Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FIMMTUDAGINN 2. október var frétt í Morgunblaðinu um væntanlegt Sjóminjasafn í Reykjavík. Því er ætl- aður staður í gömlu frystihúsi, nánar tiltekið frystihúsi BÚR við Granda- garð. Raunar kemur fram í text- anum að hér er frekar verið að hugsa um sjávar- útvegssafn en safn muna sem tengjast útvegi. Það er hið þarf- asta mál og ástæða til að óska safninu velfarnað- ar. Þáttur sjávarútvegs í atvinnusögu landsmanna hefur lengi verið van- metinn og enn hefur ekki verið met- inn sem skyldi þáttur hans í matvæla- búskapnum. Þessu safni er valinn staður á vett- vangi, á miðju athafnasvæði fiskihafn- ar sem um langan tíma var ein stærsta verstöð landsins. Húsið ber í sjálfu sér sögu umbyltinga í sjávar- útvegi og allt um kring er iðandi líf tengt útvegi sem vonandi heldur áfram en hrekst ekki burt vegna ann- arra umsvifa á hafnarsvæðinu. Víða um land eru söfn um margs konar muni og minjar um sjávarútveg og eru mörg til sóma hvert á sínum stað; vonandi tekur enginn illa upp þó að Ísafjörður og Akranes séu nefnd í því sambandi. Þessi söfn hafa þann annmarka að þau eru byggð upp um hluti, notkun þeirra og sögu. Þau hafa enga burði til að rannsaka og sýna út- gerðarsöguna sem slíka, þau eru ekki gagnasöfn. Íslensk söfn urðu flest til vegna þess að að áhugamenn sáu að hlutir, jafnvel úr nálægðri fortíð, voru að eyðileggjast. Þau voru björgunarstarf og oft varð að hafa hraðar hendur því úreltir og óhagkvæmir hlutir glatast fljótt. Þetta björgunarstarf var og er ómetanlegt en rannsóknahlutverkið, hluti lifandi safns orðið útundan. Elja safnamanna eins og Þórðar Tómas- sonar í Skógum er þó dæmi um hvernig safn hluta og minja og rann- sóknir á þeim þjóð- og atvinnuháttum styðja og magna hvort annað upp. Í upphafi vék ég að fyrirhuguðu sjávarútvegssafni á Grandagarði, at- vinnuvegasafni í virku umhverfi. Hinn aðalatvinnuvegur landsins, landbúnaður, sem skilja ber sem hvaðeina sem tengist landsnytjum, er einnig án heildstæðs safns. Urmull muna frá eldri búskaparháttum er á söfnum landsins og rannsóknir á bún- aðarháttum landsmanna frá upphafi eru mun meiri en sjávarútvegs. Þess- ir búskaparhættir eru orðnir fjarlæg- ir flestum landsmönnum en eru for- senda skilnings á sögu og menningu Íslendinga. Rannsóknasafn íslensks landbúnaðar er þessvegna ekki einka- mál landbúnaðarins heldur hefur það miklu almennari skírskotun. Eins og rökrétt er að sjávarútvegs- safn Íslendinga sé í gömlu frystihúsi sem var tækniundur á sínum tíma, með skarkala og slorlykt fiskihafnar utan dyra er eðlilegt að landbúnaðar- safni Íslands verði fundinn viðeigandi staður. Árin 1928–29 var byggt fjós og hlaða á Hvanneyri, mikil framkvæmd á þeim tíma, og líkt og Korpúlfsstaða- fjósið langt á undan samtíð sinni að gerð og búnaði. Fjósið á Hvanneyri var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og fellt að öðrum staðarhúsum. Í 70 ár hefur það gegnt hlutverki sínu með sóma en því er að ljúka því á komandi vori flytjast Hvanneyrarkýrnar í nýtt fjós. Og hvað á þá að gera við hið gamla? Margt hefur verið nefnt en mér finnst margt mæla með því að ör- lög þess verði hliðstæð BÚR-hússins á Grandagarði, í því rísi og þróist Landbúnaðarsafn Íslands. Í fjósinu sjálfu verði lifandi sýningar, gagna- safn og rannsóknaaðstaða. Haughús- ið er ákjósanlegur staður fyrir geymslur og þar, í gluggaleysinu, mætti holdgera myrkrið og kuldann sem fólk og fénaður bjó við, í hlöðunni er rými fyrir geymslur og sýningar útiverka og það sem eðlilegt er að sýna í rúmgóðu óhituðu húsnæði. En það er ekki bara að þarna sé verðugt húsnæði. Staðurinn sem slík- ur býður upp á margt, á Hvanneyri er landbúnaðarháskóli með fagbóka- safni, kennslu og rannsóknum í hvers kyns landnytjum, fyrir er á staðnum búvélasafn, sem hefur eðli málsins samkvæmt einkum sinnt tækniþróun frá upphafi tæknialdar, á Hvanneyri er hið stórmerka safn Tómasar Helgasonar og Vigdísar Björnsdóttur með hvers kyns prentgögn sem tengj- ast landbúnaði, í næsta nágrenni er gott byggðasafn og í Reykholti er stofnun í miðaldafræðum, en atvinnu- og menningarsaga er órofa heild. Hvanneyri er í miðju landbúnaðar- héraði og með nútímakúabúskap utan við gluggana og myndarlegt fjárbú á Hesti steinsnar frá. Það er hæfilega langt frá Reykjavíkursvæðinu fyrir öll skólastig til að sækja sér fræðslu um gamla búskapar- og lifnaðarhætti en geta um leið kynnt sér nútímaland- búnað. Landbúnaðarsafn í gamla fjós- inu á Hvanneyri verður þannig brú milli fortíðar og nútíðar. RÍKHARÐ BRYNJÓLFSSON, Hvanneyri. Söfn með „réttri lykt“ Frá Ríkharð Brynjólfssyni Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Ríkharð Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.