Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 19

Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 19
m 19 Eigum við ekki bara að viðurkenna það? Á mörgum heimilum er oftar borðað fyrir framan sjónvarpið heldur en við eldhús- eða borðstofuborðið. Sumir spyrna á móti og stúka kvöldverðartímann kyrfi- lega af fyrir fjölskylduna og leyfa sjónvarpinu að hvílast, en aðrir hvílast fyrir framan sjónvarpið. Gott eða vont? Skiptir kannski ekki öllu svo lengi sem fólk nærist á nærveru hvert annars. Og hvernig væri að hefja sjónvarpsmatinn upp á hærra stig? Nú þegar framundan er gósentíð sjónvarpsfíkla liggur beint við að gera vel við sig í sófanum. Hér eru hugmyndir að nokkrum góðum sjónvarpsbökkum, sem eiga það sameiginlegt að matseldin er fráleitt flókin. Þá gefst líka tími til gláps og við viljum þakka Laugarásvídeói fyrir að velja réttu myndirnar í tækið. TEXTI STEINUNN HARALDSDÓTTIR MATREIÐSLA SNORRI B. SNORRASON LJÓSMYNDIR ÁSLAUG SNORRADÓTTIR bíóbakkar Pekingönd Andabringur eru brúnaðar í fitunni í 5 mín. við meðalhita. Steiktar í ofni í 12–15 mín. við 160°C. Skerið í sneið- ar. Setjið kjöt, sneiddar gúrkur, vor- lauk og sesamfræ í pönnuköku (til- búnar Pekingandar-pönnukökur fást í verslunum) og hafið Hoisin-sósu með. Sniglar Tilbúinn frosinn bakki af sniglum, þarf aðeins að hita. Fæst í frysti- borðum stórverslana. Með þessu er haft ávaxtahlaup úr Konditori Copenhagen, japanskt baunasnakk og íste. HÁTÍÐARBAKKINN Hvítlaukssniglar/Pekingönd/Japanskt baunasnakk/Íste „WASABI“ (2001) Leikstjóri Gerard Krawczyk Hörkulöggan Hubert, leikinn af Jean Reno, fer til Tókýó og uppgötvar að hann á dóttur þar. Grín- og spennu- kokkteill þar sem menningarheimar mætast. Ávaxtahlaup Hvítlaukssniglar íste Pekingönd Japanskt baunasnakk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.