Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Hall-dóra Richards- dóttir fæddist á Barónsstíg 11 í Reykjavík 8. apríl 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt mánudagsins 29. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Erla Þórðardóttir, f. 1928, dóttir Þórdís- ar Guðmundsdóttur, f. 1897, d. 1983, og Þórðar Erlendsson- ar, f. 1892, d. 1970, og Richard Jónsson, f. 1920, sonur Jóns Sig- urðssonar, f. 1882, d. 1973, og Guðrúnar Halldóru Sigurðar- dóttur, f. 1889, d. 1948, og á hún tvær systur, Þórdísi, f. 1951, og Ingibjörgu, f. 1953. Guðrún giftist 13. október 1973, Skúla Birni Árnasyni og eiga þau saman börnin Áslaugu, f. 1973, í sambúð með Jónasi G. All- anssyni, f. 1970, og Trausta f. 1976, í sambúð með Brynju Steinarsdóttur, f. 1980. Guðrún og Skúli skildu. Barnabarn Guð- rúnar er Emilía Ósk Bjarnadóttir, f. 1997. Eftirlifandi sam- býlismaður Guðrún- ar er Jóhannes C. Klein, f. 1946. Þau bjuggu saman að Lækjarkinn 26 í Hafnarfirði. Guðrún lærði hárgreiðslu og starfaði sem hárgreiðslukona í nokkur ár en síðastliðin 25 ár hefur hún unnið sem aðstoðar- stúlka á tannlæknastofu Ingólfs Arnarssonar. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er elskuleg tengdamóðir mín, Guðrún Halldóra Richardsdóttir, búin að kveðja þennan heim eftir skjóta en hetjulega baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Það er svo undarlegt að hugsa til þess hún sé okkur horf- in. Að notalegt spjall yfir kertaljósi og kaffisopa verði ekki meir. Að bréf eða póstkort skrýdd fallegri rithönd hennar ásamt myndum af fjölskyld- unni og náttúrunni berist ekki oftar inn um lúguna. Að hún eigi ekki eftir að koma oftar í heimsókn til okkar til Danmerkur með stráhattinn sinn í farteskinu og að hún eigi ekki eftir að hlúa að og gæla við barnabarnið sitt sem ég ber nú undir belti. En í stað þess að hugsa um það sem ekki verður vil ég hugsa um þær stundir sem við áttum með henni sem eru núna á þessari stundu svo óendan- lega dýrmætar. Það streyma svo margar góðar minningar upp í hug- ann er ég hugsa um hana að ég get ekki varist því að tárast en reyni samt að halda aftur af mér þegar ég sé hana ljóslifandi fyrir mér segja: „þið megið ekki gráta því þá verður amma Gunna svo leið“. Á fallegu sumarkvöldi seint í júlí árið 1998 sátum við Trausti sonur hennar á bekk niðri við Reykjavík- urtjörn. Við vorum þá nýbúin að kynnast og sátum með stjörnur í augum og spjölluðum saman um heima og geima. Þá deildi Trausti því með mér að bestu manneskjurn- ar í lífi hans væru mamma hans og amma. Seinna átti ég eftir að kynn- ast þeim og öðrum í fjölskyldunni og sannreyna hversu yndislegt og gott fólk hann á að. Gunna var afar óeig- ingjörn kona sem gaf af sér svo mikla hlýju hvert sem hún fór. Hún var góð við dýr og menn. Hún var barnagæla mikil og hafði unun af því að leika við Emilíu sína sem og önn- ur börn sem hún hændi að sér. Hún var gjafmild mjög og gladdi ástvini sína með sniðugum tækifærisgjöfum sem hún var afar nösk á að finna. Henni var alltaf umhugað um að öðr- um liði vel, ef fólkið hennar var ánægt var hún það einnig. Og ekki urðu hafnfirsku endurnar út undan því að þær fengu brauðmola í gogg- inn á morgnana þegar hún labbaði meðfram læknum á leið í strætó. Glæsileg var hún alltaf. Það skein af henni fegurðin innanfrá sem utan. Ég minnist þess er ég hitti hana fyrst á septemberdegi fyrir fimm ár- um síðan. Ég var stödd hjá Trausta á Bjarnastíg sem þá lá í rúminu með flensu. Ég fór til dyra er bjöllunni var hringt og þar stóð hún á stiga- pallinum með uppsett hár á háum hælum og með rauðar varir. Hún brosti og sagði: „Hæ ert þú Brynja? Ég er Guðrún mamma hans Trausta!“. Síðan þá hefur verið kært á milli okkar og hún hefur reynst mér sem góð vinkona. Ég kveð nú þessa einstöku konu með þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með henni. Ég mun ætíð minnast hennar með hlýju og bið henni Guðs blessunar og velfarn- aðar í ljósinu sem hún trúði sjálf svo heitt á. Mig og Trausta langar að minnast hennar með þessu ljóði eftir Krist- ján frá Djúpalæk sem var henni svo kært: Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því bezta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þrjú orð við hver mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. Brynja Steinarsdóttir. Í dag viljum við kveðja ástkæra systur okkar sem var hrifin frá okk- ur á örstuttum tíma. Við systurnar vorum þrjár, Guð- rún Halldóra, kölluð Gunna, f. 1948, Þórdís, kölluð Dísa, f.1951 og Ingi- björg, kölluð Böggý, f. 1953. Þegar við vorum litlar stelpur, bjuggum við á Vífilsgötu 20 í Norðurmýri, flutt- um þaðan eftir nokkur ár í Hörpukot við Skúlagötu og loks áttum við tán- ingastelpurnar heima á Hverfisgötu 41, eða þar til við fluttum að heiman. Gunna systir var það mikið eldri að við urðum aldrei leiksystur þegar við vorum krakkar, hún átti sitt dót og fór vel með það og var hátíðar- bragur ef við þessar litlu fengum að halda á stóru dúkkunni eða hafa kaffiboð með einhverju af bollastell- unum hennar að ekki sé talað um að fá að lána dúkkulísurnar. Við vorum allar í Austurbæjar- skólanum, þó stórasystir byrjaði að sjálfsögðu talsvert á undan okkur. Gunna var listfeng og skaraði strax fram úr í teikningu hjá Birni teikni- kennara, hún var líka góð í leikfimi og sundi en ekki sérstaklega bók- hneigð. Að loknu skyldunámi í Lindar- götuskólanum fór Gunna að vinna hjá tannlækni. Átti það starf vel við hana. Síðar fór hún í Iðnskólann og lagði stund á hárgreiðslu og lauk þaðan sveinsprófi. Hún giftist Skúla Birni Árnasyni og eignuðust þau dótturina Áslaugu árið 1973. Gunna rak hárgreiðslu- stofu í Breiðholti í stuttan tíma en flutti svo með fjölskyldunni til Egils- staða þar sem þau bjuggu í eitt ár. Á Egilsstöðum var Gunna heimavinn- andi húsmóðir en stundaði hár- greiðslu sem aukavinnu. Fjölskyldan flutti aftur til Reykja- víkur og árið 1976, fæddist þeim son- urinn Trausti. Í september 1978 fór Gunna að vinna hjá Ingólfi Arnar- syni tannlækni. Þar vann hún í 25 ár og sótti ýmis námskeið fyrir aðstoð- arstúlkur tannlækna. Gunna undi sér mjög vel í starfinu hjá Ingólfi og fyrir utan góða samvinnu urðu þau nánir vinir. Gunna var samviskusöm og nákvæm og gaf sér þar að auki góðan tíma til að sinna sjúklingun- um. Að sögn Ingólfs varð hún andlit stofunnar út á við. Að vinnudegi loknum fannst Gunnu best að vera heima. Hún var afskaplega heimakær. Þess á milli heimsótti hún foreldra sína sem hún átti góð tengsl við og var þá ævin- lega með einhvern glaðning með sér handa þeim. Einnig hafði hún gaman af þegar mamma og Böggý komu til hennar á þriðjudagskvöldum og horfðu þær þá saman á Innlit útlit og hlustuðu á Þórhall miðil. Ósjaldan fóru þær líka saman í búðir og á kaffihús á laugardögum. Gunna systir bjó lengst af í Breið- holti. Í Æsufelli og Krummahólum og eftir að þau Skúli slitu samvist- um, með börnunum sínum í Yrsu- felli. Þaðan var stutt til pabba og mömmu (afa og ömmu). Gunna var börnunum sínum mjög góð móðir og þau nutu ástúðar hennar og hlýju og vinir þeirra voru einnig ætíð vel- komnir. Einnig var Gunna Snædísi Erlu, dóttur Dísu sem fæddist 1970, yndisleg frænka. Þegar Áslaug og Trausti voru flutt að heiman fór Gunna að búa með eftirlifandi sambýlismanni sín- um, Jóhannesi C. Klein í Lækjar- kinn í Hafnarfirði. Þar bjó hún í fimm ár, eða til dauðadags. Gunna undi sér afskaplega vel í Hafnarfirði og piparsveinaíbúðin hans Jóa öðlaðist nýtt líf fyrir tilstilli hennar. Leður og gler tók að blómstra og hún laðaði fram sinn persónulega stíl af einskærri smekk- vísi. Kerti, blóm og smáhlutir, ásamt nýjum og gömlum ljósmyndum var það sem hún notaði mikið til skreyt- inga. Þó var það persónan Gunna sem setti mestan svip á bæinn í Lækjarkinn. Endurnar á Læknum eignuðust líka vin í Gunnu systur, það leið varla sá dagur að hún gæfi þeim ekki. Jói og Gunna voru yfirleitt um hverja helgi í sumarbústaðnum hans í Selsundi frá því kynni þeirra hófust fyrir tuttugu árum. Selsund er við rætur Heklu og naut Gunna sín sjaldan betur en þegar hún var fyrir austan. Hendur hennar gáfu þar öllu sama líf og á heimili þeirra og hún hafði líka mikið yndi af útiverunni í því fagra umhverfi sem þarna er, ræktaði kartöflur og tók á móti gest- um. Þau Jói áttu margar yndislegar stundir í Selsundi, jafnt sumar sem vetur. Önnur okkar, Þórdís, fluttist til Svíþjóðar árið 1976. Þegar hún kom svo í heimsókn, tók Gunna ávallt á móti opnum örmum. Hjartarúmið var uppábúið, helgi í sumarbústað- um eða helst fleiri sjálfsagður hlut- ur. Matur, vín og tónlist, blaðabunk- inn handa Dísu systur; Gunna dekraði við mann. Hún bauð upp á allt sitt og ekki hvað síst gaf hún af sjálfri sér, opinská, einlæg, hress og skemmtileg. Við töluðum og hlógum oft langt fram á nætur. Sterkt til- finningasamband, hvort sem við hittumst heimafyrir eða hún skrifaði kort eða bréf sem einkenndust líka af hennar persónulega stíl. Í bréf- unum skrifaði hún yfirleitt að hún væri með kveikt á ilmkerti og bjór eða glas af rauðvíni og með ljúfa tón- list á fóninum eða í útvarpinu, gjarna þá harmónikulög. Hún sagð- ist sitja í sólstofunni eða úti á palli en það var eins og hún væri sjálf komin á staðinn, því hún skrifaði svo frjáls- lega og óformlega. Hlýjan streymdi frá Gunnu syst- ur. Hún gaf mikið frá sér. En hún kunni líka að þiggja, það var gott að gefa henni. Eftir að hún veiktist nut- um við þess að fá einu sinni að dekra almennilega við hana og erum þakk- látar fyrir að hafa átt með henni dásamlegar stundir. Hún systir okk- ar barðist hetjulega í veikindum sín- um, missti aldrei vonina en hló, gladdist og varalitaði sig fram á síð- asta dag. Elsku Gunna systir. Engin orð geta lýst öllu sem þú gafst okkur eða þeim söknuði sem við finnum og sem alltaf mun fylgja okkur. Þú varst einstök. Guð blessi minningu þína. Þínar systur, Þórdís og Ingibjörg. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Þessi erindi lýsa eilífðarljósinu sem veitir líka huggun og styrk í sár- um söknuði og á því þurfum við að halda vegna ótímabærs fráfalls Guð- rúnar H. Richardsdóttur. Það er svo stutt síðan hún var við fulla heilsu en illvígur bráðasjúkdómur setti í hana klærnar og hafði betur þótt hún veitti öflugt viðnám og berðist hetju- lega. Við ósköpum má mannlegur máttur sín lítils. Maðurinn hugsar en Guð stýrir. Og við sitjum eftir með sárt ennið, sorgmædd og hljóð. Minningarnar um Guðrúnu eru okkur hugstæðar. Hún var falleg, velviljuð og ljúflynd kona sem var mjög annt um að láta gott af sér leiða og strá birtu og yl í kringum sig. Þess vegna skilur hún eftir bjartar og fagrar minningar hjá þeim sem henni kynntust og áttu samleið með henni. Hún var fórnfús og veitul ekki síður en lífsförunautur hennar, Jóhannes Klein. Þau buðu okkur til helgardvalar í sumarbú- staðinn sinn fyrir örfáum árum og sýndu okkur mikla rausn og góðvild. Hreint ógleymanlegar móttökur í sælureit við Heklurætur. Líka er okkur eftirminnileg stundin heima hjá þeim þegar þau sýndu okkur myndina sem Trausti hennar Brynju okkar og sonur Guðrúnar málaði af þessum eftirlætisstað þeirra undir hraunjaðrinum í um- gjörð íslenskrar náttúru og fjalla. Þá skein nú stolt og gleði af andlitunum. Guðrún sýndi dóttur okkar aðdá- anlega og þakkarverða alúð og hlýju. Varfærnin og góðgirnin prýddu enn fremur fallega konu. Að leiðarlokum vildum við þakka Guðrúnu af alhug samfylgdina og biðjum Drottin vorn og ljóssins engla að taka hana í faðm sinn, vernda hana og styrkja og lýsa heni veginn á æðra tilverustigi. Við vottum Jóhannesi, börnum hennar, tengdabörnum, barnabarni, foreldrum, systrum og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum dýpstu samúð og hluttekningu. Blessuð sé minning Guðrúnar Halldóru Richardsdóttur. Guðrún Norðfjörð, Steinar V. Árnason. Elsku Gunna frænka er farin frá okkur. Við eigum svo margar góðar minningar um yndislega frænku og vinkonu sem við héldum svo mikið upp á. Við eigum ennþá erfitt með að trúa að þú sért farin. Okkur finnst eins og þú sért bara upp í sumarbú- stað með Jóa þar sem þú naust þín best og komir fljótt aftur. Ógleymanlegar minningar hrann- ast upp og er okkur eftirminnilegust sumarbústaðarferðin í Húsafell með þér og Böggý mömmu, þeirri ferð munum við aldrei gleyma. Stundirn- ar í Yrsufellinu, jólin í Engjaselinu þar sem stórfjölskyldan sameinaðist alltaf á aðfangadag. Einnig var svo gaman að kíkja til þín í kvöldkaffi í Lækjarkinn og skoða myndir og spjalla um daginn og veginn. Það var alltaf svo dúllulegt hjá þér. Ekki slapp maður við tannlækn- inn. Alltaf hringdir þú tvisvar á ári til að minna okkur á tíma hjá Ingólfi tannlækni. Þar fengum við alltaf svo hlýjar móttökur og laumaðir þú ósjaldan til okkar glaðningi þegar við kvöddum. Gunna frænka, eins og við köll- uðum hana alltaf var falleg og sjarm- erandi, alltaf, svo sæt og hlý og mik- ill húmoristi, alltaf var hún að grínast í okkur og alltaf vildi hún fylgjast með öllu sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Minningar okkar um þig sitja eftir í hjarta okkar og hjálpa okkur að komast í gegnum þessa miklu sorg. Við eigum eftir að sakna þess að hafa þig ekki til staðar, elsku Gunna okkar, og viljum þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Megi guð og englarnir geyma þig og láta þér líða vel. Þín systurbörn Erla og Richard. Við Guðrún störfuðum saman í 25 ár. Ég man gjörla þegar hún byrjaði, ung tveggja barna móðir. Fljótlega komu kostir hennar í ljós. Hún var einstök í samstarfi. Samviskusöm með afbrigðum, langt umfram það sem henni bar. Hlýleg framkoma hennar yljaði öllum. Hún var rögg- söm í rekstri stofunnar enda kallaði ég hana oft framkvæmdastjórann. Við urðum miklir vinir, trúnaðarvin- ir og á þessum árum höfum við bæði gengið í gegnum súrt og sætt. Hin síðari ár voru Guðrúnu góð. Hún og Jóhannes voru að láta drauma sína rætast. Byggja sum- arbústað og leyfa sér að ferðast. Mannvænleg börn hennar voru vax- in úr grasi og barnabarn komið, sól- argeislinn Emilía. En skyndilega dregur ský fyrir sólu. Guðrún veikist af ólæknandi sjúkdómi sem dregur hana til dauða á skömmum tíma. Kæri Jói, Áslaug, Trausti, Rich- ard, Erla, systur og aðrir aðstand- endur, missir ykkar er mikill, en minning Guðrúnar lifir. Hún er góð og mun ylja ykkur. Guðrún var drengur góður. Ingólfur Arnarson. Ég á bágt með að trúa því að hún Gunna vinkona mín sé dáin. Það er svo stutt síðan hún hringdi í mig og sagði að hún hefði verið greind með illkynja sjúkdóm og þyrfti að fara í meðferð vegna þess. Við Gunna höfum þekkst í yfir 30 ár. Við fundum strax hvað við náðum vel saman og það hefur haldist þó margt hafi breyst í lífi okkar. Ég man þegar ég sá hana fyrst, hún var svo mikil dama, enda vakti hún at- hygli hvar sem hún fór fyrir glæsi- leika. Það er svo skrítið að þó við Gunna hittumst ekki oft þá var einhver órjúfanleg taug milli okkar sem aldrei rofnaði. Fyrir tæpu ári komu Gunna og Jói í afmæli til mín, hún leit svo vel út og ljómaði af ham- GUÐRÚN HALLDÓRA RICHARDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.