Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 26
AÐ undanförnu hefir verið nokkuð til umræðu skuldastaða heimilanna, sem er áreiðanlega bágborin, miðað við að hér á landi eru lífskjör með því besta, sem gerist í heiminum. Þá munu íslensk heimili vera með þeim skuldug- ustu. Þar kenna menn ýmsu um. Sumir vilja kenna um of lágu kaupi. Rannsóknir hafa sýnt að skuld- setning er svipuð hjá hálaunafólki og hjá láglaunafólki. Dæmi um það er hálaunaði embættismaðurinn sem var svo blankur að hann varð að reka heimili sitt í sumarbústað fyrir utan bæ. Og svo aftur öryrkinn sem skildi eftir sig 50 milljónir þegar hann kvaddi þennan heim. Það vekur líka eftirtekt hvað út- lendingar sem setjast hér að blá- snauðir eru fljótir að koma undir sig fótunum. Aðrir kenna um of háu verði á landbúnaðarvörum, þær eru þó ekki dýrastar á Íslandi þótt ástæða væri kannski til, m.a. vegna veðráttu. Verð á þeim vill taka mið af því hversu hátt kaup er greitt í framleiðslu í landinu. Svo eru landbúnaðarafurðir aðeins um 6% af neyslu heimilanna, svo hver maður getur séð að þarna er ekki að finna sökina. Of hátt kaup getur leitt til auk- innar verðbólgu og enn meiri skuldasöfnunar. Varla verðum við betur sett með því. Óheftur inn- flutningur og þar með mikill sam- dráttur í landbúnaði gæti kostað nokkur þúsund bein og óbein störf, fyrir utan ör- yggisleysið fyrir þjóð- ina, að eiga allt sitt undir öruggum flutn- ingum til landsins eða öruggri uppskeru úti í löndum. Fleiri álíka tilgátur hefi ég heyrt, en læt þetta nægja í bili. En hver er þá ástæðan fyrir þessari skuldasöfnun? Mín skoðun er sú að allt of stór hluti þjóðarinnar sé með snar- brenglað verðskyn, sökudólgur að því mun í upphafi vera trúarbrögð- in, kirkjan kenndi fólki að miklum erfiðleikum væri bundið fyrir ríkan mann að komast inn í Himnaríki. Þetta breyttist nú mikið við siða- skiptin en þekkist þó enn, þannig telja listamenn að þeim beri að vera fátækir. Í samtali við Mbl. var listamaður spurður m.a. um fjárhagsstöðuna, hann segist vera fátækur eins og listamönnum bæri að vera. „Sælt er að vera fátækur elsku Dísa mín,“ kvað Davíð. „Fólk í þessum heimshluta er orðið heimskt af því að vaða í einskisverðum pening- um,“ skrifaði Halldór Laxness. Svo mörg voru þau orð. Ég á afar erf- itt með að skilja, að svangur mað- ur sé meira skapandi en sá sem saddur er. Við verðum bara að bíta í það súra epli, að ekkert er hægt að gera án peninga. Og ekki skul- um við gleyma stjórnmálamönn- unum, þeir virðast ekkert hafa lært af draumi Faraós gamla með að safna í kornhlöður ef vel gengur og geyma til mögru áranna. Þeir tala oft um fjármagnseigendur og telja að frá þeim stafi allt hið illa. Athugun hefur leitt í ljós, að gaml- ir karlar og kerlingar, svo og ung- menni, eiga 60–70% af innistæðum í bönkunum, sem er þó nauðsyn- legt til að halda atvinnulífinu gangandi. Þetta fólk hefir neitað sér um ýmis lífsgæði, sem yngra fólki þykir sjálfsögð. Þessa sjóði ætlar það svo að nota til þess að lifa áhyggjulitlu lífi, peningalega, í ellinni. Þessu fólki launa svo stjórnmálamennirnir með því að svipta það lögboðnum ellilífeyri og skattleggja sparnaðinn í ofanálag fyrir fórnfýsina. M.ö.o. að refsa því fyrir. Svo eru uppi háværar kröfur sumra stjórnmálamanna um 20% skatt af þeim tekjum sem þetta fólk kann að hafa af þessum aurum og vilja færa á milli vasa eftir að möppudýrin eru búin að naga 30– 50% af því í kostnað. Svar gamla fólksins við þessari ætlun, ef hún kemst í framkvæmd, er einfaldlega að taka aurana út úr bönkunum með samráði sín á milli og geyma annaðhvort í bankahólfi eða bara undir koddanum og sýna stjórnmálamönnunum „hvar Davíð keypti ölið“. Gamalt fólk hlýtur að mega að fara í verkfall eins og aðr- ar stéttir. Nú mundi reyna á félag eldri borgara. Íslandingar voru fátækir og nægjusamir. En svo kom blessað stríðið og allt í einu var nóga vinnu að hafa. Bændur og bændasynir hlupu frá búum sínum svo skortur var á sumum búvörum, dæmi voru um að hálfblindir karlar ynnu sem smiðir fyrir þreföldu vegavinnu- kaupi á vegum hersins. Við urðum á stuttum tíma ein ríkasta þjóð í heimi. Litlir möguleikar að eyða En er stríðinu lauk og menn gátu farið að eyða stríðsgróðanum fór fyrir miklum hluta þjóðarinnar eins og blönkum manni, sem vinn- ur í happdrætti. Lítið varð eftir, aðeins nokkrir togarar sem voru orðnir úreltir strax á teikniborð- inu. En nú var komið að skulda- dögunum, að mati stjórnmála- manna. Allur stríðsgróði skyldi upptækur. Ef einhverjir höfðu far- ið vel með sinn hlut var hann gegnumlýstur af skattayfirvöldum og honum refsað þunglega, fengist til þess smuga. Og árin liðu með nokkru at- vinnuleysi og vaxandi verðbólgu. Inneignir manna og ellilífeyrir í peningastofnunum fóru langt í mínus, og engir fengu lán, nema stórfyrirtæki og félög, sem högn- uðust vel á verðbólgunni. Einstak- lingarnir gátu aðeins fengið lán með því að komast inn „bakdyra- megin“ hjá lánastofnunum. Og árin liðu og verðbólgan komst yfir 100% og klippt voru tvö 0 aftan af krónunni. En um 1980 sáu þáver- andi stjórnvöld að slíkt gat ekki gengið og verðtryggðu inn- og út- lán í peningastofnunum og pening- arnir streymdu inn, en skuldugu fyrirtækin tóku bara meiri lán, þar til þau sprungu samanber SÍS. Loks opnuðust augu launþegasam- takanna og stjórnvalda fyrir því að þetta gekk ekki lengur og sömdu um að koma á stöðugleika í efna- hagslífi þjóðarinnar, sem svo hefir haldist í um áratug með þeim af- leiðingum að kaupmáttur hefir aukist um 30%. Ég hefi hér að framan reynt að lýsa í grófum dráttum frá mínum sjónarhóli, hver er orsök hins brenglaða verð- skyns sem hrjáir þjóðina. Og í þessu umhverfi eru flestir ráða- Skuldastaða heimilanna Ólafur Þorláksson skrifar um fjármál almennings ’Of hátt kaup getur leitttil aukinnar verðbólgu og enn meiri skulda- söfnunar. Varla verðum við betur sett með því.‘ Ólafur Þorláksson SKOÐUN 26 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef tekið eftir því núna síð- ustu vikurnar, að landar mínir eru flestir hverjir búnir að sætta sig við það hvernig velmegunin ætlar að flæða um æðar þeirra, hvernig gnægtabrunnar opn- ast svo allir geti keypt nánast allt sem hugs- ast getur, hvernig verndarar valdsins gefa þegnunum tæki- færi á að eignast kertaljós og klæðin rauð. Þenslan er í dag sigurtáknið, tákn ljóssins. Mammon mun gefa okkur gleðileg jól. Þegar rætt er um virkjanamál og álver og yfirleitt allt það sem við öfga- mennirnir segjum að telja megi til mála sem þjóðin gæti verið án, ef hún hugsaði um eitthvað annað en skjótfenginn gróða, þá benda menn á að án hagvaxtar og án öflugrar framgöngu vinnandi stétta, geti þjóðin gleymt þátttöku í dansinum kringum gullkálfinn. Og það er akkúrat þessi dans sem á hug þjóðarinnar allan. Auðvitað er það réttlætanlegt að menn verði ríkir á kostnað náttúr- unnar, hún mun aldrei svara fyrir sig og svo er hún verðlaus nema hún sé nýtt í þágu þegna. Þótt það eyðist sem af er tekið, þá vitum við öll að af nógu er að taka. Við get- um öll starað mót umheiminum með gyllta glýju í augum, bara ef við viljum láta það hátterni spyrj- ast. Og jafnvel þótt glóandi sól úr gulli blindi okkur hvert og eitt, fáum við áfram að njóta hagsæld- arinnar sem hellir sér yfir okkur, einsog gullregn á góðum degi, ef við bara óskum þess að njóta lífs- ins. Náttúran er vonlaus og verð- laus, allt þar til við ákveðum að þreifa á henni og breyta hverju korni, hverjum grjótmola, hverri þúfu, hverjum hrauk, hverjum hjalla og hverju fjalli í glóandi gull. Ef auðvaldið í henni Ameríku brennir ekki úr okkur augun, áðu- ren það arðrænir okkur, þá arð- rænir það okkur fyrst og stingur svo úr okkur augun með sínum gló- andi spjótum. Um daginn átti ég nokkra vini sem ég hélt að myndu hjálpa mér við að leiða áfram þá sem gullsólin hefur nú þegar blind- að. Ég vildi með að- stoð vina minna af- stýra því að geislarnir næðu að brenna úr mönnum augum. Ég vildi reyna að koma í veg fyrir meiri bruna en orðinn er og ég vildi með ráðum og dáð eyða því sem glampinn hafði þegar náð að grópa í ásjónu þjóðarinnar. Til að sanna fyrir mér og ýmsum öðrum að ég gæti fengið vini mína til að halda hlífiskildi yfir þeim sem orðið hafa bruna að bráð, fór ég sem einn af þessum vinstri- grænu öfgamönnum á landsfund í Hveragerði. Sannfærður um að Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð myndi að- stoða mig við að binda um augu blindrar þjóðar, bar ég, ásamt nokkrum útvöldum, upp eftirfar- andi ályktun: ,,Landsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs haldinn í Hveragerði helgina 7.– 9. nóv- ember 2003 harmar að fram- kvæmdir við Kárahnjúka séu hafn- ar. Hin gríðarlegu umhverfisáhrif eru með öllu óásættanleg. Engin fullnægjandi rök hafa verið færð fyrir arðsemi virkjunar og stóriðju og nú þegar er ljóst að kostnaður stefnir fram úr öllum áætlunum. Ennfremur ályktar fundurinn að ekki sé of seint að afstýra því skelfilega umhverfisslysi sem Kárahnjúkavirkjun yrði.“ Mér til mikillar undrunar vildu menn helst af öllu láta þessa álykt- un hverfa. En þegar ég kvartaði og bað menn að leyfa umræður um ályktunina og þegar að því kom að umræður skyldu hefjast, gekk fram kvenkyns varaþingmaður og krafðist þess að ályktuninni yrði vísað frá. Sagði þessi ágæti vara- þingmaður að vegna tímaskorts og vegna þess að mál þetta gæti ekki talist annað en afturhvarf til for- tíðar, yrðu fundarmenn að vísa ályktun minni frá. Svo fór að frávísunartillagan var samþykkt og þóttist ég taka þeim ósigri með karlmennsku. En í framhaldi þeirrar samþykktar fór stórmenni eitt þess á leit við fund- armenn að þeir klöppuðu mér lof í lófa fyrir þann dug og það þor sem ég er sagður hafa sýnt síðustu ár- in, þegar ég hef gert þá sjálfsögðu skyldu mína að láta náttúru lands míns njóta sannmælis. Lófatakið var ósvikið og ég beygði mig bljúgur. Svikinn af samferðamönnum mínum, særður af þeim flokki sem ég hélt minn ágæta vin, játaði ég í hreinskilni fyrir þeim sem spurðu, að þarna nennti ég ekki frekar að dvelja. Ég yfirgaf salinn, ók af stað upp Kambana og í þéttri þokunni á Hellisheiðinni hugsaði ég um það sem ágætur vinur minn sagði mér nýverið um virkjanir. Hann sagði að jarðvarmavirkjanir myndu á næstu 10–15 árum valda slíkum straumhvörfum að virkjanir á borð við þá sem við Kárahnjúka á að rísa, yrðu gamaldags ónytjungar. Og hann bætti því við, að þegar við förum í stórum stíl að geyma raf- orku í formi vetnis, þá verði engin þörf fyrir gamaldags virkjanir. Þessi vinur minn sagðist ekki sjá hver ætti svosem að geta grætt á Fljótsdalsvirkjun, ekki myndi ís- lenska þjóðin bera arð úr býtum. Jú, hann sagðist svosem sjá ein- hvern peningagróða, að verktakinn fengi líklega eitthvað fyrir ómakið. Hann sagði að kostnaður vegna virkjunarinnar ætti eftir að fara fullkomlega úr böndunum, því í verksamningum væri að finna meira en 1.000 klásúlur, sem gæfu verktakanum kost á að krefja verk- kaupann um hærri greiðslur. Og hann vinur minn sagði að innan tíð- ar myndu færir lögfræðingar ítalska verktakans fjölmenna við Kárahnjúka, til að auðvelda streymi fjármagns frá Lands- virkjun til verktakans. Svo bætti hann vinur minn því við að bráðum kæmi í ljós að hluti verksins myndi frestast, vegna þess að ekki væri eins auðvelt að klína steypunni á hnjúkana og menn héldu í fyrstu. Og hann vinur minn sagði að verk- takinn myndi bara græða á öllum töfum, því þær ættu rætur í slæmri stærðfræðikunnáttu þeirra hjá Landsvirkjun. Ja, svo bætti hann því við að eigendur álversins sem á að fá orkuna frá Fljótsdalsvirkjun myndu líklega fara með umtalsverð auðæfi úr landi. En sú staðreynd vakti hjá honum vini mínum fleiri spurningar en hún svaraði. Þegar ég spurði hann vin minn að því, hversvegna hann héldi að svo margir hefðu gefist upp í bar- áttunni gegn þessari skelfilegu virkjun, svaraði hann því til að hann ætti erfitt með að skilja þann aumingjadóm, því hin eiginlegu skemmdarverk væru ekki enn komin til framkvæmda og hann spurði á móti: – Ef það myndi nú kvikna í anddyrinu á Árnastofnun, ættum við þá að reyna að þegja yf- ir því og láta logana teygja sig í handritin? Þessu svaraði ég neitandi, en fékk þá aðra spurningu: – Eigum við þá að þegja yfir framkvæmd- unum við Kárahnjúka þar til menn sökkva landi undir lón? Í þokunni á Hellisheiðinni fóru þessar vangaveltur vinar míns að veita mér von, en um leið fann ég að önnur samskipti mín við aðra vini gerðu mér gramt í geði. Ég áttaði mig á því að flokkur sem ekki þorði að bera ábyrgð á þeirri viðvörun sem ég hrópaði, var ekki sá flokkur sem ég hafði haldið hann vera. Ég hafði á sínum tíma gengið í flokk sem kenndi sig við umhverfisvernd, og þegar ég bað flokkinn minn um að vernda um- hverfið, sýndi hann ekki þann styrk sem ég hélt hann eiga. Mér leið einsog slökkviliðsmanni sem fær það starf að horfa á handrit brenna. Á meðan ég ók heim í þokunni, áttaði ég mig á því að ég yrði að kveðja þann flokk sem ég hélt að ég gæti treyst. Og þegar ég kom heim í hana Reykjavík varð þessi vissa mín að einlægri sannfæringu sem síðan hefur ekki gert annað en festa sig í sessi. Enda verður vart annað sagt en sannfæringin sé alvarlega föst í huga mér þegar ég geri ég mér grein fyrir því að flokkur minn styður borgarstjórn, þar sem Framsóknarflokkurinn situr einsog púki á fjóshaug eða ormur á gulli – með tögl og hagldir í peningastjórn Orkuveitunnar. Íburður og spilling eru þar í hverju horni og ekki hægt að líta framhjá þeim viðbjóði sem þar þrífst og hefur lengi þrif- ist. Við stjórn borgarinnar eru mönnum svo mislagðar hendur að ég gæti lengi haldið áfram að benda á atriði sem eru fullkomlega á skjön við það velsæmi sem mér var sagt að Vg ætlaði að temja sér. Við eigum fjöldann allan af ágætu fólk í nefndum innan borg- arkerfisins, fólki sem við þurfum að styðja og efla. Þetta fólk er aft- ur á móti háð duttlungum þeirra sem með valdið fara. Þetta fólk þarf í einu og öllu að fara að fyr- irmælum atvinnumanna í faginu, þeirra sem fá borgað fyrir að sinna pólitísku starfi. Opið bréf til Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs Kristján Hreinsson skrifar um stjórnmál ’Svikinn af samferða-mönnum mínum, særð- ur af þeim flokki sem ég hélt minn ágæta vin, ját- aði ég í hreinskilni fyrir þeim sem spurðu, að þarna nennti ég ekki frekar að dvelja.‘ Kristján Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.