Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 12.30, 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og powersýning kl. 10.30 Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Pow er- sýni ng kl. 10 .30 www .regnboginn.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 11 og powersýning kl. 9 . „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com Kl. 7, 9 og 11. Með ensku tali. Sýnd kl. 1, 3 og 5. Með íslensku tali. www.laugarasbio.is POWE RSÝnI NG kl. 9 Á STÆ RSTA THX tJALD I LAND SINS PETER Jackson hefur siglt hinni stórbrotnu kvikmyndagerð sinni á Hringadróttinssögu Tolkiens örugg- lega í höfn með lokahluta þríleiksins, kvikmyndinni The Return of the King, eða Hilmir snýr heim. Þar hafa leikstjórinn og föruneyti hans án efa staðist væntingar dyggra aðdáenda sögunnar sem og eldri og yngri kyn- slóða kvikmyndahúsagesta, sem margir hverjir eru e.t.v. að kynnast þessari sígildu sögu í fyrsta sinn. Ef litið er til kvikmyndanna þriggja, Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim, stendur uppi afrakstur eins mikilfenglegasta kvik- myndaverkefnis sem unnið hefur ver- ið um árabil, þar sem hefðbundnar og nýjar aðferðir kvikmyndagerðar eru nýttar af hugvitssemi og óbilandi metnaði um að gera þessa fyrstu kvikmyndaaðlögun Hringadróttins- sögu sem best úr garði. Þar er hugað jafnt að stóru sem smáu og hvergi slegið af kröfunum í sviðssetningum, tæknivinnslu og leikframmistöðu. Sjónrænt heildarútlit myndarinnar er gríðarlega vel heppnað, en samspil raunsæis og þunga annars vegar og töfrandi annarleika hins vegar sem einkennir það, endurspeglar listilega það samspil fantasíu og sögulegra og samfélagslegra skírskotana sem bók- menntaverkið hefur fram að færa. Þessir ólíku þættir renna jafnframt saman í órofa heild, þannig að skilin milli veruleika og sjónhverfinga mást út, og til verður sérheimur sem leikur á mörkum ímyndunar og áþreifan- leika og áhorfandinn getur horfið inní í gegnum kviksjá hvíta tjaldsins. Þannig hefur Peter Jackson í raun ekki aðeins gert bókmenntaverkinu góð skil, heldur einnig gert kvik- myndina svo vel að hún hefur sjálf- stætt aðdráttarafl og stendur styrk- um fótum við hlið bókarinnar, þó svo að verkin eigi vafalaust eftir að vera í gagnvirku samspili um ókomna tíð. Lengri útgáfur kvikmyndanna á mynddiskum eru síðan enn einn þátt- urinn í þessu samspili, en þar fá áhorfendur að sjá fyrsta og annan hlutann eins og leikstjórinn hefði vilj- að hafa þá, hefðu lengdartakmörk framleiðenda verið ögn rýmri. Þar er miðjuhlutinn tvímælalaust sterkari í mynddisksútgáfu en kvikmyndaút- gáfu, a.m.k. í frásagnarlegu tilliti. Lokahlutinn, Hilmir snýr heim, nýtur góðs af vandlegri kortlagningu á sögusviði bókarinnar í fyrri mynd- unum, en í stað ítarlegra lýsinga Tolkiens á landslagi og menningar- samfélögum Miðgarðs, kemur hin töfrandi sviðssetning kvikmyndarinn- ar, þar sem staðarhættir hafa verið valdir og leitaðir uppi af kostgæfni víðs vegar um Nýja-Sjáland, heima- land leikstjórans, og leikmyndir, bún- ingar, tæknibrellur og tölvubrellur síðan notaðar til að fullskapa sögu- heiminn í anda Tolkiens. Persónu- sköpunin, sem sterkur grunnur var lagður að í Föruneyti hringsins, fær aukið svigrúm í lokahlutanum, jafn- framt því sem siglt er áfram á spennuþrungnu andrúmsloftinu úr miðhlutanum. Nokkrar persónur bætast við eða fá aukið vægi, eins og Jóvin (Miranda Otto) sem líkt og reyndin var með Arven (Liv Tyler) í fyrri myndunum, eykur nærveru hinna jöðruðu kvenna sögunnar. Leikararnir, ekki síst þeir sem fara með hlutverk helstu sögupersóna í þríleiknum, eru hér í essinu sínu og hafa líkt og vaxið saman við hlutverk sín samhliða sleitulausum tökum á myndunum þremur. Þeir eru orðnir veðraðir og barðir, reyndir og einarð- ir, og færa með sér nokkurs konar samblöndu langþreytu og seiglu inn í lokauppgjörið í sögunni. Ber þar eink- um að nefna þá Ian McKellen sem leikur Gandalf, Elijah Wood í hlut- verki Fróða, Viggo Mortensen sem leikur Aragorn, Sean Astin í hlutverki Sóma og Andy Serkis sem leikur fyr- irmyndina að hinum tölvuteiknaða Gollri, sem þökk sé snillingunum hjá Weta Digital, hefur tekið á sig jafnvel enn áhrifaríkari mynd í lokahlutan- um. Auk hins ógleymanlega Gollris hefur Weta-smiðjan jafnframt galdrað fram forláta risaköngurló, sem verður að áþreifanlegri ógn í veg- ferð Fróða. Það sem gefur Hilmir snýr heim sterka viðbót við það sem þegar hefur áunnist í kvikmyndagerðinni, er hversu vel tekst að draga fram í per- sónum og andrúmslofti myndarinnar það ofurefli sem glímt er við and- spænis illskunni sem myrkrahöfðing- inn Sauron og hringurinn hættulegi eru tákn um. Þetta bæði gerir kvik- myndina æsispennandi og skerpir á hugmyndalegum kjarna bókmennta- verksins. Í söguheimi Tolkiens eru skilin milli góðs og ills langt í frá ein- faldar markalínur, sem notaðar eru til að aðgreina þá sem lesendur eiga að halda með eða vera á móti. Í sögunni endurspegla gott og illt tilhneigingar sem togast innra með mannskepn- unni og hringinn má þar lesa sem tákn um vandmeðfarna stöðu þeirra sem fara með ábyrgð í stjórnun sam- félaga, og er tilhneiging sögupersóna til þess að eigna sér hringinn táknræn fyrir þá hneigð að halda í vald valds- ins vegna og beita því í eigingjörnum tilgangi. Val um óeigingirni, og hæfi- leikinn til þess að sjá handan eigin hagsmuna er einmitt eðli hins góða samkvæmt þessari túlkun. Í lokahlutanum er lögð áhersla á að endurspegla togstreitu þessara val- kosta í söguhetjunum, og þannig öðl- ast sjónarspil ævintýrisins og spenna stríðsátakanna aukinn heimspekileg- an og tilfinningalegan þunga. Raunir hringberans Fróða, vinar hans Sóma og hins tvíklofna Gollris, þar sem þeir mjakast upp hlíðar Dómsdyngju, verða að tilfinningalegri og tákn- rænni miðju frásagnarinnar. Þar verður hringurinn Fróða þungbærari eftir því sem þeir nálgast miðju fjalls- ins, þar sem tortíma verður hinum illa áhrifavaldi. Elijah Wood túlkar Fróða á einkar áhrifaríkan hátt, hann er lú- inn, kvíðinn, vonlítill, en þrúgaður af vitneskju um að enginn geti létt hon- um byrðina. Samspilið milli Fróða, Sóma og Gollris er sömuleiðis magn- að og hverfist um ótta hobbitans Fróða við takmörk eigin siðferðis- þreks. Í kringum þetta hjarta sög- unnar tvinnast síðan aðrir þræðir hennar, fylgst er með hetjunum halda í óvinnandi orrustur í von um að kaupa Fróða tíma, og Aragorn þarf að takast á hendur það konungsvald sem hann hefur forðast af ótta við að spill- ast af því. Í gegnum þetta samspil stórra og smárra orrusta, sjónarspils, þrúgandi spennu og tilfinninganæm- is, tekst Peter Jackson það sem allri vonuðust eftir, að magna ennfremur upp það sem var magnað fyrir, og ljúka kvikmyndagerð Hringadrótt- inssögu með glæsibrag. Jackson vex ásmegin Kvikmyndir Laugarásbíó, Smárabíó, Regn- boginn, Sambíóin Kringlunni og Keflavík, Borgarbíó Akureyri, Bíó- höllin Akranesi Leikstjórn: Peter Jackson. Handrit: Fran Walsh, Philippa Boyens og Peter Jack- son. Byggt á skáldsögu J.R.R. Tolkiens. Tónlist: Howard Shore. Stjórn kvik- myndatöku: Andrew Lesnie. Klipping: Ja- mie Selkirk. Aðalhlutverk: Ian McKellen, Elijah Wood, Sean Astin, Viggo Morten- sen, Orlando Bloom, Liv Tyler, Bernard Hill, Andy Serkis, Miranda Otto, Billy Bo- yd, Dominic Monaghan o.fl. Lengd: 201 mín. Bandaríkin/Nýja-Sjáland. New Line Cinema, 2003. Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim / The Lord of the Rings: The Return of the King Heiða Jóhannsdóttir Hilmir snýr loksins heim: Hetjan Aragorn, í túlkun Viggo Mortensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.