Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 41 ÞAÐ er tæpur mán- uður síðan ég heyrði Jóel og Sigurð leika ópusa af þessum diski í Norræna húsinu. Þar voru þeir leiknir af miklum krafti með leikrænum tilþrifum og runnu saman í eina heild. Hér er skilið á milli. Þeir hafa nöfn og meirað segja höfund- anöfn. Hver bútur hef- ur eignast eigin til- veru í huga manns. Tutt- uguogeinn eru þeir og vel fjöru- tíu mínútur líða frá því þeir félagar lenda í Hafvill- um (JP/SF) í upphafi þarsem dýpstu klarinetturnar eru þeyttar uns að lokum skína í norðri und- urfagrar Stjörnur (SF) bassaklar- inetts Jóels og barýtonsaxófóns Sigurðar. Þannig skiptast á urr- andi spuni og ljúfar ballöður sem kannski eru ekki eins aðgengilegar og ella þegar hrynsveitin er engin – aðeins tveir blásarar í hljóð- myndinni. Afturá móti er þessi tón- list í þeim gæðaflokki að unnendur hefðbundinnar djasstónlistar ætti ekki að láta slíkt fæla sig frá hon- um. Það var engin rýþmasveit þeg- ar Hines og Tatum skópu sína bestu sólóa og þeir slepptu oft hinni hefðbundnu vinstrihandar- sveiflu. Eftir að þokulúðrarnir leysa þá félaga úr Hafvillunum taka Stiklur Jóels við. Ljúf og seiðandi ballaða þarsem hann blæs í tenórinn yfir bassaklarinettspili Sigurðar. Í Jazzdraugum JP/SF) gætu Lee Konitz og Warne Marsh verið draugarnir, en þar blása Jóel og Sigurður í höfuðhljóðfæri sín, altó- og tenórsaxófóna einsog fyrrnefnd- ir djassgaurar af Tristanoskólan- um. Beikonbitar Sigurðar hefjast á skaðræðisópi úr röri og barka, svo upphefst villtur djömpblús í skemmtilegri andstæðu við það sem fyrr er komið. Ég man, er við- kvæmt tónaljóð eftir Sigurð, og í Tungufljóti Sigurðar skjóta þeir fé- lagar ótt og títt á reyrblöðin. Tungl Jóels er afturá móti Jóels drama- tískt með mildum djassblæ. Hér hefur aðeins verið nefndur til þriðj- ungur þeirra tónbrota er mynda Stiklur Jóels Pálssonar og Sigurð- ar Flosasonar. Heillandi heimur tóna blásin mikilli íþrótt hvert sem hljóðfærið er og þegar best lætur – heilsteyptur og spennandi núdjass. Stiklað um tónaheima DJASS Geisladiskur JÓEL PÁLSSON OG SIGURÐUR FLOSASON Jóel Pálsson, sópran- altó- tenór- og barýtonsaxófóna, klarinett, bassa- og kontrabassaklarinett. Sigurður Flosa- son, sópranínó- altó- tenór- og barý- tonsaófóna, pikkóló- og altflautu og klar- inett. Hljóðritað í Biskupstungum í janúar 2002 og ágúst 2003. Smekkleysa SMJ 6. Vernharður Linnet „Heillandi heimur tóna…heilsteyptur og spenn- andi núdjass,“ segir m.a. í umsögninni. Tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.