Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MIKIÐ hefur verið um sveinbarnafæð- ingar á Suðurnesjum undanfarið. Á fyrstu níu mánuðum ársins höfðu fæðst níutíu og sjö drengir og sextíu og fjórar stúlkur. Margar ólíkar kenningar blómstra um orsakir slíkra sveiflna. Sumir vilja rekja málið til mataræðis eða veðurfars en aðr- ir tala um að vaxandi stríðsátök í heim- inum hafi þar áhrif auk nálægðar við her- stöðina og valdi aukinni tíðni drengja- fæðinga. Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir á fæð- ingardeild Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja, gefur þó lítið fyrir langsóttar kenningar. „Þær heimildir eru til í mann- tölum í kringum öll stríðsátök að þá fæð- ist fleiri drengir. En þá er nú yfirleitt horft á það í þeim löndum þar sem um stríðsástand er að ræða. Það eru pabbarnir sem ráða raun kyn- inu, sáðfruman stýrir kyni barnsins. Sáð- frumur með y-litning, sem ber í sér karl- kyns erfðaefni, synda hraðar en lifa skemur. Sáðfrumur með x-litning, með kvenkyns erfðaefni innanborðs, lifa hins vegar lengur en fara sér hægar. Ef sam- farir eiga sér stað þegar egglos verður eru meiri líkur á dreng, en ef samfarir eiga sér stað nokkru áður en egglos verð- ur eru meiri líkur á stúlkubarni.“ Morgunblaðið/Kristinn Drengjatíð á Suðurnesjum HANNES Hólmsteinn Gissurarson pró- fessor hefur óskað eftir lagaaðstoð frá stjórn Rithöfundasambands Íslands vegna ýmissa spurninga í tengslum við ævisögu Halldórs Laxness sem hann hefur verið að skrifa undanfarin tvö ár. Telur hann ljóst að aðgangstakmörkun á bréfasafni skáldsins sé beint gegn sér. Meðal þess sem hann spyr að í bréfi til sambandsins og birt er í Morgunblaðinu í dag er hvort til sé laga- heimild fyrir Þjóðarbókhlöðuna að fram- fylgja óskum fjölskyldu Halldórs um að- gangstakmörkun. Spyr hann þá hvort ekki sé stofnað til skaðabótaskyldu vegna rösk- unar sem orðið hefur á starfi hans vegna takmörkunarinnar og hver beri slíka skaða- bótaskyldu, fjölskylda skáldsins eða Þjóð- arbókhlaðan. Einnig spyr hann um merkingu orðsins varðveisla, viðvíkjandi því að bréfasafn Halldórs hafi verið falið Þjóðarbókhlöðunni til varðveislu á sínum tíma. Spyr hvort varð- veisla merki ekki að safnið taki að sér að geyma bréfin og veita fræðimönnum að- gang að þeim eftir almennum reglum, nema annað sé tekið fram. Þá tekur Hannes fram að elsta dóttir Halldórs hafi ekki verið höfð með í ráðum varðandi umrædda aðgangstakmörkun. Spyr Hannes hvort það breyti engu og hvort hún hafi sjálf t.d. ekki aðgang að bréf- unum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar stjórn Rithöfundasambandsins bréf Vill aðstoð vegna ritunar ævisögu um Laxness  Bréf til stjórnar/9 FORELDRAR ungrar stúlku kvörtuðu til land- læknis vegna meintra mistaka við sjúkdóms- greiningu og meðferð sem ung dóttir þeirra fékk sl. vor. Lést stúlkan á gjörgæsludeild úr heilahimnubólgu en er hún fyrst veiktist hringdu foreldrar hennar ítrekað í heilbrigð- isstofnanir til að leita ráðgjafar og aðstoðar. Telja foreldrarnir sig ekki hafa ekki fengið við- eigandi þjónustu og halda því fram að kvartanir foreldra veikra barna séu ekki teknar nógu al- varlega þegar hringt er í heilbrigðisstofnanir. Landlæknir hefur kannað umrætt atvik og telur ástæðu til að endurskoða og skerpa vinnu- lag við meðferð símtala utan úr bæ til heilbrigð- isstofnana á borð við Læknavaktina og Land- spítalann. Telur hann að verulega spurningu verði að setja við afgreiðslu mála í tveimur sím- tölum sem umræddir foreldrar áttu við Lækna- móðirin hafi hringt aftur og nú um kl. 20 á bráðamóttöku barnadeildar. Kveðst hún hafa fengið sama svarið, átti að bíða og sjá til. Síðar um nóttina versnaði barninu og ákváðu foreldr- arnir að fara með það á spítala. Á meðan for- eldrarnir voru að undirbúa brottförina missti barnið meðvitund og hætti að anda. Þremur dögum síðar lést barnið á gjörgæsludeild. Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á Læknavakt- inni, segir að álitsdrög landlæknis séu ekki end- anleg álitsgerð og eflaust muni Læknavaktin koma athugasemdum sínum á framfæri. Segist hann ekki vita til annars en að starfsfólkið reyni að sinna eftir bestu getu því fólki sem hringi. Þar svari í síma reyndir hjúkrunarfræðingar sem hafi langa reynslu af símsvörun. vaktina og bráðamóttöku barnadeildar Land- spítalans hinn 8. maí sl. Sagt að gefa barninu stíl og bíða og sjá til Í fyrra símtalinu hringdi móðirin á Lækna- vaktina kl. 18.35 og kveðst hafa sagt hjúkrunar- fræðingi af líðan barnsins, þ.á m. að það hafi verið með 40 stiga hita. Mun hjúkrunarfræðing- urinn hafa sagt móðurinni að gefa barninu stíl. Af vangá var þetta símtal ekki hljóðritað þar sem símtólið var ekki tengt við upptökutæki. Í álitsdrögum landlæknis kemur fram að Kvartað yfir meðferð á stúlku sem lést úr heilahimnubólgu Landlæknir vill endur- skoða meðferð símtala til heilbrigðisstofnana  Segja ekki tekið/6 ♦ ♦ ♦ „ÞETTA er besti salur sem ég hef spilað fyr- ir,“ sagði Gunnar Þórðarson tónlistarmaður í Austurbæ í gær á afmælistónleikum keflvísku hljómsveitarinnar Hljóma sem fagnar nú 40 ára afmæli. Salurinn var stappfullur af ungum sem eldri aðdáendum hljómsveitarinnar og stemmningin gríðarleg. Tóku þeir gamla smelli sem lifað hafa góðu lífi allt frá því hljómsveitin var upp á sitt besta sem og ný lög af nýrri plötu. Hún er sú fyrsta með nýjum Hljómalögum sem komið hefur út í næstum 30 ár, eða síðan Hljómar ’74 kom út árið 1974. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómar hittu í mark í Austurbæ LÖGREGLAN á Keflavíkurflug- velli hefur upplýst sitt stærsta kókaínmál á árinu með því að leggja hald á allt að 400 grömm af kókaíni sem tveir Íslendingar ætl- uðu að smygla til landsins síðdegis á föstudag. Götuvirði fíkniefnanna er allt að 15 milljónir króna. Málið kom upp þegar flugfar- þegar frá Kaupmannahöfn voru í tollskoðun í Leifsstöð, en þá vakn- aði grunur tollgæslunnar um að mennirnir tveir væru með fíkniefni í fórum sínum. Kallað var eftir að- stoð lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli sem tók málið til rann- sóknar í samstarfi við lögregluna í að söluverðmæti efnanna ríflega 15 milljónir króna. Að loknum yfirheyrslum var mönnunum sleppt og bíður mál þeirra frekari meðferðar hjá ákæruvaldi. Þeir eru 23 og 29 ára og hafa komið við sögu lögreglu áð- ur, þar af annar vegna fíkniefna- mála. Þetta er stærsti kókaínfund- ur tollgæslunar á Keflavíkur- flugvelli á árinu og jafnframt mesta magn sem fundist hefur inn- vortis hjá smyglurum í Leifsstöð. Hingað til hafa ekki fundist meira en 160 grömm af kókaíni í einu sem smyglarar ætluðu að koma inn í landið á þennan hátt. Reykjavík. Mennirnir voru teknir til frekari skoðunar og við röntgen- skoðun kom í ljós að þeir voru með smokka með kókaíni uppi í enda- þarmi. Voru mennirnir settir í gæslu uns efnin skiluðu sér niður af þeim og liggur fyrir játning um að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu- dreifingu hérlendis. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli, er vísbending um að hér sé um mjög sterkt kókaín að ræða, sem drýgja mætti þrefalt eða fjór- falt. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ kostar grammið af kókaíni nú rúm- ar 10 þúsund krónur og er því áætl- Reynt að smygla 400 grömmum af kókaíni um Leifsstöð Stærsta kókaínmál árs- ins á Leifsstöð upplýst ÞAÐ ber góðu sumri vitni þegar hægt er að tína ber af silfurreyni hér og því bar vel í veiði fyrir Hans Gústafsson sem tíndi ber á Spítalastíg í gær. Hann segir silf- urreyni sjaldan bera ber hér á landi. Meiningin er að senda berin í gróðrarstöðina Grenigerði í Borgarnesi og sjá hvort hægt sé að rækta upp af þeim. Hann segir að yfirleitt sé silfurreynir fluttur inn. „Ef það heppnast að rækta upp af berjum þá er komin allt önnur planta en sú innflutta, hún þolir betur veðráttuna og annað.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynt að rækta reyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.