Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. ERLENDU kokkarnir sem staddir eru hér á landi vegna Food & Fun hátíðarinnar heimsóttu mat- vælaframleiðendur á Vesturlandi í gær. Hátíðin stendur fram á sunnu- dag. Hápunktur hátíðarinnar er al- þjóðleg kokkakeppni sem fram fer á laugardag milli klukkan 13 og 16 í Vetrargarðinum í verslanamiðstöð- unni Smáralind í Kópavogi. Keppn- in er öllum opin. Áhorfendapöllum verður komið upp í Vetrargarð- inum auk þess sem gestir geta gengið um og fylgst með meist- arakokkunum tólf að störfum. Alþjóðleg dómnefnd dæmir rétt- ina sem kokkarnir reiða fram og fá 24 lesendur Morgunblaðsins að borða rétti meistaranna. Í dag, föstudag, munu kokkarnir snæða hádegisverð sem nemendur í Matvælaskólanum í Kópavogi mat- reiða og bera fram. Nemendur fá ennfremur tækifæri til að vinna með erlendu kokkunum og verður dregið um hver fær að vinna með hverjum. Matarhátíðin heldur áfram Morgunblaðið/Sverrir Meistarakokkarnir hlýða hér á ávarp Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra en í gær kynntu þeir sér íslenska matvælaframleiðslu. GEORG Lárusson, forstjóri Útlend- ingastofnunar, segir að kærumeð- ferð tvímenninga frá Sri Lanka, sem hafa kært ákvörðun Útlendinga- stofnunar um að vísa þeim úr landi til dómsmálaráðuneytisins, geti vel farið fram þótt þeir séu ekki staddir hér á landi. Þeir voru í gær sendir til Þýskalands þar sem þeir munu fá efnismeðferð sem hælisleitendur. Georg segir að kærumálið lúti ein- göngu að því hvort það hafi verið rétt ákvörðun að senda þá héðan til Þýskalands, en þeir höfðu vega- bréfsáritun frá þýska sendiráðinu á Sri Lanka. Það sé ekki nauðsynlegt að mennirnir séu staddir hér á landi þar sem í kærumeðferðinni verði eingöngu fjallað um túlkun á laga- atriðum, en ekki mennina sjálfa. „Það er bara verið að fjalla um hvort það sé heimilt að senda þá út eða ekki. Það er ekki verið að fjalla um þeirra upplifun, reynslu, skynjun eða hverju þeir hafa orðið fyrir, held- ur einungis túlkun á Dyflinnarreglu- gerðinni,“ segir Georg. Hann segir að þegar einhver vafi leiki á því að kærumeðferð um ákvörðun af þessu tagi geti gengið með réttum og öruggum hætti ef hælisleitendur eru ekki til staðar séu þeir ekki sendir úr landi. „Í þessu ákveðna tilviki er það mat Útlend- ingastofnunar og dómsmálaráðu- neytisins að það muni ekki skaða réttarhagsmuni mannanna þótt þeir séu staddir í Þýskalandi.“ Katrín Theodórsdóttir, lögmaður mannanna, gagnrýndi í Morgun- blaðinu í gær, að þegar umsækjend- um um hæli hér á landi væri skip- aður talsmaður væru þeir fyrst upplýstir um rétt sinn, en þá væri oft búið að senda þá úr landi. Þessi málsmeðferð tryggði ekki öryggi hælisleitenda hér á landi. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að mönnunum hafi klárlega verið kynnt réttarstaða sín. Þeir hafi heldur ekki verið málsvaralausir meðan mál þeirra var til meðferðar Útlendinga- stofnunar. „Rauði krossinn var þeirra málsvari á þessum tíma. Fulltrúi Rauða krossins var við- staddur alla skýrslutöku, þetta er allt saman á grundvelli samnings sem var í gildi milli ríkisins og Rauða krossins á þessum tíma,“ segir Stef- án og bendir á að hlutverk RKÍ hafi verið að gæta hagsmuna mannanna og kalla eftir aðstoð sérfræðinga, þar með talið lögmanna. Íslensk lög geri ráð fyrir því að hælisleitendur fái talsmann eftir að þeir hafa kært ákvörðun Útlend- ingastofnunar til æðra stjórnvalds. Þá sé það meginregla að kæra ákvörðunar fresti ekki réttaráhrif- um. „Það var ekkert í gögnum þessa máls sem benti til þess að ástæða væri til að víkja frá þeirri megin- reglu,“ segir Stefán. Georg segir að hér á landi sé unnið í málum hælisleitenda eftir lögum og reglum og í fullu samræmi við þá al- þjóðasamninga sem Ísland er aðili að. „Þetta er hinn eðlilegi ferill sem tíðkast á öllu því svæði sem við erum aðilar að, það er að segja Schengen- svæðinu, og að auki skýrt í íslensk- um lögum. Svona er þetta tíðkað og framkvæmt annars staðar líka,“ seg- ir hann og bendir á að hælisleitendur séu það margir að ómögulegt sé að skipa öllum talsmann. Í Svíþjóð hafi t.d. 31.100 manns leitað hælis í fyrra, 81 hafi sótt um hæli hér á landi. Telur fullsannað að mennirnir séu eldri en 18 ára Georg segir að í tilviki Sri Lanka- mannanna hafi Þýskaland ekki ein- ungis viðurkennt skyldu sína til að annast málið, heldur hafi Þjóðverjar einnig samþykkt að reka mál þeirra. „Þá er yfirleitt reynt, með hagsmuni hælisleitandans í huga, að koma hon- um sem allra hraðast í þá meðferð, þannig að hann fái úrlausn sinna mála á sem skemmstum tíma. Það er sjónarmiðið og við gerum engan greinarmun á Eistlandi, Þýskalandi eða Danmörku. Öll þessi ríki eru að vinna eftir sömu reglum, eru aðilar að sama flóttamannasamningnum frá 1951 og sama samstarfssamn- ingnum sem heitir Dyflinnarreglu- gerðin. Það á ekki að breyta neinu fyrir viðkomandi hvort mál hans er til meðferðar í Þýskalandi eða á Ís- landi,“ segir Georg. Í vegabréfum mannanna segir að þeir séu 26 ára gamlir, en þeir hafa sjálfir sagst vera yngri en 18 ára. Séu þeir undir lögræðisaldri á það land sem þeir sækja um hæli í að taka beiðni þeirra til efnismeðferðar, samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Georg segir Útlendingastofnun telja fullsannað að mennirnir séu eldri en átján ára. Þeir séu með ófölsuð vega- bréf sem segi að þeir séu 26 ára og í öðru lagi hafi skoðun lækna á mönn- unum bent til þess að þeir væru lík- lega eldri en átján ára. Telur Georg enga ástæðu til að bíða eftir frumriti fæðingarvottorða mannanna, sem send hafa verið með hraðpósti frá Sri Lanka til Íslands. „Við teljum vegabréf þeirra, eftir rannsókn sérfræðinga, miklu áreið- anlegra gagn en fæðingarvottorð frá yfirvöldum í Sri Lanka. Þannig að við teljum enga ástæðu til að bíða eftir því. Auk þess er okkur óheimilt að leita eftir gögnum frá heimalandi hælisleitenda,“ segir Georg. Þjóð- verjar munu nú taka mál mannanna til meðferðar á sama hátt og íslensk yfirvöld gerðu. „Þeir eru hins vegar betur undir það búnir því þeir hafa gögn úr sínu sendiráði í Sri Lanka þar sem fór fram einhver skýrslu- taka af þessum mönnum þegar þeir sóttu um vegarbréfsáritun, þannig að þeir hafa aðgang að betri gögnum en við. Að öðru leyti vinna þeir þetta bara eins og við,“ segir Georg. Tvímenningarnir frá Sri Lanka fá efnismeðferð í Þýskalandi sem hælisleitendur Engin áhrif að þeir séu ekki á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg „STJÓRNVÖLD verða að gera sér grein fyrir því að erfitt getur reynst að ganga frá kjarasamningum með óbeina hótun um tugprósenta hækk- un á raforkuverði, sem þegar vegur þungt í framfærslukostnaði lands- manna, yfirvofandi.“ Þetta kemur m.a. fram í sameig- inlegu séráliti fulltrúa ASÍ og BSRB í 19 manna nefndinni svonefndu, sem skila átti tillögum til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um fyrirkomulag raforkuflutnings og dreifingu. Er því ljóst að nefndin er margklofin í afstöðu sinni, þar sem forstjórar Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja munu skila séráliti. Telja þeir að með einu sam- eiginlegu flutningskerfi raforku muni orkuverð til íbúa á suðvestur- horninu hækka um 20–30%. Þá hefur forstjóri Norðurorku, sem var áheyrnarfulltrúi í nefndinni, talið að orkuverð muni hækka til Eyfirðinga, nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Iðnaðarráðherra hefur gagn- rýnt mat orkufyrirtækjanna og sagt að rafmagnshækkun í þéttbýli verði óveruleg. Í áliti ASÍ og BSRB segir enn- fremur að afstaða heildarsamtak- anna byggist á þeirri grundvallarsýn að vatns- og gufuorka til raforku- framleiðslu sé auðlind sem allir landsmenn eigi rétt á að njóta sam- eiginlega og með sem jöfnustum hætti. Lög sem snerti nýtingu þess- arar auðlindar verði að taka mið af þessu grundvallarsjónarmiði. Þann- ig hafna samtökin því að sett verði markaðsleg arðsemiskrafa á sam- félagslegar fjárfestingar eins og dreifiveitur og fyrirhugað flutnings- fyrirtæki. Það muni valda hækkun á raforkuverði alls staðar á landinu og jafnframt leiða til röskunar á skil- yrðum til búsetu og atvinnusköpun- ar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gerir meirihluti 19 manna nefndar allt að 6% arðsemiskröfu en fulltrúar ASÍ og BSRB telja eðlilega arðsemiskröfu vera á bilinu 2–3%. Öryggi stefnt í voða Samtökin telja sömuleiðis að rekstraröryggi raforkukerfisins sé stefnt í voða þar sem reynslan er- lendis sýni að skammtímahagsmunir markaðarins um hagnað í árshluta- uppgjöri fái sífellt meira vægi. Gera samtökin m.a. þá kröfu að í vænt- anlegu frumvarpi iðnaðarráðherra verði tryggt að flutningsfyrirtæki raforku verði í eigu ríkis og sveitar- félaga og verði ekki selt einkaaðilum í framtíðinni. Þá vilja samtökin að jöfnun á dreifingarkostnaði raforku til heimilanna verði fjármögnuð með sérstöku jöfnunargjaldi innan raf- orkukerfisins. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að þessi kostnaður geti orðið allt að 264 milljónir króna. Loks vilja ASÍ og BSRB að fulltrúar launafólks fái sæti í samráðsnefnd um framkvæmd nýrra raforkulaga. ASÍ og BSRB skila séráliti um flutningskerfi raforku Óbein hótun um hækkun vofir yfir kjaraviðræðum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu frá sjóðnum en maðurinn er ákærður fyrir umboðssvik og brot gegn lögum um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf- eyrissjóða. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður mannsins, segir ákæruna tilhæfulausa og „gjörsamlega út í himinblámann,“ eins og hann orðar það í samtali við Morgunblaðið. Að auki er maðurinn sakaður um að hafa brotið gegn fjárfestingar- stefnu Lífeyrissjóðsins Framsýnar og fyrir að hafa tekið ákvarðanir án vitundar eða samþykkis stjórnar sjóðsins. Meint brot ná til áranna 1997 til 1999 en framkvæmdastjór- inn lét af störfum á árinu 2000. Ekki er grunur um frekari lögbrot af hans hálfu. Í yfirlýsingu sjóðsins segir m.a. að grunur um brot mannsins hafi vakn- að árið 2001 í kjölfar innri athug- unar. Þá þegar hafi stjórn sjóðsins vísað málinu til Fjármálaeftirlitsins, sem síðar hafi sent það til Ríkislög- reglustjóra. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að ekki sé enn ljóst hve mikið tjón sjóðsins sé orðið en afskrifuð útlán vegna þessara mála nemi 35,7 millj- ónum króna. Hefur sjóðurinn lagt fram skaðabótakröfu á hendur fram- kvæmdastjóranum fyrrverandi sem nemur þeirri fjárhæð, auk vaxta. Sveinn Andri segist ásamt skjól- stæðingi sínum hafa reynt að sýna lífeyrissjóðnum og efnahagsbrota- deild fram á að reglur sjóðsins hafi að engu leyti verið brotnar. Málið snúist um túlkun á reglugerð sjóðs- ins. Lífeyrissjóðurinn horfi ein- göngu á það að framkvæmdastjór- inn hafi fengið lán, sem hann hafi haft rétt til sem sjóðfélagi, og staðið í því að afgreiða lán til sonar síns og tengdra aðila. Sveinn Andri segir reglugerð sjóðsins ekki banna þetta nema ef lánveitingin fari í bága við hagsmuni hans. Þess hafi ávallt ver- ið gætt að fara eftir reglum varðandi lánahlutföll og fleira. Lánveitingar hafi verið langt innan við hámörk samkvæmt starfsreglum sjóðsins. Hann segir tjónið sem lífeyrissjóð- urinn nefnir í yfirlýsingunni vera „heimatilbúið“. Ákærður fyrir umboðs- svik og fleiri brot í starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.