Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Afmælisbörn dagsins: Þú ert bjartsýn/n, kraft- mikil/l og viðkunnanleg/ur. Fólki geðjast vel að þér og það kemur þér til góða. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Byrjaðu vikuna á því að ein- setja þér að bæta aðstæður þínar í vinnunni. Þetta er sá þáttur lífs þíns sem mun njóta mestrar blessunar á næstu níu mánuðum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sköpunargáfa þín hreinlega blómstrar þessa dagana. Prófaðu þig áfram í list- sköpun þinni. Ljósmyndun, myndlist, skriftir eða vinna með gæti hentað þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert enn á ný minnt/ur á það að fasteignaviðskipti ættu að ganga vel fram á næsta haust. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú finnur til aukinnar bjart- sýni. Þú sérð að lífið getur verið betra en þú hafðir ímyndað þér. Leyfðu þér að dreyma stóra drauma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Auður þinn mun vaxa á næsta ári. Reyndu að tileinka þér jákvætt viðhorf þannig að þessi fullyrðing verði að veruleika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Mars er yfirleitt í sjö vikur í hverju stjörnumerki en á þessu ári hefur plánetan ver- ið í fiskamerkinu í sex mán- uði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur lagt óvenju hart að þér á þessu ári vegna áhrifa frá mars. Notaðu tímann vel á meðan þú ert kraftmikil/l. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Veittu eigum þínum eftirtekt í dag. Hvaða eigur þínar veita þér vellíðan? Af hvaða eigum þínum ertu sérstaklega stolt/ ur? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að ákveða breytingar á útliti þínu. Það sama á við um framkomu þína við maka þinn og þína nánustu. Veltu því fyrir þér hvað þú getur gert öðru vísi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nánasta samband þitt geng- ur svo stirðlega að það er jafnvel hugsanlegt að upp úr því slitni.Þú þarft á einhvern hátt að laga þig að breyttum aðstæðum á komandi ári. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú nýtur mikilla vinsælda í þessum mánuði og ættir að þiggja öll heimboð sem þér berast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ungt og listrænt fólk sækist eftir félagsskap þínum. Þú hefur sjónrænt og frjótt ímyndunarafl og átt því auð- velt með að veita öðrum inn- blástur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BOGMAÐUR Frances Drake JÓL Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. Og von á mörgu ég vissi þá. Því jólasveinar úr jöklageim trítluðu um fjöllin og tíndust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit, hann Kertasníki og kveldsins sveit. Ég man sá lýður í myrkri ólst. Og jólakötturinn jafnan fólst. - - - - Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU BANDARÍSKI spilarinn Fred Hamilton var greini- lega í stuði á haustleik- unum í New Orleans. Við sáum í þætti gærdagsins hvernig hann stal þremur gröndum með snjallri blekkingu, en tæknihliðin er líka í góðu lagi hjá kappanum. Norður gefur; enginn á hætut. Norður ♠ ÁG64 ♥ 9752 ♦ 6 ♣K874 Vestur Austur ♠ 10953 ♠ D87 ♥ K103 ♥ -- ♦ K852 ♦ D9743 ♣G9 ♣ÁD652 Suður ♠ K2 ♥ ÁDG864 ♦ ÁG10 ♣103 Hamilton varð sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- Pass 1 tígull 1 hjarta 1 grand 2 hjörtu 3 lauf 3 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur hitti á bestu vörnina þegar hann lagði af stað með laufgosann. Austur tók tvo slagi á lit- inn og spilaði þriðja lauf- inu. Illskeytt vörn. Ham- ilton trompaði með drottningu og vestur henti tígli og brosti út í annað, enda sá hann fyrir sér tvo slagi á tromp í fyllingu tímans. Eftir sagnir og fyrstu slagina þóttist Hamilton nokkuð viss um að vestur ætti K10x í hjarta. En það var ótímabært að gefast upp með því að leggja nið- ur hjartaásinn. Þess í stað víxltrompaði hann tvisvar sinnum tígul og spaða og þegar vestur fylgdi lit alla leið var björninn unninn. Þrjú spil voru eftir á hendi. Heima átti Hamil- ton ÁG8 í trompi, en vest- ur K103. Hamilton spilaði út á smáu trompi og fékk þannig síðustu slagina á ÁG. Vel spilað, en vestur klúðraði vörninni með því að henda ekki spaða í þriðja laufið. Þá hefði hann getað yfirtrompað fjórað spaðann. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4. Rgf3 c5 5. exd5 exd5 6. dxc5 Bxc5 7. Rb3 Bb6 8. De2+ De7 9. Rfd4 Bg4 10. f3 Bd7 11. Bg5 Dxe2+ 12. Bxe2 Rc6 13. O-O-O Rge7 14. Hhe1 Rxd4 15. Rxd4 f6 16. Be3 Bc7 17. f4 Kf7 18. Bf3 Had8 19. g3 h5 20. Bg1 h4 21. Rb3 hxg3 22. hxg3 Bc6 23. Rc5 Bb8 24. Bg4 Bd6 25. Re6 Hde8 26. Rd4 Hh1 27. c3 a5 28. b3 Kg6 29. Kc2 Hd8 30. a4 Bd7 31. Re6 Bxe6 32. Bxe6 Bc7 33. Bc5 Hh2+ 34. Kb1 Bd6 35. Bg1 Hg2 36. Bxd5 Rxd5 37. Hxd5 Bc7 38. Hxd8 Bxd8 39. Bd4 Hxg3 40. He8 Bc7 41. He7 Bxf4 42. Hxb7 Kf5 43. Kc2 Ke4 44. He7+ Kd5 45. Ha7 Hg2+ 46. Kb1 g5 47. Hxa5+ Ke4 48. Bxf6 g4 49. Bd4 g3 50. Ha8 Hd2 51. Hg8 g2 52. a5 Kf3 53. a6 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska lýðveld- inu. Hinn kólumbíski stór- meistari Alonso Zapata (2472), hvítt, hafði reynt í þessari skák að þjarma að hinum rússneska kollega sínum Alexander Mois- eenko (2618) enda hefði sig- ur í lokaumferðinni tryggt honum efsta sætið á mótinu. Eins og stundum vill verða í síðustu umferð móta snúast vopnin í höndum þeirra sem tefla of stíft til vinnings. 53... Hxd4! 54. a7 54. cxd4 hefði verið betra þó að svartur standi til vinnings eftir 54...Bg3 55. Hf8+ Ke3!. 54... Hd8 55. Hxd8 g1=D+ 56. Kb2 Dxa7 57. b4 Ke4 58. Hd4+ Ke5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 1. flokki 1989 – 53. útdráttur 1. flokki 1990 – 50. útdráttur 2. flokki 1990 – 49. útdráttur 2. flokki 1991 – 47. útdráttur 3. flokki 1992 – 42. útdráttur 2. flokki 1993 – 38. útdráttur 2. flokki 1994 – 35. útdráttur 3. flokki 1994 – 34. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV, mánudaginn 15. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Komdu með bolla af kaffinu þínu. Mig vantar blek á pennann! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.