Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 32
FRUM(U)LEG SYNING Litla sviö Þjóöleikhússins: Dags hriöar spor eftir Valgarö Egilsson. Leikstjörn: Brynja Benedikts- dóttir og Erlingur Glslason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Jórunn Viöar. tiaman í leikhúsinu. Leikritið lýsir ástandi islensks þjóöfélags, sem það stendur á timamótum. Framtiðin blasir við: iönvædd, rúin virðingu fyrir fornrimenningu, laus við sligandi bændastétt, laus við rómantiska hugsjónamenn — harðviðar- hyggja hefur náð yfirhöndinni. Að, baki liggur allt gamalt og gott' (svona sbr. kvöldvökur Rikisút- varpsins) ást,á landinu og vilji til að lifa i þvi eins og þaö er, andinn er haröviöinum yfirsterkari. 1 lok leikritsins sprengir þjóðin allar bryýr að baki sér og sjálfa sig á loft upp um leiö. Þetta leikrit fer hægt af stað. Lýst er heimili þar sem búa full- trúar gamla timans, framtiðar- innar og þess sem á að erfa landið. Eldra fólkið hrærist i tiðarfari rollurekstrum og þjóð sögum. Vormaður landsins sýnir þessu einhvern áhuga en siðar á hann eftir að falla fyrir eiturlyfj- um og skjallyrðum erlendis frá. Smám saman æsist leikurinn i bókstaflegum skilningi, hraðinn eykst og uggvænlegir atburðir gerast. Forsætisráðherra, ung- mennafélagsöldungur, þjóðfél- agsfræðingur og erlendur auð- hringsforstjóri stinga upp kollun- um, fangi, dæmdur fyrir hug- sjónir bíður dauða sins, kona, fyrst hugarórar gamallar kerl- ingar, siðan hugsýn eða veruleiki fangans, siðast einhvers konar gangandi eggjastokkur fer með kvæði. Það kemur biskup og bóndi, prófessor i lifs- og sálar- fræði, heimatilbúinn kynblend- ingur manns og apa.. Ótækt er og raunar óréttlátt að rekja söguþráöinn en öhætt mun að segja að hann ætli sér að leiða sönnur að þvi, að ef ekki er að gáð, mun Island farast og heimurinn væntanlega með þvi. Það mun ljóst af upptalningu hlutverkanna, að þesi boðskapur er settur á svið sem grinleikur, farsi og verður ekki annað sagt en að sem slikur, heppnist þetta leikrit. Það er fyndið. Leikstjórn þeirra Brynju og Erlings er aldeildis með ágætum, gervi Sigurjóns stórgóð og raunar allar umbúðir. Lýsingin á hrós skilið. Hlutverkin eru ekki mann- eskjur, heldur skopstæld tákn, sem slá nær alltaf naglann beint á höfuðið. Undantekning frá þessu þótti mér einkum biskupinn i meðförum Benedikts Arna- sonar. Raunar er leikritið of farsafengið allt frá þvi biskup og aðrir hátiðagestir hafa fengið sér sæti i salnum. Staður og stund gleymdust og var sem væri maður staddur á skólasýningu, ■ sem nemendur heföu sjálfir sam- ið. Stærsta hlutverkið, prófessor Þjóðlaug, er eitt meira en tákn, enda sýnir Þjóðlaug á sér marpar hliðar verandi móðir húsfreyja eiginkona prófessor.. og nálgast að vera heilsteypt persóna. Leikur Herdisar Þorvaldsdóttur va r sl ik u r a ð ha nn er m innistæður lengi eftir að ljósin slökkna og einstök atriði eru enn ljóslifandi i hugskotinu. T.d. samtal hennar og Steins Una á meðan hún leitar að nauðsynlegri hlutum en þeim, að eiga tal við „einhvern mann að norðan”. Sú sena var raunar ein sú besta i leikritinu og sýndi vel það kurteislega áhugaleysi, sem reykviskum stjórnmálamönnum er eignað á málefnum „fólksins i landinu.” Annað atriði, sem ég efast ekki um að verði lengi i minnum haft, er fyrirlestur dr. Stefnis. Sigurður Sigurjónsson fór þar á kostum og fyrirlesturinn hefði nægt mér sem skemmtiefni einn sér. Vik ég að honum siðar. Hlutverkin eru annars flest á höndum þaulþjálfaðra leikara, sem gera það sem þarf, eins og þeirra ætti að vera von og visa. Oft meira. Og m.a.s. óraunveru- legur raddhljómur Helgu Bachmann féll ágætlega að henn- ar rullu i þetta sinn. Uppsetning leikritsins öll ljóm- aði af hugkvæmni,, Sú hugmynd að færa sviðiö á milli staða tókst vel og ekki sakaði tónleikaröddin hans Jóns Múla! Tónlist Jórunn- ar Viðarer undurfalleg e.t.v. of falleg til að mynda bakgrunn heimsendis. Einstaka sinnum dáðist ég alveg sérstaklega að hugvitseminni, t.d. þegar póli- tiskusarnir klingja i glösum með teningum i — su hugdetta er frumleg og talandi. Þá sé ég ástæðu til að klappa fyrir Leifi Haukssyni i hlutverki fangans. Leifur er ekki reyndur leikari án þess þó að leikur hans hafi nokk- urt viðvaningsyfirbragð. En hann er ferskur, röddin ný i eyrunum og leikur hans öðruvisi þannig að það sem hann á að tákna: mann- veru með viti andstætt hinum var vel undirstrikað. Sem sagt, skemmtileg sýning og gaman i leikhúsi. Ádeila i leikhúsinu. Hitt er svo annað mál, að gefið hefur verið i skyn að hér væri á ferðinni ádeiia og boðskapur. Sú alvara varð undir i sýningunni. Vist er áhorfanda sýnt, hvað höf- undur ætlar sér. Að leiða sönnur á aðefekki eraðgáðmun heimur- inn farast.Það sem gá þarf að, er aðvisindamennnáialdrei að leilra lausum hala eða öllu heldur aö þeir nái aldrei að læsa sig inni i gáttalausum filabeinsturni sinnar sérþekkingar, stunda visindi vis- indanna vegna án tillits til umhverfis og mannskyns. Þeir leggja allt i sölurnar fyrir frama á siðum visindatimarita, vilja aðeins vaxa i augum annarra vis- indamanna sama sinnis. Sé svo — fari svo, verða visindamenn handbendi pólitiskra eigintota- potara, þ.e. pólitiskusum og þeir munu aftur selja sig þeim sem býður hæst i útlandinu, i' þessu til- felli erlendum auðhringjum. 1 Dags hriðar spor leiðir frama- græðgi visindamanns af sér óhugnaðinn Mapa, orðaleikur félagsvisindamannsins er settur upp i eftirminnilegan farsa og sjálfhyggja stjórnmálamanna er gerð sjálfsögð með skopstæl- ingum. Gaman heföi verið ef Val- garður Egilsson hefði fundið hug- rakkan leikstjóra á við Brynju nokkrum árum fyrr (mér skilst hann hafi verið upp undir 10 ár með leikritið i smiðum). Þetta leikrit hefði verið spennandi áður en sú tiska varð algjör að kalla stjórnmálamenn fávita, frama- gosa og Alþingi saumabklúbb á launum. Það er óneitanlega skemmtilegra að sjá framagos- ana likamnaða á sviðinu en lesa um þá I lesendabréfum dagblað- anna, en það hefði verið enn skemmtilegra áður en klisjan varð til. Einnig hefði verið spenn- andi að hlusta á ádeilu á aimætti visinda og tækni áður en sú oftrú tók að réna. Og löðrungurinn á félagsvísindin hefði verið áhrifa- meiri þegar sú,fræðigrein var i hátisku, (ekki hvað sist vegna þeirrar imyndunar að hún kynni að leysa þau vandamál, sem tækni og visindi bjuggu til). Og aðvaranir um hættu kjarnork- unnar og mengunar, þó þær séu auðvitað alltaf timabært umfjöll- unarefni, þurfa alltaf nýjar og breyttar meðferðir til að missa ekki marks, svo algengar sem slikar aðvaranir hafa orðið sið- ustu ár. Þ.e.a.s. um það bil sem Valgarður var að láta sér detta þetta allt saman i hug hefði hann komið á óvart. Það hefði jafnvel ekki þurft að búa til gamanleik til að halda manni hugföngnum! Erlent fjármagn er þó alltaf timabært viðfangsefni. Mér sýnist deila höfundar á visindamennina tvo sem fram koma i leikritinu vera tviskipt — annars vegar teflir hann fram hugvisindamanni, dr. Stefni hins vegar raunvisindamanninum, prófessor i lifs- og sálarfræði, skapara Mapa. Titill hins siðar- LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Ofvitinn I kvöld Uppselt fimmtudag kl. 20.30. Aö sjá til þín,maður sunnudag kl. 20.30 miövikudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir Rommi þriðjudag kl. 20.30 föstudag kl. 20.30 Miðasala i Iönó kl. 14-20.30. Simi 16620. I Austurbæjarbíói 2. sýn. sunnudag kl. 21.30. Rauð og blá aðgangs- kort gilda. M i ö a s a I a í Austurbæjarbíói kl. 16.-21. Sími 11384. Nemendaleikhús Leiklistaskóla Islands Islandsklukkan eftir Halldór Laxness. 14. sýning sunnudag kl. 20. Uppselt. 15. sýning þriðjudag kl. 20 16. sýning miövikudag kl. 20. Uppiýsingar og miðasala i Lindarbæ alla daga nema laugardaga frá kl. 16—19. Simi 21971. m ÞJÓOLEIKHÚSIfl Könnusteypirinn pólitíski i kvöld kl. 20 óvitar sunnudag kl. 15. Uppselt. Snjór sunnudag kl. 20 Slðasta sinn. Smalastúlkan og útlagarnir miðvikudag kl. 20. Litia sviðið: Dags hríðar spor þriöjudag kl. 20.30. Uppselt Miðasala 13.15 — 20. Simi 1-1200. TÓNABÍÓ Sími31182 óskarsverðlauna- myndin: I Næturhitanum ( In the heat of the night l í Myndin hlaut á slnum tima 5 Óskarsverðlaun, þar a meðal, sem besta mynd og Rod Steiger, sem besti leik- ari. Leikstjóri: Norman Jewison Aðalhlutverk: Rod Steiger, Sidney Poitier. Bönnuð börnum innan 16 ára Ednursýnk kl. 5, 7.10 og 9.15. Sprenghlægileg ærslamynd með tveimur vinsælustu grinleikurum Bandarikj- anna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. STADIG DEN FESTUGSTE RLM I BYEN »AHen«K testfyrværkeiie TV'r. Mmmimering. Mánudagsmynd Xica Da Silva Óvenju falleg og vel gerö brasilisk mynd um ást til freisis og frelsi til ásta. + -F + + -|-Ekstra Bladet Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum. Sími 11384 Nýjasta „Trinity-myndin": Ég elska flóðhesta. (I’m for the Hippos). Sprenghlægileg og hressileg, ný, itölsk-bandarisk gaman- mynd i litum. Isl. texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkað verö. Mundu mig (Remember my Name) Afar sérstæð spennandi og vel leikin ný amerisk úrvals- .kvikmynd I litum. iLeíkstjóri: Alan Rudolph. Aðalhlutverk: Geraldine Chaplin, Anthony Perkins, Moses Gunn, Berry Berenson Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sinbad og tígrisaugað Spennandi ævintýramynd með isl. texta. Sýnd iaugardag og sunnudag kl. 3. BETTE MIDLER ALANBATES THEROSE The Rose 5. og siðasta sýningahelgi á þessari stórkostlegu mynd. Sýnd kl. 9. Hækkað verð. Herra Biljón Bráðskemmtileg og hressi- leg hasarmynd með Terence Hill og Valerie Perrine. Eltingaleikur og slagsmál frá upphafi til enda. Endursýnd kl. 5 og 7. $ÆJAR8í<P - ......■■ Simi 50184 Matargatið Sýnd kl. 5 laugardag (engin sýning kl. 9) Sýnd kl. 5 og 9 sunnudag Sýnd kl. 9 mánudag. Siðasta sinn. Barnasýning kl. 3 laugardag Amerikurallið Skemmtileg og spennandi mynd. Tunglstöðin Alpha Fjörug og spennandi ný ensk visindaævintýramynd i iit- um, um mikil tilþrif og dularfull atvik á okkar gamla mána. — Martil Landau, Barbara Bain Leikstjóri: Tom Clegg íslenskur texti Sýndkl. 5 —7 — 9 og 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.