Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 2
V i t 1 t i v i vtsm Laugardagur 15. nóvember 1980. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«»«••*•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Blues-söngvarar bókmenntanna? Bukowski Bukowski, fáöu þér rettu, Bukowski. Þegar Bukowski kom f fyrsta skipti fram I franska sjónvarpinu var hann spuröur um álit sitt á viöstöddum rit- höfundi, kvenkyns. Hann, sem gerir i þvi aö vera drukkinn viö þviiik tækifæri, lagöi krumluna þéttingsfast i kjöltuna á henni og svaraöi: ,,Ég veit þaö ekki. Ég hef ekki lesiö bækurnar hennar. En ef hún vildi sýna mér meira af lærunum á sér, gæti ég kannski dæmt.” Hún geröi þaö ekki. Bukowski var alveg sama, hann haföi fengiö sitt „kick”, stundum finnst honum gaman aö hneyksia fólk. Þaö sést jafnvei f bókunum hans, hann hefur skrifaö nokkrar skáldsögur og fjöldann allan af smásögum. Hann er þaö sem kalla mætti „underground” höfund, fyrir rúmiega tiu árum eöa svo kom hann upp á yfirboröiö. Margir uröu hrifnir af bersöglum, hreinskilnum og „töff' sögum hans, þará meöal Frakkar sem buöu honum I sjónvarpiö. Hann er nýoröinn sextugur, byrjaöi snemma aö skrifa en hætti þvifljótlega, fór aö drekka og riöa. Hann vann viö ýmis- legt, var einstaklega laginn viö aö komast upp á kant viö yfir- boöara sina og láta reka sig. Svo hann flæktist um, vann þaö sem til féll og drakk einhver reiöinn- ar ósköp. Einhvem tima á sjötta áratugnum fór hann aftur aö skrifa, hann fór aö skrifa meö svipuöum skilmálum og Hemingway, sá leiöindafýr: um þaö sem hann þekkti til hlitar og ljúka þvi af. Hann þykir afskap- lega takmarkaöur höfundur og bækurnar hans likar, þær liöa áfram viö fylleri og kvennafar, stillinn einfaldur og mjög blátt áfram. Svo enda þær bara þegar Bukowski nennir ekki aö skrifa meir, uppbygging er litil sem engin. Þaö sem bjargar honum, segja þeir sem hafa gaman af, er húmorinn, hreinskilnin og ánægjan sem hafa má af lestrinum. Týpisk smásaga 1 týpiskri smásögu eftir Bukowski, sem heitir reyndar lika Charles, gerist fátt mark- vert. Karlmanni gæti dottið i hug aö reyna aö ná til sin ástmey sinni á nýjan leik eða henni aö mæta. Hann gefur henni i nokkur glös og segir henni aö hún hafi smarta fætur. Sagan gæti svo þess vegna end- að á þvi aö hún skryppi á barinn út á horni, settist niður viö hlið einhvers annars. önnur saga: margföld söguhetjan Henry Chinaski er flutt á spitala, brenniviniö hefur loks farið alveg meö magann á honum. Þaö þarf aö gefa honum blóð en hann á ekki krónu. „Viltu aö ég kalli á prest, herra Chinaski?” spyr hjúkkan. Hann skrifar um undir- heimana, þá sem eru „down and out”. Fyllibyttur, svika- hrappar, slagsmálahundar, umrenningar, fjárhættuspilar- ar, hórur, hinir gleymdu, það eru hans hetjur. Hann þjicir sjaldan sekur um aö fegra þær eöa lif þeirra, né heldur leyfir hann þeim aösökkva sér niður i sjálfsvorkunnsemi. I sögunum hans Bukowski eru menn „töff”: „Ég hætti að skita blóöi og þau létu mig hafa lista yfir hvaö ég mætti éta og sögöu mér aö fyrsti sjússinn myndi drepa mig. Þau sögöu mér lika ég myndi drepast ef ég væri ekki skorinn upp. Ég lenti I ofsalegu rifrildi viö japanskan kvenlækni um uppskuröinn og um dauöann. „Engan uppskurö” sagöi ég og hún rauk burt og veifaöi rassinum reiðilega framan i mig. Ég labbaði af staö i sólskininu til aö tékka á þvi hvemig þaö væri. Þaö var ókei.... Ég fór inn á einhvern stað til aö hringja. Ég settist fyrst niöur og fékk mér smók. Barþjónninn kom og ég baö um einn bjór. „Hvaö er I fréttum?” spuröi hann. „Sosum ekkert,” sagði ég. Hann fór.” Miller og þeir Bukowski hefur auðvitað orö- ið fyrir áhrifum af öllu þessu ameríska liði, „hann hefur til- finningu Henry Millers fyrir lifinu og tilfinningu Hemingways fyrir dauöanum,” stóö einhvers staöar. Dauðinn er alltumlykjandiog máliö er aö láta hann ekki ná yfirhöndinni, láta hann veröa sér að gagni. Svo er hann líka, visvitandi, andbókmenntalega sinnaöur. Hannvareinu sinni spurður um Shakespeare. „Shakesperare, maöur. Hann meikaöi engan diff fyrir mig. Fullt af góöum ráöum i bókun- um hans en ég meikaði hann ekki. Þessir kóngar út um allt, þessir draugar, þetta háklassa- pakk, mér leiddist það. Skipti mig engu máli. Hérna ligg ég i einu herbergi aö drepast úr hungri og þá talar þessi gæi um pinu einhvers kóngs. Hjálpaði mér ekkert.” Hanná ýmislegt sameiginlegt meö Kerouac og „Beat- kynslóöinni”, bæöi aö stil og efnistökum en þykir öllu raunsærri. Hefur til dæmis engan tfma fyrir rugl einsog búddisma og Henry Chianski hefur meiri áhuga á „pervertum en dýrlingum”. Hann kikir á þjóöfélagiö, og eigin samastaö í þvi félagi, með þvi aö fylgjast náiö meö athöfn- um fólks og oröum, fremur en aö hlusta á og endurtaka þvaöriö i munkum. Söguhetjur Bukowskis, „örvæntingarfullir menn meö brotnar tennur og brotna hugsun”, eru örvæntingarfullar vegna þess þær hafa ætið og eru enn i nánum tengslum viö dauöann. Sumir karakterar hans nauöga smástelpum, aör- ir, eins og Henry Chinaski, sitja bara einhvers staðar og drekka brennivin, fara á hestaveðhlaup og horfa á lappir á kvenfólki. Einsog Bukowski sjálfur nota þeir, eða hafa notað, kynlif, vín og/eöa nautnalyf, sem hækjur sér til stuðnings i tóminu. Meö þvi aö skrifa um þetta vonlausa tóma lif bjargar Bukowski sjálf- um sér og játningar hans þykja stundum minna á spiliri vissra jassleikara. „Eins og Thelonius Monk virðist hann slá vitlausar nótur en á rétta staði. Kannski er hann fyrsti blues-söngvari bókmenntanna”. Þetta sagöi einhver. Snúiö og sneitt. '0' •••••••••••••••••••••••••••••••••••••ðoeeo«**«o*9e««9*o0«***o*«*****«e9a*»e*eoa* Umhverfis jöíöina Aö eignast barn í Japan Einhvem tima heyröi ég þess getið, aö Islenska þjóöin sé ein af fáum þjóöum i' Evrópu, sem fjölg- ar hlutfallslega hratt. Með þetta marga þjóöfélagsþegna viö nám ogvinnu erlendis mun víst einnig ekki óalgengt, aö íslendingar geti afkvæmi i Utlandinu og aö þau hljóti islenskan rikisborgararétt. Ég held samt, aö meö eindæm- um sé, aö islendingum fjölgi á þennanhátt i Aslu. Nýfædd dóttir min mun þvl llklega vera einstök, aö þvl leyti. aö hún fæddist á fæöingardeild japansks spitala. Ekki held ég aö fæöingin hafi þó veriö neittfrábrugöin fæöingum á Islandi nema hvaö ég, faöirinn, fékk ekki aö vera viöstaddur. Er þaö nokkuö algild regla i Japan. Konan mln, Sari, sem er af japönsku þjóöerni, haföi góöar ástæöur til aö fæöa okkar fyrsta barn I Japan. Annars vegar er þaö nú orðiö mjög algengt I Jap- an, aö ungar.nýgiftar konur flytji heim f móðurhúsin siöasta mán- uöinn af meögöngutlmanum, til aö njóta aöstoöar og ráölegginga mæðra sinna og kannski einnig til aö losna viö aö stjana viö eigin- mannjnn f smá-tima. Hjá okkur var hins vegar höfuöástæöan sú, aöSari er einkabarn og foreldrar hennar, sem i fyrstu voru ein- dregiö á móti giftingu okkar, geröu þaö aö skilyröi, aö viö byggjum til aö byrja meö 1 aö minnsta kosti eitt eöa tvö ár i Japan, og móðir hennar lét mjög sterklega I ljós þá von slna, aö hún fengi að sjá fyrsta bama- barniö áöur en viö yfirgæfum Japan. Það varö þvl úr, aö ég kellti mér I þaö aö læra japönsku á meöan Sari fór aö búa sig undir nóöurhlutverkiö. Japanska er erfitt tungumál, erfiöara en kínverska að mlnu áliti, svoaö eftir eins árs nám, er kunnáttamin I henni enn nokkuð I molum. Undirbúningur Sariar undir móöurhlutverkiö gekk hins vegar mun hraöar og eftir tiu mánaöa meögöngutima (sam- kvæmt reiknisaöferöum Aslubúa er meðgöngutiminn tiu mánuðir) fæddist dóttir okkar, Mariko, þann 11. ágúst siöastliöinn. Aö mörgu leyti eru þær venjur Japana, sem lúta aö meögöngu og barnsfæöingum, frábrugönar venjum okkar Islendinga eins og ég man þær. T.d. má nefna, aö eftir aö læknisskoöun hefur leitt i ljós aö kona er ólétt, láta flestir Japanir, þveröfugt viö is- lendinga, þaö vera sitt fyrsta verk aötilkynna ættingjum, sam- starfsfólki og kunningjum frá niöurstöðu læknisskoöunarinnar, ekkertpukur þar, a.m.k. sé barn- iö velkomiö. Meira aö segja tann- læknirinn minn og afgreiöslufólk i búöum hér I nágrenninu var fariö aö óska mér til hamingju, þegar Sari var ekki komin nema rétt tæpa tvo mánuöi á leiö. En þar spUar kannski inn i, aö tengda- mamma er meö afbrigöum félagslynd manneskja. Orsökin til þessa er sú, aö fólk- iö, sem umgengst hina veröandi móöur, lítur á þaö sem skyldu slna aö aöstoða hana eftir megni og reyna að létta undir með henni, tU þess aö barnið fái aö þroskast eölUega I móöurlifi. 1 þvi sambandi eru einmitt fyrstu mánuöir meðgöngutíma kannski einna mikilvægastir. Einnig þótti mér athyglisvert, aö mjög algengt er, aö foreldrar ákveöi nafn bamsins löngu fyrir fæöingu þess og fara ekki dult meö. Stundum blandast leifar hjátrúar þar inn I, þvl aö foreldr- ar viröast reyna aö hafa áhrif á kynferöi hins ófædda bams með þvi aö ákveöa annaö hvort aöeins drengjanafn eöa aöeins stúlku- nafn. Passi þaö ekki, þegar til kemur, þá er i skyndi fundiö nýtt nafn. Reyndar eru sum japönsk nöfn þannig, aö nota má þau bæöi á drengi og stúlkur. Viö vorum heppin. Okkur lang- aöii dótturog höföum þvi ákveðiö aö kalla hana Mariko (sem þýöir barn sannleikans) Margréti. Þurftum viö ekki aö breyta þeirri ákvöröun. Annars mun vlst vera tiltölu- lega auövelt fyrir nútima læknis- visindi aö greina kynferöi bama löngu fyrir fæöingu. En I Japan mun óheimilt aö greina kynferöi fyrsta bams fyrir fæöingu, þvi aö nú á þessum timum fóstureyö- inga og ófrjósemisaögeröa gæti slikt leitt til geigvænlegrar röskunar á samsetningu japönsku þjóöarinnar, þvl aö flestir vilja son sem fyrsta bam, og fjölskyld- ur meöaöeins eitt barn,eru orön- ar mjög algengar. Alveg kom þaö mér á óvart, hvillk ósköp af timaritum' og bæklingum er gefið út 1 Japan um hvaö óléttar konur skuli boröa, hverju þær skuli klæöast, um fæöinguna sjálfa, um meöhöndlun Marikc Margrét Ragnar-sdóttir meö foreldrum sinum, einnar viku gömul. ungbarna, fæöi þeirra og klæöi, o.s.frv., o.s.frv. Þaö er greinilega stór markaöur hér I Japan fyrir slikt efni. Fleiri en útgefendur gera sér pening úr barnsfæöingum. Sjúkrasamlagiö i Japan greiðir ekki neitt af læknisþjónustu- kostnaðinum, sem fylgir. Barns- fæðingar teljast nefnilega ekki til sjúkdóma. Raunverulega ástæö- anerhins vegarllklegasú, aö þaö er taliö óæskilegt, aö Japönum fjölgi neitt örar en nú er. Þessi kostnaður, sem yfirleitt er um og yfir sem svarar einni milljón is- lenskra króna, er ekki beint upp- örvandi fyrir ung hjón til aö fara aö hlaöa niöur börnum. Viss þversögn kemur samt fram I þvi, aö sum fyrirtæki greiða allan kostnaö viö barnsfæöingar fyrir starfsmenn sina og sum bæjarfé- lög aö hluta til. Það kom aldrei til greina, aö Mariko litla fengi japanskan rikisborgararétt. Japönsk lög kveöa skýrt á um þaö, aö þjdöerni barns skuli ákvaröast af þjóöerni fööur (sé þaö þekkt). Ekki þar fyrir, viö höföum þegar ákveöiö, aö hún skyldi veröa Islendingur. Ég varð þvi aö skrá Mariko litlu sem útlending, sem komiö heföi til Japans á fæöingardeild Keiou- spítala. Gekk þaðágætlega, nema hvaö ég lenti i stappi viö aö fá þá hjá útlendingaeftirlitinu til aö skrá hana meö réttu nafni. Þar hafa þeir reglu, sem kveöur skýrt á um, að fjölskyldunafn skuli rita á undan persónunafni. Ég lýsti þvi fyrir þeim með mörgum orð- um, aö tslendingar hefðu ekki fjölskyldunöfn og hvers vegna. En mér var bara sagt, aö þaö kæmi þeim ekki viö, ég skyldi samt skrifa fjölskyldunafniö á undan ogpassa, aö þaöværi sama fjölskyldunafn og ég sjálfur not- aði, þvf aö þaö væri i reglugerö hjá þeim. Ég þverskallaðist samt enn viö og haröneitaöi aö láta þá skrá hana sem son fööur mins (Baldursson), hvað þá aö skira hana „Ragnar”. Þetta endaði meö þvl, aö skrifstofustiílkan, sem afgreiddi mig, skrifaöi hin fúlasta bandstrik á eftir Ragnar I Ragnarsdóttir þannig, aö fullt nafn Mariko á þeirri skrifstofu er Mariko Margrét Ragnar-sdóttir. Það veröur samt ekki lengi, þvl að næsta sumar munum viö for- eldrar hennar taka hana meö okkurheim til islands.svo aö hún fái tækifæri til aö læra islensku sem sitt fyrsta mál. Tókió, 1980 10.27 RagnarBaldursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.