Vísir - 23.01.1981, Side 16

Vísir - 23.01.1981, Side 16
16 vism______________________________________________ Föstudagur 23. janúar 1981. HALDID ÁFRANI A SÖMU DRAUT Blúsaðdáandi hringdi: Mig langar að fara nokkrum orðum um reykvisku hljómsveit- ina Kjarnorkublúsara. Margir hafa borið hana saman viö Þurs- ana og þar er ég fyllilega sam- mála. Þeir flytja stórgóöa hljóm- list og textarnir þeirra eru hreint frábærir. Mér linnst unduríurðu- legt, að þessari hljómsveit skuli ekki veitt meiri athygli. Haldið áfram á sömu braut Kjarnorkublúsarar og leyfið landsbyggðinni allri að njóta tón- listar ykkar! gSg ' "* - ‘ . Það snjóar oft drjúgt á Akureyri. Pi Þá er andskotinn laus en bíllinn lastur” Einn gangandi á eyri hringdi: - Lesandi á Akureyri er óánægöur meö snjomoksturinn öar í bæ Akur- U övænl endalok irábær öáilur 99 Fram til þessa hafa starfsmenn Akureyrarbæjar staðið sig furðanlega vel við að hreinsa snjó af götum og gangstéttum þegar þesshefur þurft með. Út af þessu hefur þó brugðið i vetur. Fyrir það fyrsta virðist sem ráðamenn reyni aö komast hjá þvi að láta ryðja göturnar i lengstu lög. Fyrir vikið verður oft þæfingsfærð um göturnar, sér- staklega i ibúðahverfunum. Treðst þá venjulega ein slóð, en þurfi að vikja af henni er andskot- inn laus, en billinn fastur. En þá tekur fyrst steininn úr, þegar göturnar eru loks ruddar. Þá er nefnilega snjónum rutt upp á gangstéttir, svo við ræflarnir sem ferðumst á þessum jafn- fljótu, verðum að tritla á götun- um i stöðugum ótta við blikk- beljurnar. Ég veit að það kostar tima og fyrirhöfn að gera þetta svo vel sé. Sennilega ræður mestu tóma- hljóðið i bæjarsjóðnum, en það verður að gera lágmarks öryggis- kröfur i þessum efnum. Glápari hringdi: Ég er svo aldeilis yfir mig bit á þvi fólki sem Visir hringir i á morgnana og spyr álits á dagskrá sjónvarpsins daginn áður! Það er sko ekki auðvelt að gera þessu fólki til hæfis. Á miðvikudaginn hneykslaðist fólkið á þriðjudagssjónvarpsdag- skránni sem að minu viti var eins góð og með sæmilegri samvisku er hægt að heimta. Fyrst skal upp telja „Lifið á jörðinni” sem er einhver besti náttúrulifsmyndaflokkur, sem sjónvarpið hefur sýnt. Ég tel þá, sem ekki höfðu gaman al' þeim myndaflokki, hreinlega stórvara- sama og þeir eiga vart skilið að flokkast sem „homo sapiens” (hinn vitiborni maður). Þá tók við „Ovænt endalok” frábær myndaflokkur. I „Ovænt- um endalokum” ber á örfinni fyndni sem el til vill kallar á næmt skopskyn og máske örlitla skynsemi. Það er kannski til of mikils mælst? Það væri rosalegt ef einhverjir „húmorslausir kverúiantar” fengju þvi til leiðar komið með nöldri sinu að sjón- varpið hætti að sýna þennan myndaflokk. Sjónvarpið er hreint ekki alltaf gott og nauðsynlegt er aö gagn- rýna það. Það er þó litið unnið með gagnrýni sem alltaf er nei- kvæð — jafnvel þó vel sé að verki staðið. Taiar og skrlfar Islensku elns og hún værl inniædd Afiurhaldssielna að stytta dagskrá rlklsflölmlðlanna Hafnfirðingur skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárhagsöröuleika Rikisút- varpsins og komið til tals að stytta dagskrá útvarps og sjón- varps. Það vekur furðu mina að slik afturhaldsstefna skuli koma til tals. Það væri nær að breyta fyrirkomulagi um innheimtu af- notagjalda og fella þau inn i skattinnheimtu landsmanna. Með þvi væri hægt að spara fleiri tugi þúsunda ef ekki miiljónir sem gætu runnið beint i dagskrárgerð rikisfjölmiðlanna. Ekki má heldur gleyma þvi að afnota- gjöldin eru hlægilega lág og mættu hækka að minnsta kosti um helming án þess aö nokkur fyndi fyrir þvi. Ég skora á alla landsmenn að taka höndum samanog efla þessa nauösynlegu þjónustu sem útvarp og sjónvarp eru. ! HAMARK ; HRÆSNINNAR | Ö.H. skrifar Kommúnistarmr Vilborg Harðardóttir og oialur I Ragnar Grimsson stilltu sér j upp i sjónvarpinu l'yrir framan alþjóð i gærkvöldi (þriðjudag). Þessir tveir kommúnistar styöja ógnar- stjornir trúbræðra sinna i austantjaldslöndunum, t.d. i | Ungverjalandi og lengra austur i Vietnam og vinna aö þvi að koma á sama kerfi hér | á tslandi. Hvað gera þau siöan hér i sjónvarpinu i gær? Þau leiöa | fram m.a. flóttastúlku frá Vietnam sem varð aö flýja heimalandsitt vegna hryöju- I verka kommúnista þar i landi og ílóttamann frá Ung- | verjalandi sem lika er hér vegna yfirgangs kommún- ista i heimalandi hans 1956. Svo spyrja þau með sak- leysissvip og vantar ekkert I nema geisla ba u gi n n : | „Hvernig er að vera flótta- maður á íslandi?” !>Sr Jón Þorláksson skrifar: Sigurbjörg Stefáns- dóttir er fædd 13. nóvember 1897 i grennd við Mountain. Faðir hennar var Helgi Stefánsson frá Arnar- vatni, hálfbróðir Jóns Stefánssonar sem siðar varð kunnur undir skáldanafninu Þorgils gjallandi. Móðir Sigur- bjargar var Þuriður Jónsdóttir Sigurðssonar frá Gautlöndum. Sigurbjörg Stefánsdóttir sem nú er 83 ára gömul, hefur að ég held komið tvisvar um ævina til Islands. Hún skrifar islensku og talar gjörsamlega eins og hún hafi aldrei verið annarsstaðar en á tslandi. Sigurbjörg eyddi megninu af starfsaldri sinum i kennslu eink- um kenndi hún frönsku. Hún er kunn i Kanada fyrir áhuga sinn á menningarmálum, t.d. gaf hún Gimli bæ verðmæta lóð undir bókasafn staðarins, enda er bóka- safnið stolt hennar og yndi. Þangað brunaði hún með okkur hjónin i júli 1977 er við heimsótt- um hana. Hér fer á eftir dálitill fréttapistill sem hún skriíaði nú i byrjun árs. Lesendur athugið Ritstjórnarsimi Visis á Akureyri er 96-21986. Lesendur á Akureyri og i nágrenni geta snúið sér þangað. Dálítill aukapistill Meðal atburða ársins hér má telja að i mai var hér móða i lofti 2-3 daga og lagðist létt ryklag á allt, frá eldgosi sankti Helenar- fjalls i Washington-riki um 2.400 kilómetra héðan. Mér varð hugsað til íslands. Nú eru islensku byggðirnar Foam Lake og Wynyard i Saskatchewan að semja héraða- sögu sina. Af þvi að ég er ein af þeim fáu sem lifðu þá tið i Wyn- yard og eru enn á lifi, þá sat ég með sveitt ennið i jan.-mars við að reyna að rifja upp og safna sögnum um þau mál hvort sem að gagni kemur eða ekki. Hér var gestkvæmt með af- brigðum i sumar, 30-40 i júli og margir eftir það — vinir, frændur og jafnvel ókunnugir sem leituðu upplýsinga um uppruna sinn. Þetta fólk kom viðsvegar að alla leið frá Montreal til Vancouver og tslandi til Arkansas. Nú er þriðji Gimlibúinn af is- lenskum uppruna (i viðbót við einn úkraniskan) meðal okkar fyrrverandi stúdenta i Gimli- skóla, búin að gefa út bók. Vitan- lega er ég eins og aðrir Gimlung- ar, mjög hreykin af þessu fyrir hönd skólans okkar og Gimli- bæjar og islenska þjóðarbrotsins. Höfundurinn notar sitt islenska nafn Sigrid Johannesson en bókin heitir „Some Silent Shore” (Þögul strönd). Hún er i skáld- söguformi, og fjallar um ævi is- lenskra fiskimanna og kvenna þeirra og barna hér viö Winnipeg- vatn á kreppuárunum. Mér er sagt að lýsingin sé nákvæmlega sönn og rétt. 1 desember kom hingað til Gimli kona sem ferðast um is- lenskar byggðir fyrir hönd Al- berta-stjórnar til að kynna sér húsbúnað og húsakynni islensku frumbýlinganna um aldamótin. Er það i sambandi viö heimili Stephans G. Stephanssonar skálds sem nú er ákveðið að verði sögufrægur staður

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.