Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari!  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20. Frábær, fyndin og fjörug unglingamynd um ástina. Er sá eini rétti til eða ekki? Fyrsta regla um ástina. Það eru engar reglur. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Geggjuð gamanmynd með Ben Stiller og Drew Barrymore í leikstjórn Danny DeVito. Kl. 8 og 10.Kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Hvít lárviðarrós (White Oleander) Drama Bandaríkin 2002. Myndform VHS/DVD. (109 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leik- stjórn Peter Kosminsky. Aðalhlutverk Al- ison Lohman, Michelle Pfeiffer, Renée Zellweger, Robin Wright-Penn. ÞESSI mynd er byggð á sam- nefndri metsölubók eftir Janet Fitch og ber öll merki þess. Hún fjallar um unga stúlku (Lohman) sem gengur í gegnum erfið unglingsár eftir að móðir hennar (Pfeiffer) er dæmd til fangelsisvistar fyrir morðið á kær- asta sínum. Móðir- in er er afar skörp og hæfileikarík listakona en um leið eigngjörn, kaldrifjuð og tor- tryggin í garð allra sem vilja sýna áhrifagjarnri dótt- ur hennar hlýju og umhyggju. Stúlkan fer á milli fóstur- heimila og fjölskyldna en alltaf tekst móðurinni á sinn hátt að fæla þá frá sem bindast dóttur hennar of nánum böndum. Eins og fyrr segir þá fer aldrei á milli mála að myndin sé byggð á skáldverki. Hvergi tekst að skapa annað en myndskreytingu orða og öll eru því hin skáldlegu samtöl og einræður persóna hinar ótrúverðug- ustu. Það sem bjargar myndinni frá því að vera á pari við slappt sjón- varpsdrama er frábær leikur aðal- leikkvennanna. Unga Lohman gefur þar hinum eldri og reyndari ekkert eftir en unun er að sjá hvað þær fara vel með ólík hlutverk sín Pfeiffer, Zellweger og Wright-Penn. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Eitruð ást HEIÐA hefur alltaf verið einlæg og heiðarleg söngkona. Allt síðan maður tók fyrst eftir henni fyrst, einni með gítarinn, og síðan enn frekar er hún fór að syngja með þeim Dr. Gunna og Þór Eldon í Unun fyrir áratug síðan. Eftir að það hætti að vera unun að vera í Unun og sveitin leystist upp á barmi „meiksins“ eins og sumir kjósa að orða það, þá vissi maður að Heiða myndi samt alveg spjara sig án karlanna. Það gera allir heiðar- legir og sannir tónlistarmenn eins og hún. Ekki stóð hún þó alveg undir hin- um miklu væntingum fyrsta sóló- platan sem hún sendi frá sér fyrir þremur árum síðan en hér er hún nærri lagi enda um margt einbeitt- ari í því sem hún er að gera með Heiðingjunum sínum, þó svo hún virðist reyndar ekki alveg enn búin að ná áttum. Sinn rétta farveg í tón- listinni. Samt er það alltaf tvíbent í tón- listinn, þetta með farveginn. Um leið og það getur virkað sem galli að ná ekki áttum, að vaða úr einum í ann- að, þá getur það líka komið út sem kostur fjölbreytileikans. Í þessu til- felli verður þó því miður að segja að stefnuleysið sé helstu galli tíufing- urupptilguðs. Sönnun þess er þegar maður stendur sig að verki við að stökkva yfir ákveðin lög – sem þó blessunarlega eru fá. Svona eins og þau hafi ekki alveg getað komið sér saman um það Heiða og heiðingj- arnir hennar hvort fylgja ætti gömlu aðgengilegu línunni hennar eða gefa öllum ljúflegheitum langt nef og hella sér út í pönkið sem þau svo greinilega hafa dálæti á. Sannarlega eru þau líka skemmti- lega hrá, einföld og beinskeytt „Ekki kaupa“ og „Sakleysi“ enda þar á ferð ekta íslenskt pönk. Þarna eru Heiðingjar með einn fingur hátt á loft, í „DYS-skapinu“, reglulega örg út í ráðamenn og markaðshyggj- una. Ekki eru þau eins heiðarleg í hinum rokkaðri lögum plötunnar eins og „Can I get your number“ og „Vængir (engillinn minn)“ („Flaskan mín fríð“ ). Virka á mann eins og eitthvað drullumall af Ham og Oasis og henta rödd Heiðu mun síður en blíðari lög plötunnar sem blessunar- lega eru í meirihluta. Þótt blíð séu þá er samt engin væmni á ferð held- ur Heiða með sína frábæru indírödd að gera það sem hún gerir best, syngja bragðmikið popp. Skýrustu dæmin um það eru frambærilegustu lög plötunnar; „Vetur“, „Froststilla“ og „Anything is true“. Svo undir- strikar nýja útgáfan af „Tangó“ að þar fór langbesta Júróvisjón-lagið í ár. Svo er eitt tökulag á plötunni; „All Tomorrows Partries“ af „ban- anaplötu“ Velvet Underground og Nico, sem Heiðingjar gera góð skil. Tekst að magna upp viðlíka gítar- seið og lærisveinum Andy Warhol forðum daga, en bæta þó litlu við. En eins og fyrr segir þá er stærsti ljóður plötu sem annars hefur að geyma þessi mörgu fínu lög að það er eins og Heiða og heiðingjarnir hennar hafi ekki alveg verið viss um hversu reffileg þau vildu vera. Hvort þau ætluðu sér að búa til grípandi poppplötu eða bítandi pönkplötu. Og því ekki nægjanlega á hreinu hvort meiningin hafi verið að hafa tíu fing- ur upp til guðs, eða bara einn. Tónlist Tíu fingur eða einn? Heiða og heiðingjarnir tíufingurupptilguðs Geimsteinn Heiða og heiðingjarnir eru Ragnheiður Ei- ríksdóttir söngur og gítar, Elvar Geir Sæv- arsson gítar og hróp, Sverrir Ásmunds- son bassi og Birgir Baldursson trommur. Aðrir hljóðfæraleikarar Sigurður Guð- mundsson wurlitzer, tape-delay og hróp. Guðmundur Kristinn Jónsson og Sverrir Ásmundsson orgel. Sigfús Örn Ótt- arsson, Haraldur Þorsteinsson, Þórir Úlf- arsson, Gunnar Þórðarson og Elvar Geir Sævarsson léku undir í Tangó (í sjón- varpssal). Öll lög eftir Heiðu, með Elvari Geir Sævarssyni, Heiðingjunum eða Þor- keli Símonarsyni. „All Tomorrow’s Par- ties“ er eftir Velvet Underground. Upp- tökumenn Nicolas Liebing, Guðmundur Kristinn Jónsson, Natoþotan, Jón Skuggi og Hjörtur Svavarsson. Skarphéðinn Guðmundsson Tveir Heiðingjar, Heiða og Elvar Geir Sævarsson. MARGT var um manninn í Háskólabíó á fimmtudagskvöldið þegar kvik- myndin Kofakvilli (Cabin fever) var frumsýnd að viðstöddu fjölmenni. Frumsýningargestir gerðu mjög góð- an róm að myndinni, enda var hryll- ingurinn blásinn leikstjóranum Eli Roth í brjóst við íslenskar aðstæður. Myndin, sem fjallar um nokkur ung- menni sem lenda í miklum hremm- ingum í fjallakofa, hefur hlotið mikið lof víða um heim og hefur hinn róm- aði leikstjóri Hringadróttinssögu, Pet- er Jackson, meðal annars ausið yfir hana lofi. Jackson, sem nú brýnir hin- ar fínu hliðar kvikmyndagerðarlist- arinnar, varð upphaflega frægur fyrir blóðslettumyndirnar Bad Taste, sem fjallar um geimverur sem búa til skyndibita úr mönnum og Meet the Feebles, sem er klámfengin og ofbeld- isfull skopskæling af Prúðuleik- urunum. Þykir það því mikið hrós fyrir hryllingsmynd að Peter Jackson gefi henni hrós. Roth var vel fagnað eftir frumsýn- inguna og var augljóst að íslenskum kvikmyndagestum féll vel það hlað- borð hryllings sem hann bauð upp á. Fjör á frumsýningu Kofakvilla Morgunblaðið/Þorkell Eli Roth bregður á leik ásamt Brynju Valdísi Gísladóttur leikkonu. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.