Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N ú er tími frumsýninga í leik- húsunum. Sú hefð hefur skapast að viku af desem- ber er sýningum að mestu leyti hætt í leikhúsunum því það hefur sýnt sig að botninn dettur úr aðsókn þessar síðustu vikur fyrir jólin. En leikhúsin leggjast alls ekki í dróma heldur er þar unnið áfram við undirbúning jólafrumsýninganna. Lausleg samantekt sýnir að frumsýnd verða sjö leikverk frá því á annan í jólum og fram í miðjan janúar. Tvær frumsýningar í Þjóðleik- húsinu (Jón Gabríel Borkmann og Vegurinn brennur), Borgarleikhúsið (Sporvagninn Girnd og Chicago), Hafnarfjarðarleikhúsið (Meistarinn og Margaríta), Loftkastalinn (Eldað með Elvis og Bless Fress). Þetta er auðvitað allt sam- an ágætt og ætti „hver að finna þarna eitthvað við sitt hæfi“ eins og yfirleitt er sagt þegar leikhúsin kynna vetrardagskrár sínar á haustin. Hafliði Arngrímsson hefur í vetur flutt pistla um leiklist í Víðsjárþætti Rásar eitt. Hann hefur helst fundið það leikhúsunum til foráttu hvað þar sé allt tíðindalítið og átaka- laust. Hafliði hefur í nær tuttugu ár verið þög- ull um tíðindaleysið enda ávallt verið önnum kafinn innan leikhúsanna og trúr þeirri hefð sem skapast hefur, aldrei sagt orð opinberlega um eitt eða neitt sem þar fer fram. Nú þegar hlé hefur orðið á störfum hans á þeim vett- vangi finnur hann hjá sér tjáningarþörf og þá um leið rennur upp fyrir honum tíðindaleysið. Hafliða til hugarhægðar er rétt að benda á að brotthvarf hans hefur ekki valdið neinum straumhvörfum; meint átakaleysi hefur staðið mun lengur en sem nemur fjarvist hans úr leikhúsum borgarinnar. Það er hins vegar verulegur fengur að því þegar jafn þraut- reyndur leikhúsmaður og Hafliði opnar munn- inn og tjáir sig af hreinskilni og horfist í augu við hversu lygnan sjó íslensk leikhús eru að sigla. Verkefnaval segir þar nokkra sögu en þó ekki alla. Sá er hér skrifar hefur oftar en ekki bent á hversu einsleitt verkefnaval stóru leikhúsanna er; áherslumunur vissulega en hugmyndafræðin að baki valinu er sú sama og gildir þá einu hvort klassísku verkin eru eitt eða tvö, íslensku verkin tvö eða fjögur, barna- leikritin sömuleiðis o.s.frv. Að ræða verk- efnaval leikhúsanna út frá þeirra eigin gefnu forsendum er sennilega leiðinlegasta og til- gangslausasta umræða sem hægt er að taka þátt í. Ef umræðan væri þá til staðar yfirleitt. Á þeim punkti er hins vegar vert að taka upp umræðu og ræða tilfinnanlegan skort á leik- húsumræðu yfirleitt. Má í því samhengi spyrja hvers vegna starfandi leikhúsfólk tjáir sig ekki oftar um starf leikhúsanna og skapar opnari og hreinskilnari umræðu um hvert stefnt sé og hvert mætti stefna. Forseti Bandalags íslenskra listamanna sagði í grein í Morgunblaðinu á Þorláksmessu að starf lista- mannsins væri köllun. Óhætt er að spyrja þegar horft er til leikhússins hvers konar köll- un listamennirnir þar séu að sinna. Köllun til endurtekninga, köllun til að fylgja eftir hug- myndum annarra eða köllun til að vekja at- hygli á sjálfum sér með einhverjum hætti. Kannski er hér harkalega að orði kveðið og vafalaust brenna háleitari markmið innra með listamönnum leikhússins. Einhverjum þeirra að minnsta kosti. Sumum nægir þó greinilega að hafa ofan af fyrir meðbræðrum sínum eina kvöldstund með faglega unninni leiksýningu, fyndinni eða alvarlegri eftir atvikum. Oftar en ekki réttlætir leikhúsfólk afþreyingarhlutverk sitt með því að það sé til að hafa fyrir salti í grautinn. En hvenær er nóg saltað? Og beinir sá er hér spyr spurningunni ekki síður að sjálfum sér en öðrum. Forsendur verkefnavals leikhúsanna hafa um árabil verið lagðar upp sem nauðsyn og hafa með tímanum öðlast festu náttúrulögmál- anna. Umræða um annars konar uppstillingu verkefna og skýrari línur, jafnvel persónulegri stefnu leikhússtjóranna – ef gengið væri út frá því að einstaklingar væru ekki við stjórnvöl- inn nema 6–8 ár – hefur aldrei skapast og þeg- ar imprað hefur verið á slíku er jafnan hlaupið í skjól reglugerða og samþykkta um hlutverk og skyldur hinna opinberu leikhúsa. „Íslenskur leikhúsunnandi er hvergi jafn öruggur og í íslensku leikhúsi. Þar getur hann treyst því að ekkert komi honum á óvart og hann verði algjörlega látinn í friði.“ Þetta sagði einn ágætur leikhúsmaður við mig á dögunum. Þetta er stór fullyrðing og sann- arlega dálítið dapurleg úr munni starfandi leikhúsmanns. Ástæðan fyrir öryggi áhorf- andans er kannski einmitt sú að listamenn- irnir eru svo andskoti öruggir líka. Það mun ekkert koma fyrir. Þeir koma aldrei hver öðr- um á óvart og síst af öllu sjálfum sér. Þó er háskinn eitt hið fyrsta sem leikhúsfólk lætur út úr sér þegar spurt er hvað sé spennandi við leiklistina. Hvaða háski? Hver er í háska í leikhúsinu okkar?Það er eins og hver annar lélegurbrandari þegar leikhúsfólk talar íalvöru um lífsháska í leikhúsinu. Um hvað er fólkið að tala? Að fá ljóskastara í höfuðið? Að detta fram af sviðinu? Ganga á vegg í myrkrinu á milli atriða? Nei, auðvitað ekki. Hér mun átt við sálarháskann, hinn list- ræna innri háska hins djarfa listamanns sem gengur fram af bjargbrúninni í listrænum skilningi alls óvitandi um hvort hann kemst „listrænt séð“ lifandi frá fallinu eða ekki. Þetta er líkingamál sem enginn íslenskur leik- húsáhorfandi skilur eftir að hafa aldrei séð neitt nema leiksýningar umvafðar „listræn- um“ öryggislínum og með þéttriðið „listrænt“ öryggisnet undir sér. Leikhúsfólk sem talar fjálglega um „háskann“ í starfi sínu gerir sig að athlægi frammi fyrir sjómönnum og bíl- stjórum, læknum og flugmönnum vegna þess að íslenskt leikhús er sennilega einn öruggasti vinnustaður sem um getur í samfélaginu. Þar kemur aldrei neitt fyrir neinn. Enginn skað- ast, enginn verður fyrir áfalli, enginn verður einu sinni fyrir reynslu sem tekur því að minnast á. Fólk fer í leikhús og er búið að gleyma því hvað það sá daginn eftir. Nema, jú, hann þarna sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir var mjög góður. Allir eru alltaf mjög góðir. Íslenskt at-vinnuleikhús státar sannarlega affjölda góðra fagmanna. Allt er unniðaf mikilli fagmennsku. Það er orðin lenska að hrósa sífellt fagmönnunum í leik- húsinu fyrir fagmennsku sína. Klappa þeim á bakið fyrir sjálfsagða hluti. Þarna hafa orðið endaskipti á hlutunum einhvers staðar á leið- inni. Forsendan er orðin markmið. Fag- mennska í atvinnuleikhúsi er sjálfsögð. Það tekur því ekki að minnast á hana nema þegar eitthvað skortir á. Það ætti ekki að teljast til tíðinda þegar góðir leikarar undir stjórn hæfs leikstjóra og með aðra hæfa listamenn í hópn- um gera góða sýningu. Það er sjálfsagt. Tíð- indi væru það hins vegar ef slíkur hópur færi fram úr lágmarkskröfum.. Gerði fagmennsku sína að forsendu í leit að því markmiði að skapa eftirminnilegt listaverk. Slægi ekki af kröfum til sjálfs sín og liti á málamiðlanir hverju nafni sem þær nefnast sem sinn hættu- legasta andstæðing. Íslenskt leikhús er gegn- sýrt tilhneigingu til málamiðlunar. Djarfar listrænar hugmyndir eru beygðar af leið með tilvísan til kostnaðar, manneklu og tíma- og tækjaskorts og listrænir stjórnendur eyða dýrmætum tíma í að sannfæra sig og hópinn um ágæti málamiðlananna og að niðurstaðan sé skref framávið en ekki afturábak eða til hliðar frá upphaflegu markmiði. Undir kraumar hin raunverulega uppspretta mála- miðlunarinnar, óttinn við að ef staðið er á list- rænni sannfæringu verði viðkomandi látinn gjalda þess, ef ekki nú þá síðar. Þessi ótti er raunverulegur og er af nákvæmlega sömu teg- und og alls staðar annars staðar í okkar fyr- irmyndarsamfélagi; óttinn við að verða látinn gjalda þess ef viðkomandi segir skoðun sína umbúðalaust og stendur á sannfæringu sinni. Sannfæring er á útsölu þessi misserin, þykir gamaldags og þeir sem standa á sannfæringu sinni eru settir til hliðar sem ósveigjanlegir og erfiðir í samstarfi, þeir gjalda staðfestunnar og sinnar eindregnu listrænu sýnar. Slíkur eintrjáningsháttur er löngu horfinn úr ís- lensku leikhúsi, þar er þetta ekki vandamál lengur því allir vita að leikhúsvinna er hóp- starf, þar sem allir þurfa að slá af sannfær- ingu sinni, gera málamiðlanir til að hægt sé að komast áfram og ljúka verkinu innan eðlilegs ramma kostnaðar og tíma. Þess vegna eigum við svona fagmannlegt, öruggt og einstaklega meinlaust leikhús. Íslenskt leikhús er sann- arlega spegill samfélagsins. Meira salt, meira salt AF LISTUM eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Þjóðleikhúsið. Jón Gabríel Borkmann Borgarleikhúsið. Sporvagninn Girnd Í GREIN eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur sem birt er í leikskrá eru líkur leiddar að því að hugmyndir þýska heimspekingsins Friedrich Nietzsches um ofurmennið hafi verið Henrik Ibsen ofarlega í huga á rit- unartíma þessa verks. Undirrituðum er ómögulegt annað en að skilja þetta leikrit Ibsens og þá ekki síður sýninguna eins og Kjartan Ragnarsson skilar henni til áhorf- enda sem áfellisdóm á ofurmennisí- myndina. Ibsen er greinilega efst í huga sú sviðna jörð sem skilin er eftir er einstaklingur trúir svo á mátt sinn og megin að hann leggur allt í söl- urnar hvað sjálfan sig jafnt sem aðra varðar til að láta drauma sína rætast. Það kemur fram í verkinu að Jón Gabríel Borkmann hafi svifist einskis til að komast að kjötkötlunum, hann hafi sólundað gegndarlaust eigin fé jafnt sem annarra og ekkert bendir til annars en að draumar hans um að efla þjóðarhag hafi verið tálsýn byggð á algerri sjálfsblekkingu. Borkmann telur sig afburðamann og þannig yfir aðra hafinn. Með því að loka sig af frá umheiminum hefur honum tekist að halda í þá sjálfs- ímynd að hann sé athafnaskáldið sem allir vegir hafi verið færir uns fótun- um var kippt undan honum með svik- um. Leikritið fjallar um hvernig sinnaskipti hans nánustu verða þess valdandi að einangrun hans er rofin og hið viðkvæma jafnvægi sem rang- hugmyndir hans byggjast á raskast. Arnar Jónsson, sem á fjörutíu ára leikafmæli um þessar mundir, leikur titilhlutverkið af mikilli hógværð og næmi. Í hans meðförum er Jón Gabrí- el bugaður maður sem kýs að halda í fornar draumsýnir þó að það kosti hann lífið frekar en að horfast í augu við raunveruleikann og þá eyðilegg- ingu sem misgjörðir hans hafa kallað yfir hans nánustu. Fremstar í flokki fórnarlamba hans eru tvíburasysturnar Ella, fyrr- verandi unnusta hans – sem hann fórnaði á altari valdagræðginnar til að næla sér í bankastjórastöðu – og Gunnhildur, eiginkona hans – sem hann reyndi að skella skuldinni á þeg- ar hann var dreginn fyrir rétt fyrir fjárdrátt. Anna Kristín Arngríms- dóttir er alltaf yfirveguð þó hún kveði á stundum fast að orði í hlutverki Ellu en Ragnheiður Steindórsdóttir sýnir vel eirðarleysi Gunnhildar þar sem hún æðir um eins og villidýr í búri eða missir gersamlega stjórn á sér á milli þess sem hún reynir að endurheimta fyrri reisn. Þær ná báðar meistara- legum tökum á hlutverkunum og það er stórbrotið að fylgjast með þeim túlka þessar ólíku systur. Sigurður Skúlason tekst með tregablandinni kímni að gefa áhorf- endum innsýn í örlög Vilhelms Fol- dals, sem dregur nú fram lífið í sárri fátækt enda hér fulltrúi þeirra sem Borkmann féfletti forðum. Þeir byggja hvor öðrum skýjaborgir úr glæstum framavonum sem falla um sjálfar sig þegar hulunni er svipt af blekkingunni. Dóttir Foldals, Fríða, hefur verið svipt þeim litlu framtíð- armöguleikum sem hún átti þegar faðir hennar missti sparifé sitt. Í leik- stjórn Kjartans Ragnarssonar verð- ur persóna hennar í engilslíki tákn fyrir vonir Jóns Gabríels um bjarta framtíð og hvernig hann kýs að velja draumleið til dauða frekar en að horf- ast í augu við veruleikann. Þessi þátt- ur sýningarinnar sem leikstjórinn hefur mótað út frá eigin hugmyndum og ljóði Ibsens um námumanninn gefa henni draumkennda vídd og möguleika á mun dýpri skilningi á sálarlífi aðalpersónunnar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur Fríðu með framúrskarandi hófstillingu og innlif- un. Það er aftur á móti eftirsjá að bollaleggingum Fanný Wilton um raunverulega ástæðu þess að hún tekur Fríðu Foldal með sér og Erhart Borkmann út í heim. Hefði ekki verið Blekking og draumur LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Henrik Ibsen. Þýðing leik- texta: Þórarinn Eldjárn. Þýðing ljóðs: Jón Helgason. Höfundur tónlistar: Jóhann Jó- hannsson. Leikstjóri: Kjartan Ragn- arsson. Hönnun lýsingar: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Búningahönnun: Filippía I. Elísdóttir. Hönnun leikmyndar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Skúlason og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Föstudagur 26. des- ember, annar dagur jóla. JÓN GABRÍEL BORKMANN Morgunblaðið/Árni Torfason Jón Gabríel Borkmann: Biðin þess virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.