækifæri fram í fyrsta skipti, mun leika kafla úr vatnasvítu Händels. Það er hins vegar ekki eina æskustarfið sem tengist ráðstefnunni, því einnig verður veitt viðurkenning fyrir verkefnið Börn og vatn sem nokkr- ir grunnskólar í Reykjavík tóku þátt í, og er það Vigdís Finnboga- dóttir sem afhendir skólabörnun- um viðurkenninguna.“ Árni Snorrason  Árni Snorrason er fæddur árið 1954. Hann útskrifaðist með Bsc. í eðlisfræði frá Há- skóla Íslands og stundaði dokt- orsnám í vatnaverkfræði við háskólann í Illinois, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1983. Árni gegndi stöðu gesta- fræðimanns við vatnsauðlinda- og vatnafræðideild háskólans í Tuscon í Arizona 1992–3. Hann hefur verið forstöðumað- ur vatnamælinga Orkustofn- unar frá 1987, er formaður ís- lensku vatnafræðinefndarinnar og gegnir starfi verkefn- isstjóra samnorræna rannsókn- arverkefnisins um áhrif veð- urfars á endurnýjanlega orkugjafa. Íslenskt frumkvæði „BORGARFULLTRÚINN Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson er bara að gæta hagsmuna tiltekinna verktaka og ganga erinda þeirra,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- fulltrúi R-listans, á borgarstjórnar- fundi á fimmtudag í harðri orða- sennu um lóðaúthlutanir Reykjavík- urborgar. Þá hafði oddviti Sjálf- stæðisflokksins gagnrýnt uppboðs- leið R-listans á lóðum og sagði hana, samhliða lóðaskorti, hafa hækkað íbúðaverð. Síðar sagði Vil- hjálmur að Ingibjörg gæti beðist af- sökunar á þessum ummælum enda væru þau hrein ósannindi. „Borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson vill hafa sama háttinn á og áður var, það er að segja að það sé bara hægt að úthluta tilteknum verktökum eftir því sem verkast vill á hverjum tíma,“ bætti Ingibjörg Sólrún við og sagði þessa verktaka hafa setið eina að lóðaúthlutunum í tíð Sjálfstæðisflokksins. Aðrir hafi ekki komist að. „Það var ekki fyrr en farið var að bjóða út að þessir verktakar komust inn á markaðinn og gátu farið að byggja hér í Reykjavík og selja íbúðir.“ Ingibjörg sagði útboð tryggja að byggingaraðilar keppi um lóðir og þeir sem byggi best og hagkvæmast fái úthlutað lóðum. „Verktakar eru vanir því að keppa á markaði og eiga að keppa á markaði,“ sagði hún og sú keppni felist ekki í að hafa bestu samböndin og ítökin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krafði Ingibjörgu svara um fullyrð- ingar hennar, að Vilhjálmur gangi erinda einstakra verktaka. „Ég hlýt að krefja borgarfulltrúa svara og óska eftir því að borgarfulltrúar standi ekki upp og fari með hálf- kveðnar vísur og eitthvað sem við getum ekki kallað neitt annað en dylgjur,“ sagði hún. Ingibjörg end- urtók orð sín og sagði að þar sem rekin sé ógegnsæ úthlutunarstefna án skýrra leikreglna, og fáir verk- takar fái úthlutað lóðum en aðrir ekki, þá sé verið að mismuna. „Þá er verið að hygla sumum á kostnað annarra. Það er kerfi sem Sjálf- stæðisflokkurinn stóð fyrir hér í borgarstjórn Reykjavíkur árum saman og það vita allir sem vilja vita.“ Ekki skömmtunarkerfi Vilhjálmur sagði það hrein ósann- indi að hann gangi hagsmuna tiltek- inna verktaka og einungis útvaldir aðilar hafi fengið úthlutað lóðum í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins. „Allt þetta er hrein ósannindi. Hrein ósannindi,“ sagði Vilhjálmur og sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa strax lagt áherslu á að skapa nægt lóðaframboð þegar hann tók við stjórn borgarinnar 1982, bæði fyrir verktaka og einstaklinga. Nánast allir einstaklingar hafi fengið lóðir og framboðið nægt. „Þá var það þannig að menn komu á skrifstofu borgarverkfræðings. Þar héngu uppi kort af lausum lóðum og menn hreinlega bentu á þá lóð sem þeir vildu fá. Gengu þeir síðan til skrif- stofustjóra borgarstjórnar og fengu þeirri lóð úthlutað. Þannig var kerf- ið. Það var ekki skömmtunarkerfi eins og hafði verið frá 1978 til 1982.“ Vilhjálmur sagði að Ingibjörg gæti beðist afsökunar á að fara með þessi ósannindi og ef hún gerði það ekki væri hún maður að minni. Ingibjörg sá ekki ástæðu til að biðjast afsökunar og sagðist vita að þessi vinnubrögð voru viðhöfð, þar sem hún sat með Vilhjálmi í borg- arstjórn á þessum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi á borgarstjórnarfundi uppboðsleið R-listans á lóðum og sagði hana, samhliða lóðaskorti, hafa hækkað íbúðaverð. Sagði oddvitann ganga erinda verktaka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um oddvita sjálfstæðismanna Hrein ósannindi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.