Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 40

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 40
V* V* Friðjon Þórðarson dómsmálaráðherra: ..Þaö er óbreytt ákvöröun min i dag aö Gervasoni fari 2. desember”, sagöi Friöjón Þóröarson dómsmálaráöherra i samtali viö Visi i gær. „Undanfarið hef ég verið að safna upplýsingum gegn þeim staðhæfingum, sem hefur verið haldið fram við mig i þessu máli og sú greinargerð verður fljót- lega tilbúin”, sagði Friðjón. — Breytir skýrslan einhverju um þessa ákvöröun þina? „Nei, ég sé ekki að hún geri það”, sagöi Friðjón Þórðarson. Visir leitaði til Guörúnar Helgadóttur, alþingismanns, vegna þessara orða Friðjóns og sagðist hún ekki vilja tjá sig um máliö þar sem hún vissi ekki ná- kvæmlega efni skýrslu ráðherra . „Hafi komið i ljós að Gerva- soni þurfi ekki að fara í fangelsi i Frakklandi og fái hæli annars- staðar þá er sjálfsagt að skoða málið frá þvi sjónarhorni”, sagði Guörún Helgadóttir. —AS Laugardagur 15. nóvember 1980 síminn er86611 „GERVASONIFER R. DESEMBER"! - segir Lúðvik Jósepsson í helgar- viðtali Vísis „Aiverksmiðjan hefur tapaö 2.6 milijörðum króna á þessum ára- tug”, segir Lúðvik Jósepsson, formaöur Alþýöubandalagsins, I helgarviötali viö Visi, sem birt er í blaöinu i dag. Lúðvik segist hafa þessar upp- lýsingar frá álverksmiöjunni sjálfri. 1 viðtalinu leggur hann áherslu á, að raforkan úr fallvötnum okk- ar sé takmörkuð. „Opinberarskýrslur um nýtan- lega raforku úr fallvötnum okkar sýna, aðeftir aðeins fjörutiu ár er öllokkarraforka á þrotum, ef hún er einvörðungu notuö til almenn- ingsnota án stóriðju, en með nokkurri stóriðju eftir um þrjátiu ár”, segir LUðvik. Sjá nánar bls. 20-21. — ESJ. El nvju barnalögin væru gengin i gildi: Faöír og móð- ir iafnrétthá „Mál sem þetta gæti ekki fengið slikan endi samkvæmt hinum nýju barnalögum sem nú Iiggja hjá allsherjarnefnd” sagði Guö- rún. Erlendsdóttir um mál þaö sem Vísir skýröi frá i gær og fjall- aöi um aö móöir heföi getaö gefiö óskilgetiö barn sitt þriöja aöila, þrátt fyrir aö barnsfaöir hafi itrekaö viljað fá barniö til sin. „t lögunum er einmitt ákvæði um það að þegar faðir og móðir búa ekki saman, þá getur faðir óskilgetins barns fengið forsjá barnsins i fleiri tilvikum en í dag gildir. Ef móðir er t.d. dæmd óhæf, eða ætlar að gefa bamiö til ættleiðingar, þá getur hann sjálf- ur sótt um aö fá forsjá barnsins”, sagði Guðrún er Visir ræddi við hana i gærkvöldi. Sá fyrirvari er þó á þessum ákvæðum að ráöu- neytiö gerir aðeins það sem bam- inu sjálfu er talið vera fyrir bestu. ,,1 svona tilviki þar sem um langa sambúð hefur veri& aö ræða, og barnið hefur búið á heimilinu i eitt ár frá fæðingu þegar slitnar upp úr sambúð, þá þarf samkvæmt frumvarpinu að kveða á um hvort þeirra fái forsjá fyrir barninu”, sagði Guðrún Er- lendsdóttir. — AS Loki Væri þaö ekki góö iausn á verkfalli leikara gegn rikis- fjölmiölunum aö gera Gfsla Alfreösson, formann Félags islenskra leikara, aö næsta út- ^ varpsstjóra og ætli Höröur Vilhjálmsson fjármálastjóri Rikisútvarpsins myndi ekki leyfa honum aö fá sina deild fegins hendi svona I kaupbæti. i 1 I * 1 8 H I 8 p í I 1 I - veðurspá I dagsins l Horfurnar um helgina eru þær aö kuldi veröi áfram, noröaustan og austanátt og frost áfram, þaö viröist ekki ná hingaö hlýja. Éljagangur veröur fyrir noröan, sérstak- lega i útsveitunum en bjart um suövestanvert landiö. Talsvert frost veröur um allt iand. I I I I m 1 1 I H Álverksmiðian hefur tapað 2.6 fnllljörðum Veðrið hér og har i Akureyri skýjaö +10, Berg- cn úrkoma 4, Helsinki snjó- koma 1, Kaupmannahöfn regn 6, Osló léttskýjaö +13, Reykjavik iéttskýjaö +7, Stokkhólmur snjór +1, Þórs- höfn skýjaö 2, Aþena hálfskýj- aö 19, Berlin alskýjaö 6, Chicago, súld 6, Feneyjar heiöskirt 7, Frankfurt mistur 3, Godthaab iéttskýjaö +1, London súld 10, Luxemburg skýjaö 4, Las Palmas hálf- skýjaö 20, Mallorka léttskýjaö 9, Montreal skýjaö 12, New York háifskýjaö 1K. Paris rigning 7, Róm skýjaö 11, Malaga léttskýjaö 14, Vin létt- skýjaö 1, Winnipeg léttskýjaö 0. 1 8 I 8 1 1 B 1 I 8 Grettir var frumsýndur I Austurbæjarblói 1 gærkvöldi og hlaut góöar viötökur áhorfenda, en meöal þeirra var forseti lslands, Vigdls Finnbogadóttir, sem hér sést ræöa viö Jón Sigurbjörnsson eftir frum- sýningpna. — Visismynd: GVA Rfkisútvarpið hafnaðí tllboði leikara VERKFALL HEFST í DAG „Viö iögöum fram verulega tii- slökun á kröfum okkar á fundi meö okkar viösemjendum I morgun. Þvi var hafnaö og þar ineö.kemur boöaö verkfall til framkvæmda", sagöi GIsli Al- freösson formaöur Félags is- lenskra leikara. Verkfall leikara gagnvart út- varpi og sjónvarpi hefst þvi frá og með deginum I dag. Meðan þaö stendur yfir verður ekkert nýtt leikiö efni flutt i sjónvarpi né út- varpi. Þá er endurflutningur is- lensks ieikins efnis bannaöur. Þá hefur FIL ákveðiö aö leita til stéttarbræðra erlendis um sam- stöðu i verkfallinu. „Þaö virtist vera grundvöllur til að ganga frá öllu i samningi við FIL nema eindregnum kröfum þeirra um kvótaskiptingu i dag- skrá sjónvarps, sem við töldum okkur alls ekki geta orðið við”, sagöi Hörður Vilhjálmsson fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins. „Nú buðu þeir einhverja minnkun þessara magnákvæöa en við telj- um okkur ekki hafa heimild til að skipta dagskránni upp á milli viðsemjenda og binda það I samninga”. —JSS „Nefndin tefur málið með tðmum fyrirslættr - segír Hðrður Viihjáimsson fjármálastiðri um nýja útvarpshúsið ,,Ef Skúli Guömundsson talar fyrir hönd Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir þegarhann segir aö boltinn sé hjá okkur, þá finnst mér koma tii greina aö skilja þaö svo aö viö getum nú boöiö út byggingu nýs útvarpshúss”, sagöi Höröur Vil- hjálmsson fjármálastjóri Rikis- útvarpsins i samtali viö Vísi. Höröur sagöi aö teikningar að útvarpshúsinuog öll útboðsgögn hefðu legið tilbúin i þrjá mán- uöi, en Samstarfsnefndin hefði með fyrirslætti og „misskiln- ingi” tafið fyrir þvi að fram- kvæmdir gætu hafist. Það hefði komið greinilega fram þegar Gylfi Þ. Gislason þáverandi menntamálaráðherra hefði mælt fyrir stofnun húsbygg- ingarsjóös Rikisútvarpsins, að fé úr honum ætti aö nota til að koma upp húsnæöi fyrir starf- semi stofnunarinnar. Þau um- mæli Skúla Guðmundssonar i Visi i gær um að fyrir yrði aö liggja áætlun útvarpsins um aðrar f járfestingar væru aðeins sett fram til að drepa málinu á dreif.þvi framkvæmdasjóöur til byggingar útvarpshúss hefði markaðan tekjustofn sem standa ætti undir byggingunni en ekki öðrum fjárfestingum. Þær hefðu afmarkaða tekju- stofna sem ekki kæmi þessu við. Um byggingu nýrrar lang- bylgjustöðvar á Vatnsenda sagði Hörður Vilhjálmsson að útvarpið hefði bent á aðrar leið- ir til aö fjármagna þær fram- kvæmdir. „Misskilningur” nefndarinnar virtist fundinn upp til aö tefja útvarpshúsbygg- inguna. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.