Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 15 Silicon - Linsur Eru gerðar úr silicon-hydrogel sem er byltingarkennt efni og í raun tækniundur á sviði linsuframleiðslu. Linsurnar bjóða upp á mikla hollustu og aukin þægindi fyrir suma einstaklinga. Hentar þeim sem : * þurfa að nota linsur mjög mikið * þurfa að sofa með linsur * hafa óþol gegn öðrum linsutegundum * þjást af einkennum augnþurrks CONTACTLINSUDEILDIN Sérstök áhersla er lögð á að hjálpa fólki sem hefur þolað linsur illa eða alls ekki SJÓNVERND - ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ www.sjonvernd.is - ÞVERHOLTI 14 - S. 511 3311 GALDRARNIR eru spennandi,þeir eru það skemmtilegastavið bækurnar um Ísfólkið,“ segir María Lena Sigurðardóttir, en hún ásamt vinkonunum Hönnu Rún Arnarsdóttur og Ástrós Helgu Hilm- arsdóttur hafa mjög mikinn áhuga á göldrum að eigin sögn og lesa Ís- fólkið, Galdrameistarann, tímaritið Galdrastelpur og horfa á sjónvarps- þættina Charmed til að svala galdra- þorstanum. María komst yfir eina bók um Ís- fólkið í sumarbústað í fyrra og þar með var áhuginn á þessari marg- brotnu ættarsögu norna og galdra- manna í Noregi kveiktur. „Síðan fór ég á bókasafnið í skólanum og fann nokkrar bækur þar og byrjaði að lesa,“ útskýrir María. „Ég fann ekki fyrstu bókina svo ég byrjaði á bók númer 20.“ Þeir sem þekkja til Ísfólksins, metsölubóka norska höfundarins Margit Sandemo, vita að þar er fjallað um afkomendur Þengils hins illa sem seldi djöflinum sálu sína og því verður ætíð einn í hverri kynslóð afkomenda hans bannfærður. Sög- urnar fjalla svo um afkomendurna sem reyna að aflétta bölvuninni en sumir vilja þó gangast illum öflum á vald. „Það eru mjög margar galdra- nornir í sögunum, sem er skemmti- legt,“ segir María og Hanna Rún, sem hefur líka geysimikinn áhuga á Ísfólkinu, tekur í sama streng. „Það eru galdrarnir sem eru langmest spennandi.“ Stelpur sem ráða yfir krafti vatns, elds og vinds Ástrós segist enn ekki vera byrjuð að lesa Ísfólkið en hefur engu að síð- ur logandi áhuga á göldrum. Hún er áskrifandi að blaðinu Galdrastelpur sem fjallar um stelpur sem „ráða yf- ir vatni, eldi og vindi og nota það til að bjarga sér úr klípu,“ útskýrir Ástrós. María og Hanna Rún hafa líka lesið blöðin og segja þau skemmtileg. „Við skiptumst á að lesa bækurnar og blöðin,“ útskýrir María. Hún og Hanna Rún eru líka á bólakafi í að lesa Galdrameistarann eft- ir sama höfund og Ís- fólkið. „Já, ég er sjúk í galdrabækur,“ segir María og vinkonurnar samsinna því skelli- hlæjandi. En það er ekkert einfalt mál að komast yfir bækur um Ísfólk- ið að sögn stelpnanna. Þær eru einstaka sinnum til sölu á bókamörkuðum og þá er um að gera að vera fljótur til því að bæk- urnar rjúka út eins og heitar lummur. „Við vissum af nokkrum bókum á bókamarkaði í Smáralind- inni en þær voru svo fljótar að fara að við náðum ekki að kaupa allar bækurnar,“ útskýrir María, en hún og Hanna Rún heimsækja Kolaport- ið annað slagið í von um að finna Ís- fólksbækur sem þær hafi ekki lesið. „Þær rífast alveg um bækurnar í Kolaportinu,“ segir Ástrós hlæjandi og hnippir í vinkonurnar sem játa engu. „Við höfum líka leitað að bók- unum á bókasöfnum, en það eru fáar bækur á hverju safni,“ segir María. Tala oft saman um galdra Sjónvarpsþættirnir Charmed eru í miklu uppáhaldi hjá vinkonunum og Ástrós segist eiga alla þættina á spólu og horfi oft á þá. Í þeim segir af þremur systrum sem þurfa að berjast við púka og ára með snið- ugum göldrum. „Galdrarnir eru svo raunverulegir,“ segir Hanna Rún um Charmed. Þær vinkonurnar tala oft saman um galdra og segjast allar gjarnan vilja kunna einn galdur eða tvo. Ást- rós segist hafa laumast til að prófa galdur sem hún sá í sjónvarpsþátt- unum en að það hafi ekki gengið. „Þetta virkaði ekki baun,“ játar hún og hristir höfuðið hlæjandi. „Ég er nú fegin að við getum ekki galdrað, maður yrði alveg brjál- aður,“ segir Hanna Rún. Fíll í fyrralífi? Kvikmyndirnar um Harry Potter falla einnig vel í kramið hjá stelpunum sem segja myndirnar þó svolítið „óraunverulegar“. Þær bíða hins vegar mjög spenntar eftir að síðasta myndin um Hringadróttinssögu komi í kvikmynda- hús. Hanna Rún og Ást- rós hafa líka mikinn áhuga á að vita hvað þær hafi verið í fyrra lífi. „Ég hef örugg- lega verið strútur eða eitthvað,“ grínast Ástrós og vinkon- urnar hlæja mikið. „Kannski hef ég verið fíll,“ segir Hanna Rún og færir rök fyrir því: „Einu sinni var kona sem hafði rosa- lega mikinn áhuga á indíánum. Síð- an fór hún í dáleiðslu og fékk að vita að hún hefði verið indíáni í fyrra lífi. Ég hef nefnilega svo voða mikinn áhuga á fílum!“ Ástrós, María og Hanna Rún bralla ýmislegt saman, en segja hlæjandi að lokum að það sé senni- lega galdraáhuginn sem tengi þær saman. Morgunblaðið/Sverrir Töfrandi lesefni: Vinkonurnar Hanna Rún, Ástrós og María blaða í galdrabókum og -blöðum. Glaðbeittar galdrastelpur  ÁHUGAMÁL Þær eru heillaðar af göldrum og gramsa í Kolaportinu í leit að bókum um Ísfólkið. Þær gáfu sér smá tíma til að líta upp úr galdraskruddunum og spjalla við Sunnu Ósk Logadóttur um áhugann á yfirnátt- úrulegum hlutum. Kvikmyndirnar um Harry Potter falla vel í kramið hjá vin- konunum, sem gjarnan vildu kunna einn galdur eða tvo. sunna@mbl.is                    Skreytingar við öll tækifæri Laugavegi 63 • sími 551 2040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.