Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ RagnheiðurÞórisdóttir fæddist á Húsavík 2. júní 1939. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 13. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þórir Friðgeirsson bóka- vörður og gjaldkeri Kaupfélags Þingey- inga, f. 14. septem- ber 1901, d. 23. september 1996, og kona hans Arnfríð- ur Karlsdóttir, f. 26. júní 1905, d. 7. júní 1976. Ragnheiður átti fjögur systkini, elst þeirra er Anna María, f. 24. október 1929, búsett í Reykjavík, gift Sigurði Sigfússyni; Hildur, f. 31. janúar 1933, búsett í Reykja- vík, gift Inga Kristinssyni; Frið- geir Karl, f. 21. desember 1936, d. 22. júlí 1938; Inga, f. 4. ágúst 1945, búsett á Húsavík, gift Að- alsteini Skarphéðinssyni. 1999, og Sigurður Gunnar, f. 13. maí 2003, fyrir á Ólafur Ólöfu Björk, f. 15. mars 1995. Þorkell Þór, f. 18. maí 1980, unnusta hans er Birna Guðmundsdóttir, f. 10. ágúst 1980. Sigurður Friðrik, f. 19. september 1985, og Nína Björk, f. 16. mars 1999. 2) Þóra Guðný, f. 18. maí 1963, starfs- maður Íslandsbanka, búsett í Reykjavík, í sambúð með Gunn- ari Marel Eggertssyni, f. 10. nóv- ember 1954. Börn þeirra eru Eggert, f. 13. desember 1999, fyrir á Þóra Guðný Elísu, f. 29. nóvember 1991, faðir Birkir Huginsson, f. 12. mars 1964, d. 1997. Fyrir á Gunnar Marel Al- dísi, f. 29. maí 1977. Ragnheiður lauk grunnskóla- prófi frá Barnaskóla Húsavíkur. Hún vann um skeið hjá Kaup- félagi Þingeyinga. Hún var einn vetur á Héraðsskólanum á Eið- um og útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni. Ragnheiður starfaði í nokkur ár hjá Hraðfrystihúsi Ólafs S. Lár- ussonar og hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja og vann þar í tæp 30 ár. Útför Ragnheiðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Hinn 8. ágúst 1959 giftist Ragnheiður eftirlifandi eigin- manni sínum Sigurði Friðrikssyni, starfs- manni IGS, sem er dótturfyrirtæki Flug- leiða, f. 1. júní 1938. Hann er sonur hjónanna Friðriks Þorsteinssonar org- anista, f. 1. septem- ber 1900, d. 31. ágúst 1968, og konu hans Sigurveigar Sigurð- ardóttur, f. 2. janúar 1905, d. í júní 1981. Ragnheiður og Sigurður eignuð- ust tvær dætur. Þær eru: 1) Sig- urveig, f. 28. október 1959, starfsmaður IGS í Leifsstöð, bú- sett í Keflavík, gift Gunnari Þór Þorkelssyni, f. 31. desember 1957. Börn þeirra eru, Ragnheið- ur Sif, f. 31. maí 1978, í sambúð með Ólafi Ágústi Sigurðssyni, f. 18. janúar 1976, börn þeirra eru Lilja Björk, f. 11. september Það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja þig, elsku mamma mín, og besta vinkona, en ef ég hugsa um það að þú sért komin á stað þar sem öllum líður vel gerir það þetta auðveldara. Ég veit að vel verður tekið á móti þér, það er svo margt sem kemur upp í huga minn. Benskuárin, fyrir jólin sást þú alltaf um að litlu stelpurnar þínar fengu ný nærföt, náttföt og jólaföt. Fyrir 17. júní man ég eftir því að þú varst alltaf búin að taka til fötin okkar kvöldinu áður, allt tipp topp og mjallahvítir sokkar. Þið pabbi voruð svo lánsöm að geta ferðast mikið til útlanda, og tókuð þið okk- ur Þóru oft með, það var nú ald- eilis gaman. Þegar ég kynntist honum Gunna mínum tæplega 17 ára þá tókuð þið honum svo vel. Þegar Gunni fór á sjóinn á loðnubátinn Náttfara þá leiddist mér svo mikið og þú styttir mér stundirnar með því að sitja með mér á kvöldin og sauma út, en þú varst algjör listakona á því sviði. Við brölluðum nú ansi margt saman, elsku dúllan mín. Einn daginn frétti ég að Náttfari ætti að koma í Sandgerðishöfn um kvöldið, ég var svo spennt og leyfði þér að koma með mér til Sand- gerðis. Við dubbuðum okkur upp algjörar pæjur, ég 17 ára og þú 37 ára. Þegar til Sandgerðis kom þá var það Dagfari sem kom í land en ekki Náttfari. Ég varð alveg miður mín, grenjaði og grenjaði, enda ástfangin upp fyrir haus. Þú skildir mig svo vel og huggaðir mig. Svo kom að því að við Gunni keyptum okkur íbúð, þú varst svo spennt og pældir í öllu með okkur, saumaðir allar gardínur og puntaðir íbúðina með okkur eins og þér var lagið. Svo þegar fyrsta barnabarnið var væntanlegt, þá varst þú hjá mér þegar ég fékk fyrstu verkina. Pabbi og Gunni voru að vinna. Við vildum fara strax niður á spítala, en bíllinn minn var beinskiptur svo þú gast ekki keyrt, svo ófríska stelpan varð að keyra. Bíllinn varð rafmagnslaus fyrir utan og verk- irnir duttu bara niður. En þú eign- aðist nöfnu tíu dögum seinna sem þú hefur dýrkað eins og öll hin börnin. Í nóvember 1998 kom ég í morgunkaffi til ykkar pabba og til- kynnti ykkur að það væri von á fjölgun í fjölskyldunni. Þá sagðir þú: „Er hún Ragnheiður mín kom- in á stað?“ „Nei, mamma, það er ég.“ Á níu mánuðum fæddust þrír litlir gullmolar í litlu fjölskylduna okkar, Nína, Lilja og Eddi. Árið 2000 vorum við Gunni búin að minnast á við ykkur að þið mynduð selja Vörðubrún 4 og fá ykkur nýtt og minna húsnæði. Ég og þú vor- um á fullu að skoða íbúðir. Úr því varð að þið keyptuð Ránarvelli 3 og við Gunni Vörðubrún 4. Það var svo yndislegt hvað þið pabbi voruð ánægð með þetta. Þú varst svo spennt, allt glænýtt og það var svo gaman að hjálpa ykkur að flytja. Þið pabbi glöddust yfir öllum smá- atriðum sem við Gunni gerðum á Vörðubrún 4. Það gat ekki verið betra. Samverustundirnar okkar voru margar. Þú gafst mér svo mikið, elsku mamma mín, við töl- uðum mikið saman, þú dróst aldrei úr neinu sem ég var að gera heldur hvattir mig áfram því þú treystir mér.Við áttum svo margt sameig- inlegt en það er bara okkar leynd- armál. Elsku mamma mín, líf þitt hefur ekki alltaf verið dans á rósum- .Veikindi þín bönkuðu upp á alltof snemma. Fyrst var það fótasár og rétt rúmlega fimmtug fékkst þú hjartaáfall og síðan krabbamein. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja í þínum veikindum. Þú reyndir að tala við mig um dauðann en ég bara gat það ekki því það gerði mig svo sorgmædda. Þú eignaðist yndislega vinkonu fyrir nokkrum árum, hana Jóhönnu Brynjólfs, sem hefur reynst þér og okkur öll- um svo vel. Hún var þín stoð og stytta fram á síðasta dag. Nína átti nú aldeilis stað í hjarta ykkar pabba. Hún vildi alltaf koma til ykkar eftir leikskóla. Þar fann hún róleg- heitin. Þið gerðuð allt fyrir hana og hún á eftir að sakna þín svo mikið. Ég er svo ánægð með litlu fjölskylduna okkar. Ef einhverjum vegnar vel þá samgleðjumst við, og ef einhver á bágt þá samhryggj- umst við. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Guð geymi þig. Mamma, ég man hlýja hönd, er hlúðir þú að mér. Það er svo margt og mikilsvert, er móðuraugað sér. Þú veittir skjól og vafðir mig með vonarblómum hljótt. Því signi ég gröf og segi nú: Ó, sofðu vært og rótt. (Kristín Jóhannesdóttir) Þín Sigurveig. Þegar lýk ég lífsins vist, láttu í mínu spori gróa mjúkan, grænan kvist, gjöf frá hlýju vori. (Þórir Friðgeirsson.) Elsku mamma mín. Orð geta ekki lýst því hve sárt það er að kveðja þig. Þú varst mér allt. Ég á erfitt með að sjá tilveruna án þín, en von- andi lærist það með tímanum. Þú varst alltaf svo tilbúin að gera allt fyrir alla í kringum þig, það ein- faldlega lék allt í höndunum á þér. Það bera allar útsaumuðu mynd- irnar þínar gott vitni um, algjör listaverk. Þú varst mjög skipulögð, allt í röð og reglu á heimilinu, hægt að ganga að öllu vísu. Ég erfði þennan góða eiginleika frá þér, elsku mamma mín, sem betur fer. Þú varst yfirleitt búin að skipu- leggja allt langt fram í tímann, RAGNHEIÐUR ÞÓRISDÓTTIR ✝ Ólafur PéturSveinsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 30. maí 1958 og lést þar 12. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Sveinn Hjörleifsson skip- stjóri og útgerðar- maður, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004, og Aðalheiður Maggý Pétursdóttir frá Ólafsfirði, f. þar 27. mars 1930. Systk- ini Ólafs Péturs eru: 1) Þóra Sigríður, f. 27. september 1948, gift Henry Ágústi Erlendssyni, þau eiga þrjú börn. 2) Þórey, f. 1. sept- ember 1951, gift Einari Sveinbjörns- syni, þau eiga þrjú börn. 3) Hjörleifur, f. 27. desember 1954. Hann á einn son. 4) Kristbjörg, f. 21. maí 1965, gift Pétri Fannari Hreinssyni, þau eiga þrjú börn. Útför Ólafs Péturs fer fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Óli Pétur. Hvað það er sárt að missa þig svona fljótt, það bjóst enginn við þessu aðeins mánuði eftir að afi dó en nú vitum við að þú og pabbi þinn eruð sko mættir á rúntinn saman. Við héldum bara að þetta væri flensa og þú myndir verða fljótur að jafna þig, því þú varst aldrei veikur og kvartaðir aldrei yfir neinu, en svo var þetta hjartað sem gaf sig. Við viljum þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman, þú varst alltaf svo góður og vildir allt gera fyrir alla. Við bíðum bara eftir að þú komir gangandi inn um dyrnar að borða með okkur og horfa á sjón- varpið. Þegar ég, Helga, gekk með Arí- önnu þá varst þú ákveðinn í því að hún myndi fæðast á afmælisdaginn þinn en hún fæddist tveim dögum fyrr, en samt áttir þú alltaf voða mik- ið í henni, henni fannst alltaf gaman þegar þú komst og stundum gafst þú henni að borða á meðan ég eldaði handa okkur mat. Það var alltaf svo stutt í grínið hjá þér. Við áttum svo margar góðar stundir saman og það er svo sárt að þurfa að kveðja svona fljótt. Kveðja, Helga, Ólafur, Þóra Fríða, Henrietta og Aríanna Ósk. Nú er hann Óli Pétur frændi far- inn frá okkur, alltof snemma, en eng- inn ræður sínum næturstað. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. febrúar sl. aðeins 45 ára að aldri. Hann var fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum og bjó þar alla sína ævi, utan skamms tíma eftir gos, og unni hag sínum vel. Óli Pétur var mikill dýravinur og hafði yndi af að hugsa um hestana og kindurnar með pabba sínum, sem lést í janúar á þessu ári. Þeir geta nú haldið áfram að ræða sín búmál. Einnig hafði hann mikinn áhuga á ljósmyndun og öllu henni viðkomandi, og átti alltaf nýjustu og bestu myndavélarnar og liggur eftir hann mikið safn ljósmynda. Er við hjónin giftum okkur kom ekkert annað til greina en að Óli Pétur tæki myndinar og fórst honum það vel úr hendi, en þegar farið var að benda honum á að hann ætti líka að taka myndir af ættingjum brúðarinnar í veislunni varð honum að orði með sínum alkunnu rólegheitum „En ég þekki þau ekkert“. Hann var með eindæmun barngóður og ræddi margt og mikið við litlu frændsystk- ini sín og hafði óþrjótandi þolinmæði að útskýra hlutina fyrir þeim, enda varðveitti hann vel barnið í sjálfum sér. Góður drengur er genginn og eigum við eftir að sakna hans og hans skemmtilegu tilsvara. Sveinn Henrysson og fjölsk. „Við getum aldrei tjáð andartakið með orðum. Um leið og við setjum andartakið í orð er það horfið. Eitt- hvað sem var.“ Þeir sem eru úr árgangi 1958 frá Vestmannaeyjum, telja sig vera um margt sérstæðari en aðrir árgangar, og er það ekki síst manni eins og Óla Pétri að þakka, sem nú er farinn í hinstu ferðina, til þeirra strandar sem bíður okkar allra. Óli Pétur var um margt óvenju- legur maður, prakkari af Guðs náð og með afgerandi tjáningarmáta, brosið hans og augnsvipur, þegar svo bar til, lýstu engu öðru en blúss- andi sakleysi og gómennsku. Hann setti vissulega sinn svip á mannlífið í Vestmannaeyjum, minnugur um marga hluti og fróður um Eyjarnar, áhugasamur og góður ljósmyndari og tók myndir af mannlífinu og ein- stökum atburðum á heimaslóðum. Þó Óli Pétur hafi kannski ekki ver- ið eins og þorri fólks, þá var hann ætíð einlægur á sinn barnalega hátt og það var m.a. það sem gerði okkar góða félaga og skólabróður einstak- an. Sl. sumar, er árgangurinn kom saman, lét hann sig ekki vanta, frek- ar en fyrri ár, þar fangaði Óli Pétur augnablikið með stæl og skarð það sem hann skilur eftir verður ekki fyllt en góðar og litríkar minningar eigum við þó eftir um manneskju sem var gegnheil allt til dauða. Um leið og við úr árgangi 1958 frá Vestmannaeyjum kveðjum góðan fé- laga með söknuði og hlýhug höldum við þétt um góðar minningar og þökkum samfylgdina Við viljum færa móður hans og systkinum ásamt öðru venslafólki okkar inni- legustu samúðarkveðju. Við vitum að nú er Óla Pétri búin dýrleg vist við fætur frelsarans og að faðir hans, er lést 4. janúar sl., tekur hann einnig í faðm sér. Ljúfust minning lifir í hjörtum. Árgangur 1958 úr Vestmannaeyjum. Það átti enginn von á því að svo stutt yrði á milli þeirra feðga Sveins og Óla Péturs eins og raun varð á. Sveinn lést 4. janúar sl. eftir erfið veikindi í tæpt ár. Það er eins og þeir hafi þurft að fylgjast að eins og oft áður. Allatíð mjög nánir og mikið saman, nánast alltaf nema þegar Sveinn var á sjónum. Ársgamall varð Óli Pétur mikið veikur og þegar Sveinn kom heim af sjónum og sá hve mikið var af honum dregið, tók hann drenginn í fangið fór með hann út í bíl og upp á spítala að leita eftir hjálp. Þar tók læknir barnið strax í sína umsjá til aðhlynningar. Eftir dágóða stund kom læknirinn fram, fullur samúðar, og sagði föðurnum að þetta væri búið, barnið væri dáið. Eins og alltaf, fyrr og síðar, var Sveinn fljótur að hugsa og fram- kvæma. Hann hentist inn til drengs- ins, blés í hann og hnoðaði þangað til hann fór að anda og lifði. Sveinn var einstakur með að láta það sem hann framkvæmdi ganga upp. Ótrúlega fljótur að hugsa og bregðast rétt við. Um þetta atvik vildi hann aldrei ræða, enda ekki vanur að upphefja sjálfan sig hann Sveinn Hjörleifsson. Óli Pétur braggaðist fljótt og varð hraustur og sterkur strákur. Til þess var tekið hvað hann var duglegur í krakkaleikjum með nágrannabörn- unum í götunni. Svolítill prakkari, stundum dálítið þver, en alltaf bros- mildur og hlýr. Hann hóf nám í Barnaskóla Vestmannaeyja og dásamaði kennarana sína frá þeim tíma. Árin 1974 til 1976 var hann hjá Henry og Þóru Siggu systur sinni sem þá bjuggu í Reykjavík. Þar gekk hann í Öskjuhlíðarskólann og líkaði vel. Var kappsfullur við námið og fékk viðurkenningu fyrir námsár- angur. Sérstaklega var talað um vandaðan frágang verkefna sem hann nostraði við og skreytti. Þegar hann hafði aldur til fór hann að vinna hjá Vestmannaeyjabæ og síðar í 15 ár í Vinnslustöðinni. Þar var hann aðallega í saltfiski, síldar- söltun o.fl. Alltaf traustur og trúr segja yfirmenn hans þar. Það sem hann kunni og gat, passaði hann vel, bæta þeir við. Fyrir nokkrum árum hætti hann þar og annaðist kindur og hesta með pabba sínum sem þeir feðgar áttu. Þar snerist hann í einu og öllu og var Sveini mikilvæg stoð og stytta í því öllu saman. Frístundirnar var hann ekki í vandræðum með, ljósmyndaði mikið og framkallaði sjálfur í góðri aðstöðu sem hann kom upp heima hjá sér. Hann átti mikið myndasafn, vel geymt og skipulagt. Stundum var hann að glettast og sprella í fram- kölluninni gagnvart fjölskyldu og vinum, allt var það í léttum dúr. Hann var líka oft að leika sér í eld- húsinu, búa til uppskriftir að ein- hverju nýju og matreiða það. Þá kom það fyrir að hann kom, ljómandi af ánægju, yfir götuna til okkar Erlu og gaf okkur að smakka. Hann var allt- af gjafmildur. Það gat verið sulta í krukku, kæfa í dós, ís eða desert í skál. Allt ljómandi gott hjá honum blessuðum. Útilokað var að fá þessar nýju uppskriftir, hann bara hló. Óli Pétur var svolítið tækjafrík, átti góð- ar myndavélar og framköllunartæki. Ýmis þægileg tæki í eldhús, radíó- tæki o.fl. þess háttar, hafði hann ánægju af að kaupa. Annað slagið keypti hann bækur, sem hann grúsk- aði í, m.a. um skyndihjálp, læknis- og heilsufræði, hringdi svo og sagði mér að hverju hann hefði verið að komast að raun um. Nýlega var hann búinn að fjárfesta í ritverkinu Ísland í ald- anna rás, þriggja binda stórvirki. ÓLAFUR PÉTUR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.