Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. Topphasarmyndin í USA í dag. Fór beint ítoppstætið í USA þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Topphasarmyndin í USA í dag. Sýnd kl. 8 og10. Sýnd kl. 8. Sjáið sannleikann! VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á BRESKUM BÍÓDÖGUM SÝNDAR ÁFRAM. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Kl. 10.kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar KYNNIR  SV MBL SV MBL HK.DV KVIKMYNDIR.IS Íslenskt tal HNEFALEIKAKAPPINN Skúli Steinn Vilbergsson úr Reykjanesbæ hefur fengið tilboð frá erlendum umboðsmanni um að ger- ast atvinnumaður í Banda- ríkjunum og berjast og þjálfa þar ytra. „Þetta kemur frá þjálfara banda- ríska liðsins sem við keppt- um við í Laugardalshöll- inni 2002,“ segir Skúli. „Hann var búinn að fylgjast með mér síðan fyrir þá keppni. Við fórum einu sinni í æfingaferð til þeirra út og þeir hafa komið til okkar áður í heimsókn. Í rauninni er þetta ennþá allt í lausu lofti, en við erum að festa það þannig að við semjum um einn bar- daga í einu, en ekki tíma. Ef vel gengur semjum við um fleiri bar- daga.“ Keppt við mun reyndari kappa Skúli stefnir á að fara út í janúar og keppa fyrsta bardagann næsta vor. „Ég myndi væntanlega keppa við einhvern sem er aðeins reynd- ari en ég, því ég er ekki með mikla reynslu í ólympískum hnefaleikum, aðeins fjóra bardaga, en þeir sem eru að fara í atvinnumennsku úti eru stundum með allt að 100 til 200 bardaga að baki. Menn fara misvel út úr atvinnu- mennskunni. Þeir sem keppa rosa- lega oft og við hvern sem er fara ekkert vel út úr þessu, menn verða að velja rétta andstæðinga, annars fara menn illa. Það fer ekkert vel með líkam- ann að vera alltaf í topp- formi og taka barsmíðum, stundum verður maður að slaka á og safna smá spiki. Maður má ekki leggja of mikið á sig, það verður að fara þennan gullna með- alveg. Númer eitt er að hugsa vel um sjálfan sig, að gæta sín að verða ekki fyrir skaða af þessu. Ég ætla ekki vera þrítugur og hálfheiladauður, svo ég verð að fylgjast vel með og um leið og ég sé að þetta fer að skaða mig hætti ég. Hingað til hefur þessi íþrótt samt einungis gert mér gott,“ segir Skúli, sem hefur æft hnefaleika í 4 ár hjá Guðjóni Vilhelm, hnefa- leikaþjálfara og forsvarsmanni Hnefaleikafélags Reykjaness. „Guðjón er rosalega góður þjálfari, hann er eini lærði þjálfarinn á Ís- landi. Hann er búinn að ljúka 2 af 4 þjálfunargráðum frá ameríska box- sambandinu og er eini erlendi mað- urinn sem hefur fengið aðgang að námskeiðum hjá bandaríska box- sambandinu. Hann er í raun eini er- lendi maðurinn sem hefur fengið aðgang að námskeiðum hjá banda- ríska boxsambandinu og hefur lok- ið tveimur stigum af fjórum í því námi. Guðjón er gríðarlega hvetj- andi, maður kemst ekki upp með neitt múður hjá honum. Ég væri ekki þar sem ég er í dag án hans hjálpar.“ Stíll Skúla hentar atvinnumennsku Bubbi Morthens, einn helsti hnefaleikafræðingur Íslands, segist spenntur fyrir að sjá hvað verður úr Skúla. „Skúli er mjög ungur og með litla reynslu úr áhuga- mannahnefaleikunum. Þeir sem gerast atvinnumenn í Bandaríkj- unum eru yfirhöfuð strákar sem hafa mikla reynslu af áhugaboxi og áhugamennskan er yfirleitt lykill að atvinnumennskunni. Ég er ekki búinn að sjá nógu mikið til Skúla til að sjá af eða á hvort hann á erindi í atvinnumennsku en stíllinn hans er þannig að hann hentar betur at- vinnumannahnefaleikum en áhuga- mannahnefaleikum. Ef Skúli fer í atvinnumennskuna er breytingin hins vegar mjög mik- il. Í atvinnumennsku ertu að æfa alla daga, marga klukkutíma á dag og það þarf ákveðinn karakter, ákveðinn sálarstyrk, ákveðinn aga og ákveðinn vilja til að fara í gegn- um slíkt prógramm. Atvinnumað- urinn er best þjálfaði íþróttamaður veraldar. Ef Skúli fer í atvinnu- mennskuna kemur kristaltært í ljós úr hverju hann er gerður. En eins og hann hefur sýnt þegar hann hef- ur æft vel, hefur hann ágætis möguleika til að fara í gegnum þessar þjálfunarbúðir sem til þarf til að geta barist í atvinnubar- daga.“ Sér í honum stríðsmann Bubbi var svo spurður að því hvað atvinnumennskan þýddi fyrir ungan hnefaleikamann eins og Skúla. „Það þýðir bara það að hann er að leggja allt að veði, hann er að leggja æsku sína, næstu árin að veði í von um frægð, frama og pen- inga og peningar koma ekki nema maður sé afburðaboxari. Það eru ekki nema kannski hundrað box- arar í Bandaríkjunum sem tilheyra hinum svokallaða elítuklassa en svo eru um 50 þúsund boxarar að boxa í áhugamennskunni og atvinnu- bransanum sem enginn veit um. Þetta þýðir að ef allt gengur upp og Skúli verður höggþungur rotari, en stíll hans er þesslegur, þá kannski eftir þann þriggja til fimm ára prósess sem tekur að koma honum í það form sem til þarf, þá á hann möguleika. Það sem er hon- um í óhag er skortur á áhuga- mannabardögum, en það segir heil- mikið að einhver maður vilji skrifa undir atvinnumannasamning við hann. Það segir það að hann sér í Skúla mögulegan stríðsmann.“ Bubbi Morthens um möguleika Skúla Steins í atvinnumennsku „Kemur í ljós úr hverju hann er gerður“ Morgunblaðið/Sverrir Bubbi Morthens TÖFRAMAÐURINN Roy Horn, sem er annar þýska tvíeykisins Siegfried og Roy, slasaðist alvar- lega þegar hvítur tígur réðst á hann á sýningu með tígra í spilavítinu og hótelinu MGM Mirage í Las Vegas í gærkvöldi. Roy var fluttur á sjúkra- hús, en hann missti mikið blóð og varð fyrir öndunartruflunum, en tíg- urinn hafði ráðist á háls hans. Bernie Yuman, umboðsmaður Sieg- fried og Roy, segir að hann sé hæfi- lega bjartsýnn, en hann þakkaði jafnframt þeim fjölmörgu sem hefðu sent Roy, sem er 59 ára, stuðnings- kveðjur, að sögn AP-fréttastof- unnar. Svo virðist sem að Roy hafi staðið einn á svið- inu ásamt sjö ára tígri, sem kom fram í fyrsta skipti á sýningu, þegar atvikið átti sér stað. Tígurinn gerði óvænta árás, en Roy reyndi að berja hann frá sér með hljóðnema. Vitni segja að tígurinn hafi ráðist á háls Roy og dregið hann út af sviðinu. Mikil skelfing greip um sig meðal gesta og var sýningunni aflýst í skyndi, en öðrum sýningum þeirra er aflýst um óákveðinn tíma. Hinir þýsku Siegfried og Roy hafa skemmt gestum á hótelum í Las Vegas í rúmlega 30 ár, allt að því sex sinnum á viku, 44 vikur á ári. Í sýn- ingum hafa komið fram ljón, tígrar og fílar. … Sænska rokksveitin Eur- ope, sem náði verulegum vinsæld- um með laginu The Final Count- down, ætlar að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið frá 1992, en þá hætti sveitin störfum eftir 10 ára velgengni. Liðsmenn Europe hyggja á tónleikaferðalag. Þá er ný breið- skífa í smíðum. Joey Tempest, söngvari Europe, segir að nýja efnið sé ferskt og hart rokk, en engu að síður dæmigerðar melódíur eins og Europe var þekkt fyrir. John Leven bassaleikari Eur- ope segist gríðarlega spenntur að hitta aðdáendur sveitarinnar á ný, að sögn BBC. lagið The Final Countdown seldist í 10 milljónum eintaka og var í efsta sæti á vin- sældalistum í 10 löndum árið 1986. Sveitin hefur einu sinni komið sam- an frá því að hún hætti, en það var á nýársdag í Stokkhólmi árið 1999. Liðsmenn sveitarinnar hafa und- anfarin ár gælt við að snúa aftur í sviðsljósið og vinna þessa dagana að nýju efni fyrir væntanlega breið- skífu. … Leikkonan og ósk- arsverðlaunahafinn Halle Berry hef- ur sagt skilið við eiginmann sinn, R&B söngvarann Eric Benet, en hjúskapur þeirra varði í minna en þrjú ár. „Við höfum þurft að glíma við ýmis vandamál í hjúskapnum undanfarið og reynt að leysa úr þeim í sameiningu,“ sagði í yfirlýsingu frá leikkonunni. „Nú finnst mér sem við þurfum að vera aðskilin til þess að endurmeta til- finningar okkar.“ Leiðir þeirra Erics og Berry lágu saman 1999 og þau gengu upp að altarinu árið 2001. Þetta er annað hjónaband leikkonunnar. Þegar Berry hlaut óskarsverðlaunin hélt hún afar hjartnæma ræðu þar sem hún þakkaði Eric fyrir stuðn- inginn og sagði hann vera gleðigjafa í sínu lífi. Eric er þó að öllum lík- indum gleðigjafi fleiri kvenna, en því hefur verið haldið fram að ástæða skilnaðarins sé sú að hann hafi verið í tygjum við aðra konu. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.