Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 21
unar barns, enda þótt um reglu væri að ræða sem ætti sér langa hefð og styddist við gild rök. Í samræmi við þetta og þær kröfur sem taldar voru felast í Hæstaréttardóminum var í upphaflegu frumvarpi til hinna nýju barnalaga gert ráð fyrir að maður, sem telur sig vera föður að barni, gæti höfðað mál til feðrunar barns og voru ekki settar sérstakar skorð- ur við þeim rétti. Í meðförum þings- ins var ákvæðið þó þrengt og sett það skilyrði að slík málshöfðun væri því aðeins heimil að barn væri ekki feðrað. Maður getur þar af leiðandi aldrei höfðað mál til að fá sig við- urkenndan sem föður barns, ef ann- ar maður er skráður faðir barnsins. Því má velta fyrir sér hvort þessi breyting gengur nægilega langt sé tekið mið af fyrrnefndum dómi Hæstaréttar Íslands og þeim rök- semdum sem hann er reistur á. Forsjá barna og meðferð ágreiningsmála um forsjá Hin nýju barnalög hafa að geyma ýmis þýðingarmikil nýmæli sem varða forsjá barna og verður gerð grein fyrir nokkrum mikilvægum atriðum sem að þessu lúta. a) Forsjá barna sem búa hjá báð- um foreldrum. Eins og áður fara foreldrar sem eru í hjúskap eða í skráðri sambúð báðir með forsjá barna sinna. Sú breyting hefur aftur á móti orðið með nýju barnalög- unum, að til þess að sambúð for- eldra hafi þessi áhrif er nauðsynlegt að skrá hana í þjóðskrá. Ef for- eldrar sem búa saman í óskráðri sambúð vilja báðir hafa forsjá barna sinna, þurfa þeir að gera um það sérstakt samkomulag sem sýslu- maður staðfestir. b) Forsjá barna sem ekki búa hjá báðum foreldrum. Frá árinu 1992 hefur verið litið svo á að þegar for- eldri, sem fór með forsjá barns ásamt hinu foreldrinu (sameiginleg forsjá) gekk á ný í hjónaband eða stofnaði til sambúðar, fengu stjúp- foreldri og sambúðarforeldri sjálf- krafa forsjá barns ásamt foreldrinu. Þessi sérstæða regla gat leitt til þess að allt að fjórir aðilar fóru með forsjá barns. Við endurskoðun barnalaganna þóttu ekki standa rök til þess að barn lyti jafnframt forsjá utanaðkomandi aðila, þegar forsjár beggja foreldra nyti við. Nýju lögin gera þannig ráð fyrir að stjúpfor- eldri og sambúðarforeldri fari ein- göngu með forsjá barns í þeim til- vikum þegar aðeins það foreldri, sem þeir ganga að eiga eða fara að búa með, fer með forsjána. Þá er jafnframt gerð sú breyting að sam- búðarforeldri fær ekki lengur sjálf- krafa forsjá barns við það eitt að hefja sambúð með kynforeldri sem fer eitt með forsjá. Nú er gerð krafa til þess að sambúð hafi staðið í til- tekinn tíma. Sambúðarforeldri fær því ekki forsjá barns ásamt foreldri þess fyrr en ár er liðið frá því að sambúðin var skráð í þjóðskrá. Með þessu móti er þess freistað að sam- búðarforeldri fari ekki með forsjá fyrr en einhver reynsla er komin á sambúð þess með kynforeldri barns. c) Meðal nýmæla sem hin nýju lög hafa að geyma má nefna yfirlýs- ingar um skipan forsjár að forsjár- foreldrum látnum. Er hér átt við ákvæði sem heimilar forsjárfor- eldrum að gefa út sérstaka yfirlýs- ingu þar sem þeir tilgreina hver skuli fara með forsjá barns að þeim látnum. Gerðar er vissar kröfur til þess hvernig að slíkri yfirlýsingu skuli staðið, auk þess sem hún er eingöngu bindandi að því marki sem ráðstöfun er talin samræmast hags- munum barnsins. Þessi heimild er sambærileg við heimild sem kom inn í lögræðislögin árið 1997 þar sem foreldri er leyft að ákveða hver skuli vera fjárhaldsmaður barns að því látnu. d) Dómstólar skera úr ágreiningi um forsjá. Samkvæmt nýju barna- lögunum eiga ágreiningsmál um forsjá barna í tilefni af skilnaði eða sambúðarslitum alfarið undir dóm- stóla. Barnalögin frá 1992 byggðust einnig á þeirri meginreglu, en for- eldrar gátu sammælst um að fela dómsmálaráðuneytinu úrlausn máls. Sú leið hefur nú verið afnum- in, enda afar fátítt hin síðustu ár að leitað væri til ráðuneytisins með þessi deilumál. Telja verður eðlilegt og æskilegt að jafn mikilvæg mál sem þessi lúti öll sömu reglum og sæti úrlausn dómstóla. Bent er á að dómari getur ekki dæmt að forsjá skuli vera sameiginleg, enda hlýtur sameiginleg forsjá eðli málsins sam- kvæmt alltaf að byggjast á sam- komulagi foreldra. Foreldrar geta hvenær sem er undir rekstri máls gert með sér slíkt samkomulag og fellur málið þá niður. e) Heimild dómara til að ákveða meðlagsgreiðslur og umgengni. Fram að gildistöku nýju barnalag- anna voru öll mál sem snertu með- lagsgreiðslur og umgengnisrétt í höndum sýslumanna. Skipti í því sambandi engu máli hvort þau voru sjálfstæð ágreiningsefni eða hluti af umfangsmeira máli sem rekið var fyrir dómstólum. Í nýju barnalög- unum er gert ráð fyrir því, í þeim tilvikum þegar mál um forsjá barns eða faðerni er fyrir dómi, að dómari geti að beiðni aðila jafnframt tekið ákvörðun um meðlag og/eða um- gengni. Það gefur augaleið að með þessu má spara tíma og vinnu, enda hefur dómari í tengslum við málið kynnt sér gögn þess og hefur þar af leiðandi góðar forsendur til að taka ákvörðun um greiðslu meðlags og rétt til umgengni. Í öllum öðrum til- vikum leysa sýslumenn úr málum af þessu tagi. Ef síðar er krafist end- urskoðunar á ákvörðun dómara um greiðslu meðlags eða inntaki um- gengnisréttar ber að snúa sér til sýslumanns og tekur hann ákvörðun með úrskurði. Ágreiningur um umgengni og með- lag þegar forsjá er sameiginleg Í meginatriðum hvílir sameigin- leg forsjá á þeirri forsendu að for- eldrar séu sammála um forsjá, um- gengni og framfærslu, sem og annað það sem varðar hag barns þeirra og þarfir. Eðli málsins samkvæmt er sameiginleg forsjá ekki framkvæm- anleg nema góð sátt ríki milli for- eldra. Samkvæmt barnalögunum frá 1992 var litið svo á að ágreiningur foreldra varðandi þessi atriði hefði óhjákvæmilega í för með sér að for- sendur fyrir sameiginlegri forsjá væru brostnar. Í nýju barnalögun- um er aftur á móti slakað nokkuð á þessu skilyrði og viðurkennt að for- eldrar geti verið ósammála um ein- staka þætti varðandi hag barna sinna án þess að það leiði nauðsyn- lega til þess að forsendur bresti fyr- ir sameiginlegri forsjá. Þar sem reynslan hefur sýnt að foreldrar velja gjarnan að fara saman með forsjá barna sinna við samvistarslit, var ákveðið að renna enn styrkari stoðum undir þetta úrræði og koma til móts við foreldra sem vilja áfram hafa saman forsjána, þótt þeir kunni að vera ósammála um umgengni barns við það foreldri sem það býr ekki hjá. Nýju barnalögin gera þannig ráð fyrir að foreldrar, sem saman fara með forsjá barns síns, geti leitað til sýslumanns með ágreining um umgengni og fengið úrskurð hans, án þess að hróflað verði við samningi þeirra um sam- eiginlega forsjá. Sama gildir um ágreining foreldra vegna meðlags og annarra sérstakra útgjalda, svo sem vegna fermingar og tannrétt- inga. Umgengnisréttur ekki virtur Í barnalögunum segir að barn eigi rétt á að umgangast með reglu- bundnum hætti það foreldri sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Þannig ber því foreldri, sem barn býr hjá, að stuðla að því að barnið fái að um- gangast hitt foreldri sitt. Á þessu vill verða misbrestur. Þannig getur andstaða þess foreldris sem barnið býr hjá, sem oft er byggð er á öðr- um sjónarmiðum en þeim sem varða hagsmuni barnsins, leitt til þess að barn er svipt þessum sjálfsagða rétti sínum, sem eftir atvikum var upphaflega nánar útfærður í samn- ingi foreldra eða ákvörðun yf- irvalds. Fram til þessa hafa dag- sektir verið eina úrræðið sem mögulegt hefur verið að beita í til- vikum sem þessum, en nú hefur ver- ið lögfest til viðbótar nýtt þving- unarúrræði, sem felur í sér að umgengni er komið á með aðfara- gerð ef álagning og innheimta dag- sekta dugir ekki til. Til þessara að- gerða má grípa þegar umgengnisréttur foreldris og barns er ekki virtur, óháð því hvort það foreldri sem barn býr hjá fer eitt með forsjá þess eða forsjáin er hjá foreldrunum sameiginlega. Þessi aðgerð felur í sér að yf- irvöld, að undangengnum úrskurði dómara, skerast í leikinn til að ganga eftir að lögmætum ákvörð- unum um umgengni sé framfylgt. Sýslumaður (eða fulltrúi hans) fer þá sjálfur á þann stað þar sem barn dvelst, sækir það og kemur því í hendurnar á því foreldri sem á um- gengnisrétt. Áður en til þessa kem- ur ber sýslumanni að boða fulltrúa barnaverndarnefndar á staðinn og er hann barninu til trausts og halds. Reynt er að hafa sem fæsta við- stadda af tillitssemi við barnið. Ef sýslumaður metur aðstæður svo þegar til kastanna kemur að óvar- legt sé að athöfnin fari fram vegna hættu á að barnið hljóti andlegan skaða af skal hann hætta við að framkvæma gerðina. Þá geta þær aðstæður skapast að sýslumaður þurfi að leita eftir aðstoð lögreglu og skulu lögreglumenn þá vera óeinkennisklæddir. Áður en gripið er til svo alvarlegra aðgerða sem þetta þvingunarúrræði er, ber að leita eftir afstöðu barnsins ef talið er það hafi aldur og þroska til. Í framkvæmd hefur lengst af ver- ið mikil tregða til að beita heimild til að leggja dagsektir á foreldri. Verð- ur reynslan að leiða í ljós hvort meiri vilji verður til þess að beita þessu nýja úrræði. Í hinum nýju barnalögum er að finna margvísleg önnur nýmæli, sem ekki verða þó rakin frekar í þessari grein. Má þar helst nefna: a) Nýjar reglur um feðrun barns foreldra í sambúð, sem gera ráð fyr- ir að sambúð verði að vera skráð í Þjóðskrá til þess að maðurinn verði sjálfkrafa skráður faðir barnsins. b) Ítarlegri reglur um vernd barna gegn ofbeldi, þar sem sú skylda er lögð á herðar forsjárfor- eldrum að vernda barn gegn and- legu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. c) Heimild til að gera tímabundna forsjársamninga, en ekki er í eldri lögum gert ráð fyrir að slíkir samn- ingar séu leyfðir. d) Reglur um rétt barna til að tjá sig um mál sem varða þau eru rýmkaðar. Fleiri veigaminni nýmæli er að finna, auk þess sem framsetningu laganna, einkum að því er varðar reglur um meðferð mála fyrir stjórnsýslunni, og kaflaskiptingu þeirra er breytt í verulegum atrið- um séu þau borin saman við eldri lög. Önnur löggjöf sem lýtur að mál- efnum barna: Hin nýju barnalög gefa ekki full- nægjandi mynd af réttarstöðu barna samkvæmt íslenskum lögum, enda er fjallað um börn og rétt- arstöðu þeirra í fjölmörgum öðrum lagabálkum. Fyrst má nefna Barna- verndarlög. Þetta er mikilvægur lagabálkur sem lýtur að vernd barna og ungmenna. Lögin hafa ný- lega sætt gagngerri endurskoðun og eru nú nr. 80 frá árinu 2002. Um ættleiðingar barna er fjallað í ætt- leiðingarlögum sem eru nr. 130 frá árinu 1999. Viðfangsefni lögræð- islaga, nr. 71 frá árinu 1997, tengj- ast á margan hátt efni barnalaga. Þá var embætti umboðsmanns barna komið á fót 1. janúar 1995, sbr. lög nr. 83/1994. Hlutverk hans er að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og rétt- indi þeirra til 18 ára aldurs. Upplýs- ingar um þau margvíslegu viðfangs- efni sem umboðsmaður barna fæst við má finna á heimasíðu embættis- ins. Auk þess er þar að finna marg- víslegar og nytsamlegar upplýs- ingar um réttindi og skyldur barna. Þetta er í senn aðlaðandi, skemmti- leg og fróðleg vefsíða. Slóðin er http://www.barn.is Þeir lagabálkar sem nefndir voru og varða málefni barna, eru ekki tæmandi taldir. Fleiri lög taka á ýmsum þáttum sem lúta að börnum og má sem dæmi nefna lög um mannanöfn, lög um ríkisborg- ararétt, lög um leikskóla, lög um grunnskóla, lög um almannatrygg- ingar, lög um félagsþjónustu sveit- arfélaga, lög um málefni fatlaðra og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá er Ísland aðili að alþjóðasamningum sem m.a. er ætlað að treysta réttarstöðu barna. Hér er annars vegar um að ræða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og hins vegar mannréttindasáttmála Evrópu, en sá síðarnefndi hefur raunar verið lögfestur hér á landi. Báðir þessir samningar hafa haft margháttuð áhrif á löggjöf hér á landi sem lýtur að málefnum barna, auk þess sem þeir hafa margháttuð áhrif á laga- framkvæmd og úrlausnir dómsmála sem varða börn. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur lagt mikla vinnu í að auðvelda almenningi að kynna sér efni hinna nýju barnalaga og breytingar á rétt- arreglum á þessu sviði. Í því skyni hafa verið settar fram ítarlegar upp- lýsingar um efni og innihald nýju laganna á vefsíðu ráðuneytisins http://www.domsmalaraduneyti.is. Upplýsingarnar taka til reglna sem lúta að faðerni barna, forsjá, um- gengni og meðlagsgreiðslum. Þar er jafnframt að finna margs konar eyðublöð sem auðvelda foreldrum að ganga frá málum sem snerta börn þeirra. Þá má á auðveldan hátt nálg- ast barnalögin og greinargerð með frumvarpi til barnalaga í gegnum þessa vefsíðu. Ennfremur má geta þess að dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefur gefið út Barnalögin ásamt greinargerð í handhægu bók- arformi. Í því riti er að finna marg- víslegan fróðleik um aðdraganda lagasetningarinnar og skýringar við einstök ákvæði laganna. Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Í barnalögunum segir að barn eigi rétt á að um- gangast með reglubundnum hætti það foreldri sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Þannig ber því foreldri, sem barn býr hjá, að stuðla að því að barnið fái að umgangast hitt foreldri sitt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.