Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 10

Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lagði m.a. áherslu á það í lokaræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í gær að fundurinn hefði samþykkt að taka pólitíska forystu í heilbrigð- ismálum. Sagði hann það tímamót að flokkurinn ætlaði að taka forystu í þessum málaflokki. „Við ætlum að leyfa okkur þann munað að skoða nýjar leiðir [í heilbrigðismálum] en við ætlum alltaf að gera það með það fyrir augum að aðgengi verði óbreytt og alltaf óháð efnahag.“ Í stjórnmálaályktun sem fundur- inn afgreiddi í gær segir að Sam- fylkingin vilji beita sér fyrir fram- tíðarlausn í heilbrigðismálum „þar sem nýjar leiðir og fjölbreyttari rekstrarform, svo sem þjónustu- samningar og einkaframkvæmd, eru skoðuð, án þess að missa sjónar á þeirri stefnumörkun flokksins að allir hafi jafnan aðgang að heil- brigðisþjónustu óháð efnahag“. Síð- an segir að Samfylkingin hafni einkavæðingu í velferðarkerfinu. „Ríkið á að vera kaupandi heil- brigðisþjónustunnar en þarf ekki í öllum tilvikum að vera seljandi hennar,“ segir ennfremur í álykt- uninni. „Til að hægt sé að reyna nýjar leiðir í rekstri heilbrigðiskerf- isins þurfa þó eftirtaldar forsendur að vera til staðar: Allir hafi jafnt að- gengi að heilbrigðisþjónustunni, óháð efnahag, þjónustan við sjúk- linga verði betri og kostnaður sjúk- linga og samfélagsins aukist ekki.“ Kaup á vændi verði refsiverð Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar er tekið á ýmsum málum. Þar er t.d. ályktað að kaup á vændi verði gerð refsiverð. „Sala á vændi á ekki að vera refsiverð enda eru [þeir sem selja sig] fórnarlömb að- stæðna og vandann á að leysa með félagslegum úrræðum. Kaup á vændi ber að gera refsiverð,“ segir í ályktuninni. Ekki var samstaða um þessa ályktun innan jafnréttis- nefndar en að lokum fór það svo að ályktunin var samþykkt á fundin- um. Í stjórnmálaályktun fundarins segir ennfremur að Samfylkingin sé ábyrgt landstjórnarafl og eigi aðild að sveitarstjórnum um allt land. Síð- an segir að Samfylkingin vilji taka þátt í þjóðarátaki þar sem ólík öfl á vinnumarkaði og á stjórnmálasviðinu stilli saman strengi við mótun nýrrar framtíðarsýnar, þar sem stefnan í efnahagsmálum þjóðarinnar verði samþætt markmiðum í atvinnu- og félagsmálum. „Samfylkingin mun beita sér fyrir víðtæku samstarfi um að við missum ekki hagkerfið í gamla farið með verðbólguskotum og gengishrapi eða gengis- og vaxta- kryppum vegna agaleysis í stjórn- arráði og stjórnarflokkum.“ Fordæmir innrás í Írak Í velferðarmálum vill Samfylking- in uppræta fátæktargildrur og treysta stöðu barnafjölskyldna, m.a. með hækkun barnabóta. Ennfremur segir í ályktun fundarins að Sam- fylkingin vilji vinna bug á því rang- læti sem eigi sér stað við skattlagn- ingu lífeyrissparnaðar. „Landsfund- urinn lýsir stuðningi við réttinda- baráttu eldri borgara og samtök öryrkja í þessum málum.“ Í alþjóðamálum fordæmir lands- fundurinn „einhliða stuðning ís- lensku ríkisstjórnarinnar við innrás- ina í Írak án þess að ræða það við þing eða þjóð“, að því er fram kem- ur í stjórnmálaályktuninni. „Lands- fundarfulltrúar hugsa til írösku þjóðarinnar í hörmungum hennar og til aðstandenda fallinna her- manna. Landsfundur vonar að hægt sé að skapa samstöðu á alþjóðavett- vangi undir forystu Sameinuðu þjóðanna um að Írakar sjálfir taki sem fyrst við völdum í landi sínu í sæmilegri sátt við grannþjóðir.“ Landsfundur ályktaði einnig um Evrópumál og segir m.a. að í ljósi áhrifaleysis og einstakra milliríkja- mála verði æ ljósara að erfitt verði að byggja á samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði til fram- búðar. Segir í ályktuninni að Sam- fylkingin muni því stofna sérstakan níu manna málefnahóp um Evrópu- mál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu. Að lokum má geta ályktunar um atvinnu- og byggðamál, en þar segir m.a. að Samfylkingin stefni að því að endurheimta sameiginlega auð- lind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og endur- úthlutun veiðiheimilda „þar sem opnaður verði aðgangur að veiði- réttinum með jafnræði og réttlæti að leiðarljósi“. Segir að sú leið færi komandi kynslóðum „aftur réttinn til arðs og aðgengis að sameigin- legri auðlind, tryggi nýliðun í út- gerð og færi íbúum sjávarbyggð- anna á ný réttinn til að nýta þá auðlind sem skapaði þær“. Landsfundur Samfylkingarinnar samþykkir stjórnmálaályktun í lok fundarins í gær Vilja beita sér fyrir framtíðarlausn í heilbrigðismálum Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir var á landsfundi Samfylking- arinnar um helgina sjálfkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Tekur hún við því embætti af Mar- gréti Frímannsdóttur alþingis- manni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. „Kæru félagar, vinir og samstarfsfólk. Ég er nú orðin varaformaður Samfylkingarinnar með engu greiddu atkvæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún í upphafi ræðu sinnar eftir að því hafði verið lýst yfir að hún væri orðin varafor- maður flokksins. „Það er auðvitað hálf snubbótt og tekur eiginlega frá mér ánægjuna af því að vita hvaða stuðning ég hef. Það tekur líka af ykkur möguleikann til þess að lýsa annað hvort yfir vantrausti eða trausti á mér. En þetta eru reglurnar og við þær verður að búa,“ sagði hún. Kvaðst hún reikna með því að á næsta landsfundi yrðu þessar reglur breyttar, þ.e. öðruvísi yrði staðið að kjöri for- manns og varaformanns. Kvaðst finna fyrir ábyrgð Ingibjörg sagði að þótt hún hefði ekkert atkvæði hlotið nú í varaformannskjörinu, þá breytti það ekki því að hún fyndi mjög sterkt fyrir þeirri ábyrgð og þeim vanda sem fylgdi þessari vegsemd. „Ég á eftir að glíma við vandann, enda nýkjörinn varaformaður, en ábyrgðin er orðin að veruleika. Og ég fann mjög sterkt fyrir þessari ábyrgð þegar ég kom til þessa landsfundar,“ sagði hún, „þegar ég kom hingað inn í fullan íþróttasal af Samfylkingarfólki. Fólki, sem var komið hingað til að vera saman og vinna saman, ekki bara þessa einu helgi, heldur í fjögur ár.“ Ingibjörg sagði að þeir sem sætu á landsfundi Samfylking- arinnar væru fulltrúar tæplega 57 þúsund kjósenda. „Þriðjungur þjóðarinnar er á bak við okkur og mun fleiri eru tilbúnir til þess að fylkja sér á bak við okkur. Það höfum við séð á þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á kosn- ingaúrslitunum. Við áttum mögu- leika á allt upp í 45% fylgi, þ.e. 45% kjósenda gátu á einhverjum tímapunkti hugsað sér að styðja okkur. Við getum því orðið 40% flokkur. Það getum við verið sann- færð um. Og þetta verðum við að muna og aðrir stjórnmálaflokkar verða að taka mið af því. Þessi staðreynd á að valda straum- hvörfum í starfi flokksins. Það verður eðlisbreyting á flokki þegar hann fer úr því að vera 15 til 20% flokkur yfir í 30 til 40% flokkur. Við eigum svo miklu fleiri kosta völ í þessum stóra flokki en við áttum áður.“ Vilja vinna sem einn maður Ingibjörg sagði að sú staðreynd að flokkurinn væri orðinn svo stór legði jafnframt á hann miklar skyldur og mikla ábyrgð. „Við er- um flokkur sem alltaf mun verða með stjórnartaumana innan seil- ingar. Og stuðningsmenn okkar eiga rétt á því að við gerum það sem í okkar valdi stendur til að ná tökum á þessum taumum; að við klúðrum ekki þeim tækifærum sem við fáum og að við vinnum sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir hlutdeild í ríkisvald- inu.“ Ingibjörg sagði að stofnanir flokksins; landsfundur, flokks- stjórn, framkvæmdastjórn, þing- flokkur og forysta, væru með fjör- egg í höndunum. „Við erum með vonir, þrár og væntingar margra kynslóða; þeirra sem hafa beðið eftir því að svona flokkur yrði að veruleika. Ekki bara í ár heldur áratugi. Og við erum líka með væntingar, vonir og þrár, þeirra kynslóða sem eru að verða fyrir sínum fyrsta pólitíska innblæstri, akkúrat þessa dagana, þessi miss- eri.“ Ingibjörg sagði að það sem ræki Samfylkingarfólk áfram væri löng- unin til að breyta. „Það er löng- unin til að búa til gott samfélag, sem hvílir á hornsteinum jafn- aðarstefnunnar; jöfnuði, jafnræði, jafnrétti, lýðræði og samkennd; samfélag þar sem er rými fyrir alla; þar sem fólki líður vel.“ Vitum hvert við stefnum Hún sagði að stærsta verkefnið sem Samfylkingarfólk stæði and- spænis, væri það hvernig ætti að skipta ávöxtum aukins hagvaxtar. „Viljum við gera eitthvað fyrir alla eða mest fyrir þá sem minnst hafa?“ Hún sagði að það væri ekki nóg að vilja ná tökum á stjórn- artaumunum. „Við verðum að vita hvert við ætlum og hvaða erindi við eigum. Við megum aldrei gleyma hugsjónum okkar og það er í ljósi þeirra sem við eigum að skoða allt það sem við gerum. Með þær í huga eigum við að vega og meta stefnu og strauma samtím- ans, markmið okkar og leiðir. […] En við eigum ekki bara að vera hugsjónafólk. Við eigum bæði að vera hugsjónafólk og raunsæis- menn. Hugsjónir án raunsæis er ekkert annað en hugarleikfimi og raunsæi án hugsjóna er í besta falli tóm leiðindi. Hjá okkur á þetta að fara saman.“ Eftir ræðu Ingibjargar stóðu fundargestir upp og hylltu nýkjör- inn varaformann sinn með lófa- klappi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin nýr varaformaður Samfylkingarinnar Samfylkingin er flokkur með stjórnartaumana innan seilingar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ lá vel á samfylkingarfólki þegar lands- fundi flokksins var slitið síðdegis í gær. Tekist hafði verið á um ýmis mál í málefnanefndum og hluti ályktana afgreiddur af landsfundar- fulltrúum. Hinum var vísað til framkvæmda- stjórnar til frekari umræðu og samþykktar þar sem fundurinn hafði farið verulega fram- yfir sett tímamörk. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, var ánægður með fundinn og voru margir þeirrar skoðunar að umgjörð hans hefði verið til fyrirmyndar. Almenn ánægja með landsfundinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.