Morgunblaðið - 15.12.2003, Page 20

Morgunblaðið - 15.12.2003, Page 20
LISTIR 20 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is Miele ryksugurnar hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar fullkomna ryksugu fyrir sérhvert heimili. Miele ryksugurnar gera jólahreingerninguna að léttu verki og eru tilvaldar í jólapakkann. Miele ryksuguga er glæsileg jólagjöf og frábær í jólahreingerninguna – enga málamiðlun fyrir jólin Borgir og eyðimerkur, er aðalper- sónan rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson. Bók Viðars Hreins- sonar, Andvökuskáld, er annað bindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar og er viðfangsefnið líf og skáldskap- ur Stephans á árunum 1899–1927. Umræður verða að lokinni kynn- ingu en þá gefst fólki tækifæri á að koma með spurningar og ræða við höfundana um verk þeirra. Kvartettinn Spaðafjarkinn mun syngja nokkur lög við undirleik Við- ars Guðmundssonar píanóleikara. ,,ÆVISÖGUR í ýmsum myndum“ er yfirskrift bókakvölds Snorrastofu í desember. Annað kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30 lesa nokkrir höfund- ar nýútkominna bóka upp úr verkum sínum. Öll eiga verkin það sameig- inlegt að vera eitthvert form ævi- sagna. Jakob F. Ásgeirsson segir sögu athafnamannsins Valtýs Stef- ánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Í bók Flosa Ólafssonar, Ósköpin öll, er að finna frásagnir frá sambúð hans og Lilju konu hans til 50 ára. Í skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Jakob F. Ásgeirsson Viðar Hreinsson Sigurjón Magnússon Flosi Ólafsson Ævisögur í Snorrastofu HINIR árlegu aðventutónleikar Diddúar og drengjanna verða haldnir í Mosfells- kirkju þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. desember og hefjast þeir kl. 20.30. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og blásarasextett en hann skipa klarínettuleikararnir Sig- urður Ingvi Snorrason og Kjartan Ósk- arsson, hornleikararnir Emil Friðfinns- son og Þorkell Jóelsson og fagottleikararnir Brjánn Ingason og Björn Árnason. Á efnisskránni eru verk sem viðeigandi er að flytja á jólaföstunni. Elsta verkið er frá 15. öld en hið yngsta er aðeins nokkurra ára gamalt. Sigrún syngur meðal annars „Ave Maríur“ eftir Mascagni, Caccini og Cherubini, Panis Angelicus eftir César Franck, Ó helga nótt eftir Adolphe Adam og Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar við texta Hall- dórs Laxness. Menningarmálanefnd Mos- fellsbæjar stendur að þessum tónleikum sem nú eru haldnir sjöunda árið í röð. Diddú og drengirnir, blásarasextett, halda aðventutónleika í Mos- fellskirkju. Diddú og drengirnir Í ÞESSARI bók eru frásöguþætt- ir um sjö karla, sem átt hafa heima á Akranesi um lengri eða skemmri tíma eða í Borgarfirðinum. Fjórir þeirra geta kallast skemmtikraftar, sá fimmti mjög braghagur maður og tveir nokkurs konar furðufuglar. Í formála segir útgefandinn og sá sem efnið hefur tekið saman, að „þessar sögur og kveðskapur [eigi] það sameiginlegt að rifja upp afþrey- ingarefni frá samtímanum á síðustu öld“. Og satt er það líka að afþrey- ingarlestur er þetta eða kannski öllu fremur lestur, sem kemur manni í gott skap eina eða tvær kvöldstund- ir. En líklega gildir það einungis um okkur gamlingjana. Hinir yngri eiga varla hugljúfar endurminningar um dansiböll, þar sem ,,Besti vinur bak við fjöllin háu“ hljómaði í fullu veldi eða lundin glúpnaði við að hlusta á „Á hörpunnar óma …“. En sá sem fyrst er hér sagt frá, Theódór Einarsson, er ein- mitt höfundur þessara texta og fjölmargra fleiri, sem mikið voru sungnir og leiknir og hér eru prent- aðir. Annar í röðinni er Ragnar Jó- hannesson, sem um skeið var skóla- stjóri á Akranesi, skáldmælt gáfu- menni og mikill félagsmálamaður. Hann var þjóðkunnur fyrir skemmti- efni bæði í bundnu og óbundnu máli og átti mikinn þátt í að vekja gleði og skemmtan meðal Akurnesinga. Sá þriðji, Ólafur í Mýrarhúsum, var allt annarrar gerðar. Hann orti fjöldann allan af skrítnum og skondnum vís- um. Þó að frumleiki væri þar sér- stæður hefur það varla þótt mikill skáldskapur, en engu að síður til gleðiauka. Valgeir Runólfsson rafvirkja- meistari er fjórða skáldið, sem hér er kynnt. Hann var býsna góður og gamansamur vísnasmiður. Sá fimmti er svo sjálfur allsherj- argoðinn Sveinbjörn Beinteinsson. Yfir þeirri frásögn er mun meiri al- vara, enda naumast hægt að segja að Sveinbjörn hafi verið skemmtikraft- ur, þó að hann stigi nokkuð oft á svið með rímnakveðskap sinn. Hér segir margt af kveðskap Sveinbjarnar en hann var afar bragfróður maður, orðhagur og leikinn í vísnagerð. Síðustu tveir þættirnir eru um tvo skrítna karla. Annar þeirra, Guð- mundur Jónsson (Gvendur Th. eða trunta), var mikill dugnaðarmaður og hestamaður kunnur, en þekktur fyrir snjöll og beinskeytt tilsvör, sem mér skilst að lifi enn þar í sveit. Restina rekur Ólafur nokkur Jóns- son, kallaður Óli gossari. Sá var eig- inlega einn af síðustu umrenningum þessa lands, ef ekki eru meðtaldar ýmsar nútíma landeyður. Sem sagt: skemmtileg bók fyrir líklega fremur þröngan „markhóp“. Gamanmál af Skaga BÆKUR Mannlífsþættir Bragi Þórðarson. Sögur, kveðskapur, gamanmál. Hörpuútgáfan, Akranesi, 2003, 224 bls. KÁTIR KARLAR Bragi Þórðarson Sigurjón Björnsson ÍBÚAR þessarar strjálbýlu eyj- ar, sem hafa lifað á frumstæðum landbúnaði og sjósókn við heldur kuldalegar aðstæður, eru að vonum stoltur af þeirri ríkulegu sögu og bókmenntahefð sem varð til þrátt fyrir fjarlægð frá borgarmenningu og fræðasetrum þeirra. Við njótum þess að ferðast um söguslóðir okk- ar, rétt eins og okkur finnst við þurfa að drepa niður fæti í fornum dómkirkjum Ítalíu og láta taka af okkur myndir í þröngum strætun- um við Signubakka til að teljast með menningarþjóðum. Þótt skap- ast hafi hefð fyrir skoðunarleið- öngrum um slóðir íslenskra stúd- enta í Kaupmannahöfn, leiðum við þó sjaldan hugann að erlendum uppruna okkar í menningartengdri ferðamennsku. Það er helst að áhugi okkar komi fram í stolti yfir að hafa, með miðaldabókmenntun- um, gefið hinum Norðurlandaþjóð- unum sögu. Miklu sjaldgæfara er að farið sé á söguslóðir forfeðra okkar í Noregi. En Þorgrímur Gestsson brá útaf venjunni og segir ferðasögu af Noregi í bókinni sem hann kallar Ferð um fornar sögur. Þorgrímur fór sjóleiðina utan, eins og fornkapparnir, en notaðist við gamlan jeppa til að komast leið- ar sinnar á landi. Í upphafi hvers kafla er kort af því svæði sem hann fór um, sem hjálpar lesandanum að fylgja honum eftir. Inn í ferðasög- una fléttast frásagnir bókmennt- anna, eftir því sem þær tengjast hverjum stað. Hann skoðaði forn- leifar og byggðasöfn og talaði við heimamenn og fræðimenn á staðn- um. Í ljós kemur að Íslendingasög- ur segja ekki alltaf alla söguna, því ýmsar sagnir eru enn við lýði meðal norskra frænda okkar sem stemma ekki við hinar rituðu heimildir. Oft ríma þær einnig vel og sumar eru hreinar viðbætur við Snorra gamla. Sannleik- urinn hefur margar myndir. Höfundi verður tíðrætt um staða- nöfn, hvernig orðin hafa tekið á sig breytta mynd í mörgum tilvik- um, en eru í öðr- um tilvikum auðþekkjanleg. Enn annarstaðar hafa ný nöfn einfald- lega tekið völdin af þeim gömlu. Frásögnin er tilgerðarlaus og launfyndin á köflum, bæði af ferð- um Þorgríms og fólkinu sem hann hitti, sem og þegar hann rekur sög- ur fortíðarinnar. Þarna er komin saman mikil þekking af því tagi sem kallast alþýðufróðleikur, því vitnað er til samtala, en aldrei beint í rannsóknir. Með þeim undantekn- ingum þó þegar beint er vitnað í sögurnar. Aftast er listi yfir rit sem Þorgrímur notaði til upplýsingaöfl- unar og það er dálítið klaufalegt að geta ekki Fornritaútgáfu Hins ís- lenska fornritafélags þar, þótt hann hafi gert það í inngangi. Það er þó varla stór sök, enda eru einkunn- arorð bókarinnar að hafa skuli það sem skemmtilegra reynist. Þau eru höfð eftir Jóni Böðvarssyni, sem hefur langa reynslu af því að ferðast með Íslendinga um sögu- slóðir í Noregi. Band bókarinnar er það sem kall- ast álímingur, en það er nefnt svo þegar kápan er límd á spjöldin eins og tíðkast með teiknimyndasögur. Bókin er einnig af sömu stærð og slíkar bókmenntir eru gjarnan og að þeim ólöstuðum tel ég samt að það grafi undan tiltrú manna á bók- ina við fyrstu sýn, að binda hana á þennan hátt. Hún hefði sómt sér miklu betur í broti sem þægilegra er að halda á, annaðhvort í kilju eða virðulegra bandi. Að vísu eru í henni myndir, en rýmið sem skap- ast er ekki nýtt svo vel að það skýri þetta val. Myndirnar tekur Þor- grímur sjálfur og bera þess merki að þar er ekki atvinnumaður á ferð. Þann þátt hefði verið æskilegt að vinna betur. Bókarkápan sjálf er þó bæði falleg og smekklega unnin af Halldóri Þorsteinssyni. Ég átti góðar stundir með þess- ari bók og hló oft upphátt. Það er gaman að henni og hún er áhuga- verð bæði fyrir þá sem eru vel að sér í miðaldabókmenntum og aðra sem hafa bara áhuga á góðum sög- um. Á endanum er ekki laust við að maður láti sig dreyma um að fara slíka ferð. Birtingarmyndir sannleikans BÆKUR Ferðasaga Þorgrímur Gestsson. Útgefendur Sögu- félag og Hið íslenska bókmenntafélag, kortagerð Jean-Pierre Biard, útlit Halldór Þorsteinsson, prentvinnsla Prentsmiðjan Oddi hf., ljósmyndir Þorgrímur Gestsson, 232 bls. FERÐ UM FORNAR SÖGUR. NOREGSFERÐ Í FÓTSPOR SNORRA STURLUSONAR Þorgrímur Gestsson Lára Magnúsardóttir Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.