Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 11 SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýr- um. Settur er nýr kafli í lögin um friðun arnarins. Þar kemur fram að allur umgangur sé bannaður nær varpstöðum arna en 500 metra á tímabilinu 15. mars – 15. ágúst. Á það við öll svæði þar sem vitað er til að örn hafi orpið, skiptir ekki máli þó að örninn hafi ekki orpið þar í tugi ára. Við Breiðafjörð eru aðalvarpstöðvar hafarnarins og munu breytingar á lög- unum hafa mest áhrif þar hjá landeig- endum. Hafarnarstofninn hefur stækkað á síðustu árum og hefur varp- stöðvum hans fjölgað í Breiðafjarð- areyjum, eyjabændum til lítillar gleði. Ósáttir við vinnubrögð Ásgeir Gunnar Jónsson er formaður félags æðarbænda við Breiðafjörð. Hann segir bændur afar ósátta við þær breytingar sem felast í frumvarpi varðandi haförninn og vinnubrögð ráð- herra. Lög þessi eigi að samþykkja án þess að landeigendur fái nokkuð um þau að segja. Ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur sem eiga hags- muna að gæta. Bændasamtökunum hafi verið sent frumvarpið til umsagn- ar á föstudegi og átt að skila umsögn á mánudegi. Honum finnst að frumvarp- ið beri þess merki að æðarbændur og landeigendur séu taldir aðalfjand- menn arnarins. Ásgeir Gunnar segir að þessu við- horfi þurfa að breyta og það verði að ná sátt við bændur og á þann hátt sé best tryggð friðun arnarstofnsins. Ásgeir Gunnar segir að almenn sátt sé hjá þjóðinni um að friða arnarstofn- inn. Og það sé í sjálfu sér gott mál. En tjónið sem örninn veldur eigi einungis landeigendur og æðarbændur að bera og það sé ekki sanngjarnt. „Ef vilji er til að friða örninn, þá á líka vera til staðar vilji til bæta það tjón sem það hefur í för með sér. Það eiga ekki fáir einstaklingar að bera,“ segir Ásgeir Gunnar. Hann segir einnig: „Það er sannað mál að þar sem örninn á óðal hefur það mikil áhrif á æðarvarp í ná- grenninu. Æðarkollurnar hræðast örninn og hann spillir varpi. Því eru æðarbændur lítt hrifnir af heimsókn arnarins á landareign sína, af skiljan- legum ástæðum, því tjón sem örninn veldur fá þeir á engan hátt bætt né þakkað. Þeir bera tjónið einir og hver er tilbúinn til þess og líti hver og einn í eigin barm.“ Ásgeir Gunnar heldur áfram „Hér er því mikið hagsmunamál fyrir bænd- ur sem hafa hlunnindi af æðardúni, nýting þessara hlunninda er í raun for- senda búsetu á mörgum lögbýlum við Breiðafjörð.“ Ásgeir Gunnar segir að með breyt- ingunum opni umhverfisráðherra fyrir heimildir til að geta látið örninn hafa algjörar forgang umfram bændur á svæðinu varðandi hlunnindanýtingu og umferð alla. Ásgeir Gunnar segir að ekki hafi öll umferð slæm áhrif á varp arnarins. Hann vitnar í því sambandi til að Sæ- ferðir í Stykkishólmi sigli með ferða- fólk nálægt arnarhreiðrum og í þeim tilfellum hafi sú umferð ekki spillt varpi. Skoða verði 500 m bannið betur Ásgeir Gunnar segir að bann við allri umferð nær arnarhreiðrum en 500 metra beri að skoða betur og at- huga hvað það merki í raun. Eyjar á Breiðafirði eru ekki allar stórar og 500 metra radíus getur haft það í för með sér að eigandi geti ekki farið út í sína eyju allt sumarið, eða frá 15. mars til 15. ágúst, ef arnarhreiður er í eyjunni. Hér er verið að fara inn á eignarrétt- inn og takmarka hann mikið með lög- um. Það kemur fram hjá Ásgeiri Gunn- ari að það þurfi að bæta samskipti Náttúrufræðistofnunar og æðar- bænda. Hann segir að það sé með öllu ólíðandi að starfsmenn stofnunarinnar fljúgi lágflug yfir æðarvarp á varptíma í þeim tilgangi að kanna arnarhreiður. Þarna er um lofthernað að ræða. Hann vill að allt eftirlit með arnarstofninum verði fært til heimamanna og bendir á að í Stykkishólmi er starfrækt öflug Náttúrustofa sem gæti vel sinnt vökt- un á arnarstofninum. Með því að færa eftirlitið nær vettvangi er frekar von til þess að gott samstarf náist milli hagsmunaaðila. En að vera í stríði við hagsmunaaðila eins og frumvarpið geri ráð fyrir, setja boð og bönn með tilskipunum, sé til þess eins fallið að ala á tortryggni og leiðindum. Að lokum segist Ásgeir Gunnar von- ast til þess að umhverfisnefnd Alþingis vandi umfjöllun sína um frumvarpið og leiti til landeigenda sem hlut eiga að máli í þeim tilgangi að ná sáttum, það sé öllum fyrir bestu og ekki síst arn- arstofninum. Æðarbændur við Breiðafjörð ósáttir við frumvarp umhverfisráðherra Ekkert samráð haft við landeigendur Talsmaður æðarbænda við Breiðafjörð segir að hugsanlegar breytingar á lögum um vernd á fugl- um muni hafa neikvæð áhrif á æðarbændur þar. Ásgeir Gunnar Jónsson Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnarhreiður á einni af hinum mörgu eyjum í Breiðafirði. EINUNGIS 10 konur gegna stöðu framkvæmdastjóra í fyrirtækjum þar sem skattskyld laun fóru yfir 100 milljónir en í skýrslu nefndar forsæt- isráðuneytisins um efnahagsleg völd kvenna kom í fyrstu fram að hlutfallið væri 10% en það er aðeins 4%. Er þetta leiðrétt í fréttatilkynningu sem borist hefur Morgunblaðinu. Nefndin sem vann skýrsluna var skipuð af forsætisráðherra síðla árs 2000, í samræmi við framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum. Stefanía Óskarsdóttir var for- maður en auk hennar voru í nefndinni dr. Unnur Dís Skaptadóttir mann- fræðingur og dr. Tryggvi Þór Her- bertsson hagfræðingur. Þá vann dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur með nefndinni að upplýsingaöflun og úrvinnslu gagna. Launakönnun sem nefndin gerði í samvinnu við Jafnréttisráð Íslands, leiddi í ljós að konur hefðu 72% af launum karla fyrir sambærileg störf. Segir í skýrslunni að skýra megi 21– 24% af þessum launamun með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Það sem eftir stendur, 7,5–11% launa- munur, stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla, segir í skýrsl- unni sem greint var ítarlega frá í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Efnahagsleg völd kvenna Hjónaband hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.