Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 11                          - $ . /$ !""#!""$ 10 %      & '(   )&&  0$  0  !""$!""* +   ,-  1$   .   2 !""$!""*  .&%.  & .$$ $ 3 4 $ !""*!""/       1$ ! '((''((0 1 +   5  5    '((0'((2 0/ 02 /0 01 02 0 0 03 0 0 0 30 03 10/ 10 102 0 Margir höfðu efasemdir um ákvörð- un forráðamanna Cavaliers þegar þeir völdu James í háskólavalinu sl. sumar enda með fyrsta valrétt í höndunum – sem er draumastaða forráðamanna NBA-liðanna sem eru alls 29 að tölu. James hafði vakið mikla athygli sem leikmaður í liði framhaldsskól- ans St. Vincent-St. Mary, enda James tveir metrar á hæð og með mikið vald á knettinum miðað við hæð sína. Á fjórum keppnistímabil- um með St. Vincent-St. Mary skor- aði James 25,6 stig að meðaltali og þar af 30,4 stig á fjórða ári sínu. Að auki tók hann 7,8 fráköst í leik og gaf 5,1 stoðsendingu. Þessar tölur gáfu fyrirheit um að James væri mjög sérstakur leik- maður og flestir háskólar landsins höfðu grafið upp símanúmer fjöl- skyldu hans og boðið honum skóla- vist. James hafði hug á því að skoða aðstæður hjá háskólaliðunum Ohio State, Florida, Duke, North Car- olina og Louisville en valdi að lokum að gefa kost á sér í NBA-deildina. „Jordan-stimpill“ Undanfarin ár hafa margir leik- menn fengið „Michael Jordan- stimpil“ á sig áður en þeir hefja fer- il sinn í NBA. Margir þeirra hafa ekki staðið undir væntingum og má þar nefna „baby Jordan“, bakvörð- inn Harold Miner sem gat stokkið hátt og troðið knettinum með til- þrifum en náði aldrei fótfestu í deildinni. Margir höfðu efasemdir um að 18 ára pjakkur gæti tekið að sér að stýra sóknarleik slakasta liðs NBA- deildarinnar og sögðu jafnframt að James væri ekki með þann þroska sem þyrfti til þess að draga vagninn í Cleveland. James verður 19 ára gamall 30. desember en hefur undanfarin ár haft líkamlegt atgervi þeirra sem eru mun eldri en hann sjálfur. Keppnistímabilið í NBA-deildinni er engu líkt, 82 leikir í deildar- keppni, og síðan tekur við úrslita- keppni. Þau lið sem ná alla leið hafa því leikið yfir 100 leiki á 8 mánaða tímabili. Nýliðaveggurinn er þekkt orðatiltæki í NBA þar sem ungir leikmenn ná að blómstra á fyrri hluta keppnistímabilsins en þegar líða fer á tímabilið fer að halla undir fæti. Enda erfitt að tileinka sér þá hluti sem þarf til að ná árangri í NBA á nokkrum mánuðum. James hefur að loknum 20 leikjum með liði sínu þaggað niður efasemdaraddir með ágætri frammistöðu. Hann lék samtals 104 leiki á fjórum árum með St. Vincent-St. Mary og verður að öllu óbreyttu með 82 leiki í reynslubankanum að loknu fyrsta keppnistímabilinu. Enda ólíklegt að Cleveland verði á meðal átta efstu liðanna í austurdeildinni þetta árið. Stenst samanburð við Garnett, Bryant og McGrady Ef tölfræði leikmannsins er borin saman við aðra leikmenn sem hafa stungið sér í NBA-laugina að lokn- um framhaldsskóla geta forráða- menn Cleveland verið ánægðir með framlag James. Leikmenn á borð við Kevin Garnett, Kobe Bryant og Tracy McGrady náðu ekki að sýna hvað í þeim býr á fyrsta ári sínu í NBA. Og má sjá samanburðinn á grafinu hér til hliðar. Á dögunum var leikur Cleveland gegn Detroit Pistons sýndur í beinni útsendingu sem sjónvarpað var um öll Bandaríkin og líkaði James athyglin vel. Skoraði 37 stig og var maðurinn á bak við sigur liðsins. Paul Silas, þjálfari Cleveland, segir við bandaríska fjölmiðla að framganga James hafi komið flest- um á óvart og það sé ekki vandamál að hann leiki mun fleiri mínútur að meðaltali en áætlað var. „Strák- urinn getur spilað allan daginn, hann er ekki nema 18 ára,“ segir Si- las. Aðeins fjórir leikmenn í NBA- deildinni eru meira inná vellinum en James leikur um 40 mínútur í leik af alls 48. Met Oscars Robertson í hættu? James hefur sagt við forráða- menn Cleveland að hann ætli sér fimm ár til þess að ná að feta í fót- spor Oscar Robertson, fyrrum stór- stjörnu deildarinnar. Hann er sá eini sem hefur náð þrefaldri þrennu að meðaltali á sama keppnistímabili í NBA. Til þess þurfa leikmenn að skora yfir 10 stig, taka 10 fráköst og gefa 10 stoðsendingar að meðaltali. Paul Silas segir að hann muni ekki reyna að draga úr áhuga James á þessu takmarki. „Ég segi við hann að hann hafi hæfileika til þess að gera slíkt og að sjálfsögðu á hann að setja sér slíkt markmið.“ James skoraði 25 stig í fyrsta NBA-leik sínum gegn Sacramento 29. október. Þar lék hann í 42 mín- útur, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Körfuknattleikssérfræðingar vestanhafs voru ekki vissir um hvert framhaldið yrði hjá hinum unga leikmanni en af þeim 20 leikj- um sem teknir eru til samanburðar að þessu sinni hefur hann aðeins skorað 10 stig eða minna í ¼ af þeim leikjum. 600.000 keppnistreyjur Eins og áður segir er LeBron James á allra vörum í Bandaríkj- unum. Fólk flykkist á leiki Clevel- and til þess að sjá hinn „nýja Jor- dan“. Á heimaleikjum Clevaland er 17.781 áhorfandi að meðtali en fyrir ári síðan mættu aðeins 11.496 að meðaltali á leiki liðsins. Í leik liðsins í Los Angeles gegn Clippers mættu margar stjörnur sem sjást sjaldan á leikjum „litla“ liðsins í kvikmynda- borginni og má þar nefna leikarann Billy Crystal og tennisstjörnuna Se- rena Williams. Sömu sögu er að segja er liðið er á ferð um Bandaríkin. Að meðaltali sjá 18.329 áhorfendur leiki liðsins á útivelli og er það rúmlega 2.000 fleiri áhorfendur en fyrir ári, enda vann Cleveland aðeins 17 leiki af alls 82 í fyrra eða 20,7% vinnings- hlutfall. Að loknum 24 leikjum á leiktíðinni er vinningshlutfall liðsins 25%. Það er ekki aðeins álag í miðasöl- unni hjá Cleveland, því NBA-deildin hefur selt um 600.000 keppnistreyj- ur með nafni LeBron James og númerið 23 á baki treyjunnar. Næstur í röðinni er Carmelo Ant- hony nýliði Denver Nuggets en margir vilja meina að eftirnöfn þeirra séu svo algeng í Bandaríkj- unum að það skýri að hluta hve vel treyjur þeirra hafa selst. Þeir aðilar sem sjá um að halda „ímynd“ Cleveland hátt á lofti sáu sér leik á borði í sumar er ljóst var að LeBron James myndi leika með liðinu og breyttu litasamsetningu keppnistreyju liðsins. Breytingin hefur haft þau áhrif að ungt fólk hefur áhuga á að eignast búning „kjallaraliðsins“ á ný. Íþróttavöruframleiðandinn Nike gerði sjö ára samning við James í haust. Samningurinn er metinn á 100 millj., sem gerir rúmlega 7,3 milljarða ísl. kr. „Aðeins“ 290 millj. kr. í laun Samkvæmt reglum NBA-deildar- innar verða nýliðar að sætta sig við ákveðin hámarkslaun sem fara stig- hækkandi með árunum. James fær „aðeins“ rúmar 290 millj. kr. í árs- laun frá liðinu sem hann leikur með en meðallaun í NBA-deildinni eru um 270 millj. kr. á ári. Samningur James rennur út árið 2007 og á samningstímanum fær hann tæp- lega 1,4 milljarð kr. í laun. Kevin Garnett, leikmaður Minne- sota Timberwolves, er sá tekjuhæsti með rúma 2 milljarða ísl. kr. í árs- laun! James á því langt í land með að ná framherjanum snjalla í Minnesota á þessu sviði en þeir eru í hópi þeirra sem hafa valið það að fara beint í NBA og sleppa háskóla- námi. Paul Silas, þjálfari Cleveland, hefur í mörg horn að líta og er með „demant“ í sínu liði sem þarf að slípa, LeBron James. Hann hefur flogið hátt undanfarin ár og virðist hafa hæfileika til þess að standast þær væntingar sem til hans eru gerðar. Hinsvegar eru margir sem bíða í ofvæni eftir því að James fat- ist flugið og gegn Clippers á dög- unum hitti hann aðeins 2 af 13 skot- um sínum í leiknum og skorað aðeins 4 stig. Fjölmiðlar vestanhafs voru fljótir að dæma hann út frá þeirri frammistöðu og Silas tók þá ákvörðun að taka James útaf í fjórða leikhluta. Hann tók utan um leikmanninn, hvíslaði í eyra hans og útskýrði fyrir honum hvers vegna hann væri ekki inná vellinum. Skömmu síðar stóð James við varamannabekk liðsins og veifaði hvítu handklæði til þess að hvetja félaga sína áfram. „Mér líkaði það vel að sjá að hann var enn andlega með í leiknum þrátt fyrir að vera utan vallar,“ sagði Silas. Umræddur leikur var sá annar í röðinni þar sem að James var ekki einu sinni besti nýliðinn á keppn- isgólfinu. Chris Kaman skoraði 14 stig og tók 14 fráköst í liði Clippers. Kvöldið áður hafði Carmelo Ant- hony skorað 26 stig fyrir Denver Nuggets gegn Cleveland. Margir fjölmiðlar sögðu þá stundina að James væri ofmetinn og að hann stæði ekki undir væntingum. James beit í neðri vörina og svaraði með því að skora 18, 23, 37 og 27 stig í fjórum næstu leikjum liðsins en lið- ið náði þrátt fyrir það aðeins að sigra í einum þeirra. LeBron James hefur þaggað niður í efasemdaröddum með tilþrifum sem jafnast á við það besta sem sést hefur í NBA-deildinni „ÞREFÖLD tvenna í hverjum LEIK er takmarkið“ LeBron James er aðeins 18 ára gamall, og ætti á þess- um tímapunkti í lífi sínu að vera í bandarískum há- skóla líkt og fjölmargir jafnaldrar hans. Þess í stað er James í kastljósi NBA-deildarinnar sem leikstjórn- andi Cleveland Cavaliers. Nú þegar fjórðungur keppnistímabilsins í NBA er að baki hefur hinn bros- mildi leikstjórnandi sýnt tilþrif sem jafnast á við það besta sem sést hefur en að sama skapi hefur hann mátt glíma við mótlæti sem fylgir því að vera sá sem þarf að bera lið á herðum sínum. Reuters LeBron James treður knettinum í körfuna í fyrsta leik sínum í NBA-deildinni með liði sínu Cleveland Cavaliers og minnir óneitanlega á leikmann sem lék með númerið 23 á bakinu. Michael Jordan. seth@mbl.is Reuters Skórnir sem LeBron James leikur í gefa honum rúmlega 7,3 milljarða kr. í tekjur á næstu sjö árum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.