Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 27 Landlæknisembættið, Rafstaðlaráð, Heilbrigðistæknifélag Íslands og Heilbrigðistæknivettvangur (HTV) halda málþing um Aðgerðarrými – uppsetning, öryggi og eftirlit – Þriðjudaginn 16. desember 2003, kl. 13:00 til 18:00 á Radisson SAS Hótel Saga, „Ársalir“ Dagskrá: 13:00 Setning Sigurður Guðmundsson, landlæknir 13:05 Essential technology infrastructure for medical devices in operation rooms Lars Löfsted, verkfræðingur MSc 13:45 Eftirlitshlutverk landlæknisembættisins Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, Landlæknisembætti 14:05 Aðkoma heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Árný Sigurðardóttir heilbrigðisfulltrúi, Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur 14:20 Áhrif rafmagns á mannslíkamann og hugsanlegar hættur Þórður Helgason, verkfræðingur, STE Landspítala 14:40 Staðlar um aðgerðarrými og frágangur raflagna í þeim Friðrik Alexandersson, formaður Rafstaðlaráðs 15:05 Hönnun aðgerðarrýma, loftræsting, gös, lýsing o.fl. Aðalsteinn Pálsson, verkfræðingur STE Landspítala 15:30 Sóttvarnir Ása St. Atladóttir sýkingarvarnahjúkrunarfr., Landlæknisembætti 15:50 Kaffi 16:10 Viðbúnaður í aðgerðarrýmum Sigurður Kristinsson, bæklunarskurðlæknir 16:30 Kröfur til lækningatækja vegna CE merkingar og kröfur FDA í USA Sigurjón Kristjánsson, verkfræðingur, Flögu hf 16:50 Skipulag eftirlits með jónandi geislun Sigurður Magnússon, forstjóri, Geislavarnir ríkisins 17:05 Panelumræður, fyrirlesarar eru framsögumenn Stjórnandi: Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 17:40 Samantekt og dagskrárlok Sigurður Guðmundsson, landlæknir Tungumál: Íslenska / Enska Fundarstjóri: Ragnheiður Haraldsdóttir, Aðgangseyrir: 5000 kr. · Skráning á vef Staðlaráðs Íslands, www.stadlar.is eða í síma 520 7150, fyrir kl. 17:00 mánudag 15. desember. HAFANDI rúmlega 40 ára reynslu af slysalækningum, var mér löngu ljóst orðið, að mannsheilanum leiðist að láta lemja sig. Þegar greiða skyldi atkvæði um boxarafrum- varpið á hinu háa alþingi, lýsti ég þessari reynslu minni í Morg- unblaðinu og taldi Ís- lendingum sóma að því að hafa á sínum tíma samþykkt bann við hnefaleikum. Af sömu ástæðu taldi ég óráð að lögleiða hnefaleika a nýju. Mannvits- brekkur nokkrar töldu reynslu mína varðandi höfuðhögg lítils virði og hugsunarhátt minn bera vott um van- þroska. Nú hefur hið óhjá- kvæmilega gerzt og vonum seinna. Fórnarlambið dúað í bak og fyrir, að ólympískum staðli og trúlega hvorki blettur né hrukka á yfirborði höfuðs, en heilanum leiddist sem fyrr að láta lemja sig og er nú bara að vona að skaðinn verði á engan hátt varanlegur. Eftirfylgj- andi leikþáttur er að sjálfsögðu einn- ig óhjákvæmilegur. Landlæknir (sem þekkir mætavel afleiðingar höfuðhögga) verður að taka þátt í leiknum. Honum ber að rannsaka hvernig í ósköpunum höfuðhögg get- ur haft þvílíkar afleiðingar. Boxara- sambandið og mótshaldarar eru allir af vilja gerðir að hjálpa landlækni að leysa þessa óskiljanlegu uppákomu. Hnefaleikanefnd ÍSÍ fundar um málið og mótshaldarar funda um málið. Við skoðun á myndbandi kem- ur í ljós, að þolandinn fékk meðal annars hnakkahögg og þar með telst sökudólgurinn fundinn og svo sem um önnur afbrot, málið upplýst. Í framhaldi af þessu myndskeiði ákvað nefndin meðal annars að hnakkahögg yrðu ekki liðin og vörðuðu brottvísun. Við ítrekun slíkra brota verður við- komandi gerandi sett- ur í keppnisbann. Nefndin ákvað og að herða ýmsar aðrar reglur. Fer nú málið að verða ærið snúið, til dæmis má spyrja hvort ólympískir hnefaleikar hafi hér á landi hingað til ekki farið eftir alþjóðlegum ólympóskum reglum? Hafi verið farið eftir ólymp- ískum reglum eru þær greinilega lífshættulegar og er nefndin, sam- anber ofanskráð, sem óðast að herða þær reglur og þá spurningin hvort hér verði í framtíðinni iðkað sér- íslenzkt afbrigði af ólympískum hnefaleikum. Möguleikinn, að hing- að til hafi ekki verið keppt eftir al- þjóðlegum ólympískum reglum, er nánast óhugsandi eða hvað? Hvort heldur sem er, er merg- urinn málsins þessi. Hnefaleikara, sem verður fyrir heilaáverka, má vera nákvæmlega sama hvort ger- anda er brottvísað eða settur í keppnisbann. Skaðinn er skeður. Gunnar Birgisson er felmtri sleginn. Frá nytsömum sakleysingjum á al- þingi heyrist hvorki stuna né hósti. Nú má fara að búast við jólaaug- lýsingunni frá því í fyrra, en þar auglýsti sportverzlun jólagjöf ársins, sem var ólympískur boxarabúnaður fyrir alla aldurshópa, byrjendur jafnt sem fullorðna. Allt eins hefði mátt segja „gefið börnum ykkar ær- legan heilahristing í jólagjöf“. Katrín Fjeldsted virðist ein fárra hafa hugsað áður en hún greiddi at- kvæði varðandi lögleiðingu hnefa- leika og skora ég nú á háttvirta al- þingismenn að hugsa málið og banna ósómann. Gæti og verið gott innlegg í öryrkjamálið. Örorka er ekkert einkamál og ættu hnefaleikamenn jafnt sem aðrir að minnast þess. Enn um hnefaleika Leifur Jónsson skrifar um hnefaleika ’Katrín Fjeldsted virð-ist ein fárra hafa hugsað áður en hún greiddi at- kvæði varðandi lögleið- ingu hnefaleika.‘ Leifur Jónsson Höfundur er læknir. Í NÝLEGRI bók eftir Spencer Weart, Uppgötvun gróðurhúsaáhrif- anna segir frá því er franski stærð- fræðingurinn Jean Babtiste Fourier upp- götvaði fyrir nær 200 árum að loftslag væri mun hlýrra á jörðinni en ætla mætti miðað við fjarlægð jarðar frá sólu. Hann ályktaði að einhverjar loftteg- undir byrgðu inni hit- ann í andrúmslofti okkar plánetu. Enn- fremur, að ef magn loftegunda í andrúms- loftinu ykist, myndi jörðin hitna enn frek- ar. Það sem Fourier uppgötvaði voru gróð- urhúsaáhrifin. Því miður hefur Bush for- seti þeirrar þjóðar sem mest losar slíkar lofttegundir út í and- rúmslofið ekki náð enn að skilja þessa ein- földu staðreynd. Bók Spencer Weart fjallar um það hvernig uppgötvun Fouriers leiddi að lokum til um- ræðu um gróðurhúsa- áhrif og loftslags- breytingar af manna völdum. Sú umræða snýst um fram- tíðarmöguleika mannkyns til að byggja þessa jörð. Fyrir hundrað árum velti sænsk- ur efnafræðingur, Svante Arrhenius að nafni, því fyrir sér hvort máli skipti hversu mikla mengun and- rúmsloftsins iðnaðarbyltingin hefði í för með sér. Hann settist niður á að- fangadagskvöldi skömmu eftir að konan hans hafði farið frá honum og hóf að reikna hugsanleg gróðurhúsa- áhrif. Það tók hann eitt ár að komast að niðurstöðu. Niðurstöður hans voru býsna lík- ar því sem nútímaofurtölvur spýta út úr sér en ekki nokkur maður gerði veður út af þessum útreikn- ingum. Enn síður lagði heimurinn við hlustir árið 1938 þegar breski veðurathugunarmaðurinn Stewart Callendar kom með þá tilgátu á fundi Hinnar konunglegu bresku veðurfræðistofnunar að röð hlýrra ára á fjórða áratugnum mætti skýra með kenningu Fouriers um gróður- húsaáhrif. Það var ekki fyrr en á dögum Kalda stríðsins, segir Spencer Weart, að augu manna opnuðust fyr- ir möguleikanum á hlýnun jarðar. Flestar rannsóknir bentu til að gróð- urhúsaáhrifin væru raunveruleg og amerískir vísindamenn voru í far- arbroddi rannsókna, fjármagnaðir af hermálayfirvöldum í Pentagon. Hershöfðingjarnir höfðu nefnilega fengið þá hugmynd að finna mætti upp nýtt loftslagsvopn sem væri mun öflugra en kjarna- sprengjur gætu nokkru sinni orðið. Ungur bandarískur vísindamaður, David Keeling, hóf snemma á 6. áratug síðsutu aldar, að mæla magn koltví- sýrings í andrúmsloft- inu. Hann setti upp mæli á tindi eldfjalls á Hawaii-eyjum, fjarri helstu iðnaðarsvæðum sem kynni að skekkja mælingar og mælingar hans var síðan hægt að lesa af línuriti sem stig- vaxandi magn koltví- sýrings. Þeir sem efast um að loftslagsbreytingar séu af manna völdum benda á að stutt sé síðan lofts- lagsfræðingar héldu því fram að búast mætti við ísöld. Þeir koma einnig með þá mótbáru að kenningar um kaos geti gert að engu tölvuút- reikninga um hlýnun andrúmslofts í framtíð- inni. Hugsanlega kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls, en eftir stendur hins veg- ar spurningin um það hvort við vilj- um valda hrikalegri ringulreið í líf- ríki jarðar af völdum loftslagsbreytinga með því að hætta því loftslagskerfi sem ríkir nú. Aðalatriðið er, líkt og Spencer Weart bendir á, að andrúmsloftið er að hlýna hraðar og meira en nokkru sinni hefur gerst áður; þéttleiki gróðurhúsalofttegunda eykst ár frá ári. Hvað sem þeir annars kunna að hvísla í eyra Bush forseta þá hafa jafnvel hinir spilltustu og ofstæk- isfyllstu á meðal þeirra vísinda- manna sem enn andmæla kenning- unni um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar ekki þorað að draga í efa uppgötvun Fouriers um að gróðurhúsalofttegundir séu hita- stillir fyrir okkar plánetu. Þessir sömu vísindamenn hafa hins vegar verið duglegir við að finna upp á alls kyns skýringum á því hvers vegna síaukin losun gróðurhúsaloftteg- unda af mannavöldum hafi ekki áhrif á þennan hitastilli. Sjá um bók Spencer Wearts á http://www.aip.org/history/climate/ Uppgötvun gróð- urhúsaáhrifanna Árni Finnsson skrifar um umhverfismál Árni Finnsson ’Andrúmsloftiðer að hlýna hraðar og meira en nokkru sinni hefur gerst áð- ur; þéttleiki gróðurhúsa- lofttegunda eykst ár frá ári.‘ Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.