Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MEDCARE Flaga sendi frá sér afkomuviðvörun í
gær. Þar kemur fram að stjórnendur Medcare
Flögu gera ráð fyrir að allt að 1,5 milljóna dollara
tap verði af rekstri félagsins á árinu 2003 í stað
hagnaðar eins og áætlað hafði verið og birt í út-
boðslýsingu sem gefin var út í tengslum við skrán-
ingu félagsins í Kauphöll Íslands. Ástæða þessa
viðsnúnings er endurmat til lækkunar á birgðum
félagsins ásamt lægri framlegð af vörusölu á
fjórða fjórðungi 2003 en gert var ráð fyrir, að því
er segir í afkomuviðvörun Medcare Flögu. Tekjur
Medcare Flögu hf. á árinu 2003, voru yfir 19 millj-
ónir dollara, sem er í samræmi við upplýsingar í
áðurnefndri útboðslýsingu.
Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare
Flögu, segir aðspurður að stjórnendur félagsins
telji að tap ársins 2003 verði allt að 1,5 milljónum
dollara en ekki er búið að birta ársuppgjör. Því sé
ekki um að ræða sundurliðun á þessu stigi á því
hvernig verri afkoma skiptist á milli lækkunar
birgða og lægri framlegðar á síðasta fjórðungi árs-
ins.
Spurður um ástæður þess að birgðir og fram-
legð voru ofmetnar segir Svanbjörn að það stafi af
mistökum sem gerð hafi verið við mat á álagningu
sem liggi í birgðum dótturfélaga þegar þær eru
færðar inn í samstæðureikninginn.
Medcare Flaga lækkaði um 18,7% í viðskiptum
gærdagsins, úr 6,15 í 5,0. Spurður um viðbrögð
markaðarins segist Svanbjörn skilja þau. Hann
segist þó vona að þeir sem keypt hafi hlutabréf í
félaginu hafi gert það vegna þess að þeir hafi trú á
því til framtíðar og afkomuviðvörunin nú eigi ekki
að hafa áhrif á framtíðarrekstur félagsins, hún eigi
aðeins við um afkomu síðasta árs. Hann segir
áætlanir um afkomu og vöxt þessa árs ekki hafa
breyst.
Fjárfestar hljóta að vera áhyggjufullir
Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að
taprekstur Medcare Flögu hafi verið 1,1 milljón
dala á fjórða ársfjórðungi. Í Morgunkorninu kem-
ur fram að birgðir félagsins voru í níu mánaða
uppgjöri bókfærðar á 4 milljónir Bandaríkjadala.
„Ljóst er að afkoma Medcare Flögu var mun lak-
ari en áætlað var í útboðslýsingu félagsins frá í
nóvember, en þar var gert ráð fyrir hagnaði á
árinu. Að mati Greiningar ÍSB veldur þessi af-
koma og ástæða taprekstrar verulegum vonbrigð-
um og kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess hve
skammt er liðið frá birtingu útboðslýsingar félags-
ins,“ að því er fram kemur í Morgunkorni Íslands-
banka.
Í Hálf fimm fréttum KB-banka er einnig vísað
til útboðslýsingar Medcare Flögu frá því í nóv-
ember en samkvæmt henni er fjórði ársfjórðungur
að jafnaði sá besti en sá fyrsti verstur. „Fjárfestar
hljóta því að vera áhyggjufullir yfir hvernig félag-
inu reiðir af á versta fjórðungi sínum fyrst sá besti
er jafn lélegur og nú er látið uppi.
Í yfirlýsingunni segir að ástæðan fyrir þessum
viðsnúningi sé endurmat til lækkunar á birgðum
ásamt lægri framlegð af vörusölu. Furðu sætir að
félagið skuli ekki láta uppi hversu mikill hluti af
þessum viðsnúningi er vegna niðurfærslu á birgð-
um og hversu stór hluti er vegna lægri framlegð-
ar. Skýringar á þessum frávikum í afkomu í fé-
lagsins eru fátæklegar í afkomuviðvöruninni og
ætli félagið sér að endurheimta traust markaðar-
ins verður það að koma með greinarbetri og trú-
verðugar skýringar þegar þeir birta ársuppgjör
sitt,“ að því er segir í Hálf fimm fréttum.
Afkoma Medcare Flögu
veldur vonbrigðum
REKSTRARÁRANGUR Og Voda-
fone fór fram úr björtustu vonum, að
því er fram kom í ræðu Bjarna K.
Þorvarðarsonar stjórnarformanns
fyrirtækisins á aðalfundi þess í gær.
Bjarni segir að í byrjun ársins hafi
verið lagt upp með metnaðarfulla
áætlun; að sameina rekstur og kerfi
Íslandssíma, Halló og Tals, auk þess
að kynna nýtt nafn fyrir sameinað
fyrirtæki, fjölga viðskiptavinum og
auka rekstrarhagnað fyrir vexti, af-
skriftir og samrunakostnað í allt að
25%. Þetta hlutfall hafi orðið 26% á
árinu og veltan hafi aukist um 18%.
Í ræðu sinni gagnrýndi Bjarni
þátttöku hins opinbera á fjarskipta-
markaði. „Á sama tíma og hið op-
inbera hefur staðfest lög og sam-
þykktir Evrópusambandsins um
samkeppni á sviði fjarskipta hefur
íslenska ríkissímafyrirtækið gert allt
sem í þess valdi stendur til að koma í
veg fyrir viðgang Og Vodafone. Þeg-
ar sýnt þykir að það hefur mistekist
seilist það í vasa ríkisins til að verja
eigið vígi. Nú síðast með því að eyða
3–400 milljónum króna í nýtt útlit og
vörumerki. Ég verð að taka undir
með þeim sem hafa tjáð sig um málið
á opinberum vettvangi og segja að
þar sé illa farið með almannafé. En
það er hins vegar til marks um ein-
stakan árangur Og Vodafone að
samkeppnisaðilinn skuli þurfa að
grípa til slíkra ráða,“ sagði Bjarni.
Ríkið gæti sparað
Hann sagði þess fleiri dæmi að
stjórnvöld hefðu látið undir höfuð
leggjast að tryggja eðlilega við-
skiptahætti á fjarskiptamarkaði.
Fjármálaráðherra hefði nýlega upp-
lýst á Alþingi að fjarskiptakostnaður
ráðuneyta, ríkisfyrirtækja og ríkis-
stofnana hefði á síðasta ári numið
nærri 1,4 milljörðum króna og segja
mætti að Landssími Íslands hefði
verið áskrifandi að stærstum hluta
þessara fjármuna en lítill sem eng-
inn vilji hefði verið til útboðs á fjar-
skiptaþjónustu þessara aðila. Eina
marktæka undantekningin væri
Landspítali – háskólasjúkrahús, en
með útboði á fjarskiptaþjónustu
megi ætla að sjúkrahúsið hafi náð að
lækka útgjöld á þessu sviði um 30%–
40%. Ýmis sveitarfélög skipti hins
vegar nú við Og Vodafone og greiði
lægra verð fyrir fjarskiptaþjónustu.
„Fjármálaráðherra lýsti því reyndar
yfir síðastliðinn mánudag að það
væri einungis spurning um tíma hve-
nær út í einhvers konar útboð verður
farið á fjarskiptaþjónustu ríkisins.
Þessu fagnar stjórn Og Vodafone og
hvetur um leið fjármálaráðherra til
þess að taka af allan vafa og beita sér
fyrir að öll fjarskipti stjórnarráðsins,
ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja
verði boðin út á þessu og næsta ári.
Ætla má að ríkið næði á sömu for-
sendum, og þeir aðilar sem ég nefndi
áðan, að spara hundruð milljóna
króna með útboðum og fá jafnvel
betri þjónustu,“ sagði Bjarni.
Óskar Magnússon, forstjóri Og
Vodafone, sagði að áfram sé gert ráð
fyrir vexti hjá félaginu á þessu ári.
Áætlað sé að velta félagsins vaxi úr
6.218 milljónum í fyrra í 6.800 millj-
ónir í ár og að hagnaður verði af
rekstri félagsins, en það var í fyrra
rekið með 445 milljóna króna tapi.
Í stjórn voru kjörnir Bjarni K.
Þorvarðarson, Jón Pálmason, Kenn-
eth D. Peterson, Jr., Kjartan Georg
Gunnarsson og Vilhjálmur Þor-
steinsson. Í varastjórn eru Richard
A. Roman og Pétur Gunnarsson.
Rekstur Og Vodafone
fram úr björtustu vonum
Morgunblaðið/Sverrir
Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, og Bjarni K. Þorvarðarson,
stjórnarformaður, á aðalfundi félagsins í gær.
SÍF sendi frá sér afkomuvið-
vörun í gær. Afkoma SÍF fyrir
rekstrarárið 2003 er töluvert
undir áætlun félagsins. Mestu
frávik voru á Íslandi, Frakk-
landi og Kanada auk þess sem
gjaldfærður var sérstakur
kostnaður vegna lokunar
starfsstöðva félagsins í Japan
og Brasilíu sem og vegna upp-
gjörs á ráðningarsamningi
fyrrverandi forstjóra.
Hagnaður félagsins verður
undir einni milljón evra, að því
er fram kemur í tilkynningu
frá SÍF.
Í Morgunkorni Íslands-
banka kemur fram að ljóst sé
að ríflega einnar milljónar
evra tap var af rekstri SÍF á
fjórða ársfjórðungi en áætlan-
ir höfðu gert ráð fyrir hagnaði
á fjórðungnum. „Ljóst er að
afkoma SÍF verður mun lak-
ari en Greining ÍSB gerði ráð
fyrir. Verðmat á SÍF er nú í
skoðun en Greining ÍSB mæl-
ir með undirvogun á hluta-
bréfum félagsins,“ að því er
segir í Morgunkorni Íslands-
banka.
Verð hlutabréfa í SÍF í
Kauphöll Íslands lækkaði í
gær um 2,6%.
Afkomu-
viðvörun
frá SÍF
SAMKOMULAG náðist í gær um
kaup hóps fjárfesta á bifreiðaumboð-
inu Ingvari Helgasyni hf. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er fyrirvari í samkomulaginu um nið-
urstöður áreiðanleikakönnunar til
næstu mánaðamóta.
Boðað hefur verið til starfsmanna-
fundar hjá Ingvari Helgasyni hf. í
dag og er fyrirhugað að hinir nýju
eigendur sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu í framhaldi af því þar sem
greint verði frá kaupunum.
Baldur Guðnason, framkvæmda-
stjóri Sjafnar, hefur leitt hóp fjár-
festa um kaupin á Ingvari Helgasyni
hf. að undanförnu. Ekki náðist í hann
í gær.
Framkvæmdastjóraskipti
á Skjá einum
Í fréttatilkynningu frá stjórn Ís-
lenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur
Skjá einn, í gær kemur fram að
Magnús Ragnarsson, framleiðslu-
stjóri félagsins hafi tekið við starfi
framkvædmastjóra þess af Kristni
Þór Geirssyni. Sá síðarnefndi hefur
verið orðaður við starf forstjóra
Ingvars Helgasonar hf.
Samkomulag um
sölu á Ingvari
Helgasyni hf.