Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 31
Laugardagur 15. nóvember 1980. VÍSIR verkunum er bæöi hrynjandi og stigandi, allt þaö. Hann byggir hins vegar á hljóöum, ekki tónum. Sérstaklega háum hljóöum, hávaöinn skiptir hann miklu máli þvi þá njóta sin tónar sem ekki heyrast nema mjög magnaöir upp. Til þess aö flytja þessa tónlist kýs hann aö nota viövaninga, honum fellur ekki viö atvinnumenn, finnst þeir of stifir og fastir i fyrirfram ákveönum formúlum. Kannski segja þessar skyringar litiö. Alla vega héldum viö tónleika i Menntaskólanum viö Hamrahliö i vor undir stjórn Nitsch: Eyjólfi Melsteð, tónlistargagnrýnanda Dje-Bje, var ekki skemmt... Þýskalands-Austur- ríkis-Sviss-ferö öörum leist betur á. Okkur var boðið i eina mikla tónleikaferö um Þýskaland, Austurriki og Sviss, maöur lifandi, hvaö þaö var gaman!” — Segöu frá, óbreyttur meðlimur Sinfóniuhljómsveitar Nýlistadeildar Myndlista- og handiðaskóla fslands. „Þaö skal ég gera og gera meö glööu geöi. Viö héldum utan siðla október, komum heim á þriöju- daginn var. Feröin var skipulögö af Dieter Roth sem útvegaði fjármagniö hjá einhverjum Evrópukapitalistum, forrikum auðkýfingum. Dieter, Nitsch og þeirra nótar eru innundir hjá svo- leiðis mönnum. Núnú, viö fórum fyrst til Basel i Sviss. Þar lékum viö 5. sinfóniu Hermanns Nitsch i tónlistaraka- demiunni og ég held mér sé óhætt aö segja aö okkur hafi ekki verið vel tekiö! Þaö hafði tekið tvö ár aö fá leyfi fyrir svona tónleikum þarna og þaö mættu ekki margir, margir þeirra gengu svo út meðan á tónleikunum stóð. Þaö er ekki óskiljanlegt, hann spilar mikiö upp á yfirtónana eins og ég sagöi áöan og hávaðinn var ærandi. Prófessorarnir tóku okkur alla vega heldur kulda- lega... Eöa þannig. Eftir Basel fórum viö til Prinzeldorf sem er smáþorp skammt fyrir utan Vinarborg, þar á Hermann Nitsch kastala og sjö átta hundruð litra af hvitvini i kjallaranum. Þessi kastali var reyndar einu sinni sumaraösetur Mariu gömlu Theresu en nú er hann i talsveröri niðurniðslu, gróöurinn er til dæmis um það bil aö færa rriúrana umhverfis hann I kaf. Þarna vorum við i eina viku, átum góðan mat og drukkum hvitvin — ótæpilega — ráfuðum um salina i kastalanum og undum okkur við hitt og þetta. Svo var haldiö til Vinar. Að prófa hvitvin aðeins betur I Vinarborg,” segir þessi óbreytti meðlimur Sinfóniu- hljómsveitar Nýlistadeildar Myndlista- og handiðaskóla fslands og kætist viö, lyftir brún- um og lætur augun á sér glampa, „i Vínarborg var okkur tekiö mjög vel! Aö sönnu er Vinarborg höfuöborg háklassiskrar og hátimbraðrar tónlistar en þar er lika hressilegt andóf sem stefnir i aðra átt. Viö lékum þarna á konserthátiö sem stóð i heilan mánuð og spannaöi yfir allt þaö sem hefur gerst og er aö gerast i 20. aldar tónlist, þar á meðal erum við. Viö, ásamt 30 Vinar- búum sem bættust i hljómsveit- ina,spiluðum i nútlmalistagallerii og það mættu mörg hundruö manns, ekki einn einasti gekk út! Þarna var Nitsch á heimavelli, hann er fæddur og upp alinn i Vin og geröi þar sina stóru skandala. Nú er hann viðurkenndur nokkuö og viö fengum góöa dóma i aö minnsta kosti einu stóru blaöi.” — A hvaöa forsendum var þaö? „Þetta væri liflegt, þarna væri veriö að leika sér aö fastmótuöu formi og veita þvi nýja mögu- leika. Nitsch hlaut aðdáun fyrir aö takast að hemja amatörana, láta þá spila frjálst en jafnframt Þetta er Hermann Nitsch. eftir kerfi. Eitthvað i þá áttina. Allan timann bjuggum viö á hinum fegurstu lúxushótelum og vorum leidd af fararstjórunum á bestu matsölustaöina og vinkjall- arana, ég stóð mig að þvi einn daginn aö éta fjórar sunnudags- steikur! Og fór létt með! Eftir aö hafa skroppiö aítur tíi Prinzeldorf i nokkra daga til aö prófa hvitvinið hans Nitsch aöeins betur, lá svo leiðin til Inns- bruck. Þar spiluðum viö i músik- akademiunni og var tekiö iviö betur en i Basel, það mættu margir en þaö gengu lika margir út... Hápunkturinn og hlýlegar móttökur Svo til Munchen. Ég myndi segja að tónleikahaldið i Munchen hafi veriö hápunkturinn i ferðinni, viö lékum þar i stórri krá og var mjög vel tekið, vorum meira að segja klöppuö upp og hyllt á sviðinu. Það var gaman... Eftir það fórum viö á hressingarhæli i ölpunum. Jæja, „hressingarhæli” er kannski ekki rétta orðiö. Þetta var bara alpa- hús, sem foreldrar eins af farar- stjórunum áttu og lánuöu okkur, ég held þaö hafi veriö i Austurriki en er hreinlega ekki viss. Maöur þurfti ekkert aö hugsa, feröin var svo þrautskipulögð. Manni var pakkaö hingaö og þangaö, látinn inn á fin hótel og matsölustaði, þetta var allt gert fyrir mann. Okkur leiö sem værum viö meiri háttar popphljómsveit á tónleika- ferðalagi um heiminn.” — Svo komuð þiö heim? „Fljótlega: Sagan er ekki öll sögð, enda enginn bættari meö þvi.” — IJ Þetta er DieterRoth. Hann var með i ferðinni. 31 . , GULLFALLEG MATAR- OGKAFF/STELL frá HONNUÐUR: Stig Lindberg Ofnhelt og þolir vé/þvott Ný sending [KOSTA)ÍBODAj Bankastræti 10 (á horni Ingólfsstrætis) — Sími 13122.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.