Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 51 RASHEED Wallace var í gærkvöld skipt frá NBA-liðinu Atlanta Hawks til Detroit Pistons en Wall- ace lék aðeins einn leik með Hawks frá því að hann kom frá Portland Trailblazers í síðustu viku. Í gær var síðasti möguleiki fyrir NBA-liðin að gera breytingar á liðum sínum en það var alltaf vitað að Wallace myndi aldrei setjast að í Atlanta þar sem að hann vildi fara til liðs sem ætti möguleika á að ná árangri á næstu árum. Larry Brown þjálfari Detroit Pist- ons er viss um að Wallace muni hjálpa liðinu en hann hefur verið til vandræða undanfarin ár í her- búðum Portland Trailblazers. Wallace setti met í tæknivillum í NBA og að auki átti hann í erf- iðleikum utan vallar þar sem að kannabisefni komu við sögu. Hawks fær miðherjann Zeljko Rebraca, bakvörðinn Bob Sura auk valréttar frá Pistons. Að auki fóru þeir Lindsey Hunter og Chucky Atkins frá Pistons til Boston sem sendi frá sér bakvörðinn Mike James til Pistons. Utah Jazz skipti einnig á leik- mönnum í gærkvöld og fengu Gordan Giricek frá Orlando og Tom Gugliotta frá Phoenix. Bak- vörðurinn DeShawn Stevenson fer frá Jazz til Orlando. Keon Clark og Ben Handlogten fóru til Phoe- nix í staðinn fyrir Gugliotta. Rasheed Wallace frá Hawks til Pistons FÓLK  ANDRI Berg Haraldsson, hand- knattleiksmaður úr Víkingi, putta- brotnaði í leik með 2. flokki félagsins í vikunni og verður frá keppni næstu 3-6 vikurnar, samkvæmt vef félags- ins. Þar með er ljóst að hann missir af að minnsta kosti næstu fjórum leikj- um Víkings í 1. deildinni, jafnvel öll- um átta leikjunum sem liðið á eftir.  BANDARÍSKA landsliðið í körfu- knattleik hefur skipulagt sex vináttu- landsleiki áður en liðið mætir til leiks á Ólympíuleikana í Aþenu. Á ferð sinni um Evrópu mætir liðið Þýska- landi, Ítalíu, Tyrklandi og Serbíu/ Svartfjallalandi sem er ríkjandi heimsmeistari.  FRANSKI knattspyrnumaðurinn Christian Karembeu sem leikur með Olympiakos í Grikklandi hefur boðið fram starfskrafta sína á meðan Ól- ympíuleikunum stendur í Aþenu í ágúst. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða verkefni ég fæ en ég mun mæta þangað sem mér er ætlað að vera,“ sagði Karembeu en hann var í liði Frakka sem varð heimsmeistari árið 1998 í Frakklandi.  MARGIR þekktir íþróttamenn í Grikklandi hafa gefið kost á sér í sjálfboðaliðastörf líkt og Karembeu sem er 32 ára gamall og hefur leikið með Nantes, Sampdoria, Real Ma- drid og Middlesbrough.  IAAF, ætlar að bregðast við ákvörðun bandaríska frjálsíþrótta- sambandsins, USATF, þess efnis að sýkna Jerome Young heimsmeistara í 400 metra hlaupi en hann féll á lyfja- prófi árið 1999 vegna notkunar á nandrolone. Young vann til gullverð- launa í 4x400 metra boðhlaupi með bandarísku sveitinni á ÓL í Sydney ári eftir að hann hafði fallið á lyfja- prófi en stjórn USATF ákvað að leyfa honum að taka þátt þrátt fyrir nið- urstöðu lyfjamálsins.  STJÓRN IAAF segir að málið sé í óvenjulegum farvegi en verði tekið fyrir á ný í þeirra röðum. BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf- ingur úr Keili, byrjaði ekki vel á Opna Carlsberg-golfmótinu í Mal- asíu, lék fyrsta hringinn í gær á 79 höggum, eða sjö höggum yfir pari og er í 147. sæti af 150 keppendum. Byrjunin hjá honum var reyndar allt í lagi því hann lék fyrstu fjórar holurnar á pari, en síðan komu tveir skollar og á 16. braut, sem er par þrír, fékk hann skramba. Síð- ari hringinn lék hann síðan á fjór- um yfir pari. Það er ljóst eftir fyrsta dag mótsins að Björgvin kemst ekki áfram, nema hann eigi undrahring í nótt. Félagar hans í ráshópnum náðu sér misvel á strik. Martin Ma- ritz frá Suður-Afríku lék manna best í fyrsta hring, kom inn á 6 höggum undir pari og hefur for- ystu. Kóreumaðurinn Joon Chung lék svipað og Björgvin, lauk leik á sex höggum yfir pari og er í 140. sæti. Björgvin sagði að allt sjálfs- traust hefði vantað á flötunum og stutta spilið hefði ekki verið gott hjá sér. Björgvin byrjar illa í Malasíu MARK Viduka, leikmaður Leeds United, hefur verið sett- ur í fimm daga keppnisbann fyrir að mæta ekki til leiks með ástralska landsliðinu gegn Venesúela í Caracas í fyrra- kvöld. Ástralska knattspyrnu- sambandið nýtti sér reglur FIFA til að setja Viduka í bann, sem þýðir að hann getur ekki spilað með Leeds gegn Man- chester United í úrvalsdeild- inni um helgina. Viduka er ekki sá eini því Ástralar kröfðust þess líka að Scott Chipperfield, leikmaður Basel í Sviss, yrði settur í sams konar bann. Chipperfield fór til Madríd á Spáni en missti þar af flugi til Venesúela og hélt þá aftur til Sviss og kom því ekki til leiks í Caracas. „Ég harma hvernig þetta mál hefur þróast, og ég tel að Leeds og ég sem leikmaður hafi ekki gert neitt rangt. Það var mat lækna liðsins að ég hefði ekki gott af því að ferðast til S-Ameríku vegna meiðsla en forsvarsmenn landsliðsins eru á öðru máli,“ sagði Viduka í gær. Liðsheildin hjá okkur vann í kvöldog þessi sigur mun hjálpa okkur mikið upp á framahaldið. Það er mjög erfitt að spila hér í Hveragerði, Ham- arsmenn spila fast og 5-6 stiga forskot hef- ur lítið að segja. Það var ekki fyrr en munurinn var orðinn 10-12 stig að ég fór að eygja von um sigur. Við höfum aðeins átt það til að tapa niður forystunni á lokamínútun- um, en það gerðist ekki núna. Við bökkuðum hver annan upp í leiknum og það var nánast sama hvað gerðist, við leystum úr því. Það er ég ánægð- astur með,“ sagði Kári Marísson, að- stoðarþjálfari Tindastóls. Leikurinn fór fjörlega af stað en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Tindastólsmenn 2-4 stiga forystu sem þeir héldu allt fram í hálfleik. Í lok þriðja leikhluta fór að renna í sundur með liðinum, en þegar 10 mínútur voru eftir, var staðan 57:69. Svo gott forskot létu norðanmenn ekki frá sér, spiluðu skynsamlega síðustu mínúturnar á meðan heima- menn hófu mikla skothríð til að minnka muninn, en ekkert gekk. Niðurstaðan var góður sigur gest- anna. „Fráköstin eru búin að há okkur í síðustu leikjum en við erum að gefa mótherjum okkar alltof mikið af til- raunum í sömu sókninni. Við hittum illa en vorum þó að spila ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim seinni fórum við að spila sem einstaklingar en ekki sem lið. Við verðum bara að rífa okk- ur upp úr þessari lægð og það þýðir ekkert að hengja haus þótt við höfum tapað þremur leikjum í röð. Taka verður með í reikninginn að Tinda- stóll er með gott lið, þeir eru með góða útlendinga og duglega íslend- inga. Þetta er alls ekki verra lið en t.d. Snæfell eða Grindavík, þótt stað- an í deildinni segi okkur annað. Það er enginn skömm að því að tapa fyrir þeim en eins og ég sagði, við verðum að rífa okkur upp og vinna núna þrjá leiki í röð fram að úrslitakeppni,“ sagði Lárus Jónsson, fyrirliði Ham- ars. Hjá Hamri var það Lárus Jónsson sem barði sína menn áfram en hann var með 12 stoðsendingar í leiknum og stal sjö boltum. Faheem Nelson var með 18 stig og 8 fráköst og nýi Kaninn, Lavell Owens tók 11 fráköst. Þá var Chris Dade með 28 stig, en í öðrum hlutum leiksins gekk honum ekki eins vel. Hjá gestunum var það Clifton Cooke sem var einna bestur sinna manna ásamt Nick Boyd. Cooke skoraði 24 stig en Boyd var með 30 stig og 15 fráköst. David Sanders skilaði einnig sínu hlutverki vel með 15 stig og 11 fráköst og gaman var að sjá til Axels Kárasonar sem átti góð- ar innkomur á mikilvægum augna- blikum. Ljósmynd/Helgi Valberg Jensson Faheem Nelson, miðherji Hamars, skorar gegn Tindastóli. „Töpuðum ekki niður forystunni“ TINDASTÓLSMENN unnu góðan útisigur á Hamri í gærkvöldi í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, 82:94. Með sigrinum hafði Tinda- stóll sætaskipti við Hamar og komst í 7. sæti Intersport-deild- arinnar með 20 stig, jafnmörg og KR-ingar en þeir síðarnefndu eiga leik til góða í kvöld. Hamar hefur nú tapað þremur leikjum í röð og sitja í 8. sæti sem stendur með 18 stig, en Stólarnir fylgja eftir góð- um sigri á Keflavík í síðustu umferð. Helgi Valberg skrifar Viduka í bann hjá Leeds Magnús Már með ÍBV ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍBV í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig sóknarmanninn Magnús Má Lúðvíksson. Hann er KR-ingur að upplagi og hefur spilað fjóra leiki með Vesturbæjarliðinu í efstu deild, en gekk síðan til liðs við Valsmenn sumarið 2002 og var þá markahæsti leikmaður þeirra í 1. deild- inni með 8 mörk. Magnús Már tók sér frí frá knatt- spyrnunni á síðasta ári, nema hvað hann lék nokkra leiki með 3. deildarliðinu Drangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.