Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 29 S TYRJÖLDIN hrifsaði milljónir ungra manna frá verkum sínum og skóp þeim ófyrirséð örlög á er- lendri grund. Ísland var þar engin undantekning. Bretar höfðu hér um 28.000 manna herlið þegar mest var og Bandaríkjamenn 45.000 síðar. Hermannafjöldinn í landinu náði samtals tæplega 50.000 vorið 1943. Breska herliðið hafði liðs- menn frá samveldislöndunum í sínum röðum og Norðmenn og Kanada- menn voru með eigin liðsafla undir stjórn Breta. Þá voru skipshafnir og flugliðar frá fjölmörgum löndum stöðugt í förum á hættuslóðum í grennd við landið. Þótt bein hernaðarátök væru ekki mjög tíð á þessum veraldarhjara fór ekki hjá því að mannskaðar yrðu og sjúkdómar og slys tóku sinn toll við geysimikil umsvif herliðsins og í orr- ustunni um Atlantshafið. Íslendingar fóru sjálfir ekki varhluta af styrjöld- inni og misstu líka allmargt manna. Flestir liðsmenn hernaðarþjóð- anna sem mættu örlögum sínum á landi fengu legstað hér en fjöldi sjó- manna og flugliða í votri gröf. Flug- slys voru alltíð enda flugumferð mikil og aðstæður oft slæmar. Tölur sýna að eitt slys eða óhapp hafi orðið viku- lega að meðaltali í hernaðarflugi hér við land á árunum 1940–1945 og kost- uðu fjölmörg mannslíf. Margar þess- ara flugvéla áttu einungis leið um og heildartala látinna því allmiklu hærri en ef einungis tæki til herliðsins í landinu. Þá náðust lík allmargra sjó- manna eða voru lögð á land af skipum og fengu hér legstað. Þótt afföll í röð- um herliðsins væru langtum minni en spáð var að orðið gæti, og lagt var til grundvallar í spítalarekstri hersins, fór ekki hjá því að sjúkdómar herjuðu á svo fjölmennt lið við óvenjulegar og oft óblíðar aðstæður. Misstu tæplega 900 menn auk skipshafna Bandamenn misstu samtals tæp- lega 900 manns hér við land þegar taldir eru þeir sem störfuðu í landinu, týndust í flugleiðöngrum héðan og með flugvélum sem fórust í milli- landaflugi eða lagðir voru á land af skipum og fundust sjóreknir. Þá eru undanskildir þeir fjölmörgu sem fór- ust af skipum í hafi. Að styrjöldinni lokinni hvíldu 213 bandarískir hermenn og sjómenn í ís- lenskri moldu, flestir í Fossvogs- kirkjugarði. Bretar voru alls 180, Kanadamenn 48, Ástralir 5, Nýsjá- lendingar 4, Norðmenn 23 og Pólverj- ar 19, Þjóðverjar 17 og einn Rússi. Auk þeirra hvíldu allmargir óþekktir sjómenn víða um land og ótaldir eru þeir fjölmörgu sem aldrei komu fram. Má þar nefna 54 sjómenn af þremur bandarískum skipum og a.m.k. jafn- marga af rússnesku skipi og bresku herskipi sem fórust er þau sigldu inn í breskt tundurduflabelti norður af Horni sumarið 1942. Þá fórust 18 breskir hermenn við æfingar á smá- bátum á Hrútafirði í febrúar sama ár og fundust aldrei. Líkamsleifar þriggja breskra flugliða og eins Nýsjálendings sem týndust í flugslysi á fjöllum uppi á Norðurlandi fundust fyrst árið 2000 og voru jarðsettar í breska grafreitnum í Fossvogs- kirkjugarði. Á annað hundrað Íslendingar féllu Þótt Ísland væri ekki þátttakandi í hildarleiknum, fór þjóðin ekki var- hluta af afleiðingum hans. Sjómenn stunduðu störf sín af miklu kappi. Mikil sókn og siglingar um hættu- slóðir styrjaldarinnar á skipastóli sem markaður var af langvarandi kreppuástandi verður þó að taka með í reikninginn þegar mat er lagt á mannsskaða af völdum hennar. Alls fórust 410 íslenskir sjómenn og far- þegar af slysförum eða hernaðar- völdum í styrjöldinni auk fjögurra manna sem urðu fyrir banaskotum hermanna eða sprengjubrotum. Könnun á innlendum heimildum og gögnum stríðsþjóðanna, m.a. um skiptapa og árásir á skip, leiðir í ljós að 138 létust heima og erlendis af beinum hernaðarvöldum svo víst verði talið. Þetta er nokkuð lægri tala en oft hefur verið haldið fram en slag- ar samt sem áður hátt í það sem sum- ar stórþjóðir urðu að þola á vígvöllum miðað við íbúafjölda. Þá er óvíst um örlög 54 sjómanna og fjögurra far- þega af fjórum skipum: Eggert, Jarl- inum, Hilmi og Max Pemperton sem sum gætu hugsanlega hafa orði fyrir ásiglingu, loftárás eða rekist á tund- urdufl þótt það sé ekki líklegra en annað og ekkert verði um það fullyrt. Til samanburðar við þá 276 sem ekki fórust af hernaðarvöldum svo víst sé talið fórust að meðaltali um 200 sjó- menn á þremur 6 ára tímabilum á áratugnum fyrir stríð samkvæmt skýrslum Slysavarnafélags Íslands. Þótt bandarískt herlið kæmi til landsins sumarið 1941 urðu Banda- ríkjamenn ekki beinir þátttakendur í styrjöldinni fyrr en í árslok. Líkams- leifar 16 Bandaríkjamanna sem létust hér á landi það ár voru fluttar heim til greftrunar í Bandaríkjunum. Í árs- byrjun 1942 var Bandaríkjaher út- hlutaður reitur neðan við breska her- mannagrafreitinn í suðvesturhluta Fossvogskirkjugarðs þar sem 202 menn voru lagðir til hvílu. Líkams- leifar Kanadamanna voru í jarðsettar í breska grafreitnum ásamt all- mörgum Norðmönnum, en Norð- menn fengu síðar eigin reit. Einn Norðmaður var grafinn upp og flutt- ur til heimalandsins. Þá hvílir pólsk skiphöfn í eigin reit í garðinum. Bandaríkjamenn fluttu sína menn heim Að styrjöldinni lokinni sömdu þær þjóðir sem áttu hermenn grafna hér á landi um legstaði fyrir þá um alla framtíð nema Bandaríkjamenn. Bandaríkjastjórn réðst í að flytja heim líkamsleifar allra þeirra Banda- ríkjamanna fallið höfðu utan heima- landsins og óskað var eftir að fluttir yrðu, en öðrum var safnað saman í stóra hermannagrafreiti á erlendri grund. Á Íslandi, Grænlandi, Ný- fundnalandi og Labrador skyldu allir grafnir upp og fluttir heim til Banda- ríkjanna. Samþykktu íslensk stjórn- völd ósk Bandaríkjamanna um flutn- ing líkamsleifa manna þeirra í lok febrúar 1947 og fór uppgröftur fram í maímánuði sama ár. Alls voru 202 grafnir upp í Reykjavík, 1 á Bíldudal, 4 á Ísafirði, 4 í Furufirði á Ströndum og 2 á Akureyri og fluttir á sérstöku skipi vestur um haf. Lík 17 þýskra flugmanna voru jarðsett á vegum herstjórnarinnar að Brautarholti á Kjalarnesi og á Reyð- arfirði á stríðsárunum. Óskuðu Bandaríkjamenn eftir því árið 1947 að íslensk stjórnvöld tækju við vörslu þeirra og voru líkamsleifarnar fluttar í sérstakan reit í Fossvogs- kirkjugarði. Liðsmönnum Breska samveldisins, Noregs, Póllands og Þýskalands voru reist vegleg minn- ismerki í Fossvogskirkjugarði þar sem minning hinna föllnu er heiðruð á hátíðarstundum. Í hermannagrafreit breska sam- veldisins í Fossvogskirkjugarði hvíla nú 149 Bretar, 47 Kanadamenn, 5 Ástralir, 5 Nýsjálendingar, 8 Norð- menn, 1 Rússi og 1 Spánverji. Þá hvíla 14 Norðmenn til viðbótar í norska hermannagrafreitnum og 19 Pólverjar og 17 Þjóðverjar í eigin reitum. Grafreiti breska samveldisins er að finna víðar á landinu og hvíla 17 Bretar á Akureyri, 6 á Seyðisfirði, 2 á Blönduósi, 1 í Borgarnesi og 8 Bretar og 1 Kanadamaður á Reyðarfirði. Óþekktir sjómenn hvíla auk þess víða, t.d. í Furufirði á Ströndum, á Flateyri og víðar. Nýr minnisvarði Engan minnisvarða hefur verið að finna um bandarísku hermennina sem týndu lífi sínu á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni. Hafa liðsmenn Heiðursherfylkis Massachusetts (Ancient and Honorable Artillery Company of Massachusetts) nú ráðist í að reisa þeim veglegan minnisvarða í Fossvogskirkjugarði nálægt reitn- um sem var mörgum hvílustaður um stund. Heiðursherfylkið er fé- lagsskapur manna sem þjónað hafa í Bandaríkjaher og hafa það að mark- miði að heiðra minningu bandarískra hermanna með minnismerkjum og hátíðarathöfnum út um allan heim. Herfylkið var stofnað af sjálf- boðaliðum í Boston árið 1637 og börð- ust liðsmenn þess á öllum vígvöllum í Massachusetts í bandaríska frels- isstríðinu. Liðsmenn þess hafa tekið þátt í öllum styrjöldum sem Banda- ríkin hafa háð síðan, en fjórir fyrrum forsetar Bandaríkjanna, James Monroe, Chester Arthur, Calvin Coolidge og John F. Kennedy komu úr röðum Heiðursfylkisins. Þykir mikill heiður að starfa í röðum þessa virðulega félagsskapar sem jafnframt rekur þekkt minjasafn í Boston. Minnisvarðinn verður afhjúpaður við hátíðlega athöfn kl. 10 miðviku- daginn 8. október nk. að viðstöddum forseta Íslands, fulltrúum erlendra ríkja og almenningi auk á annað hundrað liðsmönnum Heið- ursherfylkisins sem mynda heið- ursvörð. Segið mér af syni mínum… Grafreitur Bandaríkjamanna í Fossvogskirkjugarði neðan við breska hermannagrafreitinn. Líkamleifar þeirra voru grafnar upp og lagðar til hinstu hvílu á heimaslóðum að styrjöldinni lokinni. Hermenn standa heiðursvörð við kistur 14 manna sem fórust í mesta flug- slysi hersins hér er vél Andrews hershöfðingja rakst á Fagradalsfjall 1943. Íslenskir verkamenn önnuðust uppgröft líkamsleifa bandarísku hermann- anna. Bandarískir læknanemar bjuggu um líkin í nýjum kistum sem komið var fyrir í merktum trékössum og þær fluttar af landi brott á skipsfjöl. Þannig hljómaði sú fyrirspurn sem oftast barst þeirri deild Bandaríkjahers er annaðist heim- flutning líkamsleifa hermanna sem fallið höfðu fjarri ættjörðinni í síðari heimsstyrjöldinni. Söm var angist og sorg milljóna fjölskyldna víða um lönd sem sjá máttu á eftir ástvinum sínum. Friðþór Eydal fjallar um mannfall á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni, en minnis- merki um bandaríska hermenn verður vígt í Fossvogskirkjugarði á miðvikudag. Fjölmargar herflugvélar fórust eða hurfu sporlaust hér við land og með þeim margt ungra flugmanna. Brennandi flugvélarflak á Reykjavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn voru viðbúnir miklu mannfalli hér. Örþreyttur hermaður í vinnu við Reykjavíkurhöfn fær sér lúr á kössum með tómar líkkistur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.