Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsti kafli bókarinnar nefnist upp- hafið og hefst á því að þeirri tilfinn- ingu er lýst þegar ljóst er að barn er á leiðinni. Ég er með barn í maganum!Þetta ER kraftaverk!Guð og allir englar, hvaðég skal vera góð við þettabarn! Ég ætla að elska það núna strax og ávallt, á þess eig- in forsendum. Ég hefði aldrei trúað því að þetta kraftaverk gerðist! Hvers vegna ekki? Jú, ég mátti ekki vera að því að hugsa um lítið barn, en nú þegar það er að koma er ég tilbúin. Hvað er að elska börn á eigin for- sendum? Jú, það er að styðja þau eins og þau eru. Hjálpa þeim að ná fram eiginleikunum og hæfileik- unum sem Guð gaf. Stundum fá þessir hæfileikar ekki að njóta sín! Hvers vegna? Vegna þess að ein- hver vill sjá einhverja aðra hæfi- leika og reynir að framkalla þá. Hver er þessi einhver? Ja, til dæm- is pabbi eða mamma, afi eða amma, eða bara einhver, en alls ekki ég! Ég ætla að bera virðingu fyrir barninu mínu og hjálpa því til þroska á eigin forsendum. Vel getur verið að eitthvað af mínum veikleikum fylgi barninu, en þá er það mitt að hjálpa því að vinna úr þeim vandamálum. Ég ætla ekki að þrýsta á neitt, muna það. Já, ég ætla að elska barnið mitt eins og það er. Hvers vegna? Þannig ástúð framkallar alltaf það fegursta og besta, sagði hún móðir mín! Ég er auðvitað alls ekki að tala um dekur, ég er að tala um ást sem er öguð, ást sem leggur ekki kvaðir á barnið, ást sem ætlar barninu ekki að ráða áður en það hefur til þess vit. Því miður eru börn stundum látin taka ráðin og stjórna löngu áður en þau hafa þroska til þess. Mér er sagt að það sé ekki gott og geti hæglega leitt til þess að þau nái ekki nógu góðum tökum á lífi sínu seinna meir. Nei, ég ætla ekki að stjórna barninu mínu eða móta það eftir eigin höfði, en ég ætla að kenna því hvað er rétt og hvað er rangt! Er þetta mótsögn? Nei, það held ég ekki! Með því er ég bara að hjálpa barninu mínu að velja og hafna, svo það geti orðið hamingjusamt. Ég ætla ekki að gera líf þess flókið með aragrúa af leiðinlegum reglum. Reglur geta orðið svo yfirþyrmandi! Ég ætla að láta þetta allt fljóta fram eins og skoppandi lítinn læk, sem hoppar yfir steinana og mos- ann á árbakka lífsins átakalaust en samt svo fallega og stílfast. Þessi litli, ljúfi lækur á síðan eftir að renna út í stórfljót lífsins, sem áfram streyma voldug og fossandi út í hið stóra, ólgandi mannlífshaf með öldum sínum, brimi og boða- föllum, en stundum svo undur slétt, glóandi sem gull í skini mánans. Ekki aftur snúið Hulda skrifaði áður bókina Slök- un og eðlileg fæðing og í nýju bók- inni rifjar hún upp viðtökur hennar. Á fögrum vormorgni, snemma, þegar sólin flæðir og kyrrðin á sér engin takmörk, fæðist hugmyndin. Fyrsta blaðsíðan verður til og minningarnar fljóta fram. Það verð- ur ekki aftur snúið. Ég er stödd í flugvél á leið heim frá London, það er árið 1962. Fyrsta hópferð Íslendinga til Aust- urlanda nær er brátt á enda. Hóp- urinn hefur tafist í London vegna óvissu í heimsmálunum. Enginn veit í raun hvað bíður, heimsfriðurinn hangir á bláþræði. Kjarnaodda- flaugar frá Sovétríkjunum eru komnar til Kúbu og sovésk herskip sigla hraðbyri í átt til eyjarinnar. Á undraverðan hátt kemst leynimakk- ið upp. Samkomulag næst á síðustu stundu og heimurinn bjargast frá blóðugri heimsstyrjöld í það skiptið. Heimsbyggðin öll, svo og Íslending- arnir í London, anda léttar og skunda glaðir um borð í Gullfaxa, flugfarkostinn góða, sem hefur flutt þá svo dyggilega yfir heimsins höf og lendur. Komin vel á veg heim til Íslands tilkynnir rödd gegnum hátal- arakerfið: „Það er rithöfundur um borð.“ Í tilefni þessarar uppákomu er skálað og húrrahrópin fylla út í hvern krók og kima og ég tek undir! Menn höfðu komist í íslensku blöðin í London þar sem sagt var frá bók minni, Slökun og eðlileg fæðing. Sjálf hafði ég enga hugmynd um að bókin var komin á markað. Þessi upprifjun hlýjar mér um hjartarætur og atvikið er mér veru- legra nú en það var fyrir tæpum 40 árum. Mér er sagt að bókin Slökun og eðlileg fæðing sé hin fyrsta sinn- ar tegundar sem skrifuð er af ís- lenskum höfundi um þetta efni og að sú bók sem hér kemur fyrir al- mennings sjónir sé því númer tvö í þeirri röð. Vel getur verið að borið sé í bakkafullan lækinn að bæta við í þá flóru sem fyrir er af þýddum bókum, en eins og áður segir, þá verður ekki aftur snúið. Um þessar mundir eru fimmtíu ár síðan ég útskrifaðist sem ljós- móðir. Ég hef staðið í eldlínunni mestallan tímann. Ég hef numið við fótskör lífskúnstnera, hugsuða og brautryðjenda í fæðingarhjálp, manna sem þorðu að vera öðruvísi og hafa aðrar skoðanir en starfs- félagarnir. Ég hef lært dýrmætar lexíur af mæðrunum, feðrunum, börnunum og starfsfélögum mínum, sem stóðu fast við hlið mér þegar einstefna og þröngsýni réði ríkjum. En allra mest hef ég þó lært af lífs- undrinu mikla, þegar barn fæðist! Nær lífsdýptinni, nær eilífðinni, er ekki hægt að komast. Á slíkri stundu er mikilleiki sköpunarverks- ins yfirþyrmandi. Hann kallar á virðingu, á auðmýkt og þakklæti fyrir það að fá að taka þátt. Margt má gera til að auðvelda sér lífið á meðgöngunni, meðal ann- ars að dansa og hlæja. Í kaflanum „Að finna til“ tala ég um dansinn. Kíktu á það. Notaðu dansinn í fæðingunni ef það hentar þér og notaðu dansinn núna. Að dansa heima í stofu er flott. Dans- aðu magadans! Settu salsa á fóninn, polka, ræl, vals, „workout“, hvað sem er! Dansaðu, ein eða við herr- ann þinn. Vertu mjúk, losaðu spennuna, gefðu þig í dansinn, njóttu hans. Flott! Vertu ófeimin, láttu ekkert hindra þig. Þú finnur fljótt hvað það gerir þér gott. Allt sem stuðlar að betri líðan og veitir gleði, er gott/ stórgott! Hlátur. Máltækið segir: Hlát- urinn lengir lífið. Ég hef á öðrum stað nefnt þá blessun og heilsubót sem það er að umgangast lítið barn sem brosir eða hlær mörg hundruð sinnum á dag. Óvænt bros ókunnrar manneskju á förnum vegi getur haft þau áhrif að það gleymist aldrei, þess þekki ég dæmi. Ég rakst á nokkur spakmæli um brosið sem eru á þá leið: Bros birtist í einni svipan, en minningin um það geymist oft ævi- langt. Bros kostar ekkert, en ávinnur mikið. Bros auðgar þá sem fá það, án þess að svipta þá neinu sem veita það. Bros skapar hamingju á heim- ilum og góðvilja í viðskiptum. Bros er þreyttum hvíld, dags- birta þeim sem dapur er, sólskin þeim sorgmædda og vörn í vand- ræðum. Enginn þarf eins mikið á brosi að halda og sá sem sjálfur á ekkert bros til að gefa. Ef þú vilt vinna vináttu manns, þá brostu. Og lítið gullkorn til viðbótar: Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýjadag, ó, hvað það getur blíðkað, bætt og betrað andans hag. Almenn slökun Slökun skilar sér í betri líðan og er ekki síst gagnleg barnshafandi konum. Að tileinka sér slökun er gagn- legt og gott fyrir alla, ekki síst barnshafandi konur. Einsettu þér að taka frá stund til slökunar hvern dag, ekki bíða þangað til þér finnst þú hafa nægan tíma. Ég lofa því að sá tími sem þú tekur frá til slök- unar kemur til þín aftur í betri líð- an og meiri tíma. Það er því engu að tapa, þvert á móti. Þessi stund sem ég er að tala um núna er þó ekki aðeins hvíldarstund, þó þú hvílist að sjálfsögðu um leið, heldur er ég að tala um stund sem þú tek- ur frá til þjálfunar. Þú kennir sjálfri þér að slaka á. Gildi slökunar nú um stundir er viðfangsefni vísinda- manna meir en nokkru sinni. Nið- urstöður þeirra benda til margra góðra hluta sem vert er að skoða og tileinka sér. Þegar ég fór að starfa við fæðing- arhjálp gerði ég mér fljótt grein fyrir því að jákvæður undirbún- ingur skipti máli, líðan konunnar skipti máli og að afstaða hennar gagnvart sjálfri sér og fæðingunni skipti máli. Síðar þegar ég gekk í gegnum þann lífsins háskóla sem heimafæðingar urðu mér, gerði ég mér enn frekar grein fyrir gildi þess að hjálpa konunni að takast á við fæðingarferlið í slökun, að hafa stjórn á önduninni í slökun og tak- ast á við eigin viðbrögð í slökun. Slökun er stór þáttur til góðrar heilsu. Öndunin verður betri, súr- efnisflutningurinn verður betri, efnaskiptin róast, vöðvaspennan minnkar, þú og ég, hver sem er, kemst í betra jafnvægi og líður bet- ur. Slökun er því eftirsóknarverður lífsstíll sem gott er að tileinka sér í amstri hvunndagsins og að auki er slökun hin besta varnaraðgerð gegn streitu. Slökunaræfingar þurfa ekki að taka langan tíma. Þegar þú hefur komist upp á lagið geturðu slakað á hvar sem er og hvenær sem er. Einfaldar líkamsæfingar og dans geta hjálpað til slökunar, þú getur slakað á þar sem þú ert á göngu, þar sem þú stendur, ert í biðröð eða að bíða eftir strætó, eða hvað sem þú ert að gera. Og þú getur iðkað slökunaræfingar þar sem þú lætur fara vel um þig í þægilegum stól, eða þar sem þú liggur á góðri dýnu, á hliðinni eða á bakinu. Slökun hjálpar á meðgöngutím- anum og kemur ótvírætt að góðu gagni í fæðingunni. Þegar þú slakar á verður öndunin rólegri og í betra jafnvægi. Súrefnisflæðið til barns- ins þíns og þeirra vöðva sem þú notar í fæðingunni verður betra, þú verður meðvitaðri um sjálfa þig og líkamsflæðið og nærð þannig betri tökum á sjálfri þér og óþægind- unum. Það tilheyrir góðum lífsstíl dags- ins í dag að setja sér markmið – að vita hvað maður vill – og vinna síð- an heilshugar að því að markmiðið náist. Til þess að það takist þarf skipulag og tíma. Reynslan hefur kennt mér að það er árangursríkt að nota markmiðs- aðferðina í fæðingarundirbún- ingnum. Markmiðið er þá að takast á við fæðinguna á raunsæjan hátt og nota til þess öll tiltæk ráð já- kvæðs hugarfars og slökunar. Vel getur verið að þú náir ekki því sem Bókarkafli Hulda Jensdóttir hefur áratuga reynslu af fæðingarhjálp og er brautryðjandi hér á landi í þeim efnum. Í bókinni Upphafið – bréf til þín frá ljósunni þinni kemur hún reynslu sinni á framfæri og fjallar um allt sem viðkemur meðgöngu, allt frá því að konan finnur fyrstu merki um þungun þar til barnið er komið í heiminn. Meðganga og fæðingarhjálp Hulda Jensdóttir er höfundur bókarinnar Upphafið - bréfi frá ljósunni þinni. Hulda ráðleggur konum að dansa á meðgöngu, dansa magadans, polka, ræl eða vals: „Dansaðu ein eða við herrann þinn. Vertu mjúk, losaðu spennuna, gefðu þig í dansinn, njóttu hans.“ Tvíburar verða oftast miklir leikfélagar þegar fram líða stundir og það getur sparað foreldrum þeirra mörg sporin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.