Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lilja Pálsdóttirfæddist í Stykkis- hólmi 11. júní 1944. Hún andaðist á Krabbameinsdeild 11G á Landspítalan- um við Hringbraut 28. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Anna María Björnsdóttir, f. í Arn- ey 18.6. 1926, d. 1945, og Páll Jónsson, f. í Efri-Langey 12.12. 1916, d. 2001. Hún var einkabarn þeirra hjóna. Lilja á fjögur hálfsystkini, Önnu Maríu Pálsdóttur, Ólaf Pálsson, Árna Pálsson og Ragnheiði Pálsdóttur. Lilja missti móður sína ársgömul og ólst upp hjá móðurbróður sín- um, Eggerti Thorberg Björnssyni og móðurömmu, Guðrúnu Egg- ertsdóttur í Stykkishólmi. Lilja giftist Agnari Þóri Elías- syni úr Ólafsvík, f. 25.2. 1942, d. 24.3. 1989, og byrjuðu þau sín bú- skaparár í Ólafsvík en fluttu á Reykjavíkursvæðið um 1970. Eignuðust þau þrjú börn, Eggert Thorberg, f. 8.3. 1962, d. 8.6. 1980, Önnu Maríu, f. 4.5. 1963, og Agnesi Lilju, f. 30.5. 1973. Sambýlismaður Önnu Maríu er Gunnar Örn Svavarsson, f. 2.2. 1956, en Anna María á fjögur börn, Eggert Thorberg Sverrisson, f. 7.11. 1982, Agnar Sæberg Sverrisson, f. 13.7. 1984, Kristin Ómar Jóhannsson, f. 7.12. 1994, og Gunnar Bjarka Jóhannsson, f. 7.12. 1994. Eiginmaður Agnesar Lilju er Óskar Óskarsson, f. 10.8. 1969 og eiga þau þrjú börn, Anítu Marín, f. 14.3. 1991, Viktor Emil, f. 29.5. 1994, og Thelmu Rut, f. 14.3. 1998. Lilja var síðastliðinn áratug í sambúð með Ómari Gúst- afssyni, f. 7.8. 1936. Lilja var lengst af heimavinn- andi húsmóðir en starfaði einnig við umönnun aldraðra á Grund, Landakoti og síðast við þjónustu- störf á Hótel Holti. Útför Lilju verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku Lilja mín. Nú ertu farin yfir móðuna miklu og komin í faðm ástvina þinna. Þú varst dugleg og sterk enda breið- firsk hetja. Þegar þú varst að berjast við sjúkdóminn, þá dáðist ég að hve þú varst sterk og dugleg. Þú gafst mér svo mikið, varst alltaf svo jákvæð og hugsaðir meira um aðra en sjálfa þig. Þegar ég hringdi í þig og spurði hvernig þú hefðir það, þá sagðirðu að þú hefðir það alltaf ágætt, en spurðir alltaf á móti hvernig ég hefði það og ef eitthvað var að hrjá mig þá varstu fljót að benda mér á að fara til læknis. Þú komst mér alltaf til að hlæja, sérstak- lega þegar að ég átti erfitt og ég grét stundum af hlátri þar sem þú varst svo orðheppin og skemmtileg. Við erum búnar að þekkjast síðan ég man eftir mér, og þú hefur alltaf reynst mér vel, elsku Lilja mín. Við töluðum alltaf saman á morgn- ana og ég mun sakna þess að geta ekki talað lengur við þig um allt og allt. Í staðinn mun ég hugsa til þín og minn- ast allra góðu tímanna. Minning þín lif- ir. Guð veri með þér, elsku Lilja mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ég votta Ómari, Önnu Maríu, Agnesi Lilju og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Kristín Katla Árnadóttir. Lilja er nú látin að loknu erfiðu sjúk- dómsstríði. Þegar við fluttum í fjöl- býlishúsið að Meistaravöllum 25 fyrir um tuttugu árum kynntumst við fljót- lega henni Lilju sem bjó á 2. hæðinni. Lilja var glaðlynd og skemmtileg kona sem laðaði fólk að sér. Dyr hennar stóðu alltaf opnar fyrir vini og ná- granna og ekki dró úr því þegar þær Hulda og Agnes dóttir hennar kynnt- ust og hafa síðan verið bestu vinkonur. Við minnumst nú þessara stunda og viljum votta þakklæti fyrir þessi ár sem við vorum nágrannar. Það var okkur erfitt en mikils virði að ná að kveðja Lilju þegar dró að endalokum. Við kveðjum hana með söknuði og geymum í huga okkar minningu um hjartahlýja og góða konu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Anna, Agnes og fjölskyldur. Við vottum ykkur samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Jóna Baldursdóttir, og Hulda Jónsdóttir. Fyrsta haustlægðin hafði gengið yf- ir landið. Lauf trjánna féllu til jarðar og fuku til og frá í haustnepjunni. Gott sumar var á enda. Góð vinkona mín Lilja Pálsdóttir hafði kvatt um leið og sumarið góða og bjarta. Hún var fædd í Stykkishólmi 11. júní 1944, dóttir hjónanna Páls Jónssonar frá Langey og Önnu Maríu Björnsdóttur frá Arn- ey. Á öðru ári missti hún móður sína, sem þá gekk með annað barn þeirra hjóna. Kjarnakonan Guðrún Eggerts- dóttir amma Lilju tók hana að sér, en þá var hún komin hátt á sjötugsaldur. Hún bjó þá í Stykkishólmi ásamt manni sínum Birni Jóhannssyni og syni Eggerti Thorberg. Sameiginlega og með dyggri aðstoð Þuríðar móðursystur hennar naut hún umhyggju hennar sem barn, og má segja að hún hafi verið eins og hennar eigið barn. Lilja giftist ung að árum Agnari Elíassyni frá Ólafsvík, og þar byrjuðu þau búskap. Þar fæddust tvö elstu börnin, Eggert Thorberg og Anna María. Fjölskyldan fluttist suð- ur, og bjuggu þau í Reykjavík og Hafn- arfirði og síðast á Meistaravöllum 25 í Reykjavík. En sorgin gleymir engum. 8. júní 1980 ferst sonur þeirra Eggert í bíl- slysi aðeins 17 ára gamall. Níu árum seinna deyr svo Agnar eiginmaður Lilju eftir langvarandi veikindi. Það sem hjálpaði Lilju mest og best var meðfætt glaðlyndi hennar og frábært skopskyn. Alltaf var gaman að fá hana í heimsókn vestur, enda hafði hún sterkar taugar til sinnar heimabyggð- ar Stykkishólms. Síðustu árin bjó Lilja með Ómari Gústafssyni leigubílstjóra, sem reynd- ist henni góður og umhyggjusamur og þá mest og best þegar heilsuleysið tók við, baráttan við krabbameinið var hörð og óvægin. Þegar ég kvaddi hana nokkrum dög- um fyrir andlátið fann ég að komið var að leiðarlokum, allt of snemma að okk- ar mati sem þótti vænt um Lilju og vildum hafa hana lengur hjá okkur. Þrátt fyrir að lífið hafi ekki farið mjúk- um höndum um hana, átti hún sína góðu daga, þar sem stutt var í hlátur og gamanmál. Þessa skulum við minn- ast, þótt haustlaufin haldi áfram að falla, það er lífsins gangur. Innilegar samúðarkveðjur til barna Lilju, barna- barna og allra sem þótti vænt um hana. Megi góður Guð leiða hana um nýjar slóðir þar sem engar sorgir eru til, en horfnir ástvinir fagna henni. Blessuð sé minning Lilju Pálsdótt- ur. Unnur Lára og Eggert. LILJA PÁLSDÓTTIR ✝ Jóhann Rósin-kranz Björnsson fæddist á Ísafirði 20. júní 1924. Hann lést á gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 25. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 1. sept- ember 1892, d. 13. apríl 1981, og Björn Jóhannsson, f. 28. október 1901, d. 14. mars 1982. Systkini Jóhanns eru: Matthildur Sigríður, f. 27. nóvember 1920, d. 23. febr- úar 2002, Hallbjörn, f. 24. febrúar 1926, d. 21. mars 2003, Torfi, f. 30. nóvember 1927, Jónas Guðmund- ur, f. 6. ágúst 1929, d. 7. júní 2002, Björn, f. 22. júní 1932, og Kristján Friðrik, f. 29. maí 1934. Fóstur- systkini Jóhanns eru Jón Símon- arson, Jóhann Rósinkranz Símon- arson, Guðrún Arthúrsdóttir og Guðbjörg Grétarsdóttir. Jóhann kvæntist 6. mars 1948 Unni Sigrúnu Stefánsdóttur, f. á Smyrlabergi í Austur-Húnavatns- sýslu 19. júní 1922, d. 4. septem- ber 2002. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristmundsdóttir Meldal og Stefán Jónsson. Fósturforeldr- ar Unnar voru Róselía Sigurðar- dóttir Meldal og Guðmundur Kristmundsson Mel- dal. Jóhann og Unnur bjuggu allan sinn bú- skap í Reykjavík. Börn Jóhanns og Unnar eru: 1) Rósa Guðrún, f. 23. maí 1948. Maður hennar er Reynir Þorsteins- son, f. 5. apríl 1960. Börn Rósu eru a) Jó- hann Ólafur, en kona hans er Þorbjörg Jóna Guttormsdóttir og eiga þau tvö börn, b) Guðný Unnur og er maður hennar Helgi Pétursson og eiga þau tvo syni. 2) Guðmundur Ægir, f. 23. mars 1951. Kona hans er Ás- laug Gísladóttir, f. 10. janúar 1956. Synir Guðmundar eru a) Ólafur Börkur, en kona hans er Guðný Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. b) Einar Björn og er kona hans Anna Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur. c) Margeir Steinar, en kona hans er Arna Gerður Bang og eiga þau einn son. d) Gísli Steinar og er kona hans Perna Desai og eiga þau einn son. 3) Matthildur, f. 9. ágúst 1960. Mað- ur hennar er Réne Schultz, f. 14. júlí 1972. Útför Jóhanns fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ó, elsku pabbi minn, síst hefði ég átt von á því að hringt yrði í mig þrem klst. eftir að ég skildi við þig og mér tjáð að þú værir allur. Allt var reynt til að bjarga þér en þú varst ákveðinn í að núna ætlaðir þú að fara til mömmu, sem þú saknaðir svo mikið. Þú kvaddir mig brosandi og var ákveðið að ég myndi koma til þín morguninn eftir. Ég vissi að þú varst í góðra manna höndum. Verður því góða fólki seint þakkað fyrir góðan stuðning á erfiðri stundu. Einnig verðum við afkomendurnir ævinlega þakklát Sigurbirni Sveinssyni lækni fyrir það hve vel hann reyndist ykk- ur mömmu, en hann var ekki bara læknirinn ykkar heldur einnig góður vinur. Það var ekki létt verk í annað skiptið á einu ári að hringja í fjöl- skylduna, í fyrra að tilkynna lát mömmu og núna þitt. Á svona stundu hrannast minning- arnar upp; þegar að ég var lítil og vaknaði um miðjar nætur til að taka á móti þér þegar að þú komst af sjón- um, þegar að ég fjögurra ára ákvað að lagið „Við hliðið stend ég eftir ein fjögurra ára snót“ væri samið fyrir mig af því að ég saknaði þín svo mik- ið þegar að þú varst á sjónum, þegar að ég neitaði að halda upp á jól af því að þú varst á sjónum, hvað það var gaman þegar að þú fórst að vinna í land, og ég hafði þig alltaf hjá mér, þegar að þú kenndir okkur Gumma á skíði, þegar að þú breiddir út faðm- inn á móti börnunum mínum, ferð- irnar á Vestfirðina, öll skiptin á Spáni og ég man hvað þú gast unað þér austur í sumarbústað. Við systk- inin erum mjög rík að hafa átt þig og mömmu fyrir foreldra. Það að hafa átt foreldra sem að þótti jafn vænt hvoru um annað og ykkur mömmu er gott veganesti út í lífið. Þegar að mamma var orðin lasburða varst þú hennar stoð og stytta og gerðir henni kleift að vera heima til hinsta dags. Hlýjan frá þér var mikil enda hænd- ust öll börn að þér og munu því margir sakna þín. Barnabörnin hafa misst mikið því að mjög náið var á milli þín og þeirra. Langafabörnin sakna einnig þíns hlýja faðms. Ekki var síðra á milli þín og tengda- barnanna. Þú varst hvers manns hugljúfi, pabbi minn, blíður og traustur og alltaf tilbúinn til að að- stoða alla og þá ekki síst okkur af- komendurna, enda mörg verkin sem að þú gerðir fyrir okkur með bros á vör. Þú varst glettinn og hafðir gam- an af að vera í margmenni en þó ekki með of marga í kringum þig. Ég er þakklát fyrir hvað þið Reyn- ir urðuð góðir vinir, en mjög kært var á milli ykkar, ef til vill ekki skrít- ið jafn líkir og þið eruð. Það er stórt skarð komið í systk- inahópinn, því að á einu og hálfu ári eruð þið fjögur farin og því erfitt hjá þeim sem eftir eru. Ég hugga mig við að geta hallað mér að bræðrum þín- um núna á erfiðri stundu. Þú varst nýbúinn að festa kaup á nýrri íbúð til að geta verið nær okkur systrunum, og hlökkuðum við mikið til að fá þig nær okkur. Þú ætlaðir að flytja eftir nokkra daga og varst full- ur tilhlökkunar því nú átti að gera svo margt. Elsku pabbi minn,það verður erf- itt að ímynda sér framtíðina án þín, en minningarnar eru það sem að við munum ylja okkur við. Ég er hreyk- in af að vera „pabbastelpa“. Þökk fyrir allt, Þín dóttir Rósa Nú hefur Jói Björns, eins og við kölluðum hann alltaf, kvatt þetta líf. Lát hans kom öllum á óvart þar sem ekki virtist neitt alvarlegt ama að. Ekki var langt á milli hans og Unnar, hún lést í fyrra. Ég hef þekkt Jóa allt mitt líf. Hann var traustur og ynd- islegur maður sem alltaf var hægt að leita til. Ég dvaldi oft hjá þeim hjón- um þegar þau áttu heima í Smálönd- unum og var Jói mér eins og faðir, umfaðmandi og notalegur. Honum fannst hann alla tíð eiga stóran hlut í mér. Það er eftirsjá að þessum elskulega manni. Ég kveð hann með kæru þakklæti fyrir alla hans um- hyggju og væntumþykju og vona að allar góðar vættir taki hjartanlega á móti honum í betri veröld. Blessuð sé minning góðs vinar. Brynja Baldursdóttir. Hann afi minn er dáinn. Það hjálp- ar á sorgarstundu að minnast allra þeirra góðu stunda sem ég fékk að njóta með honum, og þær stundir voru margar. Hann var mjög mik- ilvægur í lífi mínu og héðan í frá verður mér að nægja að ylja mér við minningarnar. Mínar fyrstu minningar af afa eru frá því í Æsufellinu þar sem hann er að taka okkur barnabörnin í „kleinu“. Hann var óþreytandi í því þó að hann þyrfti að taka okkur öll fjögur í „kleinu“, aftur og aftur. Afi var mjög barngóður, hafði yndi af að hafa krakka í kringum sig, jafnvel þó mikil læti væru í þeim. Til dæmis fyrir aðeins mánuði þegar við vorum í kaffiboði hjá Jóa bróður; þegar mín og Jóa börn hnoðuðust á honum og hann var alsæll. Þetta myndu margir yngri ekki vilja láta bjóða sér. Þó að ég hafi verið mikið hjá hon- um og ömmu þegar ég var barn og unglingur man ég ekki eftir að afi hafi nokkru sinni skammað mig. Ef honum líkaði ekki hvað ég gerði hafði hann aðrar og betri aðfarir til að koma því á framfæri, sem lýsir vel hversu þolinmóður hann alltaf var. Fyrir átta árum fórum við saman vestur og fórum meðal annars á gömlu smalaslóðirnar hans innst í Ísafjarðardjúpi. Þarna fékk ég góða innsýn í lífið í þá daga en í frásögn sinni fékk hann allt til að lifna við. Þessi ferð er mér ógleymanleg því í henni náðum við afi enn betur saman en áður. Kærleikurinn milli ömmu og afa var mjög mikill og afi var mjög góður við ömmu eftir að hún veiktist og fór að þurfa hjálp við dagleg verk. Þegar amma dó fyrir rétt rúmu ári í hönd- unum á afa tók það mjög á hann. Í nokkra daga á eftir hafði ég þau for- réttindi að búa hjá honum og kynn- ast honum enn betur. Afi hafði aldrei flíkað tilfinningunum, þó að ég vissi alltaf hversu vænt honum þótti um okkur barnabörnin, en nú hafði hann þörf fyrir að tjá sig. Sorgin og sökn- uðurinn var mikill en við gátum not- að öxl hvort annars til að gráta á. Þegar hann svo kom út í heimsókn til mín í vor var hann orðinn annar mað- ur. Sorgin hafði farið illa með hann og hann var þreyttur, þó að hann væri alltaf jafngóður við okkur og áður. Þegar ég svo kom aftur í heim- sókn til Íslands fyrir mánuði var hann mjög hress og glaður og mér létti við það, vonaðist til að hann væri búinn að vinna á verstu sorginni. Reynslan hefur þó kennt mér að kveðja ömmur og afa vel þegar ég fer af landi brott og því naut ég enn einu sinni þeirra forréttinda að geta kvatt afa minn vel fyrir þremur vik- um. Ég kalla það forréttindi því ef maður býr nær ástvinum sínum vill maður oft gleyma að segja hversu vænt manni þyki um þá og því er of seint að kveðja þegar dauðann skyndilega ber að dyrum. Ég man bara eftir afa vinnandi í Áburðarverksmiðjunni, enda var hann mjög tryggur þeim vinnustað, allt þangað til hann fór á eftirlaun. Um það leyti sem hann fór á eftir- laun keyptu þau amma sumarhús á Spáni þar sem þau voru svo oft nokkra mánuði í senn. Okkur hinum fannst erfitt að hafa þau svona langt í burtu en skildum þau þó vel að vilja vera í hlýrra loftslagi yfir vetrar- mánuðina og í hópi fólks sem hafði meiri tíma til að sinna þeim, en við vinnandi fólkið uppi á Íslandi. Þarna eignuðust þau marga vini og kunn- ingja. Elsku afi minn, þín er og verður sárt saknað. Með góðmennsku þinni vannstu þér marga vini. Strákarnir mínir, þó að þeir hafi stærstan hluta lífs síns búið langt í burtu frá þér, náðu að kynnast þér vel og þótti mjög vænt um þig. Þakka þér fyrir að hafa verið svona góður afi og langafi. Guðný Unnur Jökulsdóttir. JÓHANN RÓSIN- KRANZ BJÖRNSSON Elsku Lilja. Takk fyrir sam- fylgdina. Þú varst yndisleg kona, alltaf svo ljúf og góð og á sama tíma eldhress með stríðnisblik í augum. ,,Regnboginn er bros him- neskra sálna til huggunar syrgj- andi sálum á jörðunni.“ (Zara- þústra.) Guð gefi ykkur og börnunum ykkar styrk í sorginni, elsku Agnes, Óskar, Anna María, Gunn- ar og Ómar. Megir þú hvíla í friði, kæra vin- kona. Hilmar, Eydís, Eyþór Atli og Valur Snær. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.