Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 15
Börn Ingvars leika systkini Hilmar er spurður út í leikara- valið í Kaldaljósi. „Ég hafði frá upphafi séð Ingvar Sigurðsson fyr- ir mér í hlutverki Gríms. Hann var á svipuðum aldri og Vigdís gerir ráð fyrir að Grímur eldri sé í sög- unni þegar ég fyrst talaði við hann um hlutverkið fyrir einum 13 ár- um. Á undirbúningsferlinu eltist hann um þessi 13 ár og var þar af leiðandi orðinn jafnmörgum árum of gamall fyrir hlutverkið miðað við skáldsöguna þegar tökur hóf- ust. Hins vegar var ég búinn að hugsa hlutverkið of lengi út frá Ingvari til að ég gæti hugsað mér að skipta um leikara. Ég tók því einfaldlega ákvörðun um að Grím- ur eldri yrði eldri í kvikmyndinni en í sögunni eða tæplega fertugur. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þessi breyting styrki myndina, þ.e. af því að eldri Grímur hefur aug- ljóslega verið lengur í myrkrinu heldur en yngri Grímur. Hvað Álfrúnu varðar komu held- ur ekki margar leikkonur til greina. Kristbjörg Kjeld er ein af okkar stóru leikkonum. Ég hef þekkt hana frá því að ég man fyrst eftir mér þó að við höfum aldrei unnið saman fyrr. Að kynnast henni í vinnu var bæði ný og skemmtileg reynsla fyrir mig. Hlutverk Álfrúnar er ekki auðvelt og það tók hana sinn tíma að finna kerlingu sem hún yrði sjálf sátt við. Ég vissi alltaf að þegar að því kæmi yrði það stórbrotið og það stóð heima.“ Hilmar segir algjöra „hunda- heppni“ hversu vel gekk að velja börn í hlutverk Gríms yngri og Gottínu systur hans í kvikmynd- inni. „Ég vissi að Ingvar átti strák á svipuðum aldri og Grímur yngri í Kaldaljósi. Ég vissi líka að hann hafði leikið eitt lykilhlutverkanna í Jóni Oddi og Jóni Bjarna í Þjóð- leikhúsinu og gæti þar af leiðandi örugglega leikið. Ég ætlaði samt ekki að trúa lukku minni þegar við Áslákur hittumst í fyrsta skiptið til að tala um Kaldaljós. Ég held að við höfum talað saman í eina 3 klukkutíma meðan ég lét digital- myndavél rúlla á honum. Áslákur virkaði mjög vel á mig enda bæði greindur og skemmtilegur strákur. Eftir viðtalið var ég sannfærður um að tilfinning mín væri rétt. Venjulega hef ég þurft ég að prófa svona 50 til 100 börn til að finna þau réttu í kvikmyndirnar mínar.“ Forlögin hafa líklega verið búin að ákveða að tími væri kominn til að þú yrðir heppinn? „Já og ekki einu sinni heldur tvisvar því að Snæfríður yngri systir Ásláks leikur Gottínu, yngri systur Gríms, í myndinni. Ég fékk hana í viðtal eins og Áslák og fljót- lega kom í ljós að hún var algjört náttúrubarn í leiklistinni.“ Hvernig gekk svo að leikstýra þessum ungu leikurum? „Mjög vel,“ segir Hilmar. „Ég hef haft fyrir venju að ráða alltaf einhverja trausta manneskju mér við hlið til að aðstoða mig við börn- in því börn þurfa tíma, sérstaka umönnun og hjálp. Við gerð Kalda- ljóss var Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona mín hægri hönd. Hún kom inn í grunnvinnuna með krökkunum og hjálpaði þeim að undirbúa sig fyrir tökur. Mikil sómakona, Unnur, með fullt af alls konar hæfileikum. Systkinin gerðu gott betur en að standa undir væntingum mínum. Þau voru stór- kostlega skemmtileg, jákvæð og að öllu leyti vandræðalaus. Ekki skipti heldur minna máli hversu náið og gott sambandið var milli þeirra í veruleikanum. Ef þau hefðu ekki þekkst hefði tekið lang- an tíma að þróa slíkt samband,“ segir Hilmar. „Þau eru bæði alveg hreint yndisleg og urðu miklir vin- ir mínir við gerð kvikmyndarinn- ar.“ Ruth Ólafsdóttir leikur ástkonu Gríms eldri í kvikmyndinni. „Ruth Ólafsdóttir, Urbancic í móðurætt, er hálfíslensk og hálfausturrísk, fædd á Íslandi og alin upp í Vín. Ég kynntist henni fyrst þegar ég var við nám í München. Hún var stórstjarna í leikhúsheiminum í Þýskalandi og lék undir stjórn þekktra leikstjóra eins og Ingmars Bergmans. Allt í einu lét hún sig hverfa af stjörnuhimninum. Ég hitti hana ekki aftur fyrr en mörgum árum síðar þegar hún hafði samband við mig í Los Angeles þar sem hún býr núna. Við endurnýjuðum kynni okkar þegar hún tók að sér hlut- verk Anniear Leifs í kvikmynd minni Tár úr steini og aftur núna í Kaldaljósi. Ruth er gífurlega fær leikkona og kemur afskaplega vel út í Kaldaljósi.“ Heldur þú að rætur hennar á Ís- landi hafi haft áhrif á að hún hafði áhuga á að leika í íslenskum kvik- myndum? „Já, örugglega. Hún kemur oft hingað og er stolt af íslenskum uppruna sínum. Annars held ég að í Austurríki sé hún álitin Íslend- ingur og Austurríkismaður á Ís- landi.“ Svo leikur konan þín Þórey Sig- þórsdóttir, Þóru mömmu barnanna. „Já,“ staðfestir Hilmar. „Sú ákvörðun var eiginlega aldrei tekin heldur gerðist einhvern veg- inn af sjálfu sér. Stundum hefur því verið haldið fram að hún hafi goldið þess að vera konan mín. Ég hef svo sem ekkert verið að hlaða undir hana þó að við höfum sann- arlega unnið saman áður. Fyrsta alvöru samstarfið var þegar hún bað mig að taka að mér að leik- stýra sér í leikgerð hennar og Ingu Lísu Middleton af Medeu Evripídesar. Það var mjög krefj- andi og lærdómsríkt verkefni. Ég verð að viðurkenna að stundum gat verið erfitt að skilja allt heim- ilið eftir heima, aðallega til að byrja með. Eftir að komið var yfir ákveðinn hjalla varð auðveldara að skilja á milli þessara tveggja heima. Í Kaldaljósi féll Þórey ein- hvern veginn alveg inn í heild- armyndina, á því var aldrei vafi í mínum huga.“ Í gervi Schröders Þú kemur sjálfur fram í mynd- inni? „Já, ég hef ekki haft fyrir venju að leika alltaf lítið hlutverk í kvik- myndunum mínum eins og Hitch- cock og fleiri leikstjórar. Lengst af var hlutverkinu óráðstafað. Seint og um síðar fór ég svo að leita að einhverjum hentugum leikara í hlutverkið og af því að ég fann engan í fljótu bragði ákvað ég að lokum að fara sjálfur með hlut- verkið. Annars er hlutverkið svo lítið að mér bregður rétt aðeins fyrir nokkrum sinnum á lokamín- útunum. Eina setningin mín í handritinu var klippt út í loka- útgáfunni. Ef vel er að gáð er reyndar hægt að sjá mig á fjöl- skylduljósmynd á skrifstofu Tuma í seinni hlutanum. Ég er óþægi- lega líkur Gerhard Schröder á myndinni eins og hinir í hópnum voru fljótir að benda á,“ segir Hilmar og viðurkennir að þó að hann hafi ekki haft fyrir venju að koma sjálfur fram í kvikmyndum sínum hafi honum áður brugðið fyrir í eigin kvikmynd. „Út úr neyð kem ég aðeins fram í Eins og skepnan deyr. Allir aðrir í hópnum voru búnir að koma fram í mynd- inni. Meira að segja tökumaðurinn, Sigurður Sverrir, fór með hlutverk í þeirri mynd. Fáir vita líka að ég tek lagið í kvikmyndinni Tár úr steini. Með nokkrum tæknibrellum hljóma ég eins og miðaldra kona og það kemur hvergi fram hver syngur lagið.“ Hilmar tekur fram að fyrir utan eitt lag eftir sig „Er þú birtist“ og lag sem hin magnaða hljómsveit, Singapore Sling, flytji í myndinni, semji Hjálmar H. Ragnarsson alla tónlist. „Samstarf okkar Hjálmars hófst fyrir allmörgum árum þegar hann lauk upp fyrir mér mögn- uðum heimi tónlistar Jóns Leifs. Ég held að tónlist hans við Kalda- ljós sé hápunktur samstarfs okkar. Hún er frábær og vinnur stórkost- lega með myndinni. Af öðru lyk- ilfólki verð ég að fá að nefna Sig- urð Sverri Pálsson kvikmynda- tökumann sem hefur tekið allar mínar myndir. Sigurjón Jóhanns- son leikmyndahönnuður og Helga I. Stefánsdóttir hafa verið í fasta- liðinu undanfarnar myndir að ógleymdri Jónu vinkonu minni Finnsdóttur. Ég held að mér sé óhætt að segja að útlitsþættir myndarinnar, leikmynd, búningar og förðun, séu sérlega vel heppn- aðir. Leikmyndin jafnast á við það besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmyndagerð og fyrst ég er byrjaður að nefna lykilfólk get ég ekki látið hjá líða að minnast á Sigvalda Kárason, klippara og samstarfsmenn hans hjá Post eft- irvinnslufyrirtækinu. Við áttum sérlega gott og ánægjulegt sam- starf. Annars verð ég bara að segja að áhöfnin á Kaldaljósinu var einhver sú allra besta sem ég hef unnið með og hef ég þó unnið með frábæru fólki í gegnum tíð- ina.“ Byggt á sönnum atburði Hilmar á bæði lag og texta lags- ins „Er þú birtist“ í Kaldaljósi. „Ég á mér náttúrulega fortíð í því að semja lög og hef alltaf haft gaman að því að rifja það upp ann- að slagið. Lögin mín úr Skepnunni nutu meira að segja talsverðra vin- sælda. Gallinn var bara sá að sum- ir af yngri kynslóðinni urðu fyrir vonbrigðum með kvikmyndina af því að þeir héldu að hún væri eins og myndböndin með lögunum. Ástæðan fyrir því að KK syngur lagið „Er þú birtist“ – fyrir utan að hann er frábær tónlistarmaður – tengist því að Pétur bróðir hans var einn af lykilmönnunum okkar á Seyðisfirði og Kristján heimsótti okkur á meðan á tökum stóð. Ann- ars er svolítið gaman að segja frá því að ég hef þrisvar sinnum kom- ið til Seyðisfjarðar til að vinna að gerð kvikmyndar. Ég kom þangað fyrst til að aðstoða við gerð kvik- myndarinnar Hvítir mávar sum- arið 1984. Ég fór svo þangað aftur til að gera Skepnuna sumarið eftir. Enda þótt langt væri um liðið þeg- ar ég kom til Seyðisfjarðar til að taka upp Kaldaljós fannst mér eins og ég hefði verið þar í gær. Allt var einhvern veginn alveg eins og mig minnti og sumir „statist- arnir“ í Kaldaljósi meira að segja þeir sömu og í Skepnunni.“ Hvernig gekk samstarfið við bæjarbúa? „Auðvitað reynir töluvert á fólk þegar kvikmyndatökufólk kemur svona alveg inn að húsgafli hjá því eins og við gerðum á Seyðisfirði. Þess vegna var alveg ótrúlegt hvað bæði bæjarbúar og bæjaryfirvöld reyndust okkur vel í tengslum við kvikmyndatökuna. Ekki má heldur gleyma því að sagan Kaldaljós er skrifuð með Seyðisfjörð í huga. Vigdís vann um tíma við Kaldaljós á Seyðisfirði og byggir atburði sögunnar að hluta til á frásögnum af snjóflóði úr Bjólfi árið 1885,“ rifjar Hilmar upp og bætir því við að í kvikmyndinni hafi verið ákveðið að tímasetja atburðina í lífi Gríms yngri einhvern tíma á sjöunda áratugnum. „Sviðssetning- in líkir því ekki eftir snjóflóðinu í Bjólfi þó að margt sé líkt, t.d. fór snjóflóðið í Bjólfi yfir nokkur hús við fjallsræturnar rétt eins og snjóflóðið í Kaldaljósi. Alls létust 25 manns í snjóflóðinu úr Bjólfi. Það var því eitt mannskæðasta snjóflóð sem fallið hefur á Íslandi í seinni tíð.“ „Djöfulmóður í loftinu“ „Ég velti því talsvert fyrir mér hvað snjóflóðið ætti að spila stórt hlutverk í kvikmyndinni,“ viður- kennir Hilmar. „Svarið við þeirri spurningu kom til mín á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Ég fór þang- að ásamt Hjálmari og Jónu Finns- dóttur til að sýna Tár úr steini og ákvað að taka handritið að Kalda- ljósi með mér til að hafa eitthvað að gera ef ég yrði veðurtepptur. Á endanum urðum við veðurteppt fyrir vestan í 5 daga. Fyrstu dag- ana notuðum við til að litast dálítið um og fórum inn í hálfkláruð Vest- fjarðagöngin þar sem kom til tals að skjótast yfir til Flateyrar. Ein- hverra hluta vegna varð ekkert úr því að við færum þangað. Við sner- um til baka og héldum áfram að bíða eftir því að veðrið lægði. Mér er enn í fersku minni næstsíðasta kvöldið á Ísafirði. Ég hef aldrei upplifað annan eins djöfulmóð í loftinu. Snjóflóð voru þegar tekin að falla við og í kringum Skut- ulsfjörðinn en enn hafði enginn mannskaði orðið. Morguninn eftir i umflúin Ruth Ólafsdóttir Urbancic og Ingvar Sigurðsson í hlutverkum sínum í Kaldaljósi. Grímur eldri (Ingvar Sigurðsson) reynir að brjótast út úr viðjum fortíðarinnar. ’ Þegar hann vaknarer hann lengi að opna augun. Og hann liggur grafkjurr. Í þetta sinn má hann ekki láta á sér bæra. Hann þarf að vera í næði, hafa breitt upp fyrir haus og vera einn svo hann geti hugsað um það sem gerðist í nótt. Hann verður að reyna að sjá fyrir sér það sem hann sá, kalla fram bros Álfrúnar þar sem hún situr klofvega á prikinu í gráköflótta kjólnum. (bls. 12.) ‘vináttubönd. ’ Og hann teiknarBergljótu nákvæmlega einsog hún er með þeim aðferðum sem hún sjálf hefur kennt honum. Og hann hik- ar aldrei. Það er gott að teikna hana. Hún er mjúk og líkami hennar ánægður. Ekki þungur og þurr eins og líkami Láru. Og þegar hann hefur lok- ið við að teikna hana teiknar hann fjall sem hvolfist yfir hana. Þetta er ekki Tindur þótt það líkist honum. Tindur gæti aldrei orðið hennar verndari. Þetta er þeirra fjall. Þeirra náttúra sem enginn hefur áður snert. Enginn. (bls. 345.) ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.