Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 48
DAGBÓK
48 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Maxim-svitastoppari
VARÐANDI fyrirspurn frá
Hrafnhildi í Velvakanda um
Maxim-svitastoppara, þá
langar mig að benda henni á
að hafa samband við Sand-
ey, sími 533 3931. Það er
innflytjandi Maxim.
Sigrún Guðmundsdóttir,
þjónustuveri
Gulu línunnar.
Glæsilegir
ferðabæklingar
NÚ undanfarið hafa glæsi-
legir ferðabæklingar verið
bornir inn á heimilin og hver
um sig býður upp á ferðir
hver á sínu sérsviði eins og
eðlilegt er. Á engan er hall-
að þó ég fullyrði að Flug-
leiðabæklingurinn slái allt
út. Þar er gífurlegt úrval,
t.d. öll Norðurlöndin, Evr-
ópa og Bandaríkin. Ég nefni
bara einn stað sem ég þekki
allvel, Kaupmannahöfn, en
þar er meðal annars boðið
upp á Palas Hótel við Ráð-
hústorgið, frábært hótel þar
sem frægar kvikmynda-
stjörnur gista.
Ég flýg alltaf með Flug-
leiðum, þeir eru með nýjar
vélar, frábæra flugmenn og
flugfreyjur og góðar veit-
ingar.
Vilhjálmur K.
Sigurðsson,
Njálsgötu 48, Rvík.
Almenningseign
Á BLS. 32 í Morgunblaðinu
sl. föstudag er grein eftir
Hrein Loftsson. Hann er að
segja að ástæður þess að
Baugur Group gerðist hlut-
hafi í sameinuðu fjölmiðla-
fyrirtæki, undir merki
Norðurljósa hf., séu við-
skiptalegs eðlis.
Baugur Group hf. sé fjár-
festingarfyrirtæki sem m.a.
sérhæfi sig í því að koma inn
í rekstur með fjármagn og
þekkingu. Hann segir að
þeir séu að kaupa þetta í
ákveðnum tilgangi.
Hann segist ætla að koma
þessu á almennan hluta-
bréfamarkað og gera fyrir-
tækið að almenningseign.
Þetta er mesta rugl hjá hon-
um, hlutafélag getur aldrei
orðið almenningseign.
Ég óska eftir því að
Hreinn gefi skýringu á því
hvaða merkingu hann legg-
ur í orðið almenningseign.
Einar Vilhjálmsson.
Tapað/fundið
Nokia-sími týndist
NOKIA 6310 I, svartur og
gylltur, týndist aðfaranótt
sunnudags 15. febrúar, lík-
lega á Vatnsendavegi
v/Elliðavatn frá hringtorgi
niður fyrir Fosshvarf. Sím-
ans er sárt saknað en í hon-
um eru upplýsingar sem
gagnast aðeins eiganda sem
sárvantar þær. Finnandi
hafi samband í síma
899 2831 eða 554 7044.
Hvít húfa týndist
AUGLÝST er eftir hvítri
húfu með lóðréttri endur-
skinsrönd framan á. Húf-
unnar er sárt saknað. Finn-
andi hringi í síma 847 4759
eða 551 6366.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Vefþjóðviljinn hefurtakmarkaða hrifn-
ingu á því hvernig fram-
sóknarmenn fara með
stjórn orkumála: „Val-
gerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráð-
herra, er ósátt við að
orkuveitur í Reykjavík
og nágrenni skuli ósáttar
við að orkukostnaður um
landið skuli jafnaður á
kostnað íbúa þessa svæð-
is. „Ég er viss um að íbú-
ar á suðvesturhorninu
munu ekki veigra sér við
því að taka nú með
nokkrum hætti þátt í
þessari jöfnun búsetu-
skilyrða,“ skrifar Val-
gerður í pistli á heima-
síðu sinni og bætir því við
að kostnaðurinn á hvern
íbúa á svæðinu verði inn-
an við 1.000 krónur á ári.
Nú má það auðvitað vel
vera að ráðherrann hafi
rétt fyrir sér um það að
íbúar Reykjavíkur og ná-
grennis muni ekki veigra
sér við að styrkja lands-
byggðarmenn um innan
við 100 krónur á mánuði.
Það er jafnvel hugs-
anlegt að þeir væru til í
að styrkja þá um mun
hærri upphæð, hver veit?
En það er einmitt málið,
hver veit? Valgerður veit
það ekki og Vefþjóðvilj-
inn treystir sér ekki held-
ur til að fullyrða um
þetta atriði. Hitt er óhætt
að fullyrða að ef sumir
landsmenn þurfa á styrk
að halda frá öðrum
landsmönnum er eðlilegt
að sá styrkur sé veittur
af fúsum og frjálsum
vilja en ekki með laga-
setningu. Það er út af
fyrir sig ekkert að því að
Valgerður og aðrir
áhugamenn um jafnt raf-
orkuverð um landið
stofni sjóð með frjálsum
framlögum og nið-
urgreiði raforkuverð, en
það er verulega að-
finnsluvert að ætla að
neyða suma landsmenn
til að niðurgreiða raf-
orkuverð annarra lands-
manna.
Hitt er svo annað málað sumir eiga erf-
iðara með að kvarta yfir
hækkun orkuverðs en
aðrir,“ segir Vefþjóðvilj-
inn og á þar við Alfreð
Þorsteinsson og félaga
hans í R-listanum, sem
vefritið segir hafa sól-
undað fé Orkuveitunnar í
alls kyns gæluverkefni,
eins og dýrar húsbygg-
ingar og langsóttar fjár-
festingar. „Það er því
miður ekki sannfærandi
þegar framsóknarmenn,
sem byggja sér hallir fyr-
ir orkugjöld almennings,
gagnrýna aðra fram-
sóknarmenn fyrir að vilja
nota orkugjöldin til að
dreifa til kjósenda sinna
út um landið. Og menn
sem hafa hækkað orku-
gjöld vegna of hlýrrar
veðráttu geta tæplega
fært sannfærandi rök
fyrir því að ekki eigi að
hækka gjöldin til að
greiða niður orkukostn-
að út um landið. Það
virðist því sama hvernig
á málið er litið; þegar
framsóknarmenn leggj-
ast á eitt í borgarstjórn
og ríkisstjórn er ekki von
á góðum tíðindum af
orkukostnaði í Reykja-
vík.“
STAKSTEINAR
Framsókn og orkumálin
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 14 bingó. Hársnyrt-
ing, fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstudag í
mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 bað, kl. 9–12 vefn-
aður, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 13–16 vefnaður
og frjálst að spila í sal.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9 bað og hár-
greiðslustofan opin, kl.
14 söngstund.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Messa í dag kl.
14. Prestur sr. Ólafur
Jóhannsson, Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsd. Kaffiveitingar
eftir messu.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa, kl. 9–16.30,
gönguhópur, kl. 9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið hús,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Ullarþæfing
kl. 13.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, tréskurður og
brids kl. 13, biljard kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Snúður og
Snælda sýna „Rapp og
rennilása“ í dag kl. 14.
Laugard. 21. febrúar
Heilsa og hamingja á
efri árum. Fræðslu-
fundur. Trúarbrögð
heims. Kennimenn úr
prestastétt munu hafa
framsögu um trú og til-
beiðslu, jafnt kristni
sem önnur trúarbrögð
veraldar. Framsögu
annast: Hr. Sigurbjörn
Einarsson biskup og sr.
Gunnar Kristjánsson.
Fundarstjóri sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir.
Fundurinn verður hald-
inn í Ásgarði í Glæsibæ
kl. 13.30–15.30.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10 létt ganga,
spilasalur opinn frá há-
degi, kl. 13.30 „mann-
rækt – trjárækt“, Jó-
hann Pálsson, fyrrv.
garðyrkjustjóri, flytur
fyrirlestur um trjárækt
í Reykjavík. Börn úr
leikskólanum Hraun-
borg koma í heimsókn
með leik og söng ásamt
Gerðubergskórnum.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlist, kl. 10
ganga, kl. 13 brids-
kennsla. Kl. 14 Gleði-
gjafarnir syngja, kl. 15
konukaffi, vöfflur með
kaffinu.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
baðþjónusta, fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
11 spurt og spjallað. Kl.
14 spilað góu-bingó og
Árni Tryggvason talar
fyrir minni kvenna,
Kátir karlar syngja.
Veisluhlaðborð.
Hvassaleiti 58–60.
Fótaaðgerðir virka
daga, hársnyrting
þriðju- til föstudags.
Norðurbrún 1. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl.10–11
kántrýdans. Kl.13.30
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurgeirs,
kl.14.30–16 dansað í
kaffitímanum við laga-
val Sigvalda, rjómaboll-
ur með kaffinu.
Vitatorg. Kl. 8. 45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9. 30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikf., kl. 12.
30 leir, kl. 13. 30 bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, kl. 10.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl. 21
í Konnakoti, Hverf-
isgötu 105, nýir félagar
velkomnir. Heitt á
könnunni. Munið göng-
una mánu- og fimmtud.
Framsóknarfélag Mos-
fellsbæjar. Félagsvist í
kvöld í Framsókn-
arsalnum í Mosfellsbæ
að Háholti 14, 2. h., kl.
20.30. Tekin verða sam-
an 5 efstu kvöldin af 8
(frá 13. febr til 2. apríl)
og fyrir þau veittur
ferðavinningur, hvern
föstudag síðast 2. apríl.
Í dag er föstudagur 20. febrúar,
51. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Halt þú þeirri trú, sem þú
hefur með sjálfum þér fyrir Guði.
Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella
sig fyrir það sem hann velur.
(Rm. 14, 22.)
Víkverji skrifar...
ÍMorgunblaðinu á mið-vikudag birtist tilkynning
frá Háteigskirkju, þar sem
sagði: „Á morgun, fimmtu-
dag, snýst dagskráin á for-
eldramorgni aðallega um
mömmurnar því von er á
förðunarfræðingi í heim-
sókn.“ Víkverja fannst þetta
eitt augnablik dálítið asna-
leg tilkynning. Víkverji –
sem hefur bara einu sinni
málað sig og það var á Dur-
an Duran-tímabilinu – sótti
nefnilega foreldramorgna
þegar hann var í fæðing-
arorlofi og honum hefði
sennilega fundizt hann frek-
ar utanveltu, hefði förð-
unarfræðingur komið í
heimsókn.
x x x
En svo hugsaði Víkverji sig beturum og áttaði sig á því að með því
að fá sérfróða gesti á foreldra-
morgna er hægt að auka þátttöku
þar, ekki sízt hinna fjölmörgu feðra,
sem nú eru heima í fæðingarorlofi.
Einn fimmtudaginn má fá förð-
unarfræðing og næsta fimmtudag
má fá trésmið, sem leiðbeinir um það
hvernig heimavinnandi foreldrar
geta notað tímann á meðan krílin
eru sofandi til að dytta að ýmsu
heima við. Næst mætti leiðbeina ný-
bökuðum mæðrum um styrkjandi
leikfimi eftir barnsburð, þarnæst
kenna feðrum hvernig á að kanna
undirvagn án þess að missa sjónar á
barnavagninum. Af nógu er að taka;
sum fræðsluerindin myndu eflaust
fremur höfða til mæðra og önnur
frekar til feðra, en öll þjóna þeim til-
gangi að fá fleiri heimavinnandi for-
eldra með í þann frábæra fé-
lagsskap, sem foreldramorgnarnir
eru.
x x x
Á sínum tíma fannst Vík-verja að hann sem ný-
bakaður faðir græddi heil-
mikið á samfélaginu við aðra
foreldra á foreldramorgnum
í sóknarkirkjunni sinni.
Hann var þá reyndar eini
pabbinn á foreldramorgn-
unum. Þegar Víkverji fór
aftur í fæðingarorlof nokkr-
um árum síðar, eftir að nýju
fæðingarorlofslögin tóku
gildi, voru pabbarnir hins
vegar stöku sinnum í meiri-
hluta á foreldramorgn-
unum, enda taka nú hátt í
jafnmargir feður sér fæð-
ingarorlof og mæður. Þess
vegna finnst Víkverja líka
alveg stórfurðulegt að sumar sókn-
arkirkjur auglýsa enn „mömmu-
morgna.“ Þannig auglýsti Laug-
arneskirkja í miðvikudagsblaði
Morgunblaðsins: „Mömmumorgunn
kl. 10 [...] Nýjar mömmur velkomnar
með börnin sín.“ En nýju pabbarnir?
Þeir eru greinilega ekki velkomnir í
Laugarneskirkju. Ekki heldur í Ak-
ureyrarkirkju, ef marka má mið-
vikudagsblað Morgunblaðsins. Að
setja svona lagað í blöðin ber vott
um hugsunarhátt, sem á heima á
Þjóðminjasafninu.
Krílin sofa á meðan foreldrarnir fræðast á for-
eldramorgni.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT
1 hrukkótt, 4 fáskiptin, 7
slítur, 8 tröllum, 9 fljót að
læra, 11 forar, 13 skrið-
dýr, 14 mynnið, 15 skraf,
17 rótarávöxtur, 20 ótta,
22 skaut, 23 bækurnar,
24 þula, 25 töngunum.
LÓÐRÉTT
1 grobba, 2 minnugur
misgerða, 3 bygging, 4
ytra snið, 5 veikt, 6 kom-
ast áfram, 10 uppnám, 12
hnöttur, 13 bókstafur, 15
hörfar, 16 kjánum, 18
hamslausan, 19 nem úr
gildi, 20 kæpa, 21 lýs-
isdreggjar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 þrifnaður, 8 fúsks, 9 dunda, 10 tía, 11 reisi, 13
nærri, 15 fells, 18 sigla, 21 kút, 22 ríkja, 23 Óðinn, 24
þrekvirki.
Lóðrétt: 2 rússi, 3 festi, 4 aldan, 5 unnur, 6 æfir, 7 bali,
12 sæl, 14 æli, 15 forn, 16 lokur, 17 skark, 18 stóri, 19
grikk, 20 Anna.
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html