Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 9 Mikið úrval 5 % aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Í dag, sunnudag 28. desember, kl. 13-19, mánudaginn 29. desember, kl. 13-19 og þriðjudaginn 30. desember, kl. 13-19. Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Bænamottur 80x140 cm 12-16.000 8.900 Pakistönsk ca 90x150 cm 29.800 18.700 Rauður Afghan 200x260 cm 90.000 64.100 og margar fleiri gerðir. RAÐGREIÐSLUR Sími 861 4883 Töfrateppið Áramótaútsala ÞEGAR snjórinn kemur gleðjast krakkar yfirleitt og fara út að leika sér. Hvolpar eru ekkert ósvipaðir börn- um að þessu leyti. Hvolparnir Fókus og Gerpla, sem eru af border collie-kyni og tilvonandi smalahundar, skemmtu sér konunglega við að leika sér í sköflunum og urðu eins og tveir snjóboltar eftir veltinginn í snjón- um. Það voru því tveir þreyttir hvolpar sem komu inn til að hlýja sér öðru hverju. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ungviðið leikur sér í snjónum RÍKISSAKSÓKNARI áfrýjaði að eigin frumkvæði ellefu sakamálum til Hæstaréttar árið 2002 og var dæmd þynging í fimm þeirra. Þrír dómar voru staðfestir og þremur málum vísað aftur heim í hérað. 62 málum var áfrýjað að frumkvæði dómfelldra í héraðsdómi. Áfrýjun- armálin voru því alls 73 og hefur farið fjölgandi á allra síðustu árum samkvæmt ársskýrslu ríkissak- sóknara 2002. Áfrýjað var 20 kynferðisafbrota- dómum, tíu fíkniefnadómum, níu auðgunarbrotadómum, níu líkams- árasardómum og tveimur fiskveiði- brotadómum. Af 62 dómum sem dómfelldu áfrýjuðu voru 34 staðfestir í Hæstarétti, tíu dómar þyngdir, átta mildaðir og sýkna dæmd í fimm málum. Dómar féllu í þremur mann- drápsmálum árið 2002 og lauk þeim öllum með sakfellingardómi í héraði. Í tveimur málum til við- bótar var sýknað af refsikröfu vegna ósakhæfis en ákærðu gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun Ákært var fyrir stórfelldar lík- amsmeiðingar í 32 málum. Í flest- um tilvikum var hnífi eða eggvopn- um beitt. Á árinu gengu þrír dómar í Hæstarétti vegna stórfelldra fíkni- efnabrota. Tveir ákærðu voru sýknaðir en þrír fengu fimm, níu og tíu ára fangelsi. 21 maður var ákærður í sex málum fyrir stór- felld fíkniefnabrot. Þá flutti ríkissaksóknari sautján kynferðisbrotamál sem vörðuðu brot gegn fullorðnum og féllu dóm- ar í sjö slíkum nauðgunarmálum. Sakfellt var í fjórum þar af lauk þremur með dómi Hæstaréttar þar sem héraðsdómur var staðfestur. Tveir menn voru sýknaðir í héraði og þeim málum ekki áfrýjað. Í einu máli var ákært fyrir nauðgunartil- raun ásamt öðrum brotum og var ákærði sakfelldur í héraði en sýkn- aður í Hæstarétti. 28 kynferðisbrotamál gegn börnum 28 kynferðisbrotamál sem vörð- uðu brot gegn börnum voru flutt árið 2002. Þremur málum þar sem ákært var fyrir samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða niðja, lauk með sakfellingu í Hæstarétti og einu með sýknu í héraði. Ellefu dómar féllu í málum þar sem ákært var fyrir samræði eða önnur kynferðismök við börn yngri en 14 ára. Sakfellt var í sjö málum í héraði og þar af var fjórum skotið til Hæstaréttar sem staðfesti hér- aðsdómana. Sýknað var í fjórum málum. Þá féllu sex dómar þar sem ákært var fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum yngri en 14 ára. Sakfellt var í þremur málanna en sýknað í hinum þremur. Þá féllu dómar eða viðurlaga ákvarðanir sem eru ígildi dóma í ellefu málum sem vörðuðu brot gegn blygðunarsemi og í fimm mál- um sem vörðuðu barnaklám. Þá voru 24 einstaklingar ákærðir í tíu málum fyrir rán og lauk öllum málum í héraðsdómi. Sýknað var í tveimur málum en sakfellt í átta. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í níu málum árið 2002. Alls var 73 sakamálum áfrýjað til Hæstaréttar á síðasta ári Áfrýjunarmálum hefur farið fjölgandi á allra síðustu árum SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur staðfest tillögu veður- stofustjóra að nýju skipuriti Veður- stofu Íslands sem gengur í gildi 1. janúar 2004. Meginsviðum fækkað úr sex í þrjú Með nýju skipuriti er meginsvið- um stofnunarinanr fækkað úr sex í þrjú og nefnast þau veðursvið, eðl- isfræðisvið og rekstrarsvið. Sviðs- stjórar hafa verið ráðnir Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur, Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur og Margrét Jónsdóttir viðskiptafræð- ingur. Veðursvið skiptist í þrjár deildir, spádeild, rannsókna- og þró- unardeild og sérþjónustudeild. Deildarstjórar veðursviðs verða veðurfræðingarnir Sigrún Karls- dóttir, Einar Sveinbjörnsson og Halldór Björnsson. Eðlisfræðisvið skiptist einnig í þrjár deildir, mæl- ingadeild, eftirlitsdeild og rann- sóknadeild. Deildarstjórar eðlis- fræðisviðs verða Hreinn Hjartarson veðurfræðingur og jarðeðlisfræðing- arnir Steinunn S. Jakobsdóttir og Kristín Vogfjörð. Nýtt skipurit Veðurstofu Íslands NETNOTKUN landsmanna hrapaði um jólahátíðina og dagana fyrir hana ef marka má vefsetur fyrirtækisins Modernus, sem mælir umferð um flesta vinsælustu vefi landsins, þar á meðal Mbl.is. Fjöldi flettinga fór úr tæpum 2,8 milljónum flettinga á dag niður í rúmar 1,2 milljónir flettinga dagana fram að jóladag. Þessi þróun hefur átt sér stað und- anfarin ár enda setur fólk gjarnan aðra hluti í forgang á jólunum en að vafra um Netið. Ekkert netráp yfir jólin SAMBAND ungra framsóknar- manna lýsir sig andsnúið því að fara að nota fjöldatakmarkanir, inntöku- próf eða skólagjöld inn í Háskóla Ís- lands eins og stjórnvöld virðast stefna leynt og ljóst að, segir í tilkynningu frá SUF. Harmar SUF þær sparnað- araðgerðir sem skólinn er þvingaður til að gangast undir á næstunni. Ungir framsóknarmenn telja að á Íslandi eigi að vera jafn réttur til náms og að fyrsta prófraun nýrra nemanda eigi ekki að vera í byrjun náms. Próf í námsefni, sem hafi verið kennt innan Háskóla Íslands, eigi að ákvarða hæfileika nemandans. Andsnúnir inn- tökuprófum Það liggur vel á Kóngi þessa dag- ana, enda nóg að gera og hann nýt- ur ekki hvíldar um jólin eins og mannfólkið. Kóngur er sex vetra hrútur, ættaður frá Óttari Svein- björnssyni á Hellissandi. Eigendur hans eru Fífill Valdimarsson og Þorsteinn Jónasson, sauð- fjárbændur í Stykkishólmi. Þeir eru mjög hrifnir af Kóngi og segja að undan honum komi væn lömb. „Ég vil hafa fjölbreytt litaval á mínu sauðfé,“ segir Þorsteinn. Þeg- ar betur er að gáð og komið er inn í fjárhúsin hans kemur í ljós að þetta er rétt því aðeins ein kinda hans er hvít á lit. „Ég er hrifnastur af mó- leitum kindum og þá er Kóngur á réttum stað,“ segir Þorsteinn. Þeir félagar Fífill og Þorsteinn hafa mikla ánægju af sauð- fjárbúskap og hafa haft hann sem tómstundastarf í mörg ár. Fífill, sem lengi var fjármaður á Skarðs- strönd, segir að kindurnar séu sitt líf og yndi. Að sögn þeirra félaga er mjög vaxandi áhugi á sauðfjárrækt í Stykkishólmi. Þeim reiknast það til að milli 20 og 30 einstaklingar stundi nú sauðfjárrækt. Fífill segist hafa reiknað með að tómstundabú- skapur legðist af með sinni kynslóð, en nú er margt ungt fólk komið með kindur og er hann mjög ánægður með það. „Það er hverjum manni hollt að umgangast lifandi skepnur og láta sér þykja vænt um þær,“ segir Fífill um leið og teymir Kóng inn í fjárhúsin til að sinna sínu starfi. Nóg að gera hjá Kóngi Stykkishólmur. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Félagarnir Fífill Valdimarsson og Þorsteinn Jónasson á leið með Kóng í fjárhúsin á jóladag. FÓLKSBÍLL valt nokkrar veltur eftir að ökumaður missti stjórn á bílnum í framúrakstri á Reykjanes- braut við Vogaveg í gærmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild, en hann hafði skorist á höndum og kenndi sér meins í baki. Einhver hálka var á Reykjanesbrautinni er óhappið varð. Bílvelta á Reykjanesbraut ÖLVAÐUR maður skallaði mann á veitingastað á Ísafirði aðfaranótt laugardags. Þegar dyravörður ætl- aði að vísa manninum á dyr skallaði hann dyravörðinn. Lögregla var kölluð til en maðurinn náðist ekki, vitað er hver hann er. Lögreglan var einnig kölluð í heimahús þar sem slagsmál höfðu brotist út. Sá sem fyrir árásinni varð vildi ekki kannast við málið og því ekkert gert í því. Skallaði tvo á Ísafirði STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.