Vísir - 10.12.1980, Page 28
vlsm
Miðvikudagur 10. des. 1980
síminnerðóóll
veðurspá
dagsins
Klukkan sex var um 975
millibara lægö um sex hundr-
uð kilómetra suð-suð-vestur af
Vestmannaeyjum, en eitt þús-
und og sautján millibara hæð
yfir Norð-austur-Grænlandi.
Nokkurt frost verður á land-
inu.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring:
Suðurland til Breiðafjarðar:
Austan sjö til átta vindstig,
viða dálitil snjókoma með
köflum.
Vestfirðir: Austan eöa
norð-austan 7-9, snjókoma
með köflum.
Strandir og Norðurland
vcstra til Austfjarða: Austan
4-6; él.
Suðausturland: Austan 6-8,
snjókoma öðru hverju.
veðrið
hér
og par
Veðrið klukkan 6:
Akureyri snjókoma h-6,
Ilelsinki isnálar h-6, Kaup-
mannahöfn rigning 6, Osló
frostrigning 1, Reykjavik al-
skýjað -7-1, Stokkhólmur al-
skýjað h-1, Þórshöfnrigning 4.
Veðrið i gær klukkan 18:
Aþcna alskýjað 4, Berlin
snjókoma 2, Feneyjar heiö-
skirt 0, Frankfurtskýjaö h-3,
Nuukskýjað h-4, Londonmist-
ur 4, Luxemborg þokumóða
h-7, Las Palmashálfskýjað 19,
Mallorca hálfskýjað 6, Montr-
eal h-4, New V'ork skýjað 8,
Paris heiðskirt h-1, Rómheið-
skirt 2, Malagaskýjað 13, Vin
hálískýjað h-4, Winnipegskaf-
renningur h-22.
Gengiö irá lánsljáráætlun á morgun:
„Ovíst að hún verði
lögð fram fyrir jól”
„Ríkisstjórnin mun
væntaniega ganga endan-
lega frá lánsfjáróætlun-
inni á fundi sínum á
morgun, en þaö er óvist
hvort hægt verðurað
leggja hana fram fyrir
jólin".
Þetta sagði Ragnar
Arnalds, fjármálaráð-
herra, þegar blaðamaður
Vísis spurði hann. hvað
liði f járfestinga- og láns-
fjáráætlun, en í fjárlaga-
frumvarpinu var gert ráð
fyrir því.að hún vrði lögð
fram i byrjun nóvember.
„Fjárfestingaáætlun hvað
snertir rikið og útgjöld þess hef-
ur legið fyrir alveg frá þvi i
októberbyrjun, en okkur hefur
vantað annars vegar upplýsing-
ar um sjóðina og hins vegar
upplýsingar um hugsanlegar
lántökur einkaaðiia Þessar
upplýsingar fengum við ekki frá
Framkvæmdastofnun og Seðla-
banka fyrr en um miðjan sið-
asta mánuð”.
Ragnar sagði, að banka-
mannaverkfallið gæti haft áhrif
til seinkunar á þvi hvenær láns-
fjáráætlun verður lögð fram,
þvi vinnsla við hana færi að
hluta til fram i Seðlabankanum
og þar væri heldur fáliðað þessa
dagana.
Ragnar vildi ekkert gefa upp
um væntanlegar lántökur rikis-
ins erlendis, en sagði að heildar-
fjárfestingar myndu nema um
26% af þjóðarframleiðslu, eins
og gert hafi verið ráð fyrir i
fjárlagafrumvarpinu. —P.M.
Slökkviliðið i Reykjavik var
kvatt að Sildar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni hf. að Kletti, en
þar hafði „siló” ofhitnað og steig
upp frá þvi mikiil reykur. Vegna
vindáttar lagði reykinn yfir borg-
ina, og i einu tilviki kallaði ibúi á
Vesturgötu á slökkvilið, þar sem
hann taldi aö bruni væri i húsi
sinu. Reyndist það aöeins vera
reykjarsvæla frá Kletti. Atvikið
átti sér stað um klukkan 1 i nótt,
en þegar slökkviliðiö kom á stað-
inn, hafði starfsmönnum tekist að
kæla „silóið” niður. Viðvinnslu á
fiskimjöli er einn þátturinn sá, að
reykur er siaður frá mjölinu i
svonefndu „silói”. Þar fellur
mjölið niður, en reykurinn ler á-
fram upp i gegnum skorsteininn.
„Siló” þetta vill oft hitna og
sviönar þá mjöl, sem situr i þvi.
Þetta mun ekki vera i fyrsta
skipti, sem slikt atvik á sér staö.
s —AS
HJÖNIN
í GÆSLU
Hjónin, sem tekin voru i siðustu
viku fyrir meint smygl, hafa ver-
ið úrskurðuð i gæsluvarðhald til
föstudags. Maðurinn haföi verið
skipverji á einu fragtskipanna og
var> kona hans með honum i ferð-
inni, en þau voru grunuð um að
hafa smyglað varningi i land i
nokkrum höfnum landsins. -AS
Mikill reykur myndaðist, þegar mjöliö sviðnaði, og þurftu slökkviliösmenn á hinum besta búnaði að
lialda til þess að vinna við hinar erfiðu aðstæður.
Sveitarstjðri Raufarhafnar segir upp:
„Aslæðan er skuld
Jðkuls við hrepplnn”
Loki
Moröið á John Lennon var
aðalmál útvarpsstöðva um
allan heim i gær, og leikin
voru þar lög eftir hann mikinn
hluta dagsins. Þessu var öðru
visi fariö i okkar dásamlega
útvarpi. Þar var varla hægt að
merkja, að John Lennon væri
látinn. Alltaf sama snilldin á
þeim bæ.
„Það er rétt. Ég hefi sagt upp
starfi minu sem sveitarstjóri og
ástæðan er fyrst og fremst
skuldir útgerðarfélagsins Jök-
uls hf. við sveitarsjóð”, sagði
Sveinn Eiðsson á Raufarhöfn i
samtali við Visi.
Raufarhafnarhreppur á mest-
an hluta i Jökli hf. en útgerðar-
félagiðhefur á undanlörnum ár-
um safnað upp skuldum hjá
sveitarsjóði. Samkvæmt upp-
lýsingum Sveins, er skuld fé-
lagsins hátt i 40milljónir króna,
en þar við bætast 11 milljónir,
sem félagið hefur ekki staðið i
skilum með af gjöldum skip-
verja togarans. Sagði Sveinn, aö
þetta kæmi mjög illa viö rekstur
sveitarsjóðs, þar sem hér væri
um að ræða annað stærsta at-
vinnufyrirtækið á staönum. Gat
Sveinn þess til samanburöar, að
heildartekjur sveitarsjóös af út-
svörum, aöstöðugjöldum og
fasteignasköttum á ylirstand-
andi ári, væru rúmlega 170 mill-
jónir króna.
„Skuldir Jökuls við sveitar-
sjóð hafa verið til vandræða allt
frá þvi ég tók við stöðu sveitar-
stjóra og hafa hlaðiö utan á sig
ár frá ári. Þarna hefur verið um
að ræða stóran hluta af heildar-
tekjum sveitarfélagsins og
hafnarsjðös og vanskilin þvi
gert stórt strik i reikninginn
varðandi allar íramkvæmdir á
vegum hreppsins. Þessu get ég
ekki unað lengur og ákvaö þvi
að segja upp störlum. Þaö er
sex mánaða uppsagnarfrestur
og samkvæmt þvi hætti ég um
miðjan mai á næsta ári”, sagði
Sveinn Eiðsson.
Þess má geta, að útgerðarfé-
lagið Jökull gerir út togarann
Rauðanúp frá Raufarhöfn og
stendur nú að kaupum nýs tog-
ara frá Noregi, ásamt Þórs-
hafnarbúum.
—SG/GS.