Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 14
Hvað gera barksterar?  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Móðir mín greindist með slagæðabólgu 1992 og var fljótlega sett á prednisolon við sökki. Hún er að missa sjón og því spurning hvort hún eigi að fara á þetta lyf aftur, en það hefur henni ekki verið gefið í nokkur ár. Svar: Prednisólon er steralyf af þeirri gerð sem einnig er kölluð barksteri eða sykursteri. Bark- sterar eru einkum notaðir til að draga úr ýmiss konar bólgu í líkamanum og má nefna sem dæmi notkun þeirra við band- vefjar- og gigtsjúkdómum eins og iktsýki, rauðum úlfum og æðabólgum. Þeir eru einnig not- aðir við astma og sumum húð- sjúkdómum. Stundum er bark- sterum sprautað í liði og sinapoka við gigt- sjúkdómum. Til þessara nota eru barksterar til á ýmiss konar lyfjaformum og má þar helst nefna töflur til inntöku, stungulyf til gjafa í æð, vöðva og liði, innúðalyf fyrir lungun og ýmiss konar krem og áburði til að bera á húðina. Um er að ræða marga mismunandi stera sem hafa miskröftuga verkun en einna mildasta verkun hefur hýdrókortisón sem er í sumum lyfjum og myndast einnig í lík- amanum (aðallega í nýrnahettu- berki). Notkun innúðalyfja í lungu og nef er tiltölulega hættulaus og sama gildir um gjöf í liði og sinapoka. Skamm- tímanotkun til inntöku eða sem stungulyf er einnig hættulítil jafnvel þó að um stóra skammta sé að ræða. Langvarandi stera- notkun til inntöku eða á húð er hins vegar varasöm og getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Nokkrar algengar aukaverkanir við slíka notkun eru húðþynning, bjúgur, hár blóðþrýstingur, beinþynning, vöðvarýrnun og geðtruflanir. Flestar þessara aukaverkana ganga fljótt til baka þegar steranotkun er hætt en það gild- ir þó ekki um beinþynningu. Steranotkun verður því alltaf að stilla í hóf og það þarf að fylgj- ast vel með sjúklingum sem fá þessi lyf. Slagæðabólgur (æðabólgur) eru af ýmsum gerðum, þær geta verið staðbundnar eða dreifðar og þær líkjast að mörgu leyti gigtsjúkdómum. Slagæðabólgur eru af flokki sjúkdóma sem kall- ast sjálfnæmissjúkdómar en bólgubreytingarnar í æðunum líkjast því sem sést í liðum í gigtsjúkdómum eins og t.d. ikt- sýki. Allir þessir sjúkdómar eru langvinnir og oftast ólæknandi og þeir geta valdið talsverðum eða miklum veikindum. Orsakir slagæðabólgu eru óþekktar og þær gera oftast vart við sig eftir 40–50 ára aldur. Algeng gerð slagæðabólgu er gagnauga- slagæðarbólga (risafrumu- slagæðarbólga; temporal arterit- is) og hún getur valdið blindu. Gagnauga-slagæðarbólga er til staðar hjá einum af hverjum þúsund til 10 þúsund ein- staklingum sem eru yfir fimm- tugt og er mun algengari hjá konum en körlum. Þessi sjúk- dómur fylgir stundum fjölvöðva- gigt sem lýsir sér með verkjum og stirðleika í vöðvum. Gagn- auga-slagæðabólga er oftast bundin við æðar í gagnaugum og höfði og lýsir sér með slæm- um höfuðverkjaköstum, sjón- truflunum og jafnvel blindu, eymslum í hársverði, hækkuðu sökki og blóðleysi. Blinda kemur fyrir hjá allt að 20% sjúklinga en oft er hægt að koma í veg fyrir hana með réttri meðferð. Eftir greiningu er mikilvægt að hefja strax meðferð með stórum skömmtum af sterum til inntöku til að koma í veg fyrir blindu. Sumir sjúklingar geta hætt sterameðferð eftir nokkurn tíma en aðrir þurfa að taka litla skammta áfram, jafnvel árum saman. Sterarnir hefta fram- gang sjúkdómsins og gjöf þeirra þarf að stjórna eftir því hver gangur sjúkdómsins er. Gagn- auga-slagæðarbólga hefur yfir- leitt ekki teljandi áhrif á lífs- líkur sjúklinganna.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Sterar hafa miskröftuga verkun. DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið hjá Endurmenntun Auf Deutsch bitte! - Þýska í ræðu og riti - 8. okt. Augnsjúkdómar og augnlyf - 8. okt. Ímyndanir í hugrænni atferlismeðferð - 10. okt. Sjúkdómsvæðingin: Ofnotkun á heilbrigðiskerfinu - 11. okt. Lánssamningar (Loan Agreements) - 13. okt. Lífsleikni: Sjálfstraust, ákveðni og samkennd - 13. okt. Franska sem bókmenntamál - 14. okt. Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7 - s. 525 4444 - endurmenntun@hi.is - www.endurmenntun.is NÚ GETA grunnskólakennarar hringt í Veðurstof-una til að fá vísindamann til sín til að tala umjarðskjálfta á Íslandi, í Hafrannsóknastofnunina til að fá umfjöllun um hafsbotninn, í Rannsóknastofnun landbúnaðarins til að heyra um vistkerfi votlendis, í Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins til að fá fræðslu um ör- verur og hreinlæti, í Orkustofnun til að fræðast um jökla og í Náttúrufræðistofnun til að fræðast um íslenska far- fugla. Einnig í Iðntæknistofnun hafi menn áhuga á nær- ingu og heilsu, í Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins til að fræðast um hitaútstreymi í húsum og síðast en ekki síst í Veiðimálastofnun til að fræðast um ferskvatnsfiska. Þetta eru nokkur þeirra verkefna, sem hönnuð hafa verið að frumkvæði Rannís, en í samstarfi við níu íslenskar rannsóknastofnanir. Verkefnið, sem ber yfirskriftina Vísindamaður að láni, gengur út á það að unglingadeildum grunnskóla, 8.–10. bekkjum, er boðið að fá sérfræðing af rannsóknastofnun í heimsókn til að ræða sérhæft viðfangsefni. Markmiðið er að efla áhuga ungra Íslendinga á raungreinum auk þess sem vonast er til að verkefnið geti orðið skemmtilegt innlegg í raungreina- kennslu skólanna. Fjarskagóð viðbrögð Páll Vilhjálmsson, upplýsingafulltrúi Rannís, hefur á síðustu vikum farið í heimsókn í skóla í Reykjavík og kynnt verkefnið fyrir raungreinakennurum. „Ég hef unn- ið þetta þannig að ég hef haft samband við skólastjórn- endur og óskað eftir fundi með kennurum, sem kenna raungreinar. Skólarnir hafa teflt fram allt frá einum kennara til tólf. Ég hef farið yfir tilboðið og skilið eftir upplýsingahefti. Kennararnir spjalla síðan saman og hafa beint samband við tengiliði innan viðkomandi stofnana, hafi þeir áhuga á því að fá til sín vísindamann í heimsókn, enda er hugsunin sú að hafa sem milli- liðalausast samband milli vísinda- mannsins og kennarans. Viðbrögðin í skólunum hafa verið fjarskagóð og eru sum námskeiðin nú þegar upppöntuð, en þegar fram líða stundir vonumst við til að geta útfært verkefnið yfir á landsbyggðina alla enda eru nokkrar þessara stofnana með útibú úti á landi.“ Alls hafa nítján vísindamenn gefið kost á sér í verkefnið og eru heimsóknir þeirra skólunum algjörlega að kostnaðarlausu. „Hver heimsókn er hugsuð sem ein kennslustund og hafa sumir skólar farið þá leið að slá saman tveimur bekkjum auk þess sem dæmi eru um að heill árgangur sé tekinn á sal. Hafi skólar hug á því að fá vísindamann að láni í yngri bekkjardeildir yrðu slíkar beiðnir metnar á grunni hverrar fyrirspurnar.“ Ekki bara „nördar“ Páll segir að í meginatriðum liggi tvær ástæður að baki því að Rannís ákvað að hafa frumkvæði að verkefninu Vís- indamaður að láni. „Í fyrsta lagi er hlutverk Rannís að kynna rannsóknir og vísindi fyrir almenningi. Í annan stað höfum við farið í gegnum ákveðna vinnu, sem greinir styrkleika og veikleika þess umhverfis, sem við störfum í, og komumst að því að einn veikleikinn er að það leggja ekki nægilega margir stund á raungreinanám í háskólum. Þeir, sem um þetta hafa fjallað, eru sammála um að fjölga þurfi fólki í raungreinum og sérstaklega þurfi að auka hlut stúlkna, en nýlega kom fram í frétt- um að stúlkur eru í meirihluta í öllum deildum HÍ nema verkfræði. Það þarf því að undirstrika við stúlkur á þessum aldri, þegar þær eru hvað móttækileg- astar, að það sé bæði áhugavert og full- komlega eðlilegt að starfa í vísindum.“ Páll segist hafa undirbúið verkefnið í samstarfi við tengiliði á viðkomandi stofnunum og beðið þá sérstaklega að kanna áhuga kvenvísindamanna, sem starfandi eru innan þessara stofnana. „Niðurstaðan var að af nítján vís- indamönnum, sem gáfu kost á sér, voru átta konur, sem er hærra hlutfall en starfandi er á raungreinasviðinu á hinum íslenska vinnumarkaði. Sumir treysta sér ekki til þess að fara inn í unglingadeildir grunnskóla og tala um hluti, sem þarf að færa í búning, sem er líklegur til að vekja áhuga hjá unglingum. Við teljum að með því að fá konur til þess að tala við unglinga um ósonlogið, veðurfar, örverur eða hafsbotninn kunni það að vekja stúlkur til vit- undar um að það sé ekkert afbrigðilegt við það að leggja stund á rannsóknir. Það séu ekki bara „nördar“ sem velja sér slíkan starfsvettvang.“  SKÓLAR | Nýstárlegt innlegg í raungreinakennslu grunnskólanna Veikleikinn er sá að ekki eru nægilega margir sem leggja stund á raun- greinar í háskólum. Ef grunnskólanema fýsir að fræðast um málaflokka á borð við ósonlagið, örverur og hafsbotninn geta þeir fengið kennara sína til að sérpanta vísindamann. Jóhanna Ingvarsdóttir pantaði Pál Vilhjálmsson, upplýsinga- fulltrúa Rannís, til að fræðast um fyr- irkomulagið og markmiðin. Í samstarfi: Birna Guðbjörnsdóttir, matvælafræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, og Jón Gunnar Schram kennari taka höndum saman í uppfræðslunni. Vísindamaður að láni join@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Fróðleiksfúsir nemar: Krakkarnir í unglingadeild Hamraskóla vildu fræðast um örverur og hreinlæti. Páll Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.