Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S addam Hussein, fyrrver- andi forseti Íraks, var handtekinn á laugardag og er nú fangi banda- manna á ótilgreindum stað. Stjórnmálaleiðtogar víða um heim fögnuðu tíðindum þessum ákaft í gær og vonir hafa vaknað um að handtakan verði til þess að greiða fyrir því að stöðugleika verði komið á í Írak. Almenningur í Írak fagnaði einnig þegar ljóst var að einræðisherrann fyrrver- andi væri nú á valdi Bandaríkja- manna. „Frúr mínar og herrar, við höf- um náð honum.“ Þannig hóf Paul Bremer, landstjóri Bandaríkja- manna í Írak, fréttamannafund, sem haldinn var í höfuðborg landsins, Bagdad, um hádegi að ís- lenskum tíma í gær. „Þetta er stórkostlegur dagur í sögu írösku þjóðarinnar. Hundruð þúsunda ykkar hafa árum saman liðið þján- ingar undir stjórn þessa illmennis. Þeir dagar eru nú liðnir fyrir fullt og allt,“ sagði Bremer. „Rauð dögun“ Ricardo Sanchez hershöfðingi gerði grein fyrir aðgerðinni. Sagði hann að leyniþjónustuupplýsingar hefðu borist herstjórn banda- manna á laugardag þess efnis að Saddam Huss- ein væri í felum nærri heima- borg sinni, Tikr- it, þar sem hann fæddist árið 1937. Áætlun hefði verið sam- in og hún grundvölluð á upplýsingum sem leyniþjón- usta Banda- ríkjamanna hefði safnað saman á und- anliðnum mán- uðum. Áætlunin hefði borið nafn- ið „Rauð dögun“ (á ensku „Red Dawn“). Um 600 manna liðsafli sem settur hefði verið saman úr ýmsum deildum landhers og sér- sveita hefði haldið til tveggja staða nærri Tikrit og umkringt byggingar þar. Þar hefði verið gerð leit sem í fyrstu hefði ekki skilað árangri. Á öðrum staðnum, á „bóndabæ“ við bæinn Ad Dawr, um 15 kílómetra suður af Tikrit, hefðu hermenn fundið holu sem grafin hafði verið og hulin með múrsteinum og mold. Þar hefði Saddam Hussein verið í felum. Sagði hann einræðisherrann fyrr- verandi enga mótspyrnu hafa veitt er hann var handtekinn. Skoti hefði ekki verið hleypt af. Saddam Hussein var handtekinn um klukk- an 20.30 á laugardagskvöld að staðartíma í Írak, um klukkan 17.30 að íslenskum tíma. Holan var að sögn Sanchez rúmlega tveggja metra djúp og nógu stór til að þar gæti maður sofið. Komið hafði verið fyrir þar loftræstibúnaði. Tveir menn, báðir Írakar, voru einnig handteknir en þeir reyndu að komast undan. Saddam hafði um 750.000 Banda- ríkjadali, tæpar 60 milljónir króna, meðferðis í hundrað dollara seðl- um. Þá hafði hann tiltækar tvær vélbyssur af gerðinni Ak-47. Leigubifreið hafði verið lagt nærri byggingunni. Ekki fundust símar eða annar fjarskiptabúnaður. Talsmaður Bandaríkjahers kvaðst í gær telja að Saddam hefði haft aðgang að 20-30 slíkum felustöðum og hefði hann tæpast dvalið lengur en nokkrar klukku- stundir á hverjum þeirra. Þetta væri hins vegar ekki vitað með vissu. Lífsýni tekin Sanchez sagði að Saddam hefði reynst „samvinnufús og ræðinn“. Félagi í Stjórnarráði Íraks sagði á hinn bóginn að Saddam hefði verið „ögrandi“ og „ekki sýnt nein merki iðrunar“. Myndir af Saddam Hussein voru sýndar á blaðamannafund- inum sem og af holu þeirri sem hann nýtti sem felustað. Á mynd- unum sást hvar Saddam gekkst fúlskeggjaður undir læknisskoðun og virtist sem verið væri að skoða tennur hans sérstaklega. Fram kom á fundinum að lífsýni hefðu verið tekin sem sönnuðu með ótví- ræðum hætti að þarna væri kom- inn hinn raunverulegi Saddam Hussein en vitað er að hann not- aði iðulega tvífara á þeim áratug- um sem hann var við völd í Írak. Í máli Sanchez hershöfðingja kom fram að Saddam Hussein væri við góða heilsu. Loks voru sýndar af honum myndir þar sem skeggið hafði að mestu verið rakað af hon- um. Saddam var svikinn Bandaríkjamenn höfðu heitið hverjum þeim 25 milljónum Bandaríkjadala (rúmum 1.800 milljónum króna) sem veitt gæti upplýsingar sem leiddu til þess að Saddam Hussein yrði handtekinn eða hann drepinn. Raymond Odierno bandarískur hershöfðingi sagði að upplýsingar frá manni er tilheyrði fjölskyldu sem stæði Saddam nærri hefðu leitt til hand- tökunnar. Odierno er yfir þeirri deild fótgönguliðs Bandaríkjahers, sem handsamaði einræðisherrann fyrrverandi. Hann sagði að und- anfarna tíu daga hefðu hermenn yfirheyrt fimm til tíu manneskjur úr fjölskyldum sem eru nánar Saddam. „Loks fengum við þær upplýsingar sem við þurftum frá einum þessara einstaklinga.“ Átta mánuðir eru liðnir frá því að Saddam Hussein var steypt af stóli er Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Andstaðan var í fyrstu ekki mikil en á undanliðnum mánuðum hefur hún magnast mjög og er nú svo komið að hryðjuverk og sjálfs- morðsárásir eru nánast daglegt brauð í landinu. Þannig létu sautján manns, hið minnsta, lífið í gærmorgun þegar bílasprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í bænum Khaldiyah, um 80 km vestur af Bagdad. Allir þeir sem féllu voru Írakar. „Mikið áfall fyrir hryðju- verkamenn í Írak“ Talið er að liðsafli er nefnist Fedayeen Saddam („Píslarvottar Saddams“) hafi einkum staðið fyr- ir tilræðum þessum sem og er- lendir hryðjuverkamenn sem sagt er að haldið hafi til Íraks til að taka þátt í baráttunni gegn her- námsliði Bandaríkjamanna. Vonir hafa vaknað um að liðsafli þessi telji frekari andspyrnu ástæðulausa nú þegar foringinn hefur verið handtekinn. Abdul Aziz al-Hakim, forseti Stjórn- arráðs Íraks, sem Bandaríkja- menn skipuðu, spáði því í gær að andstaðan myndi nú minnka í landinu. „Árásunum mun án nokk- urs vafa fækka. Þetta er mikið áfall fyrir hryðjuverkamennina í Írak. Þetta er stórkostlegur dagur fyrir gjör- vallt mannkyn og írösku þjóðina,“ sagði hann. George Robertson, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), tók í sama streng. „Þetta eru frábærar fréttir og atburðurinn er fallinn til að auka stöðugleikann í Írak.“ Ahmed Chalabi, sem á sæti í Stjórnarráði Íraks, sagði að Sadd- am Hussein yrði dreginn fyrir rétt en í liðinni viku var frá því skýrt að ákveðið hefði verið að stofna dómstól í Írak sem ætlað væri að rétta yfir mönnum er framið hefðu glæpi á valdatíma Saddams Huss- eins. Chalabi sagði að réttarhöldin yrðu opinber. „Hann veitti enga mótspyrnu þegar hann var hand- tekinn. Hann hafði svigrúm til að fremja sjálfsmorð en hann gerði það ekki. Martröð írösku þjóð- arinnar er lokið. Saddam er fangi, hann verður dreginn fyrir rétt og honum refsað fyrir glæpi sína,“ sagði Chalabi. Lét myrða um 300.000 manns Saddam Hussein er 66 ára gam- all. Hann náði völdum í Írak árið 1979 og við tók ógnarstjórn og skefjalaus dýrkun á persónu hans. Bandarískir hermenn handtaka Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, nærri borginni Tikrit Í felum í holu með fullar hendur fjár AP Læknir skoðar tennur Saddams Hussein skömmu eftir að hann var handtekinn. Lífsýni voru tekin til að sann- reyna að rétti maðurinn væri fundinn.                                                        !"#         $%   &    $%   '  ()*+      ! "  # $ %    &*)++ &  '(#% " (#"  )* ! + )* ! ,+ &()++ # # -"$ "  -!  #/$!%#   #  .!%    .!#  &()', $ " " -   " - "# ! # -  &-)&* $ " .0    #/ # # .1 # ' - 2 " !" # $" % &"'"( " !)#   * +  ,    --   . / .     .    /         !  #   3-    !  456-#  ""  6/     #      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.