Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Guðjónssonfæddist í Vest- mannaeyjum 27. maí 1926. Hann andaðist á Landspítala í Foss- vogi 15. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Einarsson, fiskmats- maður, f. 18. okt. 1886, d. 11. des. 1966 og kona hans Guð- finna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1. sept. 1893, d. 12. apríl 1957. Bróðir Árna var Karl, alþingis- maður, f. 1. nóv. 1917, d. 6. mars 1973. Árni kvæntist hinn 7. okt. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Eddu Ragnarsdóttur, f. 17. mars 1931. Edda er dóttir Ásfríðar Ásgríms, starfsmanns á Hagstofu Íslands, f. 26. sept. 1904, d. 2. maí 1980 og eiginmanns hennar (skildu), Ragn- ars Jónssonar í Smára, bókaútgef- anda og forstjóra, f. 7. febr. 1904, d. 11. júlí 1984. Árni og Edda eign- Rut og Ari Pétur; Anna Barbara, laganemi, f. 1981 og Andri, fram- haldsskólanemi, f. 1984. Árni varð stúdent frá MR 1947. Stundaði nám í Lundúnum í rúmt ár eftir stúdentspróf. Cand. juris frá Háskóla Íslands 1953. Starf- andi lögmaður í Reykjavík frá þeim tíma og til 1992. Héraðs- dómslögmaður 1953, hæstaréttar- lögmaður 1960. Árni var m.a. lög- maður fjölmargra sveitarfélaga, opinberra stofnana, félagasam- taka og fyrirtækja. Árni sat um árabil í nefndum á vegum Lög- mannafélags Íslands. Að auki sat Árni í ýmsum nefndum og ráðum og í stjórnum fyrirtækja, m.a. í stjórn Listasafns ASÍ og Lista- skóla alþýðu, stjórnarformaður Fragtflugs hf. og Íscargo hf. og Bókaútgáfunnar Helgafells hf. Varadómari í Félagsdómi frá 1963, dómari þar frá 1980 til 1986. Árni var félagi í Rotarýklúbbi Kópavogs og var forseti hans frá 1979–1980. Þá var hann félagi í Akóges, Reykjavík. Árna var veitt viðurkenning forseta Alþjóða Rauða krossins í Genf á árinu 1969. Árni var heiðursfélagi í Lög- mannafélagi Íslands. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. uðust þrjú börn, þau eru: 1) Valva, BA í ensku og bókasafns- fræði, f. 25. nóv. 1950, sambýlismaður Gunn- ar Gunnarsson bóka- safnsfræðingur, f. 1956. 2) Árni, vélfræð- ingur, f. 23. júlí 1954, kvæntur Dröfn Björnsdóttur ferða- fræðingi, f. 1951, börn þeirra eru Birgitta El- ín, ferðaráðgjafi, f. 1971, gift Guðmundi Hauki Magnasyni, f. 1969, börn þeirra eru Árni Reynir og Eva Dröfn, fyrir átti Guðmundur Köru; Rebekka, hjúkrunarfræðinemi, f. 1980 og Helena, læknanemi, f. 1982, sam- býlismaður hennar er Birgir Már Vigfússon, f. 1982. 3) Andri, hæstaréttarlögmaður, f. 12. des. 1957, kvæntur Sigrúnu Árnadótt- ur, skrifstofustjóra, f. 1959, börn þeirra eru Edda Björk, lögfræð- ingur, f. 1976, gift Eiríki Elís Þor- lákssyni; börn þeirra eru Andrea „Það voru mikil og góð læti“. Þetta var haft eftir Gunnu frænku, föður- systur Árna, eitthvert sinn þegar hún var að lýsa jólaboði sem hún hafði verið í. Átti hún þá við að menn hefðu tekið í spil, sungið og skemmt sér vel, jafnvel þó jól væru. Orð þess- arar miklu uppáhaldsfrænku Árna koma upp í huga minn þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af tengdaföður mínum á Álfhólsveginum í Kópavogi. Árni hafði gaman af því þegar fjöl- skyldumeðlimir og gestir þeirra hitt- ust og lyftu sér upp og vísaði þá gjarnan í þessi orð frænku sinnar. Vildi hann að veislur væru almenni- legar og að ekki væri við nögl skorið. Árni og Edda voru gestrisin og áttu mikinn fjölda vina, bæði hér á landi og erlendis. Af því leiddi að þau fóru víða og verða að teljast heimsfólk. Þegar ég kom á heimilið fyrst voru þau einmitt í mikilli heimsreisu, höfðu m.a. verið á ferðalagi um Afr- íku, sem var meðal þeirra fjarlægu staða sem þau heimsóttu. Hjá mér ríkti spenningur að hitta tengdafor- eldrana en óhætt er að segja að þau hafi tekið mér þá og ætíð síðan með opnum örmum. Þrátt fyrir miklar annir á sínum tíma var Árna mjög umhugað um fjölskylduna og fylgd- ist grannt með öllu því sem var að gerast á hverjum tíma. Lagði hann áherslu á að menn væru í góðu sam- bandi. Var það gjarnan kallað að gefa skýrslu. Í gegnum þær fylgdist Árni með velferð barna og barna- barna, og síðar barnabarnabarna. Þó hann bæri ekki tilfinningar sínar á torg var hann afar stoltur af sínu fólki en ekki síður umhyggjusamur þegar eitthvað bjátaði á. Eftir að fjölskyldan kom sér upp sumarbústað við Álftavatn voru þær ófáar helgarnar sem við dvöldum öll saman, skemmtum okkur en höfðum það jafnframt notalegt. Þar sýndi það sig enn og aftur að tengdafaðir minn var mikill höfðingi. Ferðirnar í sumarbústaðinn eru sem betur fer kirfilega skráðar í gestabókina í sumarbústaðnum og verða lýsingar hans þar mér til ævarandi minningar um þennan skemmtilega mann. Þrátt fyrir áföll þau sem á dundu nú í seinni tíð stóð Árni keikur fram til þess að kallið kom. Með söknuði er hann kvaddur. Sigrún. Elsku afi. Við systurnar munum alltaf eiga fullt af hlýjum minningum um þig. Allar yndislegu stundirnar sem við fjölskyldan áttum saman í Hálsakoti þar sem þröngt var á þingi en öllum leid svo vel og nándin var svo mikil. Eins þegar við fengum að gista hjá ykkur ömmu í Bergstaðastrætinu, þar var alltaf gott að vera, hlýtt og notalegt og nóg fyrir litlar stelpur að dunda sér við. Jólaboðin og fjöl- skyldusamkomurnar voru líka þær bestu sem sögur fara af og alltaf ríkti mikil kátína þegar við vorum öll saman komin. Maður fann alltaf svo sterkt að fjölskyldan var í fyrsta sæti hjá ykkur ömmu, á stórafmælum og tyllidögum var það alltaf fjölskyldan sem kom saman og gerði sér glaðan dag. Þið amma voruð alltaf svo þol- inmóð við okkur, fylgdust með skemmtiatriðunum okkar og hvöttuð okkur í því sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Öll listaverkin frá barna- börnunum hengduð þið upp á veggi meðal verka frægra listamanna og okkur þykir ennþá svo vænt um að sjá „listaverkin“ okkar hvert sem lit- ið er. Elsku afi, við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Þú verður alltaf með okkur og við minnumst þín með ást, hlýju og söknuði. Þín barnabörn Birgitta, Rebekka og Helena. Ástkær afi okkar lést sl. sunnudag eftir stutt en erfið veikindi. Okkur langar að minnast hans með fáeinum orðum. Það er erfitt að reyna að lýsa hon- um afa okkar, eins og hann kom okk- ur fyrir sjónir. Eitt það fyrsta sem kemur þó upp í hugann er það að hann var mikill maður. Hann var stór og myndarlegur yfirlitum, með þykkt hvítt hár og fallegt skegg. Þá var hann einnig mikilmenni í hugsun og háttum og fyrir honum berum við ótakmarkaða virðingu. Ólíkt því sem oft er með mikla menn, var hann barnabörnum sínum náinn og fyrir það viljum við þakka. Þó við vitum að hans tími var kominn, er sorg okkar djúp og mikil. Varla er hægt að minnast afa án þess að amma komi þar við sögu enda áttu þau langt og farsælt hjónaband. Alltaf var heimili þeirra, Berg 3, opið fyrir okkur og vinum okkar. Til þess að við vissum nú örugglega hversu velkomin við værum, fengum við barnabörnin m.a.s. lykil að húsinu og komum við oft þar við, þó ekki væri nema bara rétt til að kasta á þau kveðju. Oftast voru afi, amma og Toppa heima við, það var helst að þau hefðu farið í Hálsakot í afslöppun eða þá að afi hafði fengið sér göngutúr og heilsað upp á Hallgrím. Afa og ömmu fannst gott að kom- ast í Hálsakot og þar áttu þau marg- ar góðar stundir tvö saman eða með fjölskyldunni. Þær voru ófáar gönguferðirnar sem afi fór upp að hliði með ömmu og Toppu sér við hlið. Alltaf vorum við velkomin í heimsókn til þeirra í Hálsakoti og var jafnan slegið upp mikilli matar- veislu þar, enda afi vanur góðri mat- seld Eddu ömmu. Afi lagði mikla áherslu á að við barnabörnin öfluð- um okkur góðrar menntunar og fylgdist vel með okkur í gegnum öll skólastigin. Í hvert skipti sem við náðum einhverjum áfanga í lífinu, samgladdist hann okkur af heilum hug og lét ánægju sína í ljós. Hann vildi okkur allt það besta og taldi að góð menntun væri gulls ígildi. Það er svo mikils að minnast sem ekki kemst fyrir í lítilli grein, s.s. ferðalög okkar með afa og ömmu, ár- leg jólaböll hjá vinum hans í Akóges, svo ekki sé minnst á annan í jólum í Berg 3. Þær minningar geymum við innst í hjörtum okkar og munum deila þeim með komandi kynslóðum. Við viljum þakka afa fyrir góða samleið og vitum að nú verndar hann okkur og leiðbeinir í meiri fjarlægð en áður hefur verið. Við viljum votta elskulegri ömmu okkar, sem nú hefur misst eigin- mann sinn til 54 ára, okkar dýpstu samúð. Þá viljum við einnig þakka Marinu, sem hefur reynst afa svo vel síðustu tvö ár. Edda Björk, Anna Barbara og Andri. ÁRNI GUÐJÓNSSON ✝ Kristinn Guð-mundsson fædd- ist að Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 5. október 1925. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 10. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Árnason frá Lágafelli í Austur- Landeyjum, f. 6. apr- íl 1892, d. 5. desem- ber 1957 og Sigríður Sigurðardóttir frá Núpi, f. 7. nóvember 1898, d. 7. júlí 1981. Kristinn var fjórði elsti í hópi tíu systkina. Fjögur eru áður látin, Sigurður, f. 12.8. 1918, d. 15.11. 1992; Ragnar, f. 26.2. 1921, d. 19.11. 1986; Árni, f. 23.10. 1929, d. eru: Auður Hrönn, f. 1998 og Hall- dór Pálmi, f. 2003; b) Karl, f. 29. október 1972, kvæntur Örnu Þór- eyju Sveinbjörnsdóttur, börn þeirra eru: Sveinbjörn Pálmi, f. 1995; Ragnheiður, f. 1999 og Brynjólfur Óli, f. 2001; c) Kristinn, f. 8. apríl 1980, unnusta Unnur Eir Björnsdóttir; d) Pálmi Örn, f. 23. október 1982. 2) Sigríður Hrönn, f. 11. september 1954, gift Brynjólfi Helgasyni, f. 19. ágúst 1951. Krist- inn gekk í barnaskóla á Ysta-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann tók þátt í starfi ungmennafélaga undir Eyjafjöllum og í Reykjavík. Kristinn fór í Iðnskólann í Reykja- vík og útskrifaðist 1949 með sveinspróf í húsasmíði. Síðan varð hann húsasmíðameistari og starf- aði bæði sem sveinn og meistari í sinni iðngrein allt til ársins 1982. Þá var hann ráðinn sem bygginga- eftirlitsmaður á byggingadeild borgarverkfræðings og starfaði hjá Reykjavíkurborg til sjötugs. Útför Kristins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 25.7. 1996; og María, f. 15.9. 1931, d. 22.7. 1981. Eftirlifandi eru Guðmundur, f. 9.9. 1923; Guðrún, f. 12.11. 1933; Sigríður, f. 8.9. 1936; Svanhvít, f. 11.10. 1941 og Gísli 6.8. 1943. Hinn 5. nóvember 1949 kvæntist Krist- inn eftirlifandi eigin- konu sinni Ólafíu Páls- dóttur, f. 23. desember 1927, frá Fit undir Vestur-Eyjafjöllum. Kristinn og Ólafía eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Guðmundur Pálmi, f. 24. maí 1947, kvæntur Ragnheiði Karlsdóttur, f. 20. janúar 1951. Börn þeirra eru: a) Ólafía, f. 4. ágúst 1970, gift Hall- dóri Má Sverrissyni, börn þeirra Í dag verður til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn, Krist- inn Guðmundsson húsasmíðameist- ari. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 10. febrúar. Kristinn var fæddur að Núpi undir Eyjafjöllum þar sem fjöll- in rísa hátt og fegurð náttúrunnar er allsráðandi. Hann sleit þar barns- skónum ásamt 5 bræðrum sínum og 4 systrum. Þar var iðandi líf og í suð- urbænum var mikið unnið og ekki má gleyma glímunni sem þeir bræðurnir kepptu í. Kristinn fór til Reykjavíkur í kringum 1946 og fór í Iðnskólann í Reykjavík til að læra húsasmíði. Á þessum árum rugluðu þau Ólafía tengdamóðir mín og Kristinn saman sínum reitum og hófu sambúð fyrst í Tjarnargötu 10. Eignuðust þar sitt fyrsta barn, síðan bjuggu þau á Smiðjustíg og svo í Hlíðunum. Í Reykjavík vann hann sem dyravörður á Hótel Borg með skólanum, oft hefur maður heyrt að það hafi nú ekki verið úr miklu að moða í þá daga, það sem fólk hafði á þessum tíma var kannski eitt herbergi, dívan og stóll og að- gangur að eldhúsi, jafnvel fleiri en ein fjölskylda í lítilli íbúð. Leiguhúsnæði var af skornum skammti og skömmt- unarmiðum var dreift til fólks varð- andi aðföng. Hvað segir það okkur yngra fólkinu í núverandi velmegun? Við vitum bara ekki hvað eldra fólk upplifði, svo miklar eru breytingarnar í þjóðfélaginu. Í kringum 1950 hóf Kristinn að byggja einbýlishús í Smáíbúðahverf- inu og var þá hjólað frá Hlíðunum inn í Smáíbúðahverfi til að byggja húsið með soninn á bögglaberanum eða slánni. Þau hjónin fluttu inn í húsið sitt 1953 og svo fæddist Hrönn mág- kona ári síðar. Ég kem inn í fjölskyld- una 1969, þá höfðum við Pálmi verið saman í ár. Kristinn, Ólafía og Hrönn mágkona, tóku mér opnum örmum, tengdapabbi bauð mig velkomna og sagði að hann vissi að ég ætti eftir að verða ævifélaginn hans Pálma síns. Tengdapabbi vann mikið en hafði samt alltaf tíma fyrir börnin sín og fjölskyldu sem hann unni mjög mikið. Gaf sér tíma til að fara í sveitina undir Eyjafjöllin oft á sumri en þangað liggja rætur þeirra hjóna. Vinna með ættingum sínum og njóta sveitarinn- ar og gá að hestunum. Við Pálmi og börnin okkar fórum með, nutum þess- ara ferða og tókum þátt í heyskap á Fit. Hestarnir voru svo teknir í hús upp úr áramótum. Þeir voru oftast í haga á Fit og það var nú gaman að fá að taka þátt og vera í kringum hest- ana hans, taka á móti heyböggum og stundum að kemba, vera með þótt svo ég færi ekki á hestbak. Já margs er að minnast, ferðalaganna, hjálpina við húsbygginguna okkar og stundanna í eldhúsinu í Langagerðinu, þar var alltaf fullt af fólki, mikið skrafað og heilræði frá tengdapabba voru vel þegin. Við erum mörg sem sjáum eftir yndislegum manni og eru minning- arnar margar og ljúfar. Elsku Krist- inn, takk fyrir að fá að njóta samvista við þig þessi ár. Mun ég geyma minn- inguna um þig um aldur og ævi. Ég bið góðan guð að styrkja tengdamóð- ur mína, börnin ykkar, tengdason, barnabörn og barnabarnabörn. Kveð ég með söknuði með þessum orðum nóbelskáldsins Gabriela García Már- quez: Enginn á sér tryggan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síð- asta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morg- undagurinn renni aldrei upp, þú munt örugg- lega harma daginn þann þegar þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfn- ast þeirra, elskaðu þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja ,,mér þykir það leitt“, ,,fyrirgefðu mér“,,þakka þér fyrir“og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir. Guð blessi þig. Ragnheiður. Komið er að kveðjustund eftir þrjá- tíu ára kynni af tengdaföður mínum Kristni Guðmundssyni. Þegar komið er að leiðarlokum leita á hugann margar og góðar minningar þó ekki verði nema fáar raktar hér. Morguninn var hans tími. Hann fór ævinlega eldsnemma á fætur og hóf- ust flestir morgnar á sundi í Laug- ardalnum og síðan var hafragrautur heima á eftir. Þetta stunduðu þau hjónin Kristinn og Ólafía í marga ára- tugi. Þau hjón voru ákaflega samhent í verkum, sem leysa þurfti af hendi, stórum sem smáum, svo og í tóm- stundum. Fyrst minnist ég hans í bíl- skúrnum þar sem hann var oft að fást við eitt og annað. Honum féll vel úti- vera. Kristinn var bæði sterkur mað- ur og sterkur karakter. Hann var ekki endilega allra en skemmtilegur í huga flestra sem hann þekktu. Hann naut sín best með fjölskyldunni og þá voru barnabörnin og langafabörnin honum sérlega kær. Hann var ekki hrifnæmur á ytra borði en hafði mikla ánægju af að ferðast innanlands og ekki síst í sína gömlu sveit undir Eyjaföllunum. Við fórum margar góðar ferðir saman um landið. Þá voru ófáar ferðirnar í sumarbústað- inn í Grafningnum, sem hann sló upp úti í garði í Langagerðinu fyrir löngu síðan og eftir það mörg handtökin og ánægjustundirnar sem hann átti með okkur í Grafningnum. Hann vildi alltaf vera að, helst ein- hverju handverki, þó hann hafi einnig kunnað vel að meta Íslendingasög- urnar og oft gluggað í þær. Hann var sjálfur góður sögumaður. Smíðin lék í höndum hans alla tíð. Naglfastari, slagharðari og nákvæmari smið hef ég ekki kynnst. Hann var alla tíð full- ur af áhuga um allt sem viðvék hús- byggingum og var ekki komið að tóm- um kofanum þegar leitað var í smiðju hans. Hann var bæði trésmiður og húsasmíðameistari. Þau hjónin Krist- inn og Ólafía bjugggu saman í Langa- gerði 74, húsinu sem hann byggði sjálfur, í rúm 50 ár. Þar hófst einnig búskapur okkar Hrannar og var það í alla staði góður tími. Hann veitti einn- ig ómælda aðstoð og ráð við húsbygg- ingu okkar. Kristinn var kröftugur, útsjónarsamur og hagsýnn. Hann dreif hlutina áfram og kláraði það sem hann tók að sér. Hann var ótrú- lega harður af sér þegar á bjátaði. Hann lenti í alvarlegum veikindum fyrir 25 árum síðan en ótúleg seigla og viljastyrkur hjálpaði honum til starfa á ný. Hann vann fulla vinnu þar til hann komst á eftirlaun sjötugur. Kristinn var fyrrum glímukappi. Hann var lengi hestamaður góður sem og Ólafía en þau voru um langt árabil með hesta sína í hesthúsinu sem hann byggði í Víðidal. Þar voru hestarnir á vetrum en á Suðurlandinu eða helst undir Vestur-Eyjafjöllunum á sumrin. Hann hafði gott lag á dýr- um og sást það ekki einungis á með- höndlun hans á hestunum heldur komu þrestirnir í Langagerðinu þar einnig við sögu, séstaklega nú seinni KRISTINN GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.