Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 39
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 39 ÓTTAST er að allt að 40.000 manns hafi látið lífið í jarð- skjálfta sem reið yfir borgina Bam í Íran á föstudag. Jarð- skjálftinn mældist að minnsta kosti 6,3 stig á Rich- ters-kvarða. Hann varð klukk- an hálfsex að morgni þegar fólk var enn í fastasvefni. Um 70% húsanna í Bam jöfnuðust við jörðu, meðal annars tvö sjúkrahús. Raf- magns- og vatnslaust var í borginni. Tugir þúsunda borgarbúa, sem misstu heimili sín, norp- uðu úti í vetrarkuldanum. Fólkið kveikti elda á götunum til að halda á sér hita. Mohammed Khatami, for- seti Ísraels, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Mörg ríki buðu Írönum aðstoð við björgunarstarfið og hjálp- arsveitir lögðu strax af stað. Reuters Fjölskylda syrgir ættingja sem lét lífið í öflugum jarðskjálfta í borginni Bam í Íran á föstudag. Tugir þúsunda Írana láta lífið í jarðskjálfta Lítið fór fyrir hátíðleika jólanna hjá Írisi Dröfn Hafberg, en hún segist hafa fengið bestu jóla- gjöfina í ár þegar syni hennar var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Flateyri á að- fangadag. „Ég er þakklát fyrir að allt fór vel. Það skiptir mestu máli,“ segir Íris. Róbert Máni Hafberg er á öðru aldursári og segir mamman hann vera mikinn sundgarp. Að morgni að- fangadags fór hann með fjöl- skyldunni í sundlaugina á Flat- eyri til að stytta biðina eftir jólunum, en á meðan var Íris heima að ljúka undirbúningi jólanna. Þegar hún ætlaði að sækja Róbert Mána var verið að blása í hann lífi á sundlaug- arbakkanum. Íris segir að fyrstu viðbrögð skipti öllu máli, en tveir úr fjöl- skyldunni skiptust á að gera lífgunartilraunir á Róberti. Hann var meðvitundarlaus en sýndi fljótt viðbrögð. Íris segir að það sé ljóst að Róbert hafi ekki átt að fara þennan dag. „Ég er bara ótrú- lega þakklát að hann skyldi koma aftur.“ Allir voru farnir upp úr laug- inni og búið var að baða og klæða Róbert Mána þegar slysið varð. Íris segir að eng- inn hafi tekið eftir því þegar hann fór út í laugina. Hann hafi farið frá fullorðna fólkinu á meðan það var að búa sig. Strax var farið að leita að hon- um og sást þá í hann á botni laugarinnar þaðan sem hon- um var bjargað. Farið var með Róbert Mána á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa- firði og var hann þá enn með- vitundarlaus. Þar dvöldu þau í um klukkustund þangað til sjúkraflug var tilbúið til að ferja þau til Reykjavíkur. Faðir Írisar, Sigurður Hafberg, fylgdi þeim suður. Íris segir að allir hefðu sagt sér að ástand Ró- berts Mána væri stöðugt þar sem hjartsláttur var skýr og öndun örugg. Hann var ekki að fullu kominn til meðvit- undar þegar komið var á Land- spítalann en hjúkrunarliðið var mjög hugulsamt að sögn Írisar og sannfærði hana um að allt færi vel. Í fyrstu hefði hann sofið mikið. „Svo þegar hann vaknaði var hann al- sprækur,“ segir mamman enda Róbert kraftmikill og duglegur strákur. Eðlilega var Íris mjög hrædd um drenginn sinn og segist enn vera að ná sér eftir þessa lífsreynslu. Áfallið komi eftir á þegar mesta umstangið sé yf- irstaðið. „Nú bíða bara jólin og pakkarnir heima. Við hlökkum til að komast heim aftur,“ seg- ir Íris. Það hefur því ekki mikið far- ið fyrir hátíðleika jólanna og segir Íris Dröfn að atvikið á að- fangadag setji allt umstangið í kringum þennan árstíma í annað samhengi og undir- striki hvað sé mikilvægast í líf- inu. Lífgjöfin besta jólagjöfin Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðeins liðu 40 sekúndur af leik Charlton gegn Chelsea á föstudag áður en Hermann Hreiðarson hafði skorað fyrir Charlton með skalla eftir hornspyrnu frá Paolo DiC- anio. Eiður Smári Guðjohn- sen kom inná í liði Chelsea í upphafi síðari hálfleiks og skoraði fyrir Chelsea. „Svona er nú bara knatt- spyrnan, að þessu sinni nýtt- um við færin mjög vel og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná þremur stigum úr viðureigninni gegn Chelsea,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir 4:2-sigur Charlton gegn Chelsea á föstudag. „Þetta var dæmigert mark eftir fast leikatriði og það er alltaf gaman að skora,“ sagði Hermann en þetta er annað mark hans á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, hann skoraði einnig gegn Black- burn í 1:0-sigri Charlton. „Við höfum ekki náð að leika vel í undanförnum leikj- um og við vildum ná hag- stæðum úrslitum á heima- velli gegn Chelsea. Það hefur ekki gengið vel að skora í undanförnum leikjum og því var mikilvægt að liðið skoraði þessi fjögur mörk. Sjálfstraustið er því í góðu lagi.“ Reuters Hermann skoraði eftir 40 sekúndur Fjölmennt var í kirkjum lands- ins um jólin og höfðu prestar í mörgu að snúast við að sinna aðventustarfi, guðsþjón- ustum, samverustundum og fleiru. Guðmundur Karl Brynj- arsson, sóknarprestur í Lindasókn, einni yngstu sókn höfuðborgarsvæðisins, hafði nóg að gera yfir jólatíðina, enda þjónar hann um sex þúsund sóknarbörnum. „Á aðfangadag var jólastund fjöl- skyldunnar í sal Lindaskóla. Þar söng kór Salaskóla og engill kom í heimsókn. Þetta eru önnur jól safnaðarins,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli, þjónar sex kirkjum, Hóladómkirkju, Við- víkurkirkju, Hofskirkju á Höfð- aströnd, Hofsóskirkju, Fells- kirkju og Barðskirkju í Fljótum. Það hefur því verið afar annasamt hjá Ragnheiði um jólin en sóknarbörn henn- ar eru um 700. „Það voru fimm hátíðarguðsþjónustur í minni umsjón yfir jólin.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði í Hallgrímskirkju. Góð kirkjusókn um jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.