Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Söngvar úr skúmaskotum Jóna Palla gefur út disk með óvenjulegum viðfangsefnum | Fólk Íþróttir og Fasteignir Íþróttir |Haukar töpuðu en eygja möguleika Örn Arnarson hreppti silfrið Fasteignir |Húsnæðiskostnaður og bótakerfi Sjávarútsýni á Sjálandi í Garðabæ „ÞEIR NÁÐU SADDAM“  Saddam Hussein gafst upp mótþróalaust  Handtakan sigur fyrir Bush Bandaríkjaforseta  Saddam verður látinn svara til saka fyrir nýjum stríðsglæpadómstól  Fögnuður meðal almennings í Bagdad AP SADDAM Hussein eftir handtökuna. Bandaríski herinn vildi geta sannað það strax fyrir Írökum að hinn hand- tekni væri að sönnu einræðisherrann fyrrverandi og sýndi í sjónvarpi myndbandsupptöku af honum þar sem bandarískur herlæknir skoðar hann. DNA-greiningu og öðrum aðferðum var beitt til að taka af allan vafa. Reuters Ungir Bagdadbúar fagna tíðindunum af handtöku Saddams Husseins. Grár og gugginn eftir átta mánuði á flótta SADDAM Hussein, fyrrverandi einræðis- herra Íraks, sem bandarískir hermenn handsömuðu í fyrrakvöld, verður hugsan- lega fyrsti maðurinn sem dreginn verður fyrir nýstofnaðan stríðsglæpadómstól í Írak. Dara Nuredin, meðlimur í Stjórnar- ráði Íraks, bráðabirgðastjórninni sem starfar í skjóli hernámsyfirvalda, lét svo ummælt í gær að svo fremi sem takast mundi að safna málsgögnum yrði Saddam sá fyrsti sem látinn yrði svara til saka fyrir dómstólnum. Nuredin er formaður laga- nefndar bráðabirgðastjórnarinnar og átti mótandi þátt í stofnun dómstólsins. Ahmad Chalabi, annar fulltrúi í Stjórnar- ráði Íraks, sagði einnig að réttað yrði yfir einræðisherranum fyrrverandi. „Saddam mun þurfa að svara til saka í opnu rétt- arhaldi svo að íraska þjóðin fái að vita um glæpi hans,“ sagði Chalabi í sjónvarpi. Handtakan þykir mikill sigur fyrir banda- ríska herliðið í Írak, sem á í stöðugum skærum við fylgismenn einræðisherrans fallna, sem innrásarlið Bandaríkjamanna, Breta og bandamanna þeirra hrakti frá völdum fyrir átta mánuðum. „Dagur vonar er risinn [fyrir írösku þjóðina],“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi. Í höfuðborginni Bagdad spiluðu útvarps- stöðvar fagnaðartónlist og margir íbúar skutu upp í loftið af fögnuði. Úti á götum og í strætisvögnum var hrópað: „Þeir náðu Saddam! Þeir náðu Saddam!“ Leiðtogar ríkja heims lýstu yfir ánægju og létti með þessi tíðindi. Í arabaríkjum voru viðbrögðin þó blendnari í byrjun. Bagdad. AP, AFP.  Handtakan | 4 | 14 | 24 Í felum í neð- anjarðarholu BANDARÍSKIR hermenn hand- sömuðu Saddam í fyrrakvöld, fúl- skeggjaðan, gráan og gugginn, þar sem hann var í felum í þröngri holu í jörðu niðri, undir úthýsi sveitabæjar skammt frá fæðingarbæ hans Tikrit. Lauk þar með einhverri umfangs- mestu leit sem gerð hefur verið að nokkrum manni fyrr og síðar. Til að eyða sem fyrst öllum vafa meðal innfæddra um að það væri virkilega Saddam sjálfur sem þarna væri genginn þeim í greipar var myndbandsupptaka af hinum hand- tekna sýnd á öllum sjónvarpsstöðv- um. Á upptökunni mátti sjá Saddam fúlskeggjaðan á meðan læknir úr Bandaríkjaher skoðaði hann. „Einræðisherrann fyrrverandi mun mæta réttvísinni sem hann neit- aði milljónum manna um,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í stuttu sjónvarpsávarpi úr Hvíta hús- inu síðdegis í gær. „Myrku og sárs- aukafullu skeiði í sögu Íraks er lokið. Dagur vonar er risinn,“ sagði hann. Brezki forsætisráðherrann Tony Blair fagnaði handtökunni í stuttu ávarpi. Sagði hann valdatíma Sadd- ams hafa þýtt ógnarstjórn, klofning og grimmd, „látum handtöku hans færa írösku þjóðinni einingu, sættir og frið“. Vona að dragi úr árásum Ráðamenn í Washington vonast til að með handtöku Saddams Husseins aukist líkur á að ráða megi niðurlög- um þeirra sem haldið hafa úti stöð- ugum árásum á hernámsliðið og þá sem með því hafa starfað á liðnum mánuðum. Yfir 190 bandarískir her- menn hafa látið lífið í slíkum árásum frá því Bush forseti lýsti því yfir 1. maí sl. að stríðinu í Írak væri að mestu lokið, en þessar árásir hafa hamlað mjög uppbyggingarstarfinu. Ray Odierno, hershöfðingi 4. her- deildar bandaríska fótgönguliðsins, en það voru liðsmenn þess sem hand- sömuðu Saddam, tjáði blaðamönnum í gær að svo virtist ekki sem Saddam hefði haft nein bein afskipti af skipu- lagningu skæruaðgerða. LEIÐTOGAR ríkja heims lýstu ánægju og létti yfir því í gær, að tekizt hefði að handsama Saddam Hussein. Voru jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar innrásarinnar í Írak á einu máli um að handtakan kynni að vera mikill áfangi á þyrn- um stráðri leið landsins til varan- legs friðar og velsældar. Davíð Oddsson forsætisráðherra fagnaði tíðindunum og sagði engan vafa á því „að það veikti mjög stöðu bandamanna í Írak og traust al- mennings á þeim að hann léki enn lausum hala“. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði sérstakt fagnaðarefni „að hann skuli hafa náðst lifandi svo að það sé hægt að leiða hann fyrir dómstól“. Jacques Chirac Frakklands- forseti, sem var mjög ákveðinn í andstöðu við innrás bandamanna í Írak, sagði að handtaka einræð- isherrans fyrrverandi væri „meiri- háttar viðburður sem ætti að styðja mjög við uppbyggingu lýðræðis og stöðugleika í Írak.“ Í sama streng tóku Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Igor Ivanov, utan- ríkisráðherra Rússlands, sem og reyndar leiðtogar út um allan heim. Í arabalöndum voru viðbrögðin við fréttinni af handtöku Saddams í fyrstu blendin. Víða lýstu menn þó ánægju með að endanlega væri ljóst að Saddam myndi aldrei snúa aftur til valda í Írak. Leiðtogar lýsa ánægju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.