Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 37
m 37 HRÁSKINKA MEÐ HVÍTRI SÚKKULAÐISÓSU F. 4 1 bréf Ali hráskinka 2 sætar kartöflur (stórar) ólífuolía Sósa: 50 g hvítt súkkulaðI (t.d. Meurisse) 2–3 msk hvítvínsedik Súkkulaðið er brætt (í vatnsbaði eða örbylgjunni). Hrærið edikið saman við svo að úr verði mjúk sósa. Skerið kartöflurnar í um 1 cm þykkar sneiðar, smyrjið þær með olíunni og steikið á pönnu þar til þær eru mjúkar í gegn og kælið. Settu 3 kart- öflusneiðar á hvern disk, skiptið skinkunni jafnt á diskana og að lokum er sósunni hellt í mjórri bunu, hring eftir hring í frjálsu falli yfir allt saman. SÆTAR KRYDDBOLLUR Um 12 bollur 6 dl hveiti 1 1⁄2 tsk lyftiduft 1 1⁄2 tsk salt 1⁄2 dl sykur 100 g smjör 1 egg 0,75 dl ávaxtasafi 1 dl mjólk 100 g cashewhnetur 2 msk ristaður hvítlaukur 15 basilikulauf Bakist í 25–35 mín við 190°C. Blandið þurrefnum í skál og hrærið mjúkt smjörið saman við þar til er kekkjalaust. Pískið eggin létt saman við safann og mjólkina og hellið síðan ró- lega út í hveitiblönduna, hafið hrærivélina á lægstu stillingu og hrærið þar til deigið er orðið jafnt og fínt. Setjið grófbrytjaðar hneturnar, hvít- laukinn og basilikuna að lokum út í. Það má setja deigið beint í venjuleg muffinsform en það er líka gaman að klæða 9 muffinshólfa- form með smjörpappír í góðri yfirstærð, hella deiginu þar ofan í hvert hólf og er þá komin pakkning utan um hverja bollu. Sætt á borðið við hliðina á súpuskálinni! KÓKOS-LAUKSÚPA F. 4 1 bufflaukur 3 hvítlauksrif (af risahvítlauk) 2 msk ólífuolía 2 dósir kókosmjólk 1 l vatn grænt epli salt og pipar 1 msk Oscar villibráðarkraftur 2–3 msk koníak (má sleppa) 100 g möndluflögur Sneiðið buff- og hvítlaukinn og mýkið létt í olíunni í potti. Setjið kókosmjólkina og vatnið út í og látið malla í um 20 mín. Bætið eplabitum og kryddi og sjóðið áfram í 5 mín. Möndluflögurnar eru ristaðar og settar ofan á þegar borið er á borð. RAUÐ BER OG RÓSAPIPAR F. 4 1 askja jarðarber 1 askja hindber (eða önnur rauð ber) 1 dl Grand Marnier 3 msk mascarpone ostur 3 msk sýrður rjómi 1 msk rósapipar 1 dl gott hunang Hitið saman hunangið og rósapiparinn í nokkrar mínútur og setjið síðan til hliðar. Setjið berin með líkjörnum í pott og velgið stutta stund, athugið að ekki má sjóða og ekki hræra svo mikið að berin fari í mauk! Setjið í skálar, pískið saman mascarpone-ostinn og sýrða rjómann og skellið vænum dopputoppi á berin og látið hun- angspiparinn að endingu drjúpa létt yfir. Hráskinka með hvítri súkkulaðisósu Rauð ber og rósapipar ÞAÐ ER UPPLAGT AÐ FINNA TIL NOKKRAR LJÚFFENGAR UPPSKRIFTIR (ENDILEGA GERA TILRAUNIR Á VINUNUM), BRJÓTA UPP ÞRIGGJA RÉTTA FORMÚLUNA OG LEYFA BRAGÐLAUKUNUM AÐ KOMAST Í STUÐ. LEGGJUM DÁLÍTIÐ UPP ÚR SMÁATRIÐUNUM, ÞAÐ ÞARF OFT EKKI MIKIÐ TIL AÐ GLEÐJA AUGAÐ OG ÞÁ VERÐUR LEIKUR EINN AÐ GLEÐJA MUNN OG MAGA. UPPSKERAN ER NÆRÐ SÁL OG LÍKAMI, GÓÐA SKEMMTUN. Kryddbolla og kókos-lauksúpa öðruvísi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.