Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM ÁRABIL hefur verið rekin göngudeildarþjónusta fyrir alkóhól- ista undir hatti geðdeildar LSH. Þar hafa alkóhólistar sem vilja stöðva drykkju fengið nauðsynlega þjón- ustu og aðstoð til að komast yfir verstu fráhvörfin fyrstu daganna eft- ir að neyslu er hætt. Undartekning- arlítið er þetta fólk sem búið er að fara í inniliggjandi meðferðir, oft fleiri en eina og þekkir þessvegna ástandið mjög vel, en er kannski ekki tilbúið að hefja annað meðferðarferli aftur, oft vegna langra biðlista, eða þá að fólk vill og treystir sér til að takast á við eftirköst neyzlunnar án þess að leggjast inn á stofnun. En flestir þurfa hjálp til að komast yfir verstu fráhvörfin. Þessvegna hefur umrædd göngudeild verið bjargvætt- ur margra. Þar starfa frábærir hjúkrunarfræðingar sem gjörþekkja sína sjúklinga og hjá þeim hefur al- úðin og skilningurinn ráðið ferðinni. Þarna starfa líka geðlæknar og þá fer að vandast málið, sérstaklega þegar maður rekur sig á stórfurðulegar ákvarðanir og vinnureglur sem komnar eru í gildi á deildinni, vísast til komnar frá viðkomandi yfirlækni, eða þeim sem ræður stefnu deildar- innar. Ekki veit ég hvaðan þessar hugmyndir komu, sennilega frá „Landi hins Eilífa Sannleika, Amer- íku“ þar sem menn dunda sér við allskyns undarlegar rannsóknir, sem síðan eru laptar upp af sumum í læknastétt hér. Sú nýjasta er þannig og sú sem komin er í gildi á 32E: Alkóhólistar sem eru í fráhvörfum þurfa ekki á róandi lyfjum að halda, í stað þess skulu þeir fá „uppbyggj- andi“ viðtal við geðlækni, síðan skal þeim gefin 1 stk. krampatafla og tvær sjóveikispillur! Þetta hljómar eins og slæmur brandari, en yfirlækni 32E er fúlasta alvara. Í áratugi hefur uppskriftin alltaf verið sú sama á öllum meðferð- arstofnunum og er þrautreynd og víðast í gildi ennþá. Alkóhólisti í slæmum fráhvörfum þarf á aðstoð lyfja að halda fyrstu dagana, þarmeð- talin róandi lyf, oftast T. Librium eða annað samheitalyf, hann þarf oft lyf til að koma svefni í reglulegt horf, stundum krampalyf ef saga er um slíkt ástand. Eftir því sem ég best veit er þessi lyfjagjöf tíðkuð á öllum meðferðarstofnunum á Íslandi, þar- meðtalið deild 33A LSH, sem er inn- lagnadeild alkóhólista. Að mér læðist sá grunur að yfir- læknir, kannski eru þeir fleiri en einn, hafi ekki hugmynd um hvað alkóhólisti í fráhvörfum upplifir, sennilega vegna þess að fáfræðin eða hrokinn er allsráðandi í öllum ákvörðunum sem eru teknar varð- andi þjónustu á göngudeildinni. Alkóhólisti sem leitar þangað í dag og fær svona trakteringar fer beint á fyllerí aftur bara til þess að róa taug- arnar. Hann/hún er ekki sjálfráður gerða sinna í þessu ástandi, það snýst aðeins um að fresta þynnkunni. Þetta ætti fólk að vita sem eitthvað hefur kynnt sér eðli alkóhólisma. Sú vitn- eskja liggur ekki á lausu hjá þeim sem ráða stefnu göngudeildar í dag. Því var hvíslað að mér að ástæða þessarar undarlegu stefnubreyting- ar væri sú, að yfirlæknir hefði haft spurnir af því að alkóhólistar kæmu þarna bara í þeim tilgangi að fá smá- skammt af róandi lyfi til að „díla“ með útí bæ. Brandararnir verða allt- af skemmtilegri. Það vita allir, nema yfirlæknirinn, að engum dytti í hug að brasa við að selja 50 mg. af T. Librium. Alkóhólistinn notar þær sjálfur og ef hann vill láta renna af sér, þá mætir hann aftur á göngu- deildina til að fá 40 mg. síðan 30mg. þannig að eftir nokkra daga er heils- an orðin betri og heilinn orðinn starf- hæfur og hann/hún getur aftur snúið sér til A.A.-samtakanna. En senda fólk út af deildinni með tvær sjóveik- istöflur og klapp á bakið, sú aðferða- fræði veltir upp spurningum um hæfni þeirra sem ráða deild 32E LSH. HARALDUR P. SIGURÐSSON, Skúlagötu 68, 105 Reykjavík. Um deild 32E, LSH, Hringbraut… Frá Haraldi P. Sigurðssyni Landspítalinn við Hringbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.