Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 19 Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Öldungadeild hefur verið starfrækt við MH síðan í ársbyrjun 1972. Við höfum því yfir þrjátíu ára reynslu í að kenna fólki með ólíkan bakgrunn bóknám til stúdentsprófs. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum. Af um sjötíu námsáföngum eru tólf áfangar í dreifnámi. Þeir, sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi, athugið að hægt er að fá það nám metið sem heild inn í námsferil til stúdentsprófs. Innritun er að hefjast fyrir vorönn 2004! Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2004 stendur yfir laugardaginn 3. janúar nk. frá kl. 10.00 til kl. 14.00 og 5. og 6. janúar nk. frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Hægt verður að hafa samband við námsráðgjafa 5. og 6. janúar nk. frá kl. 15.00 til kl. 18.00. Upplýsingar um innritun í gegnum síma eða vefinn eru í Fréttapésa öldunga (vefriti öldungadeildar) á heimasíðu skólans undir „Öldungadeild“. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem vilja láta meta fyrra nám, leggi þau gögn inn á skrifstofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemina, s.s. stundatöflu vorannar, almanak vorannar, kennsluáætlanir einstaka áfanga, innritunareyðublað fyrir símainnritun o.fl.                                                 þú ætlaðir þér, eitthvað gæti haft áhrif á það, til dæmis langdregin fæðing, leghálsinn vill ekki opnast, eða annað kemur upp á, eigi að síð- ur er staðreyndin sú að því betur sem unnið er að markmiðinu, þeim mun meiri von er um árangur og því vissari sem maður er um að markmiðið náist, þess meiri mögu- leikar. Hvers vegna ekki að láta reyna á þetta við stórvirkið barns- fæðingu? Í kaflanum Fæðingin er fjallað ít- arlega um fæðinguna sjálfa; um- hverfið, fæðingarstellingar, öndun, slökun, rembingssóttina og upplifun bæði karla og kvenna af stóru stundinni þegar barnið kemur í heiminn. Fæðingarvinnan Sumum konum finnst fæðingin ekki erfið og telja sig finna lítinn sem engan sársauka. Aðrar upplifa fæðinguna sem mikinn þrýsting og enn aðrar lýsa fæðingunni sem púl- vinnu sem sannarlega borgaði sig. Þegar upp var staðið var fæðingin dýrmæt reynsla sem skilaði styrk og lífsfyllingu inn í dagsins önn þegar frá leið. Og svo eru það kon- urnar sem upplifa fæðinguna sem sársauka, finna mikið til og vildu helst hlaupa frá öllu saman. Að lok- um eru svo allar hinar sem eru þarna einhvers staðar á milli. Flestar konur gleyma fljótt, sem betur fer, þótt þeim hafi fundist fæðingin erfið. Það heyrir til und- antekninga að þær komist ekki út úr þeim erfiðleikum. Ef ekki, er það oftar en ekki einhver uppákoma tengd fæðingunni sem situr eftir, jafnvel að mannlegu samskiptin hafi ekki verið nógu mjúk eða tillitssöm. Þessum konum verður að hjálpa sem allra fyrst svo þær geti gengið til næstu fæðingar lausar við byrði slæmra minninga. Ef þú hefur upp- lifað eitthvað slíkt áður, í öllum bænum leitaðu hjálpar sem fyrst. Stuðningshópar með frábæru fag- fólki veita fúslega aðstoð og hjálp. Þess má og geta í leiðinni að mörgum barnshafandi konum finnst þær heyra ósköpin öll af vanda- málasögum um fæðingar, en það er annar handleggur! Þær sögur eru oftar en ekki ýktar eða sviðsettar, ef til vill stundum ómeðvitað, en oft, þegar að er gáð, langt frá raunveru- leikanum. Hvernig þér líður andlega og lík- amlega skiptir máli – segi ég enn – sem og afstaða þín til fæðing- arinnar. Fæðingarumhverfið og við- mót þeirra sem sinna þér skiptir einnig máli, meira en margur gerir sér grein fyrir. Ef þér finnst þú ekki ná góðu sambandi við ljósmóð- urina, talaðu þá um það, segðu henni frá því, eða maðurinn þinn gerir það fyrir þig. Annaðhvort færðu aðra ljósmóður eða ykkur tekst að leysa vandann. Ef þú ætlar ekki að fæða heima hjá þér eða á stað þar sem þú þekkir allar að- stæður skaltu endilega fara og skoða fæðingarstaðinn, það skiptir máli þegar stóra stundin rennur upp. Fæðingin skiptist í þrjú tímabil. 1) Útþenslu-/útvíkkunartímabilið, sem hefur það hlutverk að opna leghálsinn. 2) Þrýstings-/rembings- tímabilið, sem hefur það hlutverk að koma barninu út í heiminn 3) fylgjutímabilið, þegar fylgjan losnar frá legveggnum, skilar sér og lýkur mikilvægu hlutverki sínu. Þar með er fæðingin afstaðin. Sumar konur finna meira eða minna fyrir svokölluðum fyr- irvarahríðum síðustu vikur með- göngunnar, þó frekar fjölbyrjur, þ.e. konur sem hafa fætt áður. Þessi samdráttur í leginu getur ver- ið þreytandi. Oftast hverfur hann fljótt – ef ekki, er gott að hvíla sig um stund, láta fara vel um sig og reyna að slaka á. Að drekka hun- angste, rósmarín- eða piparmintute hefur góð áhrif. Ef þér finnst sam- drátturinn eða murningurinn í leg- inu óþægilegur eða leiðinlegur get- ur þú hughreyst sjálfa þig með því að þetta er talið hafa mýkjandi áhrif á leghálsinn og flýta fyrir opn- un hans þegar fæðingarvinnan hefst fyrir alvöru. Almennt talað fer fæðingin þann- ig fram að á fyrsta stigi hennar – útþenslutímabilinu – opnast leg- hálsinn sentimetra eftir sentimetra, dregst upp og styttist þar til hann opnast að fullu. Stundum gerist þetta hægt og sígandi, stundum með hraði og stundum gerist það ekki. Viðmiðunarreglan er að fæð- ingin taki frumbyrjuna um það bil sólarhring og fjölbyrjuna um það bil hálfan sólarhring. Mín reynsla er hins vegar sú, að tíminn sé styttri hjá flestum konum. En svo eru að sjálfsögðu konur sem þurfa lengri tíma, því miður, og stundum finnst konunni fæðingin löngu byrj- uð áður en fagfólkið telur svo vera. Hver upplifir fæðinguna með sín- um hætti. Hér eru lýsingar tveggja kvenna, sem bera því vitni hvað gengur á þegar barn kemur í heim- inn. K … 26 ára, fyrsta barn … Ég bað um epidural, ég var staðráðin í því að finna ekki til … en þá sagði ljósan, það er of seint, og þá bölvaði ég upp í opið geðið á henni og æpti: Ég vil ekki finna til, ég verð, ég skal fá deyfingu, ég vil fá aðra ljós- móður, og ég fékk aðra … Hún gaf mér hláturgas, en ég æpti: Ég vil ekki þennan skratta, þetta er vont ég vil fá almennilega deyfingu, ég vil ekki finna til, það er til eitthvað sem heitir block eitthvað ég vil fá það fyrst ég fæ ekki mænudeyf- ingu. Þá sagði ljósan: Jæja, en fyrst verður þú að pissa fyrir mig, og ég á fötuna eins og píla og þar sem ég sit þarna byrja ég að rembast, ræð ekki við neitt, skelf öll og titra frá toppi til táar … og barnið kom og ég fékk enga deyfingu … enda þurfti ég þess ekki. T … 30 ára, annað barn … Ég fann þrýstingsverk en svo stöðv- aðist allt. Ljósmóðirin sagði að nú yrðum við að setja upp dreypi með verkjaefni í til að fá barnið til að fæðast og svo fóru þau að vesenast með slöngur og nálar en komust aldrei svo langt að setja dropana í gang … Bang … og út kom dóttir mín og spurði engan, eins og kork- tappi úr flösku … Ég fann ekki fyr- ir neinu nema bara hamingju þegar ég fékk hana í fangið … Karlar í fæðingu Körlum var löngum haldið utan við fæðinguna, en nú er það ger- breytt. Þeir þurfa hins vegar að undirbúa sig til að vita hvernig þeir eigi að bregðast við þegar stóra stundin rennur upp. Margir feður kvíða því að þeir viti ekkert hvað þeir eigi að gera þegar stóra stundin rennur upp. Það er að sjálfsögðu hægt að segja margt og mikið um þá mismunandi vegu sem fæðing barns getur borið að, en til að gera langa sögu stutta er einfaldasta og besta ráðið að hringja til ljósmóðurinnar eða þeirrar stofnunar sem þið ætlið að fara til um leið og þið haldið að eitt- hvað sé að gerast. Þú spyrð og færð svör og aðstoð eins og best verður á kosið. Hins vegar, ef svo skyldi fara að þú þyrftir að taka sjálfur á móti barninu þínu, skaltu ekki kvíða neinu. Þegar fullburða börn taka upp á því að bruna með látum í heiminn, má nær fullyrða að þau gera það með stæl. Ef þú sérð að himnan (belgirnir) er utan um barn- ið þegar það fæðist, þ.e. að eitthvað er strekkt yfir andlit þess sem í fljótu bragði líkist nælonsokk, flýtir þú þér að fletta „kuflinum“ frá svo barnið geti andað. Þegar svona ger- ist er sagt að barnið fæðist í „sig- urkufli“. Ef litla krílið lætur hressi- lega í sér heyra þarftu hreint ekkert að gera, það spjarar sig sjálft. Ef þér finnst barnið slímugt í framan tekur þú mjúkt handklæði eða klút og strýkur framan úr því og snýtir því mjúklega. Það kallar ef til vill á meiri grát, sem er hið besta mál. Vertu óhræddur. Ef þér sýnist vera slím í munninum, sem er sjaldan, þá setur þú puttann með mjúkum þunnum klút inn í munn- inn og hreinsar. Áður en allt þetta gerist er mamma búin að fá barnið í fangið. Í fangi hennar er hlýtt, mjúkt og notalegt og barnið finnur sig heima. Fang mömmu er besti stökkpall- urinn út í lífið. Þú breiðir mjúkt og hreint handklæði yfir barnið svo því verði ekki kalt og lokar glugga til að forðast gegnumtrekk. Ef allt er með felldu, sem það er nær alltaf þegar svona gerist, þá er bara að anda djúpt, reyna að slaka á, svo ekki verði fum eða fát. Þú getur þetta, vertu viss! Það er ekki vandi að taka á móti barni þegar allt er með felldu, þá gerist það í raun af sjálfu sér. Móðir komin með nýfætt barn sitt í fangið. Ekki gengur alltaf þrautalaust að koma sér fyrir með barn í maganum. Sumum finnst betra að hafa kodda undir höfðinu, þrýstingurinn verður þá minni á öxlina. Einnig er gott að hafa kodda undir vinstri fætinum sem beygður er yfir hægri fótinn. Upphafið – bréf til þín frá ljósunni þinni er eftir Huldu Jensdóttur. Hún kemur út hjá Sölku og er 240 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.