Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum árum settu tveir stofnfélaga Sálarinnar hans Jóns míns, þeir Stefán Hilm- arsson og Jón Ólafsson, á stofn sálarbandið Stefán & Straumar, aðallega í þeim tilgangi að svala sálartónlistarfíkn sinni. Sveitin hefur ekki leikið oft, enda hefur hún fyrst og fremst verið tómstundaband og aðallega stigið fram í „Sál- arfríum“. Á næstunni hyggjast Straumar troða upp í nokkur skipti á veitingastaðnum Nasa við Austurvöll. Straumar eru að upplagi fimm manna band, en á Nasa verða hvorki meira né minna en átta manns á sviðinu. Straumar eru – auk Stefáns og Jóns – Sálarverjarnir Friðrik Sturluson og Jó- hann Hjörleifsson og Guðmundur Cr. Pét- ursson gítarleikari. Þeim til fulltingis verða svo til að fullkomna sálarstemninguna söngkonan Regína Ósk og blásararnir Óskar Guðjónsson og Snorri Sigurðarson, sem að auki munu leika á slagverk þegar þeir hafa tíma til. Á dag- skránni verður „kraftmikil og kjarngóð soul- tónlist af ýmsu tagi“, eins og þeir skilgreina hana sjálfir Stefán og Jón og þess má geta, að af þessu tilefni verður stemningin á Nasa færð svolítið í „sálargírinn“; á veggjum verða sýndar skyggnur af helstu sálarhetjum fyrri ára og starfsfólk staðarins tekur þátt í að skapa stemninguna. Soulþyrstir hafa þeir verið Morgunblaðið náði tali af þeim Straum- gjöfum Stefáni og Jóni og spurði þá fyrst nánar út í hvernig þetta kom til með Straumana. „Við stofnuðum þetta band fyrir nokkrum ár- um, fyrst og síðast til að svala krónískri soul- fíkn. Við höfum verið leyniband, bara spilað stöku sinnum þegar við höfum mátt vera að því. Hugmyndin er náttúrlega eldgömul og marg- notuð, m.a. var Sálin á sínum tíma stofnuð með sömu formerkjum. En Sálin setti soulið fljót- lega til hliðar, þannig að soulþyrstir höfum við verið meira eða minna upp frá því. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem við setjum sam- an band til að slá á soulþrána, einhverjir muna e.t.v. eftir Tvöfalda beatinu, sem við stóðum að ásamt fleirum fyrir mörgum árum.“ – Hefur lengi staðið til að hleypa Straum- unum á? „Það hafði legið alllengi í hinu stóra stöðu- vatni, Farvatninu, að halda alvöru tónleika með söngkonu, blásurum og fíniríi. Það var reyndar meiningin við stofnun Straumana að haga því þannig, en nú er það loks að takast.“ Við lifum aðeins einu sinni – Hefur þetta eitthvað með að gera sálarlagið „Við lifum aðeins einu sinni“sem þið sömduð fyrir úrslitaþátt Idol? Var það kannski það sem til þurfti? „Reyndar var Nasa-verkefnið komið á dag- skrá þegar við vorum beðnir að semja það lag. Það var beðið um nokkuð hressilegt og grípandi númer, og þetta kom nánast af sjálfu sér, því á þessum tíma var kominn í okkur soulfiðringur- inn. Og auðvitað munum við flytja lagið á Nasa, og fleiri valin íslensk númer einnig.“ – Aftur á byrjunarreit? Jón og Stefán Hilm- arz saman í Sálinni? „Það má e.t.v. segja það, í vissum skilningi. En auðvitað eiga Straumar ekkert skylt við Sál- ina eins og fólk þekkir hana gerst. Sálin mun lifa áfram, en Straumarnir eru og munu verða „novelty band“. Þannig viljum við hafa það.“ – Ekkert deja vu? „Nei, varla. Þetta er allt annað umhverfi og andrúmsloft en var fyrrum, aðrir meðspilarar, annar leikvöllur.“ – Hvað er það við sálartónlistina sem togar svona í ykkur? „Það er ekki auðvelt að svara því. Öll tónlist á það reyndar sammerkt að toga í og hrífa mann, og þegar best tekst til verður manni vart sjálf- rátt og fer sálförum. Við tölum gjarnan um að „bugast“, þegar við hyggjumst spila soul, og er- um einhuga um það að bug-gildið sé hærra í so- ulinu en í flestum öðrum tegundum tónlistar. Af fremstu soulsöngvurum sögunnar eru lang- flestir blökkumenn, en það er staðreynd að þeir tifa öðruvísi og þeim er tamara að „bugast“ en okkur bleiknefjum.“ – Erum við að tala um eitthvað varanlegt samstarf? „Sem fyrr segir, er stefnan að fara frekar sparlega með Straumana. Bandið verður sjálf- sagt alltaf til, svona sem gæluprójekt. En við erum ekkert að fara í sumarreisu um landið eða slíkt.“ – Eitthvað meira hjá Straumum en Nasa- dæmi næstu helgar? „Nei, við hyggjumst bara taka nokkur gigg á Nasa, þetta verður líkast til stutt en gaman.“ Bræður í „buginu“ – Hvað er á efnisskrá? „Mest erlend soulnúmer, t.a.m. lög sem þekkt eru í flutningi Stevie Wonder, Arethu Franklin, Sam and Dave, The Temptations, Fo- ur Tops, Jackson Five og margra fleiri. En einnig verða á dagskrá nokkur íslensk lög sem við höfum reynt að klæða í soulbúninga eftir því sem við á. Eitt Sálarlag verður á efnisskránni, eitt með Ný dönsk og 2–3 Pláhnetulög fljóta með, en þau hafa ekki verið flutt opinberlega langa lengi.“ – Hvert sækið þið helst þegar sálartónlistin er annars vegar (Motown, Stax, Atlantic) Hvaða áhrifavaldar sérstaklega? „Við gerum ekki upp á milli plötuútgáfa. Mo- town er mest poppuð, Stax kannski með mesta frumkraftinn. Allar útgáfurnar fá sitt, þarna verða lög eftir Stevie Wonder og Otis Redding, en einnig lög sem e.t.v. falla ekki undir hina hefðbundu soul-skilgreiningu, en eru engu að síður hrynföst og henta vel þessum formerkj- um, t.d. lagið „Superstar“, úr samnefndum söngleik, svo eitthvað sé nefnt.“ – Hver er bestur allra sálarsöngvara, eitt- hvert uppáhald? Stefán: „Þeir eru mjög margir, get nefnt Ste- vie Wonder, Levi Stubbs, hinn unga Michael Jackson og Arethu Franklin.“ Jón: „Mitt uppáhald er Otis Redding.“ – Eitthvert uppáhaldssálarlag? Stefán: „Allt of mörg, þau detta inn og út hjá manni. Í augnablikinu er t.d. ég mjög hrifinn af lögunum „Onion Song“ í flutningi Marvin Gaye og Tammi Terrel og „The Love You Save“ með Jackson Five.“ Jón: „„The Dark End of the Street“ í flutn- ingi James Carr.“ – Má sjá fyrir sér að Jón snúi sér að ein- hverju öðru og þú haldir Straumadæminu áfram næstu 20 árin með glæstum árangri? „Það er ólíklegt, við erum bræður í „buginu“. Straumar og Stefán troða upp á Nasa í kvöld og næstu helgar Bugaðir soul-dýrkendur Morgunblaðið/Golli Svart og hvítt. Taktur og tregi. Straumar og Stefán. Fyrsta uppákoma Strauma og Stefáns er í kvöld á Nasa og verður svo aftur annað kvöld, næstu helgi 27. og 28. febrúar, 5. mars og 13. mars. skarpi@mbl.is Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 6, 8 og 10.10. FRUMSÝNING HJ. MBL  ÓHT. Rás2 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 5.45. B.i. 16. Heimur farfuglanna Sýnd kl. 8.15.Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Sýnd kl. 5.50. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30. Sýnd kl. 7.05 og 8.10. Sýnd kl. 6, 9 og 10.30. B.i. 16.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Sýnd kl. 5.20. Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni FRUMSÝNING FRUMSÝNING Skjóni fer á fjall Kynnir Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.