Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 8
8 <f.|S I .úSfil isdaiá/tut xi :i * * i utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvsmdastjóri: Oavlfi Guðmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritsf jórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blafiamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Elln Ell .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Otlitsteiknun: Gunnar, Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. '% Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumula 8J slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611. 1 | •» Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuði innanlands og verfi I lausasölu 300 krónur ein.' takifi. Visirer prentaður I Blafiaprenti h.f. Slfiumúla 14. Otvarp í kyrkíngu Menntamálaráöherra þarf ekki aö skrifa opin bréf til fjárveitinganefndar vegna út- varpshúss. Hans er valdiö. Ráöherrann þarf heldur ekki aö klaga aöra vegna rekstrar- erfiöieika Rikisútvarpsins. Rikisstjórnin ræöur þar feröinni. Málefni Ríkisútvarpsins hafa verið á dagskrá að undanfornu, einkum fjármálastaða stofnun- arinnar og í dag hefur verið boðað verkfall leikara gagnvart útvarpinu. í tíð Vilhjálms Hjálmarssonar sem menntamálaráðherra var tekin fyrsta skóflustungan að nýju útvarpshúsi. Það hús hefur verið langþráður draumur út- varpsmanna, enda hokrar stofn- unin í leiguhúsnæði og starfsemi bæði hljóðvarps og sjónvarps stendur allri starfseminni fyrir þrifum. Teikningar hins nýja út- varpshúss urðu fljótt umdeildar, svo og’kos’tnaður vegna bygging- ar hennar. Byggingaf ram- kvæmdir stöðvuðust í tíð Ragn- ars Arnalds í menntamálaráðu- neytinu.Vilmundur Gylfason lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum í því sama ráðuneyti að láta í Ijós andstöðu sína við út- varpshúsið. Það kemur því spánskt fyrir sjónir, þegar núverandi mennta- málaráðherra, Ingvar Gíslason ritar opið bréf til f járveitingar- nefndar til stuðnings útvarps- hússbyggingu. Málið kemur þeirri góðu nefnd hreint ekkert við. Ráðherrann stendur upp í þinginu og lýsir því yfir að hann muni beita ráðherravaldi sínu til að hrinda málinu fram. Þessi yfirlýsing var ástæðulaus, ein- faldlega vegna þess, að málið hefur allan tímann verið í hans höndum, á hans valdi. Fjár- magnið er fyrir hendi, útboð f rá- gengið, og verkið getur hafist þegar á morgun. Allt sem þarf er grænt Ijós menntamálaráðherra. Annar þáttur þessa máls eru almennar f járveitingar til dag- skrárgerðar útvarpsins. Með því að halda afnotagjaldi niðri og klípa fjárveitingar í fjárlaga- frumvarpi við nögl, er nú svo komið að innlend dagskrárgerð hvort heldur skemmtiþættir, fræðslumál, umræðuþættir eða barnadagskrá leggst niður í sjón- varpinu á næsta ári. Eflaust eru einhverjir gárungar til, sem eru þeirrar skoðunar að farið haf i fé betra, en fyrir hina, sem skilja þýðingu sjónvarpsins í Ijósi menningar og fræðslu eru þetta uggvænleg tíðindi. Einnig í þessu máli sýnist afstaða stjórnvalda mótast af sýndarmennsku f rekar en raunhæfum athöfnum. Það er til lítils að guma af menningar- legum áhuga og senda bænarbréf með misskildum áherslum, ef allri dagskrárgerð er haldið niðri vegna f jármálastef nu ríkis- stjórnarinnar. í Ijósi þessarar stöðu er þriðji þáttur útvarpsmálanna, sem nú er á dagskrá, hálf hjárænulegur og út í hött. Félag íslenskra leik- ara hefur boðað verkfall gagn- vart útvarpinu nema yfirmenn þeirrar stofnunar og útvarpsráð fallist á þá kröfu, að f jórðungur allrar leikinnar dagskrár verði í höndum innlendra listamanna. Það er auðvitað fráleitt og raunar móðgun gagnvart al- menningi ef ein stétt manna get- ur gert þá kröf u að tiltekinn hluti dagskrárgerðarinnar sé slíkum skilyrðum háður. Dagskrá og efni þessa fjölmiðils ræðst ekki af hagsmunum einnar stéttar heldur vilja og viðhorfum þeirra, sem hans njóta og fyrir hann greiða. Vitaskuld hlýtur það ávallt að vera metnaðarmál sjónvarpsins að dagskrá sé sem mest í höndum (slendinga og þar sé íslensku menningaefni gerð skil af mikilli reisn. Það markmið hvað þá ítrustu kröfur, dæmist hinsvegar dautt og ómerkt, þegar fjármagn er ekki fyrir hendi, þegar stefna stjórnvalda er opinberlega sú, að virða að vettugi þarfir og óskir Rikisútvarpsins i þessum efnum. Þá fellur öll menningarstefna i grýttan jarðveg og þá verða öll opin bréf frá góðviljuðum menntamálaráðherra að öfug- mælum. r----------------------------------- ■ Asmundur i Hverhól kann kúra um þessar tföir. Litiö er aö lcsa um hann: lifir og deyr um siöir. Þannig orti Jón Hallgrimsson á Karlsá á Upsaströnd um I sveitunga sinn á fyrra hluta I aldarinnar sem leiö. Þetta er skýr og skilmerkileg mannlýs- I ing, og veröur svo á öllum | tímum og alstaöar, aö af einum * ganga litlar fréttir, en öörum | miklar. Svo er og að sjá sem ■ sumir njóti sin illa, nema þeir ' séu laugaðir fréttaljósum. Aö | sjálfsögöu getur það veriö I markmiö út af fyrir sig, að láta ■ fréttir af sér fara. Má þá vera Iaö allar þyki leiöir leyföar aö marki, svo aö notaö sé málfar ■ Páls Eggerts Olasonar. Honum ' þótti bágborin islenska aö oröa | þetta svo, að tilgangurinn helg- I aöi meöaliö. Af mörgum frábærum | limrum Jóhanns S. Hannes- . sonar er þessi ef til vill alsnjöll- I ust: I Þegar ekkert er af manni aö frétta 1 er óhætt aö stóla á þetta I til aö vekja á sér at- ■ hygli aö klifra upp á kat- 1 óisku kirkjuna og iáta sig detta. | Ég kem ekki fyrir mig ■ dæmum, en mér finnst einhvern ' veginn aö menn hafi dottiö ofan | af katólsku kirkjunni nýlega. ■ Kannski þeir segi eins og kerl- ' ingin sem lenaaíiaöist og lestist | öll, þegar hún stakkst fram af , pallskörinni: Ég ætlaöi ofan I hvort eö var. Merkileg er sú hugsun sem , felst i þeim talshætti, aö engar I fréttir séu góöar fréttir. Ég fæ I ekki betur skiliðen þetta eigi aö þýöa þaö, aö allt, sem horfir til I góös, þyki litilla frásagna vert, ■ hjá hinu sem miður fer. Allt ‘ slikt er hins vegar æriö frétt- | næmt. Affréttum Sumum þykir þetta bera vott um þroskaleysi og skeikula dómgreind, og ekki er aö efa illar afleiöingar þess, ef menn velta sér um of upp úr vonsku og lýtum heimsins. En eyru fýsir illt aö heyra. Meistari Jón segir i prédikun á þriöja sunnu- degi eftir þrettánda: „Munnur- inn býr yfir höggorma eitri... Eyrun daufheyrast viö drottins oröi, en klæjar eftir nýjum lær- dómum, eftir róg og bakmælgi, eftir náungans óhróðri og nálega öllu þvi, er menn vilja þar illt i bera:” Og hvi skyldu menn halda spillinguog spjöllum leyndum? Margt hefur veriö fært til betri vegar, af þvi að ekki var um það þagað. ú. íömumvegl A annaö er einnig að lita. Viö erum, sem betur fer, svo vel stöddá förnum vegi, að illvirki og slys teljast ennþá fréttir. Höfum við nokkurn timann hugsað út i það ástand sem oröiö er, þegar morö og hryðjuverk eru ekki annaö en efni i smá- klausu á annarri siöu. Þau lönd eru þvi miöur til i heiminum, þar sem sllkt er ekki útsiðuefni. Okkur þykir, guöi sé lof, ekki sæta tfðindum, aö sólarhringur líöi, svo að ekki sé framið morð, rán eöa nauögun. Kannski erum við farin að nálgast hættuleg mörk á öörum sviöum. Kannski ■ þaö veröi bráöum fréttaefni, ef ' ekkert banaslys hefur örðið i | umferðinni heilan sólarhring. ■ Fróöleiksfýsn manna er svo ‘ rik og fréttaþorstinn svo sár, aö | engar hömlur, engin ritskoðun, . engin kvi getur hindrað aö eitt- I hvaö þaö leki út sem leyndu á | aöhalda. Þótt aifnjálsum frétta- _ flutningi megi sjáiísagt sitthvaö I til foráttu finna, er hann alltjent | skárri en skömmtunin. Þegar ! viöskipti eru ekki frjáls, þrifst I svartur markaöur, og þar sem i frjáls fréttaflutningur leyfist 1 ekki, veröur til svartur frétta- | markaður, og missagnir,hvik- i sögur og slúöur kann aö stiga i' ■ verði. Á hinn bóginn er oft j ömurlegt að sjá hvernig frétta- . miölar leyfa sér að gera harm- I leiki mannlegs lifs aö söluvöru og féþúfu. Nú er af sem áöur var, þegar I mörg heimili á landi hér fengu I ekki fréttir nema úr einu blaöi ogfréttamat þeirra sem blaöinu stjórnuöu, var oftast háö tiltek- ■ inni pólitiskri afstöðu. Nú höfum 1 viö búiö svo lengi við frjálsan og | riflegan fréttaflutning, aö viö i aettum aö geta lagaö okkur aö ' nýjum aöstæðum, valiö og hafn- I aö, og þeir, sem eitthvaö hafa til I brunns aö bera eða fram aö I færa, eru fremur eltir uppi af kastljósinu, heldur en hitt, aö I þeir þurfi aö hálsbrjóta sig meö | „gengissigi i einu stökki” ofan af katólsku kirkjunni. Um okkur | verður ekki kveðið eins og i limru Jóhanns S. Hannessonar: ■ I Þaö er vont aö fá fréttir i ■ Varsjá. ■ Aö visu sést Moskva í fjarsjá, | en þar hafa ekki enn fundist heiivita menn sem hægt væri aö leita sér svars hjá. , 8.11 ’0. G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.